Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐNI OLAFSSON verður ef til vill sú eftirminnilegasta og jafnframt sú erfiðasta sem við í áhöfninni höfum farið. Þessi ferð ; var farin tveimur dögum eftir and- " lát Guðna, er við sigldum frá Eyjum til Þorlákshafnar á Gjafari VE til þess að sækja hann í hans hinstu sjóferð til Eyja. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja góðan vin sem við munum ávallt geyma í minningunni. r Elsku Gerður, Agnar, Sigurður Oli, Bjarki og Ragnheiður, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Áhöfnin á Gjafari VE 600. Með miklum trega kveð ég nú minn góða vin, Guðna Olafsson. Ör- lögin geta verið grimm svo manni finnst það þyngra en tárum taki að minnast Guðna, því svo margs er að minnast að maður veit ekki hvers skal getið og hverju sleppt. Er við hjónin kvöddum Guðna og konu hans Gerði við sumarbústað þeirra í Reykjaskógi eftir að hafa gist hjá þeim og notið gestrisni þeirra sem var þeim hjónum eigin- leg, fyrir aðeins nokkrum dögum, hefði mér aldrei getað dottið í hug að þá tækjumst við í hendur í síð- astá sinn. Ég kynntist Guðna fyrst er við vorum skólabræður í Stýrimanna- skólanum í Reykjavík, hann var maður sem maður ósjálfrátt laðað- ist að, rólegur en samt fastur fyrir og stóð fast á sinni meiningu. Seinna er við vorum báðir orðnir skipstjórar óx samstarf okkar og um leið þróaðist með okkur traust vinátta sem aldrei hefur borið skugga á. Guðni byrjaði ungur skipstjórn og var hann fljótlega með mestu aflamönnum og var þá sama hvaða veiðar hann stundaði. Á nótaveiðum fiskaði hann mun meira en meðal- maðurinn, á netum var hann við toppinn og á togveiðum var hann á toppnum. Þeim fer nú fækkandi skipstjórn- armönnunum, sem eru jafnvígir á öll veiðarfæri, eins og sagt er. Þar er reyndar ekki hinum yngri um að kenna, heldur þróun sem á sér stað vegna sérhæfingar. Guðni keypti ásamt Guðjóni Rögnvaldssyni 250 tonna bát sem hlaut það þekkta nafn Gjafar og hafa þeir félagar gert þennan bát út allar götur síðan 1977 og hefur Guðni verið skipstjóri alla tíð nema hvað Agnar sonur hans hefur leyst hann af nú hin síðustu misseri. Guðni var alltaf traustur og góður vinur og gæti ég rifjað margt upp sem staðfesti það en ég sleppi því þar sem verkin sanna meistarann. Elsku Gerður, börn, tengdabörn og barnabörn, góður Guð styðji ykkur og styrki í ykkar miklu sorg og ykkar mikla missi. Kæri vinur, þakka þér fyrir að hafa verið okkur kær vinur, við kveðjum þig með sorg í hjarta. Steingrímur Sigurðsson og Guðlaug Ólafsdóttir. Við systurnar Ásta Sigga og Elísa vorum staddar í Kópavogi þegar pabbi hringdi og sagði að Guðni væri dáinn. Okkur brá mikið því enginn átti von á þessu og eng- um datt þetta einu sinni í hug. Elísa vildi ekki trúa þessu og hún sagði að hann væri bara að leggja sig. Við óskuðum þess heitt en svo var ekki. Við vorum nýbúnar að vera með mömmu, pabba, Guðna, Gerði og Tessý í Landmannalaugum. Við er- um mjög þakklátar fyrir að hafa fengið að vera með Guðna þennan skemmtilega dag. Elísa var líka alltaf að tala um þegar hún vár í pössun hjá Guðna og Gerði og sagði við mig að hún ætlaði alltaf að fá að vera hjá ykkur þegar mamma og pabbi færu eitthvað því henni fannst það svo gaman. Við systurn- ar erum báðar búnar að þekkja þig síðan við vorum pínkulitlar og þeg- ar pabbi fór með okkur á bryggj- urnar vildum við alltaf fara í heim- sókn í Gjafar og fá að sitja í skip- stjórastólnum. En núna getum við ekki lengur heimsótt þig í bátinn, en við munum alltaf eiga góðar og skemmtilegar minningar um þig og við vorum heppnar að fá að kynnast þér. Elsku Gerður, Agnar, Siggi Óli, Bjarki, Ragnheiður og fjölskylda, guð hjálpi ykkur í sorginni og verði með ykkur um ókomna framtíð. Ásta Sigga og Elísa. Ég vil í örfáum orðum minnast Guðna Ólafssonar, fyrrverandi + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SESSELJA GUBFINNSDÓTTIR, Borg, Njarðvík, Borgarfirði eystra, lést á Landspítalanum, deild 14G, föstudaginn 27. ágúst. Útförin auglýst síðar. Sigurður Bóasson, Jón Helgason, Kristjana Björnsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Páll Haraldsson, Jakob Sigurðsson, Margrét B. Hjarðar, Jóhann Sigurðsson og bamabörn. + Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, KJARTAN ÓSKARSSON offsetprentari, Hamraborg 26, er lést á heimili sínu mánudaginn 23. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 30. ágpst kl. 10.30 f.h. Lára L. Loftsdóttir, Guðmunda Hjördís Óskarsdóttir, Hilmar Kristjánsson, Sólveig Margrét Óskarsdóttir, Ólafur Kr. Óskarsson, Unnur R. Hauksdóttir, Anna Edda Gfslad. (Óskarsd.), Birgir W. Steinþórsson, Sigrún Óskarsdóttir, Skæringur Georgsson, Guðríður Ósk Óskarsdóttir, systkinabörn og aðrir vandamenn. tengdaföður míns, sem er látinn langt um aldur fram. Guðni reynd- ist mér og dætrum mínum ávallt vel. Þau ár er ég var búsett í Eyjum kom Guðni iðulega í heimsókn til okkar þegar hann var í landi. Sér- staklega þótti honum vænt um að hitta Söru Rut, barnabarn sitt, og fara með hana í bíltúr til að gefa kindunum sínum brauð, þótti Söru það mjög gaman. Mér er minnis- stætt hve brosmildur og hlýr maður Guðni var enda vel liðinn af öllum sem til hans þekktu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Knn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það ðllum, er fengu að kynn ast þér (Ingibj. Sig.) Elsku Gerður og fjölskylda, miss- ir ykkar er mikill en minningin um góðan mann er geymd í hjörtum ykkar. Guð veiti ykkur styrk á þess- um erfiðu tímum. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Vilborg Erla Valdimarsddttir. Enn erum við minnt á hverful- leikann í henni veröld. Guðni vinur okkar og samstarfsmaður er dáinn nánast fyrirvaralaust. Við erum lömuð og skiljum ekki tilganginn. Þar sem ég sit og læt hugann reika þessa andvökunótt, er það þó hugg- un að eiga ljúfar minningar um góð- an vin. Lífið virðist stundum ein- tómar tilviljanir og „ef'-in eru ansi mörg. Ef við Gaui hefðum ekki boð- ið Guðna og Gerði á ball hér forðum og svo í heimboð á eftir hefði kannski ekki orðið neitt samstarf. En einmitt í heimboðinu kom Guðni með þá hugmynd hvort við ættum nú ekki að kaupa bát og byrja út- gerð. Ég minnist þess að Gaui hafi tekið þessu meira í gríni en alvöru. Daginn eftir hringdi Guðni og vildi fá að vita hvort hugur fylgdi máli. „Jú, var það ekki ákveðið?" var svarið. Síðan eru liðin 22 ár. Það kom fljótt í ljós hvaða mannkosti Guðni hafði til að bera. Hann var alltaf hress og kátur og fór aldrei í manngreinarálit. Hann var ákveð- inn og fylginn sér og harðduglegur sjómaður. Þessir kostir nýttust hon- um vel í skipstjórastarfinu og það var aldrei slegið af. Stundum fannst manni nóg um kappið í honum en hugurinn var bara svo mikill. Út- gerðin efldist og dafnaði og þó oft hafi gefið á bátinn og skipst á skin og skúrir þá hefur það styrkt sam- starfið enn frekar. Það er mikið þakkarefni hvað samstarfið með þeim hjónum Guðna og Gerði hefur gengið vel fyrir sig. Gaui sagði alltaf að Guðni væri eins og klettur sem stæði fast með honum hvað sem á gengi. Eg vona að þar hafi ekki hall- ast á. Guðni var hamingjusamur maður. Hann var svo heppinn að eignast hana Gerði sína sem reynd- ist honum traustur lífsförunautur og þau eignuðust fjögur myndarleg börn. Agnar, frumburðurinn, fetar í fótspor föður síns og afa og hefur verið skipstjóri og stýrimaður á Gjafari síðan hahn lauk Stýri- mannaskóla. Hann hefur skipstjór- ann greinilega í genunum og hefur verið farsæll og dugmikdll í starfi. Sigurður Oli sem er næstur í röð- inni var með pabba sínum á sjó frá 15 ára aldri og með námi sínu, en hann er vélfræðingur. Hann býr með fjölskyldu sinni í Reykjavík. Bjarki kemur næstur. Hann hefur fengið sjómannsblóðið í arf og er að byrja nám við III. stig Stýrimanna- skólans í Reykjavík. Hann hefur einnig stundað sjóinn með föður sínum og bróður síðan hann var unglingur. Ragnheiður er yngst og býr nú í foreldrahúsum. Hún er nemandi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Egman eins og það hafi gerst í gær þegar Guðni hringdi og lét okkur vita að þau hjónin hefðu eignast dóttur. Hvað hann var stoltur. Ragnheiður var augasteinn hans og yndi, elskuleg og falleg stúlka. Minningarnar eru ótal margar og verða ekki frá okkur teknar. Efst í huga er þakklæti fyr- ir samfylgdina bæði í starfi og leik. Það er sálmur sem tengist sterkt minningunni um Guðna. Þetta er þriðja versið. 0, faðir, gjör mig ljúflingslag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál. (M.Joch.) Eg bið að góður guð leiði fjöl- skyldu Guðna í sorginni og okkur öllum sem þótti vænt um hann. Ragnheiður Einarsdóttir. Sú staðreynd að ég sit hér og skrifa um þig minningargrein er ótrúlegri en orð fá lýst, en þetta er eitt af því sem þessi jarðvist okkar býður upp á og við sem eftir lifum verðum að sætta okkur við. Margs er.að minnast um góðan dreng. Þú varst hetjan okkar, stór, þrek- inn og myndarlegur svo af bar. Eitt er víst að ef ætti að lýsa þér að hætti fornmanna þá ætti sú lýsing við um þann sem fríðastur var og fremstur fór. Ég man fyrst eftir þér þegar þú varst að koma að heimsækja okkur á Víðivelli þar sem móðir mín og systir þín var húsmóðirin. Ekki komstu gangandi eins og aðrir menn, á fótunum, þú varst kátur og hress að vanda og notaðir meira hendurnar en fæturna til að ganga á á þessu tímabili, að því er mér sýnd- ist. Um leið og hvarflaði að mér: Skyldi hann ekki finna til í höndun- um undan hvassri mölinni á göt- unni? Þú varst íþróttamaður af Guðs náð eins og þið bræðurnir all- ir. Þegar þú varst markvörður fyrir ÍBV komstu stundum til systur þinnar, eftir fótboltaleiki á malar- vellinum, allur meira og minna krambúleraður eftir ómjúkar lend- ingar á vellinum og oft voru þetta stór svöðusár. Þú varst spurður hvort ekki þyrfti að binda um þetta en svarið var nei, vegna þess að þú kunnir ekki að hlífa þér í þessu frekar en öðru sem þú tókst þér fyr- ir hendur á lífsleiðinni. Aldrei sá maður að þú fyndir til, nei, það var ekki í þínum anda að bera það á torg hvort sem var á sál eða líkama. Grun hef ég um að stundum hafi það verið meira en þú vildir vera láta. Eins og þú varst íþróttamaður af Guðs náð varstu sjómaður og fiskimaður. Þar eins og annars stað- ar var ósérhlífnin næstum tak- markalaus. Megninu af ævinni eyddir þú á sjó, fyrst sem háseti, síðan stýrimaður og loks útgerðar- maður og skipstjóri á eigin skipi, GjafariVE. Það þarf ekki að orðlengja um kosti þína sem sjómaður, þeir voru einfaldlega óviðjafnanlegir, það vita allir sem þekkja aðra eins kempu. Það væri að æra óstöðugan að telja upp alla kosti þína og allir berum við okkar galla, stóra og smáa, en nú er erfitt að koma auga á gallana, eins hrein og bein og sál þín er. Við sem eftir lifum hefðum viljað njóta þess að hafa þig lengur enda berðu ekki háan aldur en kannski er það bara eigingirni. Ef til vill hefur al- mættið vantað sterkan mann og ákveðinn til að fara í erfiðan túr fyr- ir sig. Það gat gustað um þig eins og hafið í iilviðraham og þú hafðir ör- ugglega ástæður til þess, þú ætlað- ist til þess sama af öðrum og sjálf- um þér, það þurfti aðeins að vinna verkin án barlóms. En ef einhver átti í erfiðleikum nálægt þér kom þessi nærgætni og hjálpsami dreng- ur fram í þér og þú áttir óbilandi styrk. Þegar faðir minn dó var ég á sjó með þér. Eg fékk fréttirnar snemma um morgun og fór inn í klefa til þín til að segja þér slæmar fréttir. Þú varðst yfír þig hissa og sagðir: Þetta er einhver misskiln- ingur, hann Eddi, það getur ekki verið! Enn ótrúlegra er þetta nú þar sem þig vantaði tólf ár til að ná sama aldri og hann. Þú taldir ekki eftir þér að fara með mig í land fyr- ir austan og fljúga með mér heim, það var ómetanlegur styrkur í því. Það var einkennilegt en eins og þú sagðir var eins og það ætti ekki að ganga upp að ég væri með þér á sjó, því í túrnum á undan, sem var fjórum mánuðum áður og fyrsti túr- inn, handleggsbrotnaði ég illa og þú þurftir að fara í land með mig, en þetta var erfiðleikatímabil á margan hátt, mér er ekki grunlaust um að þú hafir skynjað það og viljað hjálpa til meðal annars með því að hliðra til í áhöfninni þinni til að koma mér fyrir. Þú kynntist henni Gerði þinni á því tímabili þegar þú varst mark- vörður í ÍBV. Þið voruð mjög sam- heldin og fallegt par og þið eignuð- ust fjögur efnileg börn. Við viljum biðja Guð að vaka yfir fjölskyldunni og styrkja í þeirri miklu sorg sem nú steðjar að. Við systkini mín og móðir viijum þakka þér alla þá nærgætni og um- hyggju sem þú sýndir á erfiðum tímum. Enn heggur dauðinn að óvörum stórt skarð, hetjur falla frá, það verður vandfyllt upp í þá tómleika- kennd sem grípur um sig og það er eins og allt í einu vanti helminginn af veröldinni. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi. Þar mig í þinni gæslu geym ó, Guð minn, allsvaldandi. (V.Briem.) Minningin um einstakan dreng- skaparmann lifir, megi algóður Guð varðveita hann að eilífu. Gunnar M. Eggertsson og fjölskylda. Það var hringt í Sigurð Óla rétt fyrir keppni föstudaginn 20. águst síðastliðinn. Guðni pabbi hans hafði verið fluttur á sjúkrahúsið daginn áður og öll börnin voru nú beðin að koma eins fljótt og þau gætu. Hann lést síðan nokkrum mínútum áður en Siggi Óli kom á staðinn. Siggi og Guðni höfðu keypt seglskútuna Ör saman eftir að hafa heillast af sigl- ingaíþróttinni. Eftir að hafa keppt dálítið saman á skútunni kynntumst við Guðna. Þá vorum við að keppa í Títan-þríkeppninni, siglingakeppni frá Reykjavík til Vestmannaeyja. „Hvað segir dýptarmælirinn, strák- ar?" heyrðist kallað neðan úr bátn- um. „Fjórir metrar," svöruðum við. „Fínt, þá erum við á réttum stað," svaraði kallinn. Við vorum á bull- andi siglingu undir fullum seglum í hávaðaroki fyrir utan Sandgerði og vorum að fara yfir grynningarnar þar fyrir utan. Seinna fréttum við að enginn um borð í björgunarskip- inu sem var við hliðina á okkur, hálfri mfiu utar, hefði vitað af okk- ur. Engum þeirra datt í hug að líta í þessa átt, enginn færi nær landi en þeir. Kallinn vissi hins vegar upp á hár hvað hann var að gera og svona navigeraði hann okkur alla leiðina, stystu og fljótlegustu leið. Hann vissi alltaf hvar við fengjum vind, hvert straumarnir myndu bera okk- ur og yfirleitt allt sem skipti máli. Það fór líka svo að við unnum þessa keppni með glæsibrag, ekki síst honum að þakka. Nú í sumar tókst honum síðan að láta drauminn ræt- ast. Drauminn sem við flest berum með okkur, að sigla á skútu í kring- um landið. Þetta var þriðja tiiraun hans en veðrið hafði stöðvað hann í fyrri skiptin. Þegar við komum til Eyja á þjóðhátíð í sumar var hann eins og við höfum alltaf hitt hann, lífsglaður og hress. Okkur varð því nokkuð um þegar við fréttum af stuttri spítalalegu kappans. En þetta virtist svo sem lýsandi fyrir flest sem hann tekur sér fyrir hend- ur, að drífa hlutina af. Það féll frá góður kappi sem okkur er söknuður af, við flytjum ástvinum Guðna Olafssonar okkar samúðarkveðjur, við vitum að hans er sárt saknað. Deyr fé, deyja frændur, deyrsjálfariðsama; en orðstír deyr aldregi, hveimersérgóðangetur. (Ur Hávamálum) Baldvin Björgvinsson, Emil Pétursson, Þórarinn Jóhanns son, Arnþór Ragnarsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.