Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN • • Orlagadagur * handritamálsins Bent I SAMBANDI við út- gáfu hinnar framúr- skarandi og umfangs- miklu bókar Sigrúnar Davíðsdóttur um hand- ritamálið, „Hándskrift- sagens saga", skrifaði ég grein fyrir danska blaðið „Politiken", sem einnig birtist í Morgun- blaðinu 13. ágúst. Grein -'ymín fjallaði ekki um baráttuna um handritin, sem stóð í mörg ár, heldur aðeins um einn örlagadag í málinu, 21. apríl 1961. Þó ég hafi mörgu gleymt úr þessu máli, sem rifjaðist þó ljóslifandi upp fyrir mér við lest- ur bókar Sigrúnar, man ég enn glöggt einmitt þennan apríldag. Ég skrifaði strax um atburði hans til vinar mín og andlegs leiðtoga, Jorgen Bukdahls að Askov, og 13. febrúar 1981 birtist grein eftir mig í „Weekendavisen" um 21. apríl 1971. Ég ræddi þessa atburði oft bæði fyrr og síðar meðal annars við Jorgen J^rgensen, Stefán Jóhann Stefánsson og Einar Olaf Sveinsson og varð ekki var við að við hefðum mismunandi skoðanir á því sem gerðist. Það vekur mér því undrun að lesa grein eftir minn gamla vin, Gylfa Þ. Gíslason, í Morgunblaðinu 18. ágúst, þar sem hann snýst gegn frásögn minni og lætur jafnvel í ljósi þá skoðun að betra hefði verið að ég hefði látið ógert að skrifa þessa grein mína! ff. Ég hef lesið grein Gylfa aftur og aftur til að komast til botns í hvert sé erindi hans með athugasemd sinni, en verð að játa að mér er enn ekki ljóst af hverju hann bregst svona við og notar svo sterk orð. Helst sýnist mér að hann álíti mig ljá fundi Sigurðar Nordals og J0rg- ens J^rgensens 21. apríl of mikið vægi. Hann virðist einnig álíta að ég hafi ekki vitað um að tillaga um að ís- lendingar fengju Flateyjarbók og Codex Regius gegn því að Danir héldu eftir tveimur öðrum handritum hafi áður verið rædd í Reykja- vík. En ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir að klókur stjórnmálamaður hef- ur samningsumboð sitt í lagi. Hið merkilega er að tilboðið skyldi ekki A. Koch ]agt fram á fundi ráð. herranna að morgni 21. apríl, held- ur að það slitnaði í raun upp úr samningaviðræðunum, án þess að Gylfi kæmi fram með þessa tillögu Handritamálið Bók Sigrúnar og minn- ingar mínar um það sem gerðist á einum degi í löngu ferli skýra mikilvægt hlutverk Sig- urðar Nordals á þess- um lokaspretti, segir Bent A. Koch í svari til Gylfa Þ. Gíslasonar. um skipti á handritunum tveimur, sem íslendingar vildu umfram allt gegn tveimur öðrum skinnbókum. Sú tillaga kom fyrst fram eftir að Sigurður og J^rgen J^rgensen hittust í hádeginu. Hér gæti Gylfi hugsanlega sagt að hann hafi ekki lagt fram þessa tillögu, sem hann hafði komið sér niður á ásamt Sigurði, því hún átti að vera síðasta trompið. En við- ræðurnar voru í raun brostnar. Um það er ég ekki í vafa, þar sem ég talaði við J0rgen J^rgensen í há- deginu 21. apríl. Ef ekki hefði slitn- að upp úr viðræðunum hefði ekki verið nein ástæða til að hafa sam- band við mig í hádeginu 21. aprfl, segja mér hve málin stæðu illa og samþykkja að ég reyndi að koma á fundi Sigurðar og J^rgens Jprgen- sens. Af hverju að grípa til þessara ráða nema vegna þess að það var slitnað upp úr viðræðunum? Ég hika því ekki við að halda því fram að fundur hinn 21. apríl milli Sigurðar og J^rgens Jqrgensens hafi haft mikla þýðingu. Ég vil svo benda þeim, sem áhuga hafa á mál- inu, að lesa bók Sigrúnar, sem hef- ur fengið mikla og jákvæða um- fjöllun í helstu dönsku blöðunum. Auk þess hefur danska útvarpið gert þátt, byggðan á bókinni, sem sendur verður út í september. Með tilvísun til skjalasafns J0rg- ens J^rgensens, sem Sigrún hefur nýtt sér og eftir samtöl við Jónas Kristjánsson og Jóhannes Nordal dregur hún upp sömu mynd og ég af fundi þeirra Nordals og J^rgens J^rgensens (sbr. bók hennar bls. 296-297). Þar kemur einnig fram að frásögn Gylfa „kemur ekki ná- kvæmlega heim og saman við danskar frásagnir, sem eru ná- kvæmari". Ef þessi síðasta athugasemd hef- ur farið fyrir brjóstið á Gylfa er það alveg af ástæðulausu. Bók Sig- rúnar og minningar mínar um það sem gerðist á einum degi í löngu ferli skýra mikilvægt hlutverk Sig- urðar Nordals á þessum loka- spretti. Þetta breytir þó engu um þátt Gylfa í málalyktunum, enda vita allir, sem kunnugir eru málinu að þáttur hans var mikill. Við sjáum öll hlutina frá okkar sjónarhorni og það eru liðin 38 ár frá þessum átakamikla apríldegí. Það er gott að Gylfi hefur skrifað um handritamálið 1993 og að hann tekur nú til orða, en hann má þó ekki gleyma því að aðrir komu þarna við sögu. Höfundur er ritstjóri og barðist fyrir málstað Isiendinga íhandrita- málinu. Lánasjóðurinn fer ekki að lögum ÞEGAR líður að hausti og háskólafólk telur saman sumarlaun- in kemst það að því hvað það fær í námslán og reynir að áætla hvernig það ætlar að ná endum saman í vetur. Ófáir uppgötva þá að Lánasjóður íslenskra námsmanna uppfyllir engan veginn hlutverk sitt sem félagslegur jöfnunarsjóður. I Lánasjóðslögunum eru gefin fögur fyrir- heit. í 1. gr. segir t.d. að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem undir lögin falla tæki- færi til náms án tillits til efnahags. I 3. gr. segir síðan að miða skuli við að námslánin riægi hverjum náms- manni til að standa straum af náms- og framfærslukostnaði meðan á námi stendur. Því miður er þetta ekki sá veruleiki sem íslenskt náms- fólk býr við. Stúdentaráð og aðrar námsmannahreyfingar hafa margoft með góðum rökstuðningi bent á að grunnframfærsla Lána- sjóðsins dugar ekki til lágmarks- framfærslu. Því miður hefur ríkis- valdið skellt skollaeyrum við út- reikningum námsmanna og óskum um að könnun fari fram á raunveru- legri framfærsluþörf. Þær forsend- ur sem núverandi upphæð fram- færslunnar byggist á eru í raun engar. Upphaflega var miðað við könnun frá 1974 en síðan hafa námslánin ýmist verið hækkuð eða lækkuð með einu pennastriki eftir því sem pólitfskir vindar hafa blásið, án þess að forsendur upphæðarinn- ar hafi á nokkurn hátt verið teknar til athugunar. Á meðan treystir fjöldi fólks sér einfaldlega ekki í nám af fjárhagslegum ástæðum og samkvæmt könnun Stúdentablaðs- ins í vor neyðast 51% þeirra sem hugðust reiða sig á námslánin til að vinna með námi. í vor náðu námsmannahreyfing- arnar þyí fram að stjórn LÍN samþykkti að setja á laggirnar sérstakan starfshóp þar sem grunnfram- færslan verður til um- fjöllunar. Það er sjálf- sögð krafa að þar verði forsendur grunnfram- færslunnar endurskoð- aðar með það fyrir aug- um að hún standi undir raunverulegri fjárþörf námsmanna. Að öðrum kosti halda stjórnvöld áfram að þverbrjóta hina skýlausu 3. gr. Eiríkur Lánasjóðslaganna um Jónsson að lánin skuli duga fyr- ir náms- og fram- færslukostnaði. Þetta verður helsta baráttumál Stúdentaráðs í þeirri vinnu sem í hönd fer. Námslán Það er sjálfsögð krafa, segir Eiríkur Jónsson, að forsendur grunn- framfærslunnar verði endurskoðaðar. Gáfur fara ekki eftir efnahag Ekki ber að líta á framlög til menntamála sem bein útgjöld heldur fjárfestingu til framtíðar. Gott menntakerfi leggur grundvöll að framtíðarvelsæld. Einn af hornstein- um góðs menntakerfis er lána- eða styrkjakerfi sem gerir fólki kleift að sækja sér menntun óháð þjóðfélags- legri stöðu. Slíkt er líka þjóðfélags- lega hagkvæmast, enda lóngu ljóst að gáfur fara ekki eftir efnahag. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu og er formaður lánasjóðs- nefndar ráðsins. Starfsmenntun í byggingariðnaði Að Keldnaholti hjá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins verður kynning á námi og rannsóknum ásamt handverki byggingargreina. Fræðsluaðilar og félög veita upplýsingar um starfsmenntun í byggingariðnaði frá kl. 10-17 í dag. Velkomin á kynningu að Keldnaholti Dagskrá: Sýnlngarsvæðl útl og Inni Tllraunir og handverk löngreina. Skólar og félög velta upplýslngar um starfsmenntun I bygglngarlðnaðl. Neiútsondinfl i kafflftofu 10-17 Fyrlrlestrar á skjá (netútsendlngu frá Vlfisklptaháskðlanum um slmenntun og slmenntunarmálefnl fyrlr almennlng og ákveðna faghðpa. Fyrlrleitrar (fundarsal i 2.hesð 13:00 Rannsðknastofnun bygglngariðnaðarins Verkfræóideiid Háskðla Islands Menntafélag Bygglngarlðnaðarlns Tæknlskðll [slands Verkfræðidelld Haskðla Islands Umhverfis- og bygglngarverkfrasölskor Verkfræöingafélag Islands og Tæknlfræðlngafélag Islands Byggingafræðingafélag Islands Arkileklafélag [slands Félag húsgagna- og innanhússarkitekta Fundaiiok HalmasfSa; www.mennt.ls/slmenntun Samtðk atvinnulífs og skóSa i byggingariðnaði standa fyrir dagskránní en að samstarfínu standa: • Menntafélag byggingariðnaðarins • Samtök iðnaðarins • Samiðn, samband iðnfélaga • Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins • Taakniskðli íslands • Háskóli íslands - Verkfræðideild • Verkfræðingafélag fslands • Tæknifræðingafélag Islands • Byggingafrasðingafélag fslands • Arkitektafélag íslands • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta i«il ntunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.