Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 43

Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 43 MARGMIÐLUN Vefur vikunnar Kirkjunetið VEFUR vikunnar á Vef- skinnu Morgunblaðsins er Kirkjunetið sem þeir Hannes Bjömsson og Valdimar Hreiðarsson stýra. Hannes Bjömsson segir að Kirkjunetið eigi sér langa sögu, þeir Valdimar hafi hrint því af stað í október 1997. Mikið safn upplýs- inga er komið á vef- inn og skipta síður hundmðum, auk þess sem tenglar em í fróðleik og upplýs- ingar víða um heim. Hannes segir að að vísu hafi honum ekki gefíst nógu góður tími til að sinna vefnum undan- farið ár vegna anna við blaðaút- gáfu, en hann sé með talsverðar viðbætur í undirbúningi og með- al annars mikið myndasafn, um 1.000 myndir af íslenskum kirkj- um. Einskonar safn Hannes segist ekki sjá fyrir sér að þeir Valdimar eigi eftir að telja vefinn fullkláraðan, „ég sé vefinn fyrir mér eins og eins- konar safn sem sífellt verður bætt á. Myndasafnið er gott dæmi um það og það á eflaust mikið eftir að bætast við.“ Hannes segir að mikill tími fari í að sinna vefnum og tím- arnir sem þeir Valdimar hafí lagt í hann skipti þúsundum. Ekki er það þó stöðug vinna á hverjum degi, frekar að menn taki skorpur eftir því sem liggur fyrir. Front Page helsta verkfærið Hannes sér um allan vefnað og hannaði útlit veíjarins líka. Hann segist ekkert hafa lært í vefsmíðum, en eigi góða að, en helsta verkfæri hans við smíðina er Microsoft Front Page, sem hann gefur góða einkunn. Sem stendur er vefurinn vistaður á léni útgáfufélagsins fyrir héraðsfréttablaðið Vestrið, en Hannes segist líklega þurfa að finna því annan stað fljótlega, enda tekur til að mynda kirkju- myndasafnið eitt um 200 MB pláss. Kirkjunetið er vefur vikunnar á Vefskinnu Morgunblaðsins, www.mbl.is/vefskinna. Of margir mínusar Missiun Impossible Ocean gaf nýlega út Mission Impossi- ble fyrir Nintendo 64. Leikurinn var hannaður af Infogrames og er njósna/hasarleikur í anda Goldeneye. AÐALPERSÓNA Mission Impossible og sú sem spilendur stjóma er Ethan Hunt, sérstakur njósnari fyrir bandarísku ríkis- stjömina og sá allra besti sem völ er á. Hlutverk hans er að glíma við sérstök verkefni sem enginn annar getur gert, ekki einu sinni spi- lendur. í Mission Impossible þarf spilandinn að leysa fimm stór verkefni, hvert um sig með 3-4 borðum. 2-3 borð í leiknum eru virkilega góð og gefa spilandanum tilfinningu fyrir því að vera njósnari að leysa spennandi og erfitt verkefni. Hin borðin em aðeins erfið og leiðigjörn þar sem spilandinn getur búist við að deyja 4-5 sinnum í hverju ein- asta borði. Dæmi: Spilandinn gengur inn í herbergi með einum verði, vörður- inn styður á viðvömnarbjöllu og spilandinn deyr, gengið er inn í sama herbergi aftur og í þetta skiptið er vörðurinn drepinn áður en hann nær að gera nokkuð. Spilandinn gengur inn í næsta her- bergi þar sem eldri maður situr, maðurinn lítur út fyrir að vera mikilvægur svo spilandinn hikar við að skjóta hann, maðurinn lyftir höndunum, styður á viðvörunar- kerfið og spilandinn er dauður. Svona gengur þetta koll af kolli í gegnum nokkur herbergi. Þetta neyðir spilandann til að gera sömu hlutina aftur og aftur og aftur vegna óvissunnar um hvað á að gera í hverju herbergi. Áður en borðin byrja kemur listi r með því sem spilandinn á að afreka í borðinu sem fylgir. Þessi listi er oftast afar knappur og gefur engar leiðbeiningar. Sem dæmi má nefni að í einu borðinu á Ethan að setja sprengju á bát svo að hann og fé- lagar hans komist í burtu. Gleymd- ist þá að nefna hvernig ætti að nota sprengjurnar og að báturinn væri fullur af náungum með byssur. Stjórn leiksins er afar ábótavant, spilandinn getur ýtt á sérstakan takka til að miða en lítil nákvæmni veldur því að spilandinn hefur svona 20% líkur á að hitta í fyrstu 3-4 borðunum þar til hann lærir al- mennilega að miða. Aukast þá lík- umaar í 50-60%. Stjórnin er einnig afar breytileg milli borða og í stað þess að bjóða upp á nýja möguleika veldur það spilandanum aðeins erf- iðleikum. Grafík leiksins er ágæt, en eins og stjórnunin er hún afar breytileg milli borða. In- fogrames hefur not- að afar mikið af þoku í bakgrunnin- um tO að hægja ekki á leiknum og gengur það stundum út í öfgar. Vopn leiksins eru flott, spilandinn get- ur valið vopn úr vopnabúri sem slær jafnvel Goldeneye við, því málið er að þegar Ethan hefur byssu sem skýtur 150 skotum á 10 sek- úndum skiptir ekki máli þótt erfitt sé að miða. Því miður er þessi plús ekki nógu stór til þess að bæta upp alla mínusa leiksins. Mission Impossible var flottur leikur alveg þangað til að hann kom út. Kannski voru væntingar fólks til leiksins of miklar, en einnig er mögulegt að Infogames hafi miðað of hátt og haft leikinn of flókinn. Ingvi Matthías Árnason ^ ESJUíi 999 dagnrinn sunnudaginn 29. ágúst! Esjjudagur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík er á surmudaginn. Þetta er í áttunda skipti sem HSSR stendur fyrir Esjudegi og hafa þúsundir íslendinga tekið þátt frá upphafi. • Lagt upp frá bílastæðinu við Mógilsá kl. 10 í samfylgd félaga úr hjálparsveitinni. • Sól-Víking sér göngumönnum fyrir hressingu á uppleið. • Póstaleikur fyrir yngstu börnin. • Esjuhlaupið hefst kl. 13. Keppt verður í tveimur aldursflokkum karla og kvenna. Þátttökugjald er 500 kr. • Félagar í HSSR stjórna aðgerðum á svæðinu til kl. 16. — Hittumst hress í Esjuhlíðum sunnudaginn 29. ágúst og munið að hver og einn ræður sínum hraða. Tökum Esjuna með áhlaupi! IÞROITIR FVRIR IILl.fl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.