Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 56
56 LAU GARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR GEORG ODDGEIRSSON frá Sandfeili, Stokkseyri, andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu, Kumbaravogi, fimmtudaginn 26. ágúst. Aðalbjörg Katrín Haraldsdóttir, Erlingur Georg Haraldsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Jón Kari Haraldsson, Guðleif Erna Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Vallarbraut 2, Njarðvík, lést á lyflækningadeild Landspítalans föstudaginn 27. ágúst. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Katrín Kjartansdóttir Farren. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA SIGURÐARDÓTTIR, Norðurgötu 60, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 31. ágúst kl. 13.30. Kolbrún Sveinsdóttir, Stefán Haukur Jakobsson, Kristín Sveinsdóttir, Júlíus Björgvinsson, Emilía Sigríður Sveinsdóttir, Finnur S. Kjartansson, Árný Petra Sveinsdóttir, Gunnar Th. Gunnarsson, Baldvin Þröstur Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK ÞÓRÐARDÓTTIR, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, miðvikudaginn 18. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram I kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Þórður Jónsson, Halldóra Þorvarðardóttir, Anna D. Ágústsdóttir, Ingólfur Halldórsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkirtil allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, TÓMASARJÓNSSONAR, Brekkugötu 28, Þingeyri. Sigríður Steinþórsdóttir, Jón Júlíus Tómasson, María Ólafsdóttir, Valgerður Tómasdóttir, Grétar Ingi Símonarson, Steinþór Vigfús Tómasson, Ýlfa Proppé Einarsdóttir, Elísabet Árný Tómasdóttir, Skarphéðinn Garðarsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU ÓLAFSDÓTTUR frá Öxl. Sérstakar þakkir til starfsfólks á elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund fyrir góða aðhlynningu. Guð varðveiti ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. PÉTUR DAVÍÐ PÉTURSSON + Pétur Davíð Pétursson fædd- ist á Húsavík 28. júlí 1990. Hann lést á heimili sínu 9. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 14. ágúst. Kæri vinur. Ég ætla að kveðja þig með fá- einum orðum því ég gat ekki verið með þér síðustu erfiðu dagana þína. Ég var úti í Dan- mörku og þegar ég kom heim varst þú farinn upp til Guðs. Ég er svo þakklátur fyrir að við skyldum geta hist í Reykjavík áður en ég fór til Danmerkur og áður en þú varðst mjög veikur. Við vorum svo kátir og hressir, lékum okkur og spiluðum og skildum svo glaðir, sannfærðir um að við mynd- um hittast aftur. Við ætluðum að halda saman tveir einir upp á af- mælið þitt þegar ég kæmi aftur heim. Nú finnst mér svo leiðinlegt að enginn Pétur Davíð skuli bíða eftir mér og heimsækja mig þegar éjg er kominn heim til Húsavíkur. Eg get ekki heldur komið og spurt eftir þér lengur, en pabbi þinn og mamma segja að ég megi alltaf koma þegar ég vil því þú ert alltaf hjá þeim. Við höfum átt svo marg- ar skemmtilegar stundir og ég ætla alltaf að muna þær. Manstu hvað það var gaman á leikjanám- skeiðinu í sumar? Þá gerðum við nú margt skemmtilegt. Við fórum á hestbak, í hjólatúr, í sund, göngu- ferð með nesti, í hvalaskoðun og margt fleira. Það er svo ótrúlega stutt síðan og þá varst þú svo hress. Manstu ferðimar okkar með Mána upp í heiði? Það fannst okk- ur öllum gaman. Þið Máni vomð svo góðir vinir. Ég man hvað þú varst hræddur um að Máni myndi gleyma þér þegar ég passaði hann fyrir þig þegar þú varst sem lengst í Reykjavík. En Máni réði sér ekki fyrir kæti og sleikti þig allan þegar þú komst aftur. Þá tókst þú gleði þína á ný og vissir að Máni vildi helst vera hjá þér. Það var sorglegt þegar Máni dó. Hann var svo góð- ur og ljúfur og skemmtilegur, al- veg eins og þú. Ég er búinn að setja mynd af þér og Mána í leynd- armálakassann minn og hálsmenið og lyklakippuna sem þú gafst mér. Þar ætla ég alltaf að geyma það og skoða þegar ég hugsa um þig og tala við þig. Elsku vinur, ég sakna þín svo mikið en ég ætla að reyna að vera dugleg- ur eins og þú varst alltaf og hugsa um alla skemmtilegu leikina okkar, það huggar mig. Mamma þín og pabbi gáfu mér hvítt kerti með fallegum krossi á. Ég kveiki á því á hverjum degi og þá líður mér betur. Ég ætla að vera duglegur að heim- sækja þau og Brynjar og fylgjast með hamstrinum og ungunum. Ég skal vera góður við þá. Pétur Davíð, þú verður áfram besti vinur minn og ég mun aldrei gleyma þér. Þinn einlægur vinur, Daníel Þór. Kveðja til Péturs Davíðs vinar okkar. Þinn svipur var eins og heiðið hreinn hann hafði ei mörgu að leyna. Og þú varst svo fagur, frjáls og beinn og fýsti svo krafta að reyna, er stóðstu brosandi, bjarti sveinn, í bijóstfylking ungra sveina. Um er nú sigld þin æskuskeið á úthafsins sólroðnu bárum. Hún endaði of fljótt þín ævileið, en eftir við hnípum í sárum. En minning þín er svo hlý og heið, hana við vökvum í tárum. En þó okkur nísti sollin sár og söknum þín eins og bróður, þá munu höfgari hníga tár af hvörmum fóður og móður. Er ekki von þeim vökni brá að vanta sinn fagra gróður? Hve dagarnir verða þeim daprir í haust með dánarminningu þína, hve allt verður snautt og yndislaust og engin sól til að skína. Drottinn sendi þeim trú og traust, trú á ráðstöfun sína. (Guðmundur Guðmundsson) Kæru vinir Anna Soffía, Pétur Guðni og Brynjar Friðrik. Þið eruð hetjur eins og hetjan ykkar hann Pétur Davíð. Það er aðdáunarvert hvað þið hafið öll verið dugleg og KRISTIN HANNESDOTTIR + Kristín Hannes- dóttir fæddist á Bfldudal 1. október 1910. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 11. ágúst síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 19. ágúst. Með þessum fátæk- legu orðum langar mig að minnast ömmu Bíu, ömmu minnar sem bjó í Hamrahlíðinni. Þar átti ég mitt annað heimili, fyrst með mömmu, síðan bættist Magga systir í hópinn og svo fluttum við með mömmu og pabba tfl Bíldudals. Samt átti ég alltaf heima í Hamrahlíðinni, þar var alltaf pláss fyrir mig. Það er langt síðan ég fór að undirbúa þessa minningargrein, amma sagði nefnilega einu sinni við mig að hún færi nú að deyja fljótlega og því tæki því ekki fyrir hana að vera að gera langtímaáætlanir. Ég man að ég grét mig í svefn þetta kvöld, enda var ég bara 10 ára, en áður en ég sofnaði þá skrifaði ég í huganum minningargrein um ömmu. Síðan eru liðin rúmlega tuttugu ár og nú þegar hún hefur kvatt þennan heim skortir mig orð. Hvernig lýsir maður í orðum þakklæti til manneskju sem stóð alltaf við bakið á sínu fólki, ömmu sem hugg- aði, ömmu sem kenndi mér að syngja. Hvern- ig þakkar maður fyrir allar kökumar, máltíð- imar, hlýju orðin og fyrir það að eiga ömmu sem var alltaf tfl staðar, hvað sem á dundi. Mig skortir orð en hugurinn er fullur af minningum. Sunnu- dagsmorgnar, ég og Magga systir með afa í bíltúr. Oftast var stoppað í Kaffivagninum, við fengum ópal á meðan afi fékk sér kaffi. Síðan var farið heim til ömmu og á borðinu var alltaf ilmandi lambalæri ásamt meðlæti og grautur á eftir. Síðan dó afi og amma stóð ein eftir. Þó ekki alein því Valli, sonur hennar, flutti inn í Hamrahlíðina og studdi hana með ráðum og dáð, líkt og Guð- björg eiginkona hans þegar hún staðið vel saman í þessari baráttu. Við biðjum góðan Guð að vera með ykkur áfram og styrkja og láta ljós sitt ylja ykkur á erfiðum stundum. Björg, Sveinn, Daníel Þór, Bjarki og Björn Hákon. Elsku Pétur Davíð. Ég gæti skrifað margar blaðsíð- ur, en í minningunni held ég að síð- ustu vikumar þínar komi til með að skilja eftir sig trú á að eitthvað sé okkur öllum ætlað annars staðar. Og að þú hafir vitað það. Þegar þú sagðir á afmælisdaginn, „ég held bara upp á það í haust“. Þá hefur þú, litli vinur, vitað að veislan biði þín á öðrum stað. Og aldrei kvart- aðir þú eða varst leiður, fárveikur staulaðist þú með mömmu þinni yf- ir götuna til þess að fá að sitja með kettlinginn okkar í smá stund. Þú sýndir það að hetjur birtast í ýms- um myndum. Þú varst bara níu ára en þú varst hetja. Foreldrar þínir voru vakin og sofin í hugsuninni um þig, og það að þú skyldir fá að fara með sólargeislum morgunsól- arinnar í fangi mömmu og pabba í rúminu þínu heima var yndislegt. Það besta sem þau gátu fyrir þig gert. Þetta á eftir að verða ykkur erfitt, elsku Anna Soffía, Pétur, Brynjar Matta og Daddi, en minn- ing hans lifir og gefur ykkur styrk á erfiðum stundum. Okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. María, Ásgeir, Mikael, ír- is, flóna og Aðalbjörg. Oll getum við verið sammála um að eitt af því mikilvægasta í lífinu er að eignast góða vini, vini sem maður ber virðingu fyrir, elskar og getur treyst fyrir sínum helgustu leyndarmálum. Vinátta kallar líka fram söknuð og tómleika þegar sá sem maður dáir og elskar er allt í einu hrifinn á brott löngu fyrir ald- ur fram. Vinur minn, Pétur Davíð Péturs- son, er horfinn á braut aðeins níu ára gamall. Pétur lést á heimili sínu 9. ágúst síðastliðinn eftir erfið veikindi. Þessi litla hetja sem barð- ist hetjulegri baráttu við illvígan sjúkdóm varð að lokum að játa sig sigraðan. Með fáeinum orðum langar mig að minnast Péturs sem mér auðn- aðist að kynnast á hans stuttu en viðburðarríku ævi. Þannig ber við að ég bý í nágrenni við Pétur og á fjárhús rétt fyrir ofan Húsavík þar sem ég hef haft mér til ánægju og yndisauka nokkrar kindur. Fyrir nokkrum árum fór að bera á því að lítill snáði tók að elta mig í fjárhús- kom til sögunnar. Þeim get ég seint fullþakkað allt það sem þau hafa gert fyrir ömmu mína. Amma var heimavinnandi húsmóðir og sem slík fékk hún ekki háan ellilífeyri en amma lét það ekki slá sig út af lag- inu. I mörg ár prjónaði hún peysur og seldi, einnig vettlinga og fleira. Amma var rík manneskja, hún var stolt af börnum sínum og barna- börnum, rík af góðmennsku og hlýju. Þegar amma Bía flutti á Hrafnistu vissi hún innst inni að hún ætti aldrei afturkvæmt í Hamrahlíðina, samt talaði hún stundum um að sig langaði aftur þangað og hvort ég væri ekki til í að skutla sér um leið og ég færi. Seinni árin talaði hún ekki um Hamrahlíðina en hún hafði þeim mun meiri áhyggjur af því að ég hefði lagt bílnum mínum á óheppi- legum stað, því von væri á skipinu, skipinu sem flytti hana heim til Bíldudals. Elsku amma mín, nú ertu komin á skipið og innan stundar leggst það að bryggjunni og ég veit að þar verður hann Frissi afi mættur til að taka á móti þér. Ég sagði þér um daginn að það væri von á litlu barni í fjölskyldunni og að ég skyldi koma með það til þín og sýna þér um leið og það væri fætt. Því miður færð þú ekki að sjá það en ég veit að þú munt alltaf vaka yfir því. Elsku amma mín, hvíl þú í friði. Bjarni Þór Signrðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.