Morgunblaðið - 28.08.1999, Síða 51

Morgunblaðið - 28.08.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 51' fleiri og fleiri. Þvílík upplifun, haf- andi aldrei heyrt flutning lifandi tónlistar nema í gegn um „gömlu Gufuna", þvílík veisla fyrir augu og eyru. Það þekkja víst flestir, að þeg- ar samferðamenn kveðja, koma minningarnar trítlandi, óskipulegar og sundurlausar, sumar ljúfar, aðr- ar sárar eins og gengur en allar þættir í því mikla púsluspili, sem skapar mannlegt samfélag. Þegar ég frétti að morgni þriðjudagsins 24. ágúst að samstarfs- og sam- ferðamaður til áratuga, Ögmundur Eyþór Svavarsson, sem lengst af hefur búið að Öldustíg 13 á Sauðár- króki, hefði kvatt þetta tilverustig kvöldið áður, þá var það þessi meira en fjörutíu ára minning það fyrsta, sem kom upp í hugann. Þegar grannt er skoðað, er það ekkert undarlegt að minnast hans sem tónlistarunnanda og tónlistar- manns. Tónlistin var alla tíð ríkur þáttur í lífi Ögmundar Eyþórs. Eins og áður sagði lék hann á píanó í danshljómsveitum og eins var hann undirleikari hjá kórum og söngvur- um. Oftast og nær alltaf voru það lög annarra sem þar voru flutt en hann átti einnig í fórum sínum lög, sem hann hafði sjálfur samið, þótt hann hafi raunar alltof lítið flíkað þeim. Vonandi hefur eitthvað af þeim varðveist. Brauðstrit hans var við mjólkurvinnslu og þar vann hann sín störf, hafði komið að flest- um verkum sem þarf að leysa af hendi á því sviði. Síðustu starfsárin, áður en hann varð að kveðja þann vettvang vegna heilsubrests, vann hann á rannsóknastofu mjólkur- samlags KS, en þar er dýrmætasti eiginleiki starfsmanna nákvæmni, þolgæði og vandvirkni. Á vinnustað var Ögmundur glaðsinna og við- ræðugóður, hafði ríka kímnigáfu og sagði skemmtilega frá mönnum og atburðum. Hann var hinsvegar fast- ur fyrir í því sem honum fannst réttlætismál og brást hart við ef honum fannst hallað á þá sem minnimáttar voru. Eins og getið er um hér að fram- an eru nokkur ár síðan Ögmundur varð að láta af störfum vegna heilsubrests. Stóð hann þó vaktina áreiðanlega meðan stætt var og sennilega mun lengur. Síðustu miss- erin hafa verið honum erfið og lík- lega hefur hann verið til muna þjáð- ari en maður gerði sér grein fyrir, en það var ekki hans háttur að bera slíkt á torg. Dauðastríðið heyr mað- ur einn, það gerir enginn fyrir mann. En því var þó víðsfjarri að Ögmundur Svavarsson væri ein- mana. Eiginkona hans, María Guð- laug Pétursdóttir, var við hlið hans til hins síðasta og vék ekki frá. Dæt- umar, barnabömin og tengdasyn- imir voru heldur ekki langt undan. Þeirra er nú harmurinn, en líka minningarnar, sem enginn tekur frá þeim. Við Droplaug vottum þeim öllum samúð okkar og biðjum þann sem allri vegferð ræður að vera þeim til halds og trausts um leið og við þökkum Ögmundi og fjölskyldu hans samfylgd og vináttu. Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson. Það dimmdi yfir í huga okkar kvöldið sem fregnin barst. Ógmund- ur var dáinn. Við hittum Ógmund sem litlir krakkar og hann kom alltaf fram við okkur sem sín eigin afabörn, ætíð hlýr og góður. Svo liðu árin. Við systkinin fórum í skóla á Sauðárkróki og okkur vantaði litla íbúð. Svo vel vildi til að kvisturinn hjá Ögmundi og Mæju var laus og við fluttum þangað haustið 1990. Þar var gott að vera. Ófá voru skiptin sem okkur var boðið niður í köldmat og spjallað um allt mögu- legt, hlegið og gert að gamni sínu en Ögmundur var alltaf glettinn og gat séð bjartar hliðar á nær öllu. Oft spilaði hann nokkur lög á píanó- ið en tónlistin átti huga hans allan. Hann hafði góða nærveru og hans er sárt saknað. Elsku Mæja. Við sendum þér og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur öll. Við þökkum Ög- mundi fyrir allt. Dómhildur og Pálmi Þór. INGVAR FRIÐRIKSSON + Ingvar Friðriks- son fæddist í Blöndugerði í Hró- arstungu 17. 1911. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 11. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik Jóns- son af Úthéraði, f. 11. maí 1880, d. 2. nóvember 1916, og Sigurborg Þor- steinsdóttir frá Þrándarstöðum, f. 12. febrúar 1879, d. 24. júlí 1915. Ingvar var næstyngstur af sex systkinum, sem öll eru látin. Þau voru Magnús, f. 25. ágúst 1904, d. 2. ágúst 1937; Soffía Karólína, f. 31. desember 1906, d. 9. ágúst 1945; Gunnar, f. 24. september 1908, d. 23. ágúst 1967; Þór- anna, f. 17. október 1909, d. 1. nóvember 1965; Herdís, f. 5. apríl 1913, d. 27. maí 1989. Ingvar kvæntist hinn 21. des- ember 1943 Önnu Björgu Sig- urðardóttur frá Miðhúsum (þá í Eiðaþinghá) f. 11. janúar 1915, d. 10. september 1979. Foreldr- ar hennar voru Sigurður Stein- dórsson frá Miðhúsum, f. 3. ágúst 1884, d. 11. júlí 1957, og Guðný Sig- urveig Jónsdóttir frá Finnsstöðum í Eiða- þinghá, f. 18. nóvem- ber 1893, d. 6. des- ember 1963. Börn Ingvars og Önnu Bjargar eru fimm, en fyrir átti Anna Björg son, Sigurð Stein- dórsson, f. 10. janúar 1939. Börn Ingvars og Önnu Bjargar eru: 1) Karólína Sigur- borg, f. 25. febrúar 1945, m. Alfreð Steinar Rafnsson, f. 14. mars 1944. Synir þeirra eru Rafn Val- ur, f. 13. febrúar 1975, og Ingvar Sigurður, f. 29. nóvember 1976. 2) Guðný Valgerður, f. 16. febrú- ar 1946, m. Gunnar Andrésson, f. 9. janúar 1939. Þau slitu samvist- ir. Börn þeirra eru Ágústa Eir, f. 12. júní 1967, m. Stefán B. Stef- ánsson, f. 19. september 1948, Anna Guðný, f. 6. desember 1969, m. Sævar Ástmundsson, f. 20. febrúar 1961, synir þeirra eru Ástþór Ingi og Gunnþór Tumi, Gunnar Valur, f. 1. júlí 1971, m. Elma Finnbogadóttir, f. 10. febrúar 1975. 3) Friðrik, f. 7. apríl 1947, m. Sigurbjörg Ásta Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Elsku afi, mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Þegar ég hugsa um þig rifjast upp margt sem gott er að minnast. Það var fastur punktur í tilverunni að fara austur í Steinholt á sumrin og dvöldum við þar oft lengi í einu. Líklega er fyrsta minningin um þig tengd álestrinum á mælinum undir Eyvindarárbrú. Ég man að stund- um fékk ég að fara með þér á Landrovernum til að líta á mælinn og það var ævintýri út af fyrir sig. Ég man líka eftir þér í fjósinu. Þar gekk allt sinn vanagang því þú varst vanafastur og vissar reglur giltu í fjósinu. Þú sast alltaf á gömlum trékolli við mjaltirnar og fannst okkur krökkunum því ekk- ert smá fyndið þegar búið var að uppgötva nýja tækni í fjósinu. Þú birtist einn daginn með gorm aftan á þér sem stóð út í loftið eins og skott, en svo þegar þú settist var gormurinn nokkurs konar stóll. Ég held reyndar að þú hafir ekki notað þennan gorm oft heldur skipt aftur yfir í gamla trékollinn. Ég man líka, afi, eftir því þegar ég varð ein eftir í Steinholti og átti að sofa í herberginu hans Hauks. Ég var svo myrkfælin að þegar ég átti að fara að sofa, grenjaði ég yfir því að þurfa að vera ein í herberginu. Þegar þú heyrðir svo í mér óhljóðin komstu og bauðst mér rúmið henn- ar ömmu. Þar svaf ég svo á meðan ég var í Steinholti og þótti mikið vænt um. Ég man líka eftir spaugi- legu atviki sem gerðist þegar Ásta og Friðrik fóru til Rússlands. Elfar og Kitta voru fengin til að passa okkur krakkana og hjálpa þér við búskapinn. Við krakkarnir vorum búnir að suða lengi í Kittu, hvort hún vildi ekki elda handa okkur kjúkling og krydda hann vel. Hún gerði það síðan og vorum við hæstánægð, en ég man þegar þú smakkaðir á kjúklingnum. Okkur fannst hárin á þér rísa og þú varðst eldrauður. Þetta fannst þér ekki mikið varið í og vildir frekar fá þennan hefðbundna mat. Oft komst þú suður á land í heimsókn til okk- ar. Þegar þú varst í heimsókn flýtti maður sér alltaf heim úr skólanum því þú varst iðinn við að spila við okkur og oft var farið í heimsóknir þangað sem maður fór aldrei í ann- an tíma. Þegar ég sé þig fyrir mér man ég hvað mér fannst þú virðulegur og ábyrgðarfullur þegar þú sast við skrifborðið þitt, annaðhvort að lesa eða skrifa. Þú skrifaðir líka svo vel og jólakortin sem þú sendir mér voru alltaf löng. Þú eyddir auðsjá- anlega góðum tíma í að skrifa hverj- um og einum því það fylgdu alltaf fréttir með. Ég man síðasta bíltúr- inn sem við fórum, afi. Þá fórum við upp í Fjallsel og löbbuðum upp í grafreitinn. Þú varst ákveðinn í að komast alla leið þótt við þyrftum að fara yfir læk og hvað eina og sýndi það best hve ákveðinn þú varst og engin uppgjöf kom til greina. En við deyjum víst öll og þú kvaddir þennan heim 11. ágúst sl. Ég var á leiðinni til þín en náði ekki að hitta þig. Ég veit að þú varst orð- inn þreyttur og allra síst hefðir þú viljað vera ósjálfbjarga og alveg upp á aðra kominn. Ég hef þá trú að amma hafi tekið á móti þér og þér líði vel. Kærar þakkii-, afi minn, fyr- ir allar stundimar sem ég átti með þér og fyrir allt sem þú kenndir mér og sonum mínum. Elsku mamma, Friðrik, Kaja, Haukur, Gunnhildur og fjölskyldur ykkar, guð veri með ykkur. Anna Guðný. Elsku afi, mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Ekki óraði mig fyrir því þegar þú heim- sóttir mig í lok júní, að þetta yrði þín síðasta ferð suður til Reykjavík- ur. Þá varstu hress og varst að tala um hvenær þú kæmir aftur. En enginn veit hvenær kallið kemur. Ég minnist þeirra daga þegar ég, sem lítið barn, dvaldi hjá þér í sveitinni. Við fjölskyldan komum yfirleitt austur á hverju sumri og þá var nú margt brallað. Ég man sérstaklega að þú fórst alltaf mjög snemma á fætur á morgnana og þitt fyrsta verk hvem dag var að elda þér hafragraut og borða hann áður en morgunverkin hófust. Þeg- ar við börnin vöknuðum var alltaf til nógur grautur handa öllum og hafragrautinn hans afa borðuðum við með bestu lyst þó við vildum hann ekki annars staðar. Ég man líka vel eftir fjósaferðunum þegar ég var lítil. Alltaf mátti ég koma með þér í fjósið og þrátt fyrir sjón- skerðingu mína mátti ég fara og gera hvað sem ég vildi svo fremi að ég væri góð við kýrnar. Og þú kenndir mér að bera virðingu fyrir dýrunum og þykja sérstaklega vænt um kýrnar. Þær urðu líka sér- Guðmundsdóttir, f. 23. septem- ber 1949. Synir þeirra eru Ingvar, f. 21. júní 1971, m. Fanney Ingibjörg Bóasdóttir, f. 18. aprfl 1971, börn þeirra eru Anton Brynjar og Ingibjörg Ásta, Guðmundur, f. 9. júní 1973, og Björgvin Steinar, f. 31. júlí 1979. 4) Haukur, f. 21. febr- úar 1949, m. Aðalheiður Sigur- lín Óskarsdóttir, f. 2. júlí 1941. 5) Anna Gunnhildur, f. 12. janú- ar 1953, m. Þráinn Skarphéð- insson, f. 25. september 1937. Börn þeirra eru Ingunn Anna, f. 24. september 1971, Skarp- héðinn, f. 2. september 1972, og Hanna Gyða, f. 28. júlí 1973, m. Valgeir Bryiyar Hreiðarsson, f. 25. september 1965. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Jak- ob Þráinn og Embla Líf. Ingvar stundaði nám við AI- þýðuskólann á Eiðum tvo vetur. Hann vann við bústörf hjá ýms- um þar til hann stofnaði sitt eig- ið nýbýli, Steinholt, árið 1947. Þar bjó hann með blandaðan búskap til ársins 1971, en eftir það bjó hann í félagi með Frið- riki syni sinum. Hann hætti bú- skap vegna aldurs árið 1991. Ingvar gegndi ýmsum trúnað- arstörfum um ævina, m.a. var hann ijallskila- og réttarstjóri til margra ára og formaður Nautgriparæktarfélags Fljóts- dalshéraðs. Útför Ingvars fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. stakir vinir mínir og ég lærði nöfn þeirra allra. Þú varst mikill dýra- vinur og ég man sérstaklega eftir hundunum í Steinholti og hvað þeir voru hændir að þér. Vegna fötlunar minnar gat ég ekki gert margt af því sem önnur böm geta, en þú varst þér alltaf meðvitandi um þau takmörk sem mér eru sett. Þú leiddir mig alltaf þegar ég ekki rataði sjálf og það þurfti aldrei að nefna það. Þú vissir hvert ég komst hjálparlaust og hvert ekki. Þú kenndir mér það sem ég sá ekki, en langaði að læra, t.d. hvemig maður þvær kúnum fyrir mjaltir og bindur þær á básana. Þegar ég svo hafði komist upp á lag með þessi verk mátti ég aðstoða þig við þau og hafði mikið gaman af. Þú varst mik- ill mannþekkjari og ég minnist þess aldrei að ég hafi þurft að útskýra fyrir þér hver takmörk mín væru. Þú krafðist aldrei of mikils eða of- verndaðir mig nokkurn tíma vegna fötlunarinnar. Þegar ég eltist fór heimsóknum í sveitina fækkandi eins og gengur, en alltaf varst þú með hugann við okkur bamabörnin þín. Þegar ég útskrifaðist sem stúdent, varst þú ákveðinn í að koma suður og gerðir það, þótt þú vissir ekki um útskrift- ina fyrr en með dags fyrirvara. Þannig varstu, fylgdist alltaf grannt með barnabörnunum og hvað þau höfðu fyrir stafni. Síðustu árin komstu oftar en áður til Reykjavíkur til að leita læknis. Þá komstu alltaf í heimsókn til mín í Hamrahlíðina. Ég man sérstaklega eftir hlýjum og björtum sólskins- degi í fyrrasumar. Þá fórst þú í skoðun á Landspítalann og eftii’U| það fómm við og fengum okkur kaffi úti í sólinni áður en þú fórst svo í flug austur á land. Yndislegur dagur. Þú varst nákvæmur og vildir hafa hlutina í fóstum skorðum, en þó varstu líka opinn fyrir nýjungum. Ég man hvað ég varð hissa þegar ég frétti, fyrir nokkmm ámm, að afí hefði fengið sér geislaspilara og væri farinn að hlusta á geisladiska. Þar með eignuðumst við sameigin- legt áhugamál og eftir það ræddum við oft um tónlist og tónlistarmenn. Elsku afi, nú ertu farinn til ömmu og ég trúi því að ykkur líði vel sam- an. Við sem eftir emm, eigum um ykkur margar dýnnætar minning- ar. Guð geymi ykkur og blessi. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (Þýð. V. Briem.) Ágústa Gunnarsdóttir. Kær fjölskylduvinur, Ingvar í Steinholti, er nú kvaddur með virkt- um og þakklæti. Þau hjón, Ingvar og Anna Björg, föðursystir mín, leyfðu mér að vera í sveit tvo sum- arparta sem barn. Eitthvað fékk ég sparihlið af sveitabúskap því aðal- lega fólst dvölin í leikjum okkar frændsystkina. Man ég þó einstaka skylduverk svo sem að klóra belju sem Ingvar eignaði mér og hét Grýla. ■*» Ingvar bjó á miklum breytinga- tímum hvað varðar ytri umgjörð bú- skaparhátta. Sveitasumrin mín á miðjum sjötta áratugnum kröfðust þess að við sæktum hestana þegar farið var að slá, en seinast sá ég torfinu flett af túninu og selt. Stóra fjósið átti líka eftir að hýsa grislinga og risastóran gölt. Annað breyttist ekkert í tímans rás. Alltaf var jafn gott að hitta Ingvar. Myndarskapur innan dyi-a var verk Önnu Bjargar meðan hún lifði og Steinholt í þjóð- braut. Þar var ekki hægt að fara hjá garði og alltaf tekið vel á móti okk- ur. Ingvar var lánsamur og var heima í Steinholti fram undir það allra síðasta í skjóli sinnar góðu fjöl- skyldu. Ingvari lá gott orð til samferða- manna sinna og var vinafastur. Margar góðar sögur urðu til um vinnu Ingvars og Jóns fóður míns á þeirra ungu dögum og enn lifa orð- tæki úr þeirra samveru. í fasi voru þeir óhkir; Ingvar hægur, en fór sínu fram. Það er ég viss um að þeir pabbi hittast aftur hinum megin og „fara bara mýrina". Birna Jónsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- óg minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undii’ greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem i daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úmnnslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.