Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 46

Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 46
46 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ISLEIVSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.020. þáttur ENGUM þarf að segja að Jón Helgason skáld og prófessor væri einn mesti lærdómsmaður og orðsnillingur okkar tíma. Hann kunni þá erfíðu list að skrifa fræðirit svo vel, að maður les þau ekki síður til skemmtun- ar sér en fróðleiks. Hann var af- skaplega skýr í framsetningu og fágætur að orðauðgi og samsetn- ingarlist (compositio). Hann var afar harðsnúinn rannsakandi, og þykir hart um höggva, ef hann gekk frá máli óskýrðu. En jafn- vel hann skrifaði þetta: „Það er hætt við að seint fínn- ist nein ótvíræð skýring á því hversvegna íslendingar urðu bókmenntaþjóð á 12tu öld og þó enn fremur á 13du. Menn hafa nefnt ýmsar ástæður, en þær hrökkva skammt, bak við þær allar verður eftir eitthvað óskýrilegt og Ieyndardóms- fullt.“ (Leturbr. hér.) Tómas Ingi Olrich alþingis- maður ræddi fyrir skömmu í út- varp meðal annars um fornbók- menntir okkar og sagði þá eitt- hvað á þá leið, að því meir og oftar sem hann læsi þær, þeim mun meiri undrun og aðdáun vektu þær hjá sér. Þær bæru vott um mjög þroskaða menn- ingu og einstaklega þjálfaðan skýrleik í framsetningu. Ætti það ekki síst við um lagatexta og eddukvæði. Umsjónarmaður hefur oft hugsað svipað. En hann hefur gefist upp við skýringar, því að á bak við íslenskar fornbókmennt- ir er „eitthvað óskýrilegt og leyndardómsfullt". Ungur var ek forðum, fór ek einn saman, þávarðekvillurvega. Auðigur þóttumk er ek annan fann. Maður er manns gaman. (Hávamál 47.) ★ Bréf Haralds Sigurðssonar. n. kafli. 4. Tvítekning. Verslunin Kjörval. Þarna eru tvær sagnir sömu merkingar, kjósa og velja. í útv. 29/5 1999: „... að flytja fólk og farþega“. Er fólk ekki farþeg- ar? í útv. (?) „... Menn brenndust á Þingvelli af eldi“. Er öruggara að taka fram að eldur hafí eitt- hvað verið með í spilinu (brunan- um)? 5. Hvimleið innskotsorð í ræðu og riti. Sko - sem sagt - altso - hérna - jammmm - eeeh - oguuh - og þulirnir bæta við og dæma fréttimar sem þeir lásu: gott mál það - þá veit mað- ur það - nú, það er bara svona - að sjálfsögðu. 6. Ofnotkun orða og tískuorð. Fólkið í landinu. Er nauðsynlegt að taka það sífellt fram að það sé í landinu. Er einhver slatti þjóð- arinnar á pramma úti fyrir ströndinni? Betra væri bara: landsmenn, þjóðin, íslendingar, fólk, o.s.frv. Óþarft væri að tönnlast á Reykvíkingar í Reykjavík eða Isfirðingar vestra. Hvað ertu búinn að vera að gera? veður nú hressilega uppi. Svo virðist sem allt liðið sé búið að vera. Kennim. eru gera - gerði - gert. Styttra og eðli- legra væri bara: Hvað hefurðu gert í dag? eða hvað hefurðu haft fyrir stafni í dag? Karakter er mjög „flott“ tískuorð. Handboltaliðið sýndi mikinn karakter. Óþarft er að sletta þessu útlenda orði. Nægj- anlegt væri t.d.: „... sýndi mikla seiglu ... sýndi mikinn viljastyrk. Arkitekt þykir líka skrautlegt orð. í útv. 9/8 1994: „... einn helsti arkitekt fiskveiðistefnunn- ar“... væri ekki fj. nóg að segja: ... upphafsmaður, brautryðjandi eða frumkvöðull. í sjónv. 8/7 1994 um Arafat: „... einn af helstu arkitektum hi'yðjuverka í heiminum“ (teiknaði hann ill- virkin fyrstur manna?) I útv. 9/7 1994 (Þátturinn helgi í héraði) „... kannski er hann bara arki- tekt að þessari bók“. Þetta geng- ur nú alltof langt. Auðvitað átti að nota hér: Höfundur. Hvar er nú málfarsráðunautur útv. og sjónv.? Að viðra skoðanir sínar þykir víst gott mál. Dettur þér, les- andi góður, ekki í hug blaktandi þvottur á snúru? Nóg væri: að tjá skoð. sínar eða láta í ljósi og láta bara þvottinn eiga sig. Tískuorð er líka: Þungavigtar- menn (úr boxinu). En betra væri bara ráðamenn, valda- menn, forystumenn o.s.frv. og sleppa bara öllu sambandi við slagsmálin. Tíðni er enn einn málfarsdraugurinn. í Mbl. 4/9 1988 stóð, um strætisvagna Rvíkur: „... aukin tíðni ferða á vetraráætlun". Hér væri bæði styttra og eðlilegra: „... vetrar- ferðum fjölgað“. Svo einfalt er það nú. Læknar virðast líka vera mjög hrifnir af tíðni (frequency) sbr. margar yfírlits- greinar þeirra (statistic). 7. Röng merking orða. Sjónv. 30. des. 1996: „... notkun flugelda í hámæli“ ... Hér er að sjálfsögðu átt við notkun í hámarki. Þegar ferðamálafrömuðir tala um að selja Island, er auðvitað meining þeirra að selja Islandsferðir, eða auglýsa Island. Návígi er oft notað ranglega í stað nálægð. Mbl. 29/6 1991 (Ferðabl.) I návígi við Mýrdals- jökul. Ha? Fóru menn alvopnað- ir á jökulinn? Hér er að sjálf- sögðu verið að ræða um nálægð við jökulinn. Að eyða og eyðslusemi er víst í hugum okkar flestra að: sóa að óþörfu. Auglýsingin: „að eyða í spamað“ er því vafasöm eða jafnvel andstæð merkingu orð- anna. Væri ekki skárra að: „... leggja í sparnað - spara - verja í sparnað" o.s.frv. ★ í Bibliunni, útg. 1908 og nokkrum síðari prentunum, stendur í Hebreabréfinu (10,39): „En vér erum ekki undanskots- menn til glötunar, heldur menn trúarinnar til sáluhjálpar." Ég hef verið spurður um orðið und- anskotsmaður, en ekki orðið vel ágengt að finna það. Væri því þakklátur, ef einhver sendi mér dæmi um það annars staðar frá. Þess má geta að samsvarandi texti er í Guðbrandsbiblíu: „En vér erum ekki af þeim sem sig í hlé draga og fyrirdæmdir verða, heldur þeim sem trúa og sálunni bjarga." Bernharð Haraldsson skóla- meistari kenndi mér nýtt orð: svefnskalli. Það fyrirbæri mynd- ast, ef menn liggja lengi á hnakkann og hárið klýfst um hvirfilinn, þannig að minnir á raunverulegan skalla. Kannást menn við þetta? ★ Vilfríður vestan kvað: Sagði meykerling Kristín í Hól: „Ég tók karlfugla ekki í mitt ból. Hjörleifur greyið lét þó hart að mér vegið og hljómsveitin Síðan skein sól.“ Auk þess fær Björn Friðrik Brynjólfsson stig fyrir að leið- rétta snarlega í fréttalestri „tvær vikur“ í hálfan mánuð. Sjávarútvegur og símenntun TÍMINN stendur ekki í stað. Þvert á móti virðast hann æða áfram og þrátt fyrir eðlislæga íhaldsemi fólks vaða yfir okkur breytingar af öllu tagi. Heimurinn breytist sí- fellt hraðar og það þarf að leggja meira og meira á sig til þess að fylgjast með þeim breytingum sem skipta máli og aðlaga sig þeim. Fólk þarf með skipulegri hætti en áð- ur að endurhæfa sig til þess að sinna störfum sínum með fullnægj- andi hætti og tækniframfarir geta jafnvel leitt til þess að fólk þarf að þjálfa sig til nýrra starfa hvort heldur er hjá sama vinnuveitanda eða öðrum. Hugtökin símenntun og endur- menntun ná formlega yfir aðlögun að nýjum aðstæðum. Þar getur ver- ið um að ræða stutt námskeið eða lengra nám. Símenntun og endur- menntun skipa eins og Ijóst má vera af framansögðu æ mikilvæg- ara hlutverki í samfélaginu. Ætla má að sú þróun haldi áfram. Fækkun starfa í sjávarútvegi Islenskur sjávarútvegur er í þeirri stöðu að vera í senn helsti grundvöllur atvinnusköpunar víða um land og máttarstoð þeirra byggða sem hann starfar í. Helstu sérfræðingar um þróun sjávarút- vegs hafa bent á að starfsfólki í greininni muni fækka umtalsvert á næstu árum. Gera má ráð fyrir að fleiri atvinnugreinar standi í sam- bærilegum sporum. Tæknilegar framfarir valda því að tól og tæki leysa mannshöndina af hólmi með þeim árangri að framleiðslukostn- aður lækkar og afurðin stenst betur samkeppni á mörkuðum. Oft eru það einhæf störf, og að margra mati leiðigjöm, sem þannig eru tæknivædd og því minni eftirsjá í þeim en ella. Tæknivæðing leiðir því talsvert gott af sér. Á hinn bóg- inn verða færri verkefni fyrir starfsfólk í þeim framleiðsluferli, sem tæknivæddur er, sem vita- skuld skapar óvissu og vanda. Um þetta gildir eins og oft að lausn eins vandamáls kallar á annað. Fækkun atvinnutækifæra í sjáv- arútvegi er samfélagslegt vanda- mál. Mikilvægi sjávarútvegsins hvað varðar byggð og atvinnu er þess eðlis að við þeirri þróun sem rakin hefur verið þarf að bregðast. Á hinn bóginn hefur sjávarútvegur- inn ekki möguleika á að standa ut- an við tækniframfarirnar. Ef ís- lenskur sjávarútvegur nýtir ekki tækifæri til framleiðniaukningar, sem felast í tækniframförum, mun hann ekki standa sig í alþjóðlegri samkeppni. Afleiðingar af slíku kæmu fram í lakari lífskjörum og enn meira atvinnuleysi en ella. Eins og oft áður felast möguleikarnir fremur í að takast á við vandann en að forðast hann. Mannauðurinn Það er oft sagt að ein af auðlind- um íslands sé mannauðurinn eða sá auður sem felst í vel menntuðu og þjálfuðu fólki. Það má deila um hve vel við Islendingar höfum hlúð að þessum auði. Það er þó víst að íslenskur sjávarútveg- ur hefur í miklum mæli reitt sig á mannauðinn. Gífurleg- ar framfarir og breyt- ingar til batnaðar hafa stöðugt orðið á sjósókn og fiskvinnslu og sér- staklega á síðustu ör- fáum árum. Kröfur um meiri afköst, meira hreinlæti, meira vöru- úrval, betri nýtingu o.fl hafa lagt ómæld verkefni á herðar allra sem innan greinarinn- ar starfa og það próf hefur starfs; fólk íslensks sjávarútvegs staðist. í því fólki býr kraftur sem virkja má til margra hluta. Þegar spurt er hvernig eigi að standa að því - og sú spurning verður auðvitað afar mikilvæg þeg- ar ljóst er að fólki í greininni muni fækka - verður frekar fátt um svör. Atvinnumál og glíman við atvinnu- leysi er málaflokkur sem almennt er erfiður viðureignar og atvinnu- mál á landsbyggðinni, þar sem at- Mennt Símenntun og endur- menntun, segir Pétur Bjarnason, skipa æ mikilvægara hlutverki í samfélaginu. vinna er einhæf fyrir, eru hugsan- lega enn erfiðari að leysa. Það er þó ljóst að þau verkefni sem koma í stað glataðra starfa í sjávarútvegi þurfa að vera þess eðlis að þau út- heimti vel þjálfað starfsfólk, sem í ljósi hæfni sinnar stenst alla sam- keppni. Það er ekki vænlegt til ár- angurs að ætla að vinna verk sem auðveldlega verða unnin á lág- launasvæðum jarðar. Alþjóðavæð- ing efnahags- og atvinnulífs veldur því að heimurinn er að verða eitt samkeppnissvæði. Því verður að hafa víðsýni til þess að horfa út fyr- ir „túnið heima“ í þessu samhengi. Simenntun nauðsynleg Vel menntað og þjálfað starfsfólk - mannauðurinn margnefndi - sem skapar öðru fremur skilyrði til þess að lífskjör á Islandi eru góð, er lyk- illinn að þeirri lausn sem leita þarf að. Símenntun og endurmenntun eru lykilorð og samstarf atvinnulífs og yfu-valda er nauðsynleg for- senda þess að bregðast við þeim vanda sem í augsýn er. Starf á þessum vettvangi þarf að efla. Dag- ur símenntunar 28. ágúst er ágætt tilefni til þess að minna á það vax- andi hlutverk sem símenntun og endurmenntun hafa í nútímasamfé- lagi, fyrir þá sem verja vilja kjör sín og sinna. Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskifélags íslands. Pétur Bjarnason Byggingaplatan WDD3©©® sem allir hafa beðið eftir VIROC®byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf V!ROC®byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VIROC®byggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni VIROC® byggingaplatan er umhverfisvæn V!ROC®byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. PP &CO LeitiS frekari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 5S3 8640 8 568 6100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.