Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 52
«52 LAUGARDAGUR 28. AGUST1999 MORGUNBLAÐIÐ H MINNINGAR GUÐNI ÖLAFSSON + Guðni Ólafsson, útgerðarmaður og skipstjóri, fædd- ist í Heiðarbæ í Vestmannaeyjum 15. ágúst 1943. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Ingi- leifsson, útgerðar- maður og skipstjóri frá Heiðarbæ í Vestmannaeyjum, f. á Ketilsstöðum í Mýrdal 9.6. 1891, d. 14.2. 1968, og k.h. Guðfinna Jónsdóttir hrisfreyja, f. í Ólafs- húsum í Vestmannaeyjum 6.4. 1902, d. 24.2. 1994. Systkirii Guðna samfeðra eru: Sigurjón Karl, f. 30.1.1915, d. 13.7.1990, og Sigurjóna, f. 23.4. 1916, d. 24.11.1981. Sammæðra systkini eru: Sigurgeir, f. 21.6. 1925, Jóna Guðrún, f. 17.11.1927, Eg- gert, f. 29.6. 1931, d. 9.9. 1994, Einar, f. 23.12. 1933, og Þórar- inn, f. 11.2.1937, d. 13.2.1937. Hinn 30. desember 1966 Nú er sál þín rós í rósagarði guðs kysstafenglum döggvuðafbænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Pála Ófeigs.) Elsku pabbi minn. Þú veist ekki hvað það var skrýtið að segja orðið „pabbi" og fá ekkert svar eða þegar *•% tók í hönd þína og fékk ekkert viðbragð rétt eftir að þú varst far- inn frá okkur. Það var virkilega sárt að horfa á þig liggja þarna og heyra ekki þinn friðsæla andardrátt og sjá lakið á bringu þinni ekki hreyfast upp og niður, það var þá sem ég trúði fyrst að þú værir raunveru- lega farinn. En þó að þinn stóri og sterki líkami sé lagstur til hvíldar er sjálf sálin þín ekki búin að yfirgefa okkur, því ég finn mikdð fyrir þér hérna yfir mér og sé ég þig alveg fyrír mér með þítt fallega bros og stolta yfirbragð og í því að veita mér styrk og stuðning. Það sem heldur mér uppi núna er mín kær- leiksríka og sterka móðir, mínir 2p*!>metanlegu bræður og þegar ég hugsa til okkar góðu stunda og alls sem við áttum saman. A milli okkar var alveg einstakt samband og á enginn eftir að geta fyllt upp í þetta tómarúm sem þú skildir eftir þig, því þú varst ekki bara pabbi minn, heldur líka minn besti og nánasti vinur og sálufélagi sem ég gat alltaf leitað til og treyst fullkomlega. Þú varst alltaf tiíbúinn með opinn faðminn. Þú sást alltaf þegar mér leið illa, komst mér alltaf til að hlæja og gafst mér alltaf réttu svör- in við spurningum mínum. Þó að ég hafi stundum verið ósammála þér brást það aldrei að þú hafðir rétt fyrir þér. Það var bara þessi hrein- **»kilni þín sem var einn af þeim óteljandi hlutum sem gerði þig svona einstakan og ég mun halda áfram að leita til þín. Þó að það verði öðruvísi núna veit ég samt að þú munt alitaf hlusta á mig og senda mér svör og styrk á einhvern hátt. Hvert sem ég Mt býst ég við að sjá andlit þitt og mér gengur því mjög erfiðlega að sætta mig við raunveruieikann. Lífið getur verið svo ósanngjarnt að stundum finnst manni enginn tilgangur vera í því Hj^g þannig líður mér nákvæmlega iiúna, en ég húgsa bara um hvað þú vildir alltaf að ég myndi gera og ætla ég mér að halda þvi striki og reyna að bera höfuðið hátt, vera sterk svo að fólk minnist þín og sjái persónuleikann þinn í mér, sem ég er mjög heppin að hafa. 011 sú ást og umhyggja sem þú (jeittir mér finnst ekki í öllum heim- mum nema frá þér og veit ég að þú kvæntist Guðni Gerði G. Sigurðardóttur frá Þrúðvangi í Vest- mannaeyjum, f. 27. desember 1944. For- eldrar hennar: Sig- urður Ólason, for- s<a<5ri, f. 25.8. 1900 á Bakka í Kelduhverfi, N-Þingeyjarsýslu, d. 6.6. 1979, og k.h. Ragnheiður Jónsdótt- ir frá Þrúðvangi í Vestmannaeyjum, f. 4.12. 1905 í West Sel- kirk í Kanada. Börn Guðna og Gerðar eru: 1) Agnar Guðnason, skip- stjóri, f. 11.2.1966. Sambýliskona Ajrnars er Svanhvít Yng^adóttir. Börn Agnars eru Sara Rut og uppeldisdóttir íris Kristmunds- dóttir. Börn Svanhvítar eru: Erla Fanney, Friðrik og Lilja Margrét. 2) Sigurður Öli, vélfræðingur, f. 13.1.1968. Sambýliskona Sigurð- ar Ola er Rannveig Þyrí Guð- mundsdóttir. Þau eiga tvö börn, Rakel Heklu og Breka Örn. 3) Bjarki Guðnason, nemi í Stýri- mannaskólanum í Rvfk, farmann- berð hana alla ennþá til mín og er ég þér mjög þakklát fyrir það, en pabbi, það er bara allt svo mikið öðruvísi þegar þú ert ekki hér. Ég er án þín og finnst ég standa algjör- lega á gati og vita ekki neitt í minn haus. Eitt sem ég kvíði ofsalega mikið fyrir er að koma upp á morgnana tilbúin í skólann og sjá þig ekki sitja í þínu sæti með kaffi- bollann þinn og bjóða mér góðan daginn með kossi. En ég verð að fleyta mér áfram með öllum þessum minningum um mig og þig, það verður erfitt en ég hef mömmu hjá mér, sem er alveg jafn einstök og þú varst, og munum við styðja hvor aðra í gegnum þessa erfiðleika með þinni hjálp og þess- ara yndislegu sona þinna sem þú gafst líf eins og mér. Elsku pabbi minn, ég gæti skrif- að endalaust um mig og þig, en það sem skiptir máli er að ég og þú munum allar okkar góðu stundir. Því þarf ég ekki að festa þær á blað því þær minningar eru aðeins í mín- um og þínum huga sem er nóg. Þú varst uppáhaldið mitt og ert það enn og ég á eftir að sakna þín sárt allt mitt líf og verður erfitt að lifa án þín. Ég er ekki lengur hrædd við dauðann eins og ég var því ég veit af þér þarna uppi og þú átt eftir að taka á móti mér með þínum opna og stóra faðmi eins og þú gerðir alltaf og ég hlakka mikið til að sjá þig. Pabbi minn, takk fyrir að hafa treyst mér eins og þú gerðir og leyfa mér að njóta stærsta tækifær- is lífs míns, það sýndi að þú gerðir gjörsamlega allt fyrir mig. Takk fyrir að vaka hérna yfir mér og halda í hönd mína og styrkja mig, mömmu, Sigurð, Bjarka og Agnar, við finnum öll svo mikið fyr- ir þér og við vitum öll að þú ert hjá okkur og það er það sem bjargar okkur núna. Takk fyrir að gefa mér þetta ómetanlega líf og alla mína yndislegu bræður sem eru virkilega að halda utan um mig og passa og eiga þeir eftir að halda því áfram. Þú ert búinn að senda mér marga til hjálpar, sem hafa hjálpað mjög mik- ið, því þú stólaðir á þá og ég held að þú vitir hverjir það eru, takk fyrir það. Mundu að ég elska þig út af lífinu og þú átt hug minn allan. Nú er bara að reyna að brosa í gegnum tárin og vera sterk. Ég lofa að hugsa vel um mómmu, næstum jafn vel og þú gerðir, en það nær enginn að toppa þig, en ég skal reyna. Ég ætla ekki að kveðja þig því ég veit að þú ert ekkert á leiðinni burt, þannig að ég segi bara farðu vel með þig og haltu verndar- hendi yfir okkur sem þörfnumst þess. Eg veit að þú ert í góðum höndum. inum, f. 27.11. 1972. 4) Ragn- heiður Guðnadóttir, nemi við framhaldsskólann í Vestmanna- eyjum, f. 27.1.1980. Guðni lauk barna- og gagn- fræðanámi í Vestmannaeyjum, I. stigi vélskólans og námi við Stýrimannaskólann í Rvfk 1964. Sjómennsku stundaði hann frá 16 ára aldri. Fyrst reri hann með Sigurgeiri bróður sfnum á ýrnsuin bátum og var stýrimað- ur á Bergi VE með Sævaldi Pálssyni. Síðan verður hann skipstjóri á Bjarnarey VE hjá Einari Sigurðssyni og tekur síð- an við Stíganda VE fyrir Helga Bergvinsson. Eftir það fer hann sjálfur í útgerð með Guðjóni Rögnvaldssyni og kaupa þeir Gjafar VE 600 og var Guðni skipstjóri á honum til dauða- dags. Stofnuðu þeir félagar Sæ- hamar ehf. sem gerir út Gjafar VE, Guðrúnu VE og Pétursey VE. Einnig stofnuðu þeir ásamt vinum sínum neta- og vélaverk- stæðið Nethamar ehf. Fyrr á þessu ári var sett á laggirnar í félagi við aðra hlutafélagið Is- tún hf. sem er með skip í smíð- um í Kína til túnfisk- og línu- veiða. Útför Guðna fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þú ert guðinn minn og verður alltaf. Þín eina dóttir Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir. Elsku pabbi, það var okkur mikið áfall þegar við fengum fréttirnar að þú værir farinn frá okkur yfir móð- una miklu eftir svo stutt veikindi. Þessu átti ekkert okkar von á. Þetta er mikill missir fyrir alla sem fengu að kynnast þér, þú svona traustur og sterkur. Kvartaðir aldrei yfir neinu, þú vildir alltaf öllum svo gott og við vorum ein af þeim heppnu sem fengum að kynnast þér, hlýleg- um, góðum og yndislegum manni. Við vitum að smám saman minnkar þessi söknuður sem við berum í brjósti og við vitum öll að þú ert lagður upp í þína hinstu för og kem- ur aldrei aftur til okkar. Meðal vina á sjónum varstu stundum kallaður sprettur og lokaspretturinn þinn var stuttur og án aðdraganda eins og allir hinir spettirnir sem þú tókst á sjónum. Það var ekki þinn stfll að vera með málalengingar og fleiri orð eru óþörf. Við þökkum öll fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Guð styrki þig, elsku mamma, og okkur öll í gegnum þetta erfiða tímabil. Svona gengur lífið dag eftir dag, ár eftir ár og öld eftir öld, fyrst kemur dagur, svo kemur kvöld. Agnar, Svanhvít og börn. Elsku pabbi minn! Ekki óraði mig fyrir því eftir að ég hitti þig í hádeginu föstudaginn 20. ágúst að þú yrðir látinn nokkrum tímum síðar. Okkar sam- verustundir voru margar yndislegar en ég minnist sérstaklega þess er ég fór með þér á sjóinn í fyrsta skiptið. Ég get ekki lýst þessari minningu með orðum en hún er greypt svo fast í hug minn að ég mun aldrei gleyma henni. Þú kenndir mér svo margt sem ég er svo heppinn að geta búið að um ókomna tíð. Þú varst dásamlegur pabbi og barst velferð fjölskyldunn- ar ofar öllu öðru. Það var þitt mark- mið að halda fjölskyldunni þétt saman og það tókst þér svo sannar- lega og þú gerir það enn. Eg gleymi aldrei hvað þú studdir okkur þegar eitthvað bjátaði á og þú varst alltaf með lausn á vandamálunum. Eg mun aldrei gleyma brosinu þínu og gamanseininni sem var aldrei langt undan. Ég hef alltaf borið óskap- lega mikla virðingu fyrir þér og mun alltaf muna það sem þú sagðir mér oft og mörgum sinnum: „Vertu heiðarlegur og komdu hreint fram." Pabbi minn, ég kveð þig með miklum söknuði og hugur minn mun ávallt vera hjá þér. Þinn sonur, Sigurður Óli Guðnason. Mig langar með örfáum orðum að kveðja föður minn Guðna Ólafsson sem lést um aldur fram 20. ágúst sl. Honum á ég svo ótal margt að þakka. Hann studdi mig og okkur öll í fjölskyldunni í einu og öllu og var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda enda óhætt að segja að hann hafi verið ankerið í fjölskyldunni. Það er ótrúlegt að svona stór og sterkur maður sem kvartaði aldrei, skuli hafa kvatt svo snögglega, en þó erfitt sé að sætta sig við það, þá er ég þó þakklátur fyrir það að hann fékk hægt andlát og þurfti ekki að þjást. Samband okkar var mjög gott og minningin um hann á eftir að verða mitt leiðarljós um ókomin ár. Eg ætla ekki að tíunda alla hans mann- kosti því hann var ekki vanur að hrósa sjálfum sér. Minningin lifir og vil ég enda þessa kveðju til hans á orðum Jesú Krists sem ég veit að hann yrði stoltur af á þessum erfiðu tímum. „Sælir eru sorgbitnir því þeir munu huggaðir verða." Bjarki. í dag kveð ég kæran tengdason minn, Guðna Ólafsson, traustan vin, sem reyndist tengdaforeldrum sín- um sem allra besti sonur. Aldrei bar skugga á okkar samband öll þau ár sem hann lifði. Ótímabært fráfall hans varð mér mikið áfall sem og allri fjölskyldunni, en mestur er þó missir Gerðar, sona þeirra þriggja, fjölskyldna þeirra og Ragnheiðar Guðfinnu sem nú syrgir sárt föður sinn. Haf þú þökk fyrir allt og allt. Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur) Hvíl þú í friði, kæri vinur. Hinsta kveðja, Ragnheiður Jónsdóttir. Elsku Guðni! Eg skil það ekki að þú sért farinn frá okkur. Söknuðurinn eftir þér er svo djúpur og sár. Er Sigurður ÓIi kynnti mig fyrir ykkur hjónum í fyrsta sinn tókuð þið strax vel á móti mér og aðeins þremur mánuð- um seinna er við spurðum hvort ég mætti ekki flytja inn í íbúð ykkar á Boðagrandanum til Sigurðar Óla var það sjálfsagt mál þrátt fyrir stutt kynni. Að nokkrum árum liðn- um fóru barnabörnin að koma hjá okkur og það þótti þér ekki leiðin- legt. Þú naust þín svo vel með afa- börnunum þínum, gast hlegið enda- laust að uppátækjum þeirra og ekki hlógum við minna er þau settu upp skeifu yfir „óréttlæti" heimsins, þú varst svo yndislegur afi. Það er svo margt sem ég á eftir að sakna en um leið þakka ég fyrir þessar stundir og minningar sem eru mér svo dýrmætar. Ég þakka fyrir öll ferðalögin sem við fórum í saman, notalegu stundirnar upp í sumarbústað; ég þakka fyrir stund- irnar er ég vaknaði uppi á Brim- hólabrautinni, bauð góðan daginn og sagði já, takk er þú bauðst upp á nýlagað kaffi; ég á eftir að sakna björtu brosanna þinna og hlátursins sem alltaf var stutt í svo ég tali nú ekki um allar þjóðhátíðarnar þar sem við þjóðhátíðar-"ljónin" nutum okkar vel. Guðni minn, þú varst ekki bara tengdapabbi minn heldur góður vin- ur sem gafst mér alltaf svo góð ráð. Samband okkar var svo gott og þægilegt, ég á eftir að sakna þín Óumræðilega mikið. Ég þakka guði fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að segja þér hvað þú varst góður maður. Þetta var fyrir nokkrum árum. Þú byrjaðir að malda í móinn yfir því sem ég hafði að segja en ég sagði þér að hætta þessu bulli og hlusta á mig. Þér þótti vænt um þetta spjall okkar á eftir og mér er þetta svo mikilvægt fyrir þær sakir að ég gat stutt þig líka í þetta sinn eins og þú studdir mig og Sigurð Óla í svo ótal mörg skipti. Guðni, þú varst svo góð og falleg manneskja með stórt hjarta sem all- ir rúmuðust í og ég þakka af öllu hjarta fyrir að hafa kynnst þér. Ég hefði nú samt kosið að við hefðum átt fleiri stundir saman í eldhúsinu á Brimhólabrautinni þar sem við sátum tvö ein á spjalli eða allt upp í durga þjóðhátíðarfjör áður en við lögðum í Dalinn. Allar þessar stund- ir í eldhúsinu eru mér efst í huga í minningunni um þig og þannig á ég eftir að minnast þín. Fjölskyldufað- irinn sem hugsaði fyrst og síðast um velferð fjölskyldunnar. Elsku Gerður, Agnar, Sigurður Óli, Bjarki og Ragnheiður. Missir ykkar allra er mikill og megi guð og gæfan fylgja ykkur á þessum erfiðu tímum sem endranær. Kær kveðja, þín tengdadóttir, Rannveig Þyri. Elsku afi minn er dáinn. Ég sakna hans svo mikið. Það var svo gott að fá að faðma hann og halda í stóru og sterku höndina hans. Ég skil ekki alveg af hverju afi er ekki lengur hjá okkur. Þú varst alltaf svo góður við mig og gott var að fá að sofa hjá þér og ömmu í Vestmanna- eyjum þegar ég kom í heimsókn. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ég mun aldrei gleyma þér, elsku afiminn. Sara Rut Agnarsdóttir. Ég var einn af þeim sem fengu þau forréttindi að kynnast þér og fyrir það mun ég ætíð verða þakk- látur. Þegar maður hugsar til þín núna sér maður stóra brosið þitt, heyrir hlátur þinn, lífsgleðina og baráttuna. Eg man alltaf eftír því þegar ég kom fyrst inn í fjölskyld- una; maður tók eftir því hvað þú verndaðir hana vel og hvað allir voru stoltir af þér. Ég vil þakka þér og Gerði fyrir þessa yndislegu fjöl- skyldu sem er svo stór hluti af lífi mínu. Það eru aldrei fallegri orð notuð í þessum heimi eða einlægari ást en þegar dóttir þín er að tala um þig og ég gleymi því aldrei þegar Ragn- heiði langaði svo til að segja þér hvað hún elskaði þig mikið þegar við vorum úti. Hún sat eitt kvöld við að semja ljóð um þig. Það var alltaf einstakt að vera í kringum þig, hvað þú tókst manni alltaf opnum örm- um. Mínir uppáhaldstímar með þér voru þegar þú kallaðir mig á eintal, það sem þú gast gefið manni af ráð- um og stappað í mann stálinu, t.d. þegar við vorum á skútunni og Ragnheiður var sofnuð og við feng- um okkur bjór og töluðum um lífið því þú gast alltaf gert minnstu augnablik að stórviðburðum. Eg vil þakka þér fyrir allan þann stuðning sem þú hefur gefið mér í fótboltanum, en ég á eftir að sakna þess að geta rætt við þig um fót- bolta, þótt þú hafir haldið með Man. Utd. Við megum aldrei missa sam- bandið á milli okkar, sama hvað gerist í lífinu, var það síðasta sem þú sagðir við mig áður en ég fór út í sumar og ég sagði við þig að það yrði aldrei. Það er eins gott að þú standir við þinn hlut og blessir okk- ur öll sem þótti svo vænt um þig. Bjarnólfur Lárusson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja ; i I H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.