Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ mit hwij ¦ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 53 MINNINGAR vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) I dag kveðjum við hinstu kveðju kæran vin, mág og svila, Guðna Ólafsson, sem hrifinn var á brott svo fyrirvaralaust, langt, langt um aldur fram. Ekki óraði okkur fyrir því þegar við heimsóttum Guðna og Gerði í sumarbústaðinn þeirra aðeins viku áður og héldum upp á afmælið hans, að þetta yrðu okkar síðustu fundir. Hann var glaður og hress að vanda og ekki var hægt að merkja að neitt væri að. Við áttum með þeim góðar stundir þennan eftirmiðdag, eins og ætíð er við hittumst. Það var því reiðarslag er við fréttum nokkrum dögum seinna að Guðni væri allur og erfitt að trúa því að þessi stóri og myndariegi maður hefði orðið að lúta í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn, sem kom svo óvænt og enginn hafði minnsta grun um að væri á næsta leiti. Það er því óhætt að segja að vegir Guðs séu órann- sakanlegir. Margs er að minnast eftir ára- tuga kynni og eru allar minningar um þennan góða dreng Ijúfar, enda var hann traustur vinur og alltaf gott að leita til hans við hinar ýmsu aðstæður. Hann var stór og sterkur maður, mikill að burðum, jafnt and- lega sem líkamlega. Margar góðar stundir áttu þeir svilar saman, bæði á sjó og í landi. Þeir voru saman tO sjós á mb Gjafari í mörg ár. Guðni skipstjóri og útgerðarmaður, Ragn- ar matsveinn og bar aldrei skugga á þeirra vináttu. Guðni var góður heim að sækja og var hann hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann var mikill þjóðhátíðarmaður og seint líður úr minni þegar hann á hverri þjóðhátíð söng „Híalagga, húalagga" með til- þrifum og hreif alla nærstadda með, þannig að úr varð mikið fjör og allir sungu með Guðna af hjartans lyst. Söknuður okkar allra er mildll, en þó mestur hjá fjölskyldu Guðna sem nú verður að sjá á eftir ástkærum eiginmanni, föður, tengdaföður og afa. Öldruð tengdamóðir hans syrg- ir hann af öllu hjarta, en hann reyndist henni alla tíð sem besti sonur. Elsku Gerður, Agnar, Svanhvít, Sigurður Óli, Rannveig, Bjarki, Ragnheiður Guðfinna og afabörnin öll sem afi var svo hrifinn af. Við biðjum þess að algóður Guð styrki ykkur í sorginni og græði öll sár. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Guðni. Við þökkum þér fyrir samfylgdina. Minningin um góðan dreng lifir. Sjáumst síðar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fríða Sigurðardðttir, Ragnar Jóhannesson. Agústkvöld 1999. Gleði og glaum- ur ríkti í þjóðhátíðartjaldinu hjá Gerði og Guðna í Skvísusundi 15, Herjólfsdal á nýliðinni þjóðhátíð. „Hvað má bjóða ykkur"? Lunda? Flatkökur? Samlokur? Kleinur? Kaffi? Kaftein Morgan? „Segiði til." Það kom enginn að tómu tjald- inu hjá þeim hjónum. Hellt upp á gesti og gangandi, hlegið, trallað og spjallað. Ég sé Guðna fyrir mér þar sem hann situr fyrir enda borðsins í hvítu þjóðhátíðarpeysunni sinni með derhúfu, slær sér á lær, skelli- hlær og hnykkir höfðinu aftur í hlátrasköllum. Stöðugur straumur fólks inn í tjaldið enda þau hjón fá- dæma vinsæl og skemmtileg heim að sækja. Ég var svo stolt í hjartanu mínu þegar ég fylgdist með þeim hjónum, hvað þau voru einstaklega samhent, skemmtileg og ekki síst hvað þau voru enn skotin hvort í öðru eftir rúmlega 30 ára hjónaband. Það var glimt í auga á báða bóga og ég naut þess að vera þátttakandi þetta kvöld í tjaldveislu þeirra. Meðal gesta voru fyrrum og nú- verandi skipsfélagar Guðna, og ljóst var að mikla virðingu báru þeir fyr- ir skipstjóra sínum og félaga. Mér fannst ég vaxa við það eitt að hann væri giftur frænku minni. Þetta kvöld hefði víst engan grunað að þar færi helsjúkur maður og tæpum þrem vikum seinna yrði hann allur. Gerður og Guðni byrjuðu ung að árum að vera saman og eins og gengur varði Guðni drjúgum tíma í föðurhúsum Gerðar „til að halda sér við efnið" eins og hann svaraði langafa mínum þegar sá gamli spurði af hverju hann legði það á sig að koma alla leið frá Heiðabæ og niður á Þrúðvang hvernig sem viðr- aði. Ég var þá lítil stelpa og bjó hjá afa og ömmu og fannst mjög spenn- andi að skoppa niður þrjár hæðir og kíkja inní herbergið til Gerðar frænku og Guðna, fá að skríða uppí og orna mér á tánum. Svona eftir á að hyggja veit ég ekki alveg hversu vinsælar þessar heimsóknir mínar voru, en ég sótti mikið til þeirra sem barn og geri raunar enn sem fullorðin kona. Þau hófu síðan bú- skap og reistu einbýlishús á Gerðis- braut 10, sem hvarf eins og mörg önnur hús undir öskulag 1973. En sem betur fer voru Gerður og Guðni með fyrri skipunum heim á ný og bjuggu nú í næstu götu við okkar fjölskyldu. Átti ég nú kost á því að fylgjast með þeim Agnari, Sigurði Ola og Bjarka vaxa úr grasi og verða að fulltíða mönnum svo og sólargeislanum hans pabba síns, henni Ragnheiði Guðfinnu. Öll eru þau sérlega traust og efnilegt fólk sem Guðni var mjög stoltur af. Enn er ágústnótt og lífskafla Guðna er lokið. En lífið heldur áfram og bjartar minningar eru til að lýsa upp myrkrið sem skall svona fyrirvaralaust á. Eg kýs að muna Guðna Olafsson eins og hann var þegar ég hitti hann síðast, glaðan og glæsilegan þar sem hann slær sér á lær og skelli- hlær. Ég bið góðan Guð að hugga og varðveita Gerði frænku mína, Agnar, Sigurð Ola, Bjarka, Ragn- heiði Guðfinnu, tengdadætur og afa- börn. Ég kveð góðan dreng og bið honum blessunar í nýjum heim- kynnum. Ragnheiður Anna Georgsdóttir. Rétt eins og þess er vænst að Heimaklettur standi á sínum stað um aldur og ævi, býst maður við því að þeir sem næstir manni standa verði þar um ókomna tíð. En allt er í heiminum hverfult. Eins og hendi sé veifað, horfinn, dáinn, harmafregn. Það er svo sárt að kveðja þá sem eru hjartanu kær- ir. En í gegnum kuldann sem nístir hjartað berast hlýir straumar minn- inganna, því þær eru svo bjartar. Stór maður með allt umlykjandi nærveru og traustan, hlýjan faðm, óvenjulega sterkt segulmagn á litlar manneskjur. Blik í auga, bros á vör. Gáskafull glettni. Hógvær hlýja. Höfðinu hallað aftur og hlegið dátt. Aldrei Iagt illt til nokkurs manns í okkar eyru. Þræðir þeirra á Brim og okkar hafa verið samofnir lengur en minn- ið nær. Þær mörgu, ánægjulegu samverustundir sem við áttum sam- an, fjölskyldurnar, geymast á góð- um stað í minningahólfinu. Þær munu ylja okkur um ókomna tíð og oftar en ekki laða fram bros. Á stundum sem þessum verður okkur Ijósara en ella að njóta ber stundarinnar, því enginn veit sinn vitjunartíma. Við kveðjum kæran frænda í þeirri fullvissu að honum líði vel þar sem hann er nú og fylgist glaður og stoltur með sínu fólki. Guð gefi þeim styrk sem eftir lifa. Linda Kristín, Ómar, Tanja Björk og Rakel Ýr. Ég kynntist Guðna þegar ég réð mig á Bjarnarey VE í maí 1973. Það ár var mjög viðburðaríkt að ekki sé meira sagt þegar við hröktumst úr Eyjum vegna eldgossins. Sama ár bjargaðist ég úr skipstrandi við Gr- indavík er Gjafar VE 300 fór upp í kletta en lánið í óláni var að fá að kynnast félaga mínum, Guðna. Hann var þá orðinn skipstjóri á glænýju skipi, Bjarnarey VE 501, og réð mig sem vélstjóra um borð. Rafn Kristjánsson, skipstjórinn á Gjafari, hafði hrósað Guðna og lét þau orð falla að hann væri besti stýrimaðurinn í flotanum. Eg vissi ekki þá hve nátengdir við ættum eftir að verða. Að fjórum árum liðnum afréðum við að fara saman í útgerð. Við stóð- um ekki vel að vígi en lögðum á okk- ur ferð til að skoða báta. Við þurft- um að verða okkur úti um lán til að borga ferðina, flengdumst um land- ið en enduðum á að kaupa bát í Þor- lákshöfn, Gjafar VE 600. í dag ger- um við einnig út Guðrúnu VE og Pétursey VE. Oft höfum við þurft að sigla krappan sjó í útgerðarmál- um. Við hverja raun efldist Guðni og ég sá æ betur hver öðlingur hann var. Hann var eins og klettur, harð- duglegur og áræðinn. Á sl. vetri var hann mikill hvatamaður þess að stofna félag um túnfiskveiðar. Ekki entist honum samt aldur til að sjá drauminn rætast en nú er hafin smíði á túnfiskveiðiskipinu. Guðni var ekki aðeins þægilegur meðeig- andi í útgerð heldur eignaðist ég hinn besta fjölskylduvin. Ferðir okkar lágu æ meira saman og aldrei bar skugga á samskiptin. Við fórum hjónaferðir bæði utan- sem innan- lands og sennilega verður mér síð- asta ferðin okkar saman eftirminni- legust. Þá lá leiðin í Landmanna- laugar. Við hjónin vorum að koma okkur fyrir á tjaldsvæðinu í Þjórs- ártúni. Þá birtast þau óvænt Guðni og Gerður. Við segjum þeim frá ferðaáætlun okkar og þau slá til, enda voru þau aðeins í bíltúr frá sumarbústaðnum í Biskupstungum. Guðni var frekar mæðinn og hafði hægt um sig. Að leiðarlokum var ætlunin að skoða Þjóðveldisbæinn að Stöng og hafði Guðni ekki áhuga á að skoða bæinn þar sem honum leið orðið illa. Leið hans lá aftur í sumarbústaðinn þar sem veikindin ágerðust og leiddu hann til dauða. Ekki óraði mig að nú væri komið að leiðarlokum í félagi okkar Guðna. Ég vil þakka fyrir góðan dreng og votta samúð. Megi Guð styrkja okk- ur í erfiðri þraut. Þakka fyrir samstarfið og vinátt- una, kæri vinur. Guðjón Rögnvaldsson. Sumri er tekið að halla. Rökkrið teygir anga sína lengra inn á lendur dagsins og senn litar haustið gróð- urinn yndislegum litum, sem nátt- úran ein ræður yfir. Þá berst fregn- ín um andlát Guðna Olafssonar, skipstjóra og útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum. Þegar slík tíðindi berast er staldrað við og hugurinn látinn reika aftur í tímann. Ég minnist æskuáranna í Vest- mannaeyjum er ég dvaldi þar hluta úr sumri í nokkur ár hjá vinafólki foreldra minna. Borgarbarnið lærði þá ný viðhorf í útgerðarbænum, þar sem lífið snerist um útgerð, afla- brögð og fiskvinnslu. Við sem af mölinni komum fundum glöggt að hetjurnar í Eyjum voru aðrar en við höfðum tileinkað okkur í höfuðborg- inni. Þarna voru hetjurnar skip- stjórarnir á fiskibátunum, sem sóttu afla úr sjó og kappið var mikið. Börn jafnt sem fullorðnir fylgdust með af áhuga hvernig bátarnir öfl- uðu og aflahæstu skipstjórarnir í vertíðarlok voru sannkallaðir kóng- ar og hylltir sem slíkir. Hugurinn leitar í þessar minning- ar, því fyrir mér hefur Guðni Ólafs- son alltaf verið einn af þessum kóngum, sem ég hef borið mikla virðingu fyrir sem skipstjóra og út- gerðarmanni. Hann var farsæll á sjó og farnaðist ákaflega vel í glímu sinni við Ægi konung og skilað miklum afla á land. I starfi mínu í veiðarfæraþjónustu kynntist ég Guðna sem ákaflega framsýnum út- gerðarmanni og skipstjórnanda, sem hafði einnig ríka löngun og þörf til að fylgja tækninni fast eftir og reyna nýja hluti hvenær sem færi gafst. Hann gerði sér grein fyrir því að breytingar eru undirstaða fram- fara og naut trausts þeirra, sem fólu honum tilraunaverkefni í veiðarfær- um. Frásögn hans af tilraunum og nýjungum var gagnrýnin og ná- kvæm og mikið mark tekið á því, sem hann lét frá sér fara. Það mátti alltaf læra mikið af því sem Guðni lagði til málanna. Nú síðast fyrir tveimur árum var hann frumkvöðull í Vestmannaeyjum að því að reyna nýja gerð af botnvörpu frá Hamp- iðjunni, sem byggð var upp og hönnuð með nýrri tækni og úr nýj- um efnum, sem mikið hafa komið við sögu síðan. Guðni var áræðinn og ákveðinn í því að þetta verkefni skyldi takast og svo fór að nýja botnvarpan sló í gegn og margir fylgdu í kjölfarið í Eyjum. Fyrir þetta og margt annað erum við Hampiðjumenn þakklátir. Það var afar ljúft að umgangast Guðna utan hins daglega amsturs og vinnu. Hann var hress og skemmtilegur, mjög viðræðugóður og höfðingi í lund. Hann naut sín vel í fjölmenni og á ferðalögum. Fyrir tæplega ári fórum við Ingibjörg í mjög skemmtilega ferð til Mið-Evr- ópu með kátum Vestmannaeyingum frá Sæhamri/Nethamri, þar sem Guðni var einn af eigendum. Þar naut Guðni sín til fullnustu, er við heimsóttum yndislegan Móseldal, uppskeruhátíðir og þýzka vínakra. Þá fann ég líka hver gæfumaður hann var í einkalífi sínu, er ég sá og upplifði hve náin og hamingjusöm Gerður og hann voru og áttu barna- láni að fagna. Það leyndi sér ekki hve styrkur þeirra var mikill og gott var á milli þeirra. Góður dreng- ur er genginn. Við Ingibjörg vottum Gerði og fjölskyldunni samúð okk- ar. Blessuð sé minning Guðna Ólafs- sonar. Örn Þorláksson. Brosið hans Guðna gat svo auð- veldlega breytt dimmu í dagsljós, glettnin í brosinu, glampinn í aug- unum hans þegar sá gállinn var á honum. Ekkert stóðst þá töfra. En ljúfmennið Guðni Olafsson var líka harðjaxl og þá minnti hann á suð- vestanbrimið eins og það fer harð- ast um Suðureyjarsundið. En það er ekki oft sem boðarnir eru uppi og fyrst og fremst var Guðni í Heiðar- bæ frábær drengur og félagi, hisp- urslaus, sanngjarn, ráðagóður, skemmtilegur og áræðinn. Það leyndi sér ekki á unglingsárunum keppnisskapið sem bjó í honum þegar hann varði mark ÍBV um ára- bil með eftirminnilegum tilþrifum. Það var skemmtilegt að spua með honum. Eins og klettur stóð hann upp úr boðaföllunum með léttleika og öryggi í fararbroddi. Það kom reyndar ekki á óvart. Ættgengir eiginleikar, þekktir hjá hans fólki. Hversdagsslagurinn tók snemma fullan tíma þessa atorkusama ein- staklings, sjómennskan með öllum sínum tilþrifum, og þar var Guðni enginn meðalmaður frekar en í öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Harðsækin aflakló, í forystu fyrir sínum mönnum, en þó alltaf jafningi þeirra og félagi. Þá sjaldan að þyngdi í skapi hjá Guðna var nóg að blómarósin hans, hún Gerður, kæmi inn í myndina. Þá varð söngur í lofti, sólin hló og brosin þeirra beggja mættust eins og þeim einum var lagið. Góða nótt, góða nótt gamanið líður fijótt. Brosin þín bíða mín, segir í Eyjakvæðinu góða sem boðar fyrirheit um endurfundi. Af- komendur þeirra búa yfir kostum beggja. Það léttir harminn sem kveðinn er að þessum góða dreng sem kallaður hefur verið brott svo langt fyrir aldur fram. Það hriktir í skerjum og björgum við þann hramm sem svo óvænt féll á glæsilegan dugnaðarfork í blóma lífsins. En eigi má sköpum renna. Lífið heldur sínu striki og enginn veit hvar kommurnar koma eða punktarnir í lífsins melodí. Guðni Ólafsson var hljómmikill maður á svo margan hátt, verðmætur og eft- irminnilegar og hans verður sárt saknað. Megi góður Guð hlúa að ástvinum og styrkja þá með þeirri baráttugleði sem var Guðna sjálfum svo eiginleg og brosinu, sem enginn £ gleymir, sem eignaðist það að vini. Skrifað á siglingu sunnan ítalíu 25. ágúst 1999. Árni Johnsen. Með fáum orðum viljum við í áhöfninni á Gjafari minnast Guðna Ólafssonar skipstjóra. Ekki grunaði okkur strákana í áhöfninni að Guðni væri svona al- varlega veikur þegar okkur var tjáð að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús uppi á landi vegna skyndttegra veikinda. Vorum við að J landa ágætis afla í Eyjum þegar okkur barst þessi fregn. Eftir löndun var sest inn í borðsal og voru þessi tíðindi að sjálfsögðu rædd. Það hlyti að vera eitthvað mikið að fyrst Guðni var lagstur inn á sjúkrahús. Því ekki var hann van- ur að láta á því bera þótt eitthvað amaði að honum. Voru menn þess fullvissir að hann myndi vinna á þessum veikindum eins og öðru. Hann var með hraust- ari mönnum og í okkar huga fannst okkur ekkert geta bitið á hann. En þessi veikindi voru mun alvar- legri en okkur grunaði, því seinna þennan sama dag var Guðni allur. Fyrir okkur strákana var þetta ekki bara að missa góðan skip- stjóra, heldur líka það að missa okk- ar besta vin og félaga. Það eru fáir menn sem bera hag skipsfélaganna fyrir brjósti eins og Guðni gerði. Ef eitthvað bjátaði á, hvort sem það voru veikindi heima fyrir eða hvað sem var, gátum við ávallt leit- að til Guðna og var hann ávallt reiðubúinn að hjálpa mönnum og gera okkur það sem auðveldast að leysa þau vandamál sem upp komu. Erfitt er að hugsa sér það að við , eigum aldrei eftir að fara annan túr með Guðna. Heyra skondnar at- hugasemdir þar sem öllu var slegið upp í grín og líka ákveðnar skoðanir hans á ýmsum málefnum sem voru efst á baugi í borðsalnum í það og það skiptið. Að vera í plássi með Guðna var talið mjög gott pláss, þar sem hann var með aflasælustu skip- stjórunum. Oft var sótt í misjöfnum veðrum, róið í brælu, en aldrei það slæmu að mönnum stafaði hætta af. Því alltaf vissi Guðni hvar mörkin voru, enda varð aldrei slys um borð í Gjafari vegna þessa. Mikil vinna fylgdi því oft og tíðum að vera í plássi með Guðna á Gjaf- ari, því þegar mikið fiskast þá fylgir því alltaf mikil vinna. Við eigum all- ir skemmtilegar minningar úr þeim fjölmörgu sjóferðum þar sem skipið var fyllt á örfáum dögum og jafnvel á innan við sólarhring. En síðasta sjóferðin sem við sigldum saman SJÁNÆSTUSÍÐU Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, ötfararstjöri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 * Sími 581 3300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.