Morgunblaðið - 28.08.1999, Síða 44

Morgunblaðið - 28.08.1999, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ j,44 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 Hveravellir ATHYGLISVERT er og jafnframt minnis- vert, að fyrsti þáttur hinnar miklu og sívax- andi samfélagsumræðu, sem verið hefur hin síð- ustu ár um nauðsyn raunhæfrar og öflugrar umhverfisverndar, m.a. á hálendi Islands, fólst í ítarlegri fjölmiðlaum- fjöllun um fyrirhugaðar stórframkvæmdir for- - ^ svarsmanna Svína- vatnshrepps í Austur- Húnavatnssýslu á þjóð- lendunni á Hveravöll- um. Má fullyrða, að „Hveravallamálið" hafi hrundið af stað þeirri þungu skriðu skoðanaskipta um um- hverfismál, sem segja má að hvert mannsbarn þekki. Á þessari stundu er að vísu hvað mest rætt um, meðal alls almennings, hvernig bregðast megi við hugmyndum ráðamanna um stórvirkjanir norð-austan Vatnajök- uls, sem leiða munu til óbætanlegra umhverfisspjalla, ef reistar verða. En þótt hljóðara hafi verið um Hvera- velli um sinn skyldi enginn umhverf- -> isverndarmaður gleyma því, að fyrir- huguð spjöll þar - sem unnin verða af einsýni og hörku ef þau ná fram að ganga - eru liður í kerfisbundinni að- för að náttúru landsins, á sama hátt og er um óþarfar stórvirkjanir ásamt tilheyrandi safnþróm, sem „drekkja" munu sumum fegurstu og sérstæð- ustu svæðum öræfanna. Horfi menn yfir sviðið af nægilega háum sjónar- hóli fær engum dulist, að Hveravellir þarfnast verndunar gegn bráðræðis- ákvörðunum - er stjómast m.a. af lítt dulinni fégimd og óraunhæfum | hagnaðarvonum - á sambærilegan hátt og náttúruundrin á Austurlandi. Allt Kjal- arsvæðið, ásamt Hvera- völlum, er vissulega meðal fegurstu hálend- issvæða á íslandi, þar sem rík þörf er fyrir vemdun umhverfis og varlega umgengni manna. Allir sannir vökumenn og unnendur náttúra landsins þurfa að beita hverjum þeim lýðræðislegu úrræðum, sem tiltæk era, í nauð- vörn sinni gegn þeim, er fara fram með vígvélum og bryntólum gegn nátt> úranni. Sú barátta er engan veginn vonlaus þótt þunglega horfi nú um sinn. Telja má, að veralegur hluti þjóðarinnar hafi nú þegar - með hraðvaxandi skilningi á kalli tímans - skipað sér í hóp umhverfisvemdarmanna og í vöxt færist, að djarfhuga menn sýni þrótt og þor til að láta í ljósi skoðanir sínar í þá vera, óheftir af þvingunar- tilraunum annarra og þvert á hefð- bundnar stjórnmálastefnur og flokkslegar viðjar. í fyrstu tiilögu Svínvetninga að deiliskipulagi fyrir Hveravelli, þar sem þeim heíur nú, illu heilli, verið úthlutað skipulagsvaldi, mældu þeir hreppnum sjálfum byggingarreit, allt að 2.400 fermetram (900 fermetram til bráðanota og 1.500 fermetram sem viðbótarreit til síðari nota), og má heita að reist^ skyldi á rústum skála Ferðafélags Islands, sem hlutu að víkja eða verða ónothæfír sam- kvæmt tillögunum. Líklega var þó fremur gert ráð fyrir einnar hæðar byggingu eða byggingum Svínvetn- inga heldur en tveggja eða þriggja Páll Sigurðsson UMRÆÐAN_______ - Eyjabakkar Hálendið Hveravellir, segir Páll Signrðsson, þarfnast verndunar gegn bráð- ræðisákvörðunum. hæða mannvirkjum! Vora og era þessar hugmyndir að sjálfsögðu í andstöðu við allar viðurkenndar stefnur í náttúraverndarmálum og ferðamálum, enda sættu þær kröft- ugum mótmælum Náttúruvemdar- ráðs (á Hveravöllum er friðland eins og kunnugt er), Ferðamálaráðs og fjölmargra samtaka útivistar- og ferðamanna. Þau mótmæli hafa þó í reynd lítil áhrif haft til þessa, og í grandvallaratriðum situr allt við hið sama: Svínvetningar sækja hratt fram gegn mönnum og umhverfi í skjóli þeirrar brynvarnar er felst í skipulagsvaldinu. Hér þarf almenn- ingur að bregðast við með eftirminni- legum hætti, í vörn fyrir þjóðarhags- muni og landið sjálft, sem við berum ábyrgð á. Svínavatnshreppur, sem að líkind- um er nú eitt nafnkunnasta fámennis- sveitarfélag á landinu, stendur reynd- ar nú þegar fyrir rekstri „óbyggða- miðstöðvar" í grónu (uppgræddu en ekki sjálfbæru) umhverfi við Áfanga- fell nálægt Blöndulónum, í prýðilegu húsnæði sem Landsvirkjun byggði handa hreppnum. Er sannarlega von- andi að sú starfsemi fái blómgast á komandi áram, þótt ekki fari sögum af arðsemi hennar enn sem komið er - enda er ekki mjög fjarri lagi að hún samrýmist stefnu ferðamálayfirvalda um ,jaðarstöðvar“ á hálendinu, er þjóni ferðamönnum. En „Blöndubæt- urnar“, sem hreppnum vora greiddar af almannafé, þ.e. úr sjóðum Lands- virkjunar, era enn ekki uppurnar og hafa ráðamenn Svínavatnshrepps ekki séð betri leið til að ráðstafa því fé, sem enn er geymt tryggilega á sparisjóðsbók, en byggja stórbrotin mannvirki á Hveravöllum - á þjóð- lendunni norðan Kjalhrauns. Mun þó a.m.k. sumum hreppsbúum virðast sem það fé væri betur nýtt á heima- slóðum, til margvíslegra nytjafram- kvæmda og mannhjálpar í sveitinni, þar sem lífskjöram íbúanna er mjög misjafnlega háttað - en í því efni sýn- ist engu verða um haggað, enda er -við blind öfl að eiga. Ráðamenn hreppsins hafa stund- um látið í veðri vaka, að þeir leiti eft- ir samstarfsaðila eða -aðilum um stórreksturinn á Hveravöllum, en ekki er vitað til þess að neinn hafí enn bitið á agnið, enda væri vafalaust óviturlegt fyrir sómakæra stjórnend- m- fyrirtækja í ferðaþjónustu, að leggja að svo búnu máli nafn sitt við jafn fráleitar og óvinsælar hugmynd- ir sem hér um ræðir. Meira að segja er alls ekki víst, að Kaupfélagið á Blönduósi myndi vilja setja upp verslunarútibú á Hveravöllum, þótt leitað væri eftir því og húsakynni væra að sjálfsögðu meira en nóg til þeirra þarfa, ef byggingarhugmynd- irnar komast til framkvæmda. Heitið „Svínvetningabúð", á fyrir- huguðu stórhýsi á Hveravöllum, mun líklega hafa unnið sér nokkuð fastan sess manna á meðal. Nafnið er sann- aralega þjóðlegt og samræmist einnig lögmálum fagurfræðinnar. Nærsveitungi Svínvetninga, íbúi í Torfalækjarhreppi, sem þar gegnir ábyrgðarstöðu, hefur reyndar haft uppi þau orð á opinberam vettvangi, að hér sé í „sjálfu sér um mjög gott nafn“ að ræða, en óvíst er þó um hug Svínvetninga sjálfra í því máli. Hins vegar hefur sami maður sýnt Svín- vetningum þá umhyggju að hafna nafngiftinni „Stóra hryllingsbúðin", sem flogið hefur fyrir meðal um- hverfísverndarmanna, og má eftir at- vikum taka undir þá skoðun hér enda þótt rök mætti vissulega bera fram með jafnt sem á móti því heiti! Nú líður senn að því, að Svínvetn- ingar sæki inn á öræfin í leit að fé sínu (þ.e. því fé, sem ekki er geymt á sparisjóðsbókinni góðu). Þá munu þeir enn einu sinni njóta fegurðar og friðsældar óbyggðanna í skála Ferðafélags Islands á Hveravöllum, þar sem þeir hafa verið kærkomnú, góðir og prúðir gestir á sjöunda tug ára, allt frá því að eldri skáli félags- ins var reistur. Þar munu þeir una sér dável nokkur kvöld og nætur, þreyttir af daglöngu reiki um heiðina en ölvaðir af fjallaloftinu einu og gleðinni af samneyti við góða félaga. Ekki spillir að nokkiir prýðilegir söngmenn era þar í hópi, óvefengj- anlega, þótt hins vegar sé ekki full- ljóst um raddgæði allra gangna- mannanna. Þeim núlifandi Ferðafé- lagsmönnum, sem byggðu skálana í sjálfboðavinnu, og öðrum þeim, er hafa leitast við að stuðla að verndun og viðgangi friðlandsins á Hveravöll- um, er tvímælalaust heiður og ánægja að geta ennþá hýst þessa þreyttu en góðglöðu byggðamenn, sem sækja sér hugsvölun inn á há- lendið - eins og tugþúsundir annarra íslendinga hafa gert eftir að Ferða- félag íslands opnaði alþjóð öræfa- heiminn. Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskóla Jsiands. Mennt Förðun er nám án landamæra ÞEGAR menntamálaráðherra, hr. Björn Bjarnason, heimsótti Förðun- arskóla íslands við vorútskrift ‘99 sagði hann að ánægjulegt væri að sjá einkaskóla fara þá braut sem Förð- unarskóli íslands er að fara og und- irbúa nemendur fyrir störf úti á vinnumarkaðnum. Þetta var okkur gott veganesti til að gera enn betur í förðunarnáminu. Förðun hefur verið snar þáttur í .. lífi kvenna um aldaraðir. Förðunar- ' skólar hafa verið starfandi í tugi ára en komu hingað til lands um 1990. Þá varð sprenging á íslenskum förð- unarmarkaði. Enska heitið „Make up artist“ sem notað er um þá sem lokið hafa námi í fórðun er afar erfitt að þýða á íslensku svo sambærileg merking haldist. Hingað til hefur tit- illinn fórðunarfræðingur eða förðun- armeistari verið notað en í báðum þessum tilfellum er um hreint rang- nefni að ræða, því þrátt fyrir að veraleg aukning sé í fræðilega hluta námsins, er erfitt að tala um „fræði“ sem byggist upp á sýnikennslum og æfingum og að vera „meistari" í ein- hverju fagi kallar á nám í meistara- skólanum skv. íslensku menntakerfi. Förðunarskóli íslands benti á orð- ið farðari fyi’ir tveimur áram og er það sífellt að ryðja sér betur til rúms. Þetta er þjált orð sem fellur vel að íslensku málfari og málfræði sbr. leikari og málari. Förðun er ekki lögvemdað nám en gefur fólki starfsmöguleika um allan heim. Förðunamámið er margskipt. Þannig er grannnám a.m.k. þrír mán- uðir þar sem kennd er öll granntækni og undirstöðuatriði fórðunar. Fyrsti hluti grunnnámsins er ljósmynda- og tískuforðun þar sem kennd era mis- munandi gerðir fórðunar fyrir lit- eða svarthvítar myndir, fyrir svið og hvernig tengja má tísku fyrri ára (fortíðarförðun) þeim tískustraumum sem era ríkjandi í dag. Að loknu þessu námi er leik- húsförðun og kvikmynda- forðun. Þar er um a.m.k þriggja mánaða nám í hvorri grein að ræða, allt annað er skemmri skfm á viðamiklu efni. í leikhús- förðun læra nemendur að gera gervi, hanna per- sónu, læra að nota þau efni sem notuð era í leik- húsunum og að námi loknu að vera vel undir- búinn til að geta hafið störf við atvinnuleikhús. Sömu kröfur era gerðar um nám í kvikmyndaförð- un. Að námi loknu á nem- andinn að hafa innsýn í gerð kvik- myndar, auglýsingar fyrir sjónvarp og geta búið til ýmis gervi sem nauð- synleg era í heimi kvikmyndarinnar. Eins og sjá má hér að framan er námið að mestu leyti byggt á verk- legri kennslu og meðferð ýmissa efna sem nauðsynlegt er að kunna skil á. Kennslubækur hafa til þessa verið af skornum skammti en hjá Förðunarskóla íslands er kennslu- bók í ljósmynda- og tískuförðun í vinnslu. Hún verður notuð við kennslu í grannnámi skólans. I Förðunarskóla Islands er lögð rík áhersla á að gera nemandann hæfan til að takast á við þau verkefni sem bíða hans að námi loknu. Þá er ekki einungis verið að tala um fjölda farðana, heldur líka um markaðs- og sölumál, hvernig nem- andinn getm- komið sér á framfæri, hvaða tæki og tól þarf til og hvert hægt sé að leita. Skattamál era orðin stór þáttur í daglegu lífi okkar. Oft gera nemendur sér ekki grein fyrir hvaða ábyrgð það er að starfa sem sjálfstæður at- vinnurekandi þegar komið er út á vinnu- markaðinn. Hvernig standa skuli skil á virð- isaukaskatti, tekju- skatti og einföldustu hugmyndir um bók- hald eru nauðsynleg fræðsla í starfs- námi sem fórðun er. Þá era lífeyris- sjóðsmál orðin skylda hjá hverjum þeim einstaklingi sem hefur sjálfstæð störf á markaðnum. Með því að kenna þessa hluti í skólanum er komið í veg fyrir að nemendur fari blint út á markaðinn til að vinna. Litafræði, liL greining, heitir litir, kaldir litir og svona mætti lengi telja er grandvöll- ur fyrir árangri í námi sem förðun er. Þessi þáttur í náminu hefur vaxið sexfalt á undanfömum misserum og gerir nemendurna hæfari til að veita ráðgjöf til þeirra viðskiptavina. Allt frá því Förðunarskóli íslands hóf kennslu hefur metnaður skólans verið að bjóða nám sem stenst full- komlega sambærilega erlenda skóla. Þannig hefur umfang námsins aukist Förðun, segir Pétur Steinn Guðmundsson, er ekki lögverndað nám. á 5 árum úr 264 kennslustundum í 455 kennslustundir. Þetta er yfir 72% aukning og þrátt fyrir þetta er skólinn ódýrasti skólirm á markaðn- um. Förðunarskóli íslands kennir alla virka daga. Framboð í leikhús- og kvikmynda- förðun hefur verið af skornum skammti undanfarin ár. Förðunar- skóli Islands býður, einn íslenskra fórðunarskóla, samfellt 6 mánaða nám í leikhús- og kvikmyndaförðun. Við uppsetningu þessa náms hefur skólinn notið^ aðstoðar færastu ein- staklinga á Islandi sem starfa við leikhúsin og kvikmyndir. Með þeirri reynslu og aðgangi í leikhús og sjón- varp býður skólinn nám sem er í hæsta gæðaflokki. Þegar verið er að bjóða nám í þessum greinum sem eru helmingi styttri, er það ekki sambærilegt. Þegar þeirri spumingu er velt upp hvort mai’kaðurinn sé mettur, segi ég hiklaust nei. Tækifærin era á hverju strái. Þeir sem læra förðun hafa margt umfram aðrar starfstéttir. T.d er förð- un ekki lögvemduð, hvorki hérlendis né erlendis. Þannig hefur förðun engin landamæri. Farðarinn getm- unnið hvar sem er í heiminum, ef hann kann til verka fær hann vinnu. Þannig höf- um við sögu af fyrrverandi nemanda Förðunarskóla Islands sem um þessar mundir er að aðstoða við uppsetningu nýrrar verslunarkeðju í Noregi þar sem þekking nemandans á förðun, út- liti og litasamsetningum nýtist full- komlega. Þá hefur undanfarin misseri verið að ryðja sér til rúms ný gerð sölumanna og ráðgjafa, sem stunda heimakynningar. Samkvæmt þróun erlendis hefur þessi gerð þjónustu færst í vöxt og þeir sem hafa lært förðun og geta veitt ráðgjöf um liti og útlit hafa þar ákveðið forskot. Förð- unarmarkaðurinn er því langt frá því að vera mettur. Höfundur er framkvæmdastjóri Förðunarskóla fslands. Glæsilegir amerískir rafmagnsnuddpottar Acrylpottur í rauðviöargrind. » « *• "" «j Innb. hitunar- og hreinsikerfi. Vatns- og loftnudd. Engar leiðslur nema rafm. 16 amp. Einangrunarlok með læsingum. Sjálfv. hitastillir. Tilbúnir til afhendingar. Wokkrir pottar á ótrúlegu uerði kr. 410.000 staðgr. VESTAIM ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogur, s. 554 6171, fars. 898 4154 Ég þakka hjúkrunarkonunum og öllu starfs- fólkinu á Heilsugœslustöð Bolungarvíkur fyr- ir þá hjálp sem það veitti mér, einnig öllum Isfirðingum sem ég hitti. Kœrar kveðjur til systkina minna, barna og annarra og þakka fyrir allt. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Austurbrún 4, Reykjavík. Frá Tónskóla þjóðkirkjunnar Kennsla hefst mánudaginn 6. september. Væntanlegir nemendur eru beðnir að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 552 2770. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu skólans Sölvhólsgötu 13. Inntökuskilyrði eru þau, að hafa lokið a.m.k. 3. stigi í píanóleik. í skólanum eru kenndar 10-14 námsgreinar og þurfa nemendur því að geta verið óskiptir við námið. Markmið námsins er kirkjutónlistarmenntun, þar sem höfuðáherslan er lögð á orgelleik, söngstjórn og litúrgfsk fög, með væntanleg kirkjutónlistarstörf í huga. Umsóknarfrestur er til 1. september. Skólastiórl. Pétur Steinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.