Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 55
i MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. AGUST 1999 55 MINNINGAR VILMUNDUR INDRIÐASON + Vilmundur Ind- riðason fæddist í Efsta-Dal í Laug- ardal 13. aprfl 1916. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Indriði Guð- mundsson frá Kjarnholtum, f. 15. ágúst 1877, d. 8. febrúar 1950, og kona ^ hans Theo- dóra Ásmundsdóttir frá Efsta-Dal, f. 25. apríl 1884, d. 8. febrúar 1967. Systkini hans: Ingvar Ásmunds- son, f. 15. aprfl 1913, d. 1986; Magnhildur, f. 17. aprfl 1914, d. 1992; Auðbergur, f. 12. aprfl 1915, d. 1983; Steinunn, f. 20. júní 1918; Guðný, f. 10. júlí 1921; Magnhildur (Hulda), f. 6. september 1924, d. 1977. Fjög- urra ára fluttist Vilmundur að Arnarholti með foreldrum sín- um. Á 18. ári fór hann til Kefla- víkur og réð sig hjá Guðmundi Kr. Guðmundssyni og var þar næstu tíu vertíðir, þar af níu sem landformaður. Hinn 22. júní árið 1945 gekk Vilmundur að eiga Kristrúnu Sigurfinnsdóttur frá Bergsstöð- um, f. 3. janúar 1919. Þar bjuggu þau til vorsins 1947, er þau keyptu jörðina Efsta-Dal I af foreldrum hans og fluttust Ástkær tengdafaðir minn Vil- mundur Indriðason, bóndi í Efsta- Dal, er látinn. í huga mínum er tómarúm og sár söknuður þrátt fyr- ir að ég viti að hann var farinn að þrá hvíldina. Þar sem ég sit og horfi á mynd af Villa hrannast minningar síðustu þrjátíu og tveggja ára upp. Á þessari mynd er hann kankvís og glettinn á svip, eins og hann var svo oft. Þannig var það er við hittumst í fyrsta sinn árið 1967 og hann spurði mig um ætt og uppruna og ég reyndist úr Reykjavík. Þá sagði hann ,já, já alin upp á vínarbrauði og malbiki", og vonin um að frum- burðurinn settist að á ættaróðalinu dofnaði eitt augnablik. Við nánari þangað. Börn þeirra eru: 1) Sigur- finnur, f. 10. maí 1947 á Bergsstöð- um, kvæntur Mar- gréti J. Þórarins- dóttur. Þau búa í Efsta-Dal. Dóttir þeirra a) Kristrún Sigurfinnsdóttir, maki Guðmundur B. Böðvarsson. Þeirra börn Krist- björg og Ragnar Ingi. Fóstursonur þeirra b) Þórarinn Halldórsson og hans sambýliskona Helga Dís Hálfdánardóttir. 2) Theodór, f. 17. september 1950 í Efsta-Dal, kvæntur Ragnheiði B. Sigurð- ardóttur. Þau búa í Efsta-Dal. Börn þeirra a) Sigrún Theo- dórsdóttir, maki Bjarni Þ. Sig- urðsson. b) Vilmundur Theo- dórsson, sambýliskona Guðrún E. Sigfusdóttir, Barn þeirra Óskar Fannar. c) Rakel Theo- dórsdóttir. 3) Gunnar, f. 29. júlí 1953 í Efsta-Dal, kvæntur Jónu B. Gestsdóttur. Þau búa á Laug- arvatni. Synir þeirra a) Gestur Gunnarsson, sambýliskona Elísabet B. Lárusdóttir. b) Rún- ar Gunnarsson, unnusta Eva Hálfdánardóttir. c) Arnar Gunnarsson. Útfór Vilmundar fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. kynni reyndumst við eiga margt sameiginlegt og hann reyndist mér sem faðir, en minn fóður missti ég sautján ára. Hann Villi var glæsilegur maður og hjartahlýr og ekkert var of gott fyrir synina þrjá og fjölskyldur þeirra. Þetta reyndi ég svo oft sjálf. Þú varst óspar á vinnu við íbúðar- húsið okkar Sigurfinns og fjósbygg- inguna enda vinnuþjarkur og þús- undþjalasmiður. Þau tvö ár sem húsið beið og við bjuggum í Útey, fannst þér sjálfsagt að lána öll tæki og vélar, því fátt áttum við af því tagi, þannig var heyjað í samvinnu þó bæirnir séu hvor í sínum enda sveitarinnar. Að auki færðuð þið Rúna okkur tvær kýr og þú markað- ir þó nokkur lömb á markið hans Sigurfinns án þess að mikið bæri á, einnig gáfuð þið okkur tryppi og er hryssan ættmóðir hrossanna okkar. Þannig hafið þið hjónin ætíð hlaðið undir okkur og hlúð að og viljað veg okkar sem bestan. Það var svo ótal- margt sem þú kenndir mér, fáfróðri Reykjavíkurstelpunni. Þú varst mik- ill skepnumaður og af guðs náð dýralæknir, þolinmæði þín við að segja mér til þegar við vorum tvö að hjálpa lambám og þínar hendur voru of stórar var ótrúleg, því í raun varst þú mikill eldhugi og fram- kvæmdir hlutina sjálfur og það í hvelli. Þannig varst þú ætíð fljótur að bregðast við þegar nágrannar hringdu og það þurfti að hjálpa kúm við burð, láta renna í æð á belju eða taka hildir. Þú vissir einnig ná- kvæmlega hvar átti að stinga holnál ef kýr blés upp. Búmaður varstu mikill, eitt fyrsta árið okkar í félags- búi var mjög lélegt heyskaparsum- ar, þú lagðir ríkt á við okkur að spara hey frá fyrsta gjafadegi og velja rétt í hvern grip, enda dugðu heyin og fénaður gekk vel fram hjá okkur. Einn heyskapardagur fyrir löngu er mér ljóslifandi fyrir sjónum. Það var á tíma greiðusláttuvéla, Sigur- finnur sló, lenti á grjóti og vélin brotnaði. Þá var önnur sett fyrir en þú gerðir við, þannig gekk þetta, en fyrirhyggja þín að eiga tvær vélar og nægilegt af varahlutum björguðu málum. Þú kenndir mér að skoða mjólk- ina og huga að seltubragði ef grun- ur var um júgurbólgu. Einnig átti ég margar góðar stundir með þér í smalamennskum, því ég var svo heppin að fá að vera taglhnýtingur þinn til margra ára, eflaust frekar til trafala en hitt, en aldrei léstu mig verða þess vara, heldur frædd- ir mig um fyrri búskaparhætti og örnefni því þau þekktir þú vel. Venjulega fylgdi saga hverjum stað, þannig grópaðist þetta allt betur í huga minn. Sumar sögurnar voru af sjálfum þér og glannaskap þínum, eins og þegar þú stökkst yf- ir gjána við Brúarfoss, eða þegar þú reiðst Brúará á Grána gamla með veturgamlan kálf á hnakknef- inu. Þetta gera ekki aðrir en þeir sem eru virkilega vel að manni og afburða hestamenn, sem þú varst svo sannarlega. Enda áttir þú ávallt afburða gæðinga eins og t.d. Molda, Sóta, Neista og síðast hann Blesa sem komst hátt á þrítugsaldurinn og öll barnabörnin fengu að ríða. Alltaf varst þú fyrstur í fjósið á morgnana og athugaðir hvort ein- hver væri yxna, einnig var það ætíð þitt síðasta verk fyrir nóttina að sópa að kúnum og yfirlíta allt. Þessu hélst þú alveg fram á síðasta ár eða meðan líkamskraftar leyfðu, þó þú værir sjálfur hættur búskap. Síð- ustu mánuðina röltum við oft saman út í fjós og þú potaðir í moðdraslið með stafnum þínum og þótti h'tið til snyrtimennskunnar hjá okkur koma. Elsku Villi, síðustu vikurnar er þú dvaldir á Sjúkrahúsi Suðurlands, farinn að heilsu, voru erfiðar. Það sem helst hressti þig og gladdi voru fréttir af heyskapnum og skepnun- um, því við það dvaldi hugur þinn og alveg fram í andlátið fylgdistu með hvað það varðaði. Ég bið góðan Guð að taka þig í sinn líknarfaðm og blessa þig um alla eilífð. Hafðu þökk fyrir allt sem þú varst mér. Þín tengdadóttir Margrét Þórarinsdóttir. Komið er að kveðjustund og ýms- ar minningar frá liðinni tíð koma upp í hugann. Fyrst og fremst þökk- um við frændsystMnin fyrir þau for- réttindi að hafa fengið að alast upp á hlaðinu í Efstadal í svo nánu sam- býli við afa og ömmu. Við skoppuð- um í kringum afa við vinnu sína og þannig sýndi hann okkur elju og vinnulag, lét okkur syngja og send- ast fyrir sig. Við fengum m.a. að fylgjast með þegar afi smíðaði skeif- urnar við opinn eld í skúrnum og brýndi Ijáinn á hverfisteininum. At- lotin sýndi hann okkur með því að rétta að okkur tálgaða skoppara- kringlu úr tvinnakefli eða svan úr ýsubeini. Hagleikssmíðar afa komu víða fram þótt hógværðin einkenndi hann alltaf og má nefna tóbaks- bauka úr hornum sem hann smíðaði á efri árum. Afi var mikill dýravinur og glöggur á skepnur. Hann var duglegur að segja okkur til varðandi umgengni við skepnurnar og krafð- ist skilyrðislausrar nærgætni við þær. Natni og alla sína Ijúfmennsku lagði hann í búskapinn og eru sér- lega minnisstæðar stundir með afa í lambhúsinu við að hjálpa gimbur að bera eða kvígu í fjósinu. Þá sáum við dýralæknishendur af drottins náð að störfum. Afi átti marga góða hesta og hafði gott auga fyrir þeim. Hann var mikill reiðmaður og hafði alla tíð yndi af hestum. I okkar tíð var einn hestur þó órjúfanlegur minningunni um afa og það var hann Blesi. Á honum lærðu öll barnabörnin helstu þætti hestamennskunnar og þarna rölti hann fram og til baka, upp og niður hlaðið, hringi í kringum skúr- \ inn með okkur krakkana á bakinu. Það var líka mikill spenningur sem fylgdi því þegar kom að réttardegin- um að fylgjast með safninu ofan af Alfhól og oftar en ekki reiddi afi mann þaðan með sér niður í Efsta- dalsréttir. Afi var mjög vinnusamur maður, kappsamur og féll aldrei verk úr hendi. I heyskapnum á sumrin var hann yfirleitt síðastur inn í matarhlé og fyrstur út aftur allt fram á áttræðisaldurinn. Afi var mikill grallari og launstríðinn. Hann atti oft kappi í leik við okkur krakk- ana og vinnumennina í aflraunum, .. bæði í krók og armlyftum. Eitt sinn hvöttum við krakkarnir 16 ára gaml- an vinnumann sem nýkominn var til starfa að keppa við afa. Hann taldi að það yrði nú lítið mál að vinna þennan gamla mann. En viti menn, hann varð að játa sig sigraðan í að vega sig upp í armlyftum fyrir afa, þá nálægt sjötugu. Eftir að feður okkar tóku við búskapnum er afi tók að reskjast hélt hann samt áfram að sækja kýrnar á sumrin og gefa kálf- unum. Þessum störfum sinnti hann þangað til fyrir rúmu ári síðan. Núna seinni árin bar hugurinn hann áfram, yfirleitt mun hraðar en lík- aminn réði við. Nú allra síðast þegar dró verulega af afa kom berlega í t. Hós hve hugleikin börnin voru hon- um og sóttist hann þá sérstaklega í barnabarnabörnin, nokkuð sem gladdi okkur og minnti okkur á okk- ar eigin stundir með honum. Loks er dagsins önn á enda, kæri afi, og þú leggst þreyttur til hvílu. Það var þér mikil raun þegar líkam- inn hætti að ráða við verkefnin sem hugurinn krafðist af þér. Þú átt víst ekki eftir að bjóða okkur í krók eða gauka framar að okkur þykku rúg- brauði með sméri. Við yljum okkur við minningarnar og það huggar ? . okkur að vita að þú ert hvíldinni feg- inn. Við þökkum þér ómetanlega samveru og víst verður tómlegt skotið á bekknum í eldhúsinu ykkar ömmu þar sem þið hafið alltaf verið órjúfanleg heild. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku amma, þinn missir er mest- ur og Guð styrki þig á þessum tím- um og í framtíð allri. Rakel, Vilmundur, Sigrún, Þór- arinn, Kristrún, makar og börn. DAGBJARTUR HANNESSON + Dagbjartur Hannesson fæddist á Stóra- Hálsi í Grafningi 26. febrúar 1919. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Kumbaravogi 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes Gísla- son, f. 30.11. 1882, d. 20.7. 1949, bóndi, og Margrét Jó- hannsdóttir, f. 7.2. 1888, d. 26.3. 1965, húsfreyja, en þau þjuggu á Stóra-Hálsi í Grafn- ingi og ólst Dagbjartur þar upp. Systkini Dagbjarts: Jó- hann, f. 17.1.1910, d. 1976; Val- gerður, f. 18.5. 1912; Hannes, f. 27.8. 1913, d. 1984; Sigríður, f. 22.5.1915, d. 1924; Gísli, f. 11.3. 1917, d. 1972; Kjartan, f. 22.9. 1920, d. 1979; Ingólfur, f. 8.1. 1924, d. 1990; Sigurður, f. 16.6. Elsku Daggi. Mig langar í nokkrum orðum að þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér. Þegar ég rifja upp liðna tíma með þér koma réttirnar fyrst upp í hugann, þar sem mikið gekk oft á og margar kindur var að draga í dilka og rýja. Þú gerðir miklar kröfur til þín og annarra um vinnu- 1926; Arsæll, f. 1.1. 1929. Hálfsystir sam- feðra Steinunn, f. 12.7. 1900, d. 1991. Dagbjartur var í sambúð með Herdísi Guðmundsdóttur, f. 3.7. 1920, frá 1953-1959 og eignuð- ust þau eina dóttur, Brynju, f. 25.9. 1954, skólaritara, maki Þorleifur Sigurðsson, f. 18.12. 1947, bygg- ingaverktaki. Börn: Dagbjartur, f. 15.11. 1972, unnusta hans er Helga Björg Þorgeirsdóttir, Þor- leifur, f. 29.6.1979, unnusta hans er Anna Iluld Guðmundsdóttir, barn þeirra er Harpa Eir, f. 10.3. 1998, Agnes Elsa, f. 21.8. 1967, fósturdóttir Brynju, maki Guð- mundur H. Halldórsson, börn þeirra eru Anna Kristín, f. 25.10. 1986, Arnór, f. 6.3. 1995, og Ra- kel Tara, f. 18.4. 1999, Steinunn, semi og að hlutirnir gengju vel fyrir sig. Þetta voru góðir tímar sem eru mér ógleymanlegir. Þú studdir mig, þú varst mér góður og minning þín er mér kær. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Ólafía I. Þorvaldsdóttir (Inga Lóa). f. 21.12. 1971, maki Ingólfur Kolbeinsson, börn þeirra eru, Gunnar Elvar, f. 16.1. 1992, d. 19.6. 1992, Sonja Björk, f. 6.5. 1994 og Brynja Maren, f. 23.3. 1999. Dagbjartur ólst upp á Stóra- Hálsi og gekk í farskóla eins og þá tíðkaðist. Hann var vetrar- maður á ýmsum stöðum, þ.á m. á Skálholti og Sólheimum, og var á nokkrum vertíðum frá Gr- indavík. Hann hóf búskap í Stíflisdal í Þingvallasveit og bjó þar frá 1946-1948. Síðan bjd hann á ÚlfUótsvatni í Grafhingi frá 1948-1957 en stundaði áfram búskap þar til 1958. Hann var hreppstjóri frá 1953-1958 og meðhjálpari við kirkjuna. Hann_ keypti jörðina Gljiífurárholt í Ölfusi og bjó þar frá 1957-1997 er hann fór á hjúkrunarheimilið í Kumbara- vogi. Einnig stundaði hann bú- skap á jörðinni Illi'ð f Grafningi, sem hann hafði á leigu frá árinu 1963-1975. Útför Dagbjarts fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður í Kotstrandar- kirkjugarði. Síminn hringir kl. 8 um morgun- inn og mér dettur í hug að nú sé ekki verið að færa mér góðar fréttir, sem og reynist vera. Mamma var í símanum og sagði að Dagbjartur væri dáinn. Þær konur sem voru honum hvað kærastar: Brynja dóttir hans, Inga Lóa systir og Inga mamma mín voru hjá honum síðasta kvöldið hans í þessulífi. Mann setur hjjóðan þó að hann hafi verið orðinn veikur og ekkert annað sem blasti við. Minningarnar rifjast upp. Ég kynntist Dagbjarti fyrst þegar mamma var hjá honum um nokkurt skeið í inniverkum í Gljúfurárholti. Þá myndaðist vinskapur á milli þeirra og okkur systkinanna sem varði alla tíð. Dagbjartur var alveg sérstakur maður, svo hlýr og ráða- góður og gott að tala við hann um ýmsa hluti. Honum þótti að vísu gaman að þræta svolítið og var ekM alltaf sammála, en það var allt í góðu. Hann gaf sér tíma til að hlusta. Það var auðséð að það hafði verið stórbú hjá honum. Allar byggingar báru þess merki, þó hann hafi verið að smáminnka við sig búið. Ég fékk leyfi hjá honum til þess að girða fyr- ir nokkra hesta sem ég átti. Þegar ég var að biðja um það, lét hann mig hafa fyrir því að væla það út, því hann var stríðinn og hafði gaman af, en svo var það auðsótt mál eins og alltaf þegar til hans var leitað, bæði fyrir okkur systkinin og mömmu. Eg man hvað honum þótti gaman að fylgjast með þegar ég eða við syst- urnar komum og fórum á hestbak. Þá var venja að koma við og fá kaffi. Þá spurði Dagbjartur yfirleitt fyrst hvað væri að frétta af mömmu og hvort það væri ekki allt í lagi hjá henni og hvernig Ingu Lóu systur gengi í skólanum eða vinnunni. Hann var alltaf að hugsa um aðra og kvartaði ektó þótt hann væri oft lélegur til heilsunnar. Dagbjartur var þannig maður að hann bætti hverja stund. Þetta eru þær minn- ingar sem mér detta helst í hug á þessari stundu. Dagbjartur, ég vildi að ég væri að heilsa en ekki að kveðja í hinsta » sinn. Við systkinin og mamma þökk- um allan þann kærleika, hjálpsemi og væntumþykju sem þú sýndir okkur. Við vottum Kristjáni í Gljúfurárholti, Brynju og fjölskyldu samúð okkar. Guðfinna Þorvaldsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Á þessari stundu er margt sem kemur upp í hugann. Ofarlega í % huga mínum er tregi og söknuður vegna liðinna stunda en efst í huga mínum er þó þakklæti. Þakklæti fyr- ir að hafa kynnst þessum einstaka manni, fyrir að hafa notið góð- mennsku hans og hjálpsemi. Ég minnist hans fyrir heiðarleika, hjálpsemi, dugnað og vinnusemi. Eg minnist ákafans þegar mikið var að gera, ég minnist þess hve bóngóður hann var. Ég minnist áhugans sem hann hafði á lífi fólks og fénaðar í kringum sig. Með þessum línum vil { ég kveðja Dagbjart og þakka honum ~\ samfylgdina. r- í Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þokk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guð þár nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Krislján Karl Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.