Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 57

Morgunblaðið - 28.08.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARD AGUR 28. ÁGÚST 1999 57 ið. Hann sagðist heita Pétur Davíð Pétursson og eiga heima í Urðar- gerði. Með okkur tókust góð kynni sem héldust allt þar til hann yfirgaf þennan heim og hélt á vit æðri máttarvalda þar sem honum er ætl- að hlutverk sem hann mun án efa leysa vel af hendi. Það sem vakti strax athygli mína í fari Péturs var hvað hann var skemmtilegm- og duglegur strákur, því er mikil eftirsjá í því að fá ekki tækifæri til að kynnast Pétri frek- ar. Viðskilnaður sem þessi kallar fram spurningai- og margar ljúfar minningai'. Kallið sem heyrðist þegar Pétur litli kom hlaupandi á eftfr mér án þess að blása úr nös, „Kúti, ég er að koma!“ Einnig þeg- ar hann spurði hvort hann ætti ekki að sópa garðann, gefa hænunum og hirða eggin frá þeim. Eða þegar hann sat á garðabandinu og spurði margra heimspekilegra spuminga um lífið og tilverana sem ég átti oft í mestu erfiðleikum með að svara. Stundum sagði hann mér sögur af fjölskyldu sinni sem honum þótti afar vænt um og leyndarmál sem ég mátti ekki segja neinum frá. í þeirri baráttu sem Pétur hefur háð síðustu mánuði hefur mér orðið hugsað tO orða Péturs þegai’ hann talaði um fjölskylduna sina með miklum hlýhug því aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með því hvernig fjölskyldan hefur staðið saman í þessum erfiðu veikindum. Pétur hafði mikla ánægju af því að vera viðstaddur sauðburð og sjá nýtt líf fæðast. Það var stoltur lítill snáði sem fékk einu sinni að að- stoða við burð með því að toga í fætur á lambi. En hissa varð hann þegar ég spurði hvort hann vOdi ekki gerast vinnumaður hjá mér og fá egg að launum. Efth’ að hann hafði áttað sig á tilboðinu braust fram sælubros og ekki stóð á svar- inu. Hann vOdi gerast vinnumaður og fá egg að launum. Það kæmi sér vel því honum þætti egg svo góð. Seinna sagði móðir hans mér að hún hefði orðið að sjóða eggin hans Péturs í sérstökum potti. Það hefði ekki mátt sjóða þau með öðrum eggjum. Það var mikið áfall þegar fréttist að Pétur hefði greinst með krabba- mein. Áfallið var mikið fyrir fjöl- skyldu hans, skólasystkini, vini og bæjarbúa. í litlu samfélagi eins og Húsavík eru bæjarbúar eins og ein fjölskylda þegar erfiðleikar steðja að, því þeim er annt um velferð hvers annars. Margir hafa sýnt fjöl- skyldunni hlýhug með ýmsum hætti. Þessi litla hetja hefur barist hetjulegri baráttu við illvígan sjúk- dóm og ekld látið bugast þrátt fyrir erfiðar læknismeðferðir í eitt og hálft ár þar tO nú að þrekið var bú- ið. Þann tíma sem Pétur hefur barist við sjúkdóminn hef ég fylgst með líðan hans og átt ánægjulegar stundir með honum. Einu sinni heimsótti ég hann og færði honum gjöf sem hann kunni vel að meta. Þá var ekki að sjá að þessi unga hetja væri að berjast við alvarleg veikindi því krafturinn geislaði af honum. Það era ekki margir mánuðir síð- an Pétur kallaði, „Kúti, ég er að koma!“ En nú kom hann ekki hlaupandi heldur gangandi á eftir mér. Þá voru ekki liðnir margir dagar frá því að hann hafði verið í erfiðri meðferð. Samt var þessi litla hetja komin á ról, hann ætlaði sér ekki að gefast upp. Þótt ég hafi aldrei trúað því að litli vinnumaður- inn minn yfii’gæfi þennan heim þrátt fyrir alvarleg veikindi liggur sú staðreynd nú fyrir. Þrátt fyrir að Pétur litli sé farinn mun hann verða með okkur í öllu því sem við kom- um til með að taka okkur fyrir hendur um ókomna tíð. Litli vinnumaðurinn minn, Pétur Davíð Pétursson, skilur eftir sig ljúfar minningar sem varðveitast munu í hugum þeirra sem kynntust þessum elskulega dreng. Fjölskyldu Péturs Davíðs votta ég mína dýpstu samúð, megi guð veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Aðalsteinn Á. Baldursson (Kúti). SIGURÐUR JÓN BR YNJÓLFSSON + Sigurður Jón Brynjólfsson fæddist á Kúludalsá í Innri-Akranes- hreppi 28. ágúst 1934. Hann lést á heimili sinu 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingi- björg Elísabet Sig- urðardóttir, f. mars 1905, d. ágúst 1958, og Brynjólfur Guð- mundsson, f. 1. maí 1901, d. 18. júlí 1963. Sigurður var elstur fimm systkina. Tvíburasystir hans, Jóna, lést 19. júlí 1938. Systkini hans eru Guðmundur Valgeir Halldór, f. 21. febrúar 1937; Jón, f. 30. júní 1939 og María Margrét, f. 23. mars 1951. Sigurður ólst upp á Akranesi en um 1960 flutti hann að Gerði í Innri-Akraneshreppi og stundaði þar búskap ásamt bróður sínum þar til fyrir nokkrum árum að Guðmundur flutti til Akraness en Sig- urður bjó í Gerði og var með lítilsháttar búskap allt til ævi- loka. Jafnframt því að stunda búskap vann Sigurður ýmis störf. Hann vann við fiskvinnslu, var á sjó, vann hjá Landsvirkjum í mörg ár, við lagn- ingu rafmagnslína og einnig vann hann í Sfldar- og fiskmjölsverksmiðjunni á Akra- nesi. Sigurður var mikill áhuga- maður um gijóthleðslur og var m.a. fenginn til að endurgera Reynisrétt undir Akrafjalli og hlaða gijóthleðslu undir lista- verkið Grettistak sem stendur við dvalarheimilið Höfða á Akranesi. Sigurður verður jarðsunginn frá Innri-Hólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Kæri frændi, úr fjarlægð langar mig að minnast þín nokkrum orð- um. Kynni okkar urðu ekki sérlega langvinn, en þau vora góð. Þú varst sáttari við lífið og dauðann en flest- ir aðrir, sem ég hef kynnst. Þér var mikið í mun að allir væra sáttir og fjölskyldur kynntust. Hvað heimurinn væri betri staður, ef allfr gætu tileinkað sér það. Þú klæddir þig upp nú í sumar, fár- veikur, og fórst með okkur konu mína á sjó til þess að sýna mér aft- ur miðin. Nú var Hvalfjörðurinn orðinn fullur af fiski, sem hann var ekki fyrir hartnær þrjátíu árum, þegar þú sýndir okkur sömu mið. Þá komum við til ykkar bræðra og dvöldum í ógleymanlegu yfirlæti eina helgi. Nú mun ég þekkja mið- in, frændi. Mikið bragðast þorskur- inn vel! Jafngóður fiskur er vand- fundinn jafnvel hér í matarkistu Evrópu, í Suður-Frakklandi. Lífsstarf manna er misjafnt og flest okkar rembast við að græða og koma okkur einhverju upp. Ég veit að þú varst landsfrægur línu- maður og liprari nokkram ketti í að gera við eða byggja það, sem ekki þótti nokkram mönnum vogandi. Þær munu ófáar krónurnar sem þú hefur sparað rafveitum þessa lands með ódýram og fljótum viðgerðum. Það er eitthvað sem aðrir kannski skrifa um, en réttin við Reyni og veggurinn, sem þú hlóðst með höndum tveim til þess að verja gamla naustið við Gerði er óbrot- gjarnari minnisvarði, en flestir menn reisa sér á einni ævi. Ég á erfitt með að lýsa undrun okkar Eggerts, æskufélaga míns, en báðir höfum við starfað að byggingum allt okkar líf, þegar við komum til þín í heimsókn, snemm- sumars og sáum þennan Kínamúr á ströndinni í fjöruborðinu. Vel yfu’ metri á þykkt og allt að fjórir metrar á hæð og sennilega um hundrað metrar á lengd. Hvergi var feyru að sjá allt grjótið, sumir steinar sjálfsagt allt að tonn á þyngd, féllu sem þeir hefðu alltaf átt þar heima. Við sem vanir erum úr okkar atvinnuvegi undruðumst hvaða Caterpillara þú hefðir nýtt þér við slík reginverk, sem mér í raun fannst jafnast á við ýmislegt af því stórfenglegasta sem maður- inn hefur framkvæmt í byggingum og ég hef séð það flest. Við spurð- um hvað þú hefðir haft mikinn mannafla til verksins og hvernig þetta hefði verið reiknað út. Þú svaraðir af fullkomnu látleysi að þetta væri nú bara gert af þér með hjálp járnkarls! Þú hefðir sjálfur reiknað út hve stór og umfangs- mikill hann þyrfti að vera til þess að varna gegn sjóganginum. í þessu sambandi skiptir ekki máli hvers handverk er metið á íslandi, en það mun tala sínu máli í fram- tíðinni, þegar það er svona vel gert. Ég var að skoða hleðsluverk frá tímum Rómverja og Fönekíu- manna hér í Narbonne í dag. Það er líka frábærlega gert og ekkert hef ég séð á Islandi sem kemst í samjöfnuð við þessi 2000 ára hand- verk, nema vegginn þinn, Sigurður, í naustinu. Það sama gildir um réttina við Reyni þar sem Bólu-Hjálmar einu sinni bjó í koti, en nú er myndar- jörð og þú endurreistir þá rétt á vegum hreppsins, sem ónýt var orðin fyrir áratugum svo að nú er þar rétt sem sannkallaður sómi er að, til að rétta kindur og annan þann búfénað, sem þarf fyrir sveit- ina. Kúasmali, sennilega sonui’ bóndans, sagði mér að þú hefðir gert þetta á einu sumri og haft þér til aðstoðar tvo sumarstráka auk járnkarls. (Fyrir þá sem ekki vita er járnkarl járnstöng odduð í end- ann og er notuð sem lóðarafl við að flytja steina og koma á réttan stað. - Eitt frumstæðasta verkfæri mannsins, en um leið það árangurs- ríkasta ef menn kunna með það að fara.) Það skiptir ekki heldur máli tím- inn, í kynnum manna, enda þótt við höfum nokkrum sinnum hist í gegn- um lífið í gestaboðum eða heim- sóknum og ræðst saman tvisvar í hartnær sólarhring í hvort skipti með nær þrátíu ára hléi þá gafst þú mér mikið og ég á þér mikið að þakka. Mig langar að þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast manni með fulla sjálfsreisn, sem elskaði alla í kringum sig eða að minnsta kosti næstum alla. Þeir fáu sem ekki komust í þann hóp vora þó langt frá því hataðir. Samband ykkar Guðmundar var eins og ég kynntist því, vammlaust, og systir ykkar María, Skúli maður hennai’ og hennar börn, sem þín eigin. Ég ræddi lengi við Jón Böðvar- son frænda okkar í sumar um þetta svæði og örnefni, sem væra að týn- ast. Það þurfum við eftirlifandi frændur þínir að ráða bót á, en við þurfum líka að finna upp verðugt örnefni á garðinn mikla fyiT en síð- ar. Nafn sem hæfir svo miklu og vönduðu mannvirki. Gerði var höll sumarlandsins í mínum huga, ungs drengs, sem var þar í sveit á æskuáram. Litla bæj- arhúsið svaraði ekki kröfum tímans og þið bræðurnir kusuð eðlilega að byggja ykkur nýtt og hagkvæmara. Ég veit að Guðmundur bróðir þinn heldur upp merki þínu í Gerði af myndarskap. Ég bið þér blessunar á nýjum vegum og nýjum miðum og tel mig nokkuð vissan um að gott fólk tek- ur á móti þér. Systkini þín og þeirra afkomendur bið ég Guð að styrkja í sorginni yfir góðum dreng. _ Ármann Öm Ármannsson. Mig langar að minnast frænda og góðs vinar míns, hans Sigga í Gerði, sem fór alltof fljótt frá okkur. Þó að hann hafi vitað um allnokkurt skeið að hverju stefndi fékk hann þó ekki staðfestingu lækna á þeim sjúk- dómi sem sigraði hann að lokum fyrr en fyrir rúmum 2 mánuðum. Siggi hefur skipað stóran sess í lífi mínu frá því ég man fyrst eftir mér sem lítil stelpa. Þá hafa hann og Gummi bróðir hans verið mínir uppáhaldsfrændur og alla tíð verið gott að sækja þá heim í sveitina. Siggi var alltaf mjög bai-ngóður og frændsystkini hans sóttust eftir því að vera hjá honum í sveitinni. Siggi var mikil náttúruunnandi og kenndi mér að meta það sem landið bauð upp á og var honum svo kært m.a. að fara í eggjatínslu í Akrafjallið, skoða í leiðinni gróður- inn og læra að þekkja hinar ýmsu jurtir og fugla. Nokkrum sinnum fékk ég að fara með honum út á sjó frá Gerði og reyna fyrir mér á handfæram með misgóðum árangri þó. Hann var einstakur að umgang- ast dýr sem skipuðu stóran sess í lífi hans. Það var mér dýrmæt reynsla að fá að vera með Sigga á vorin í sauðburði og gátum við þá borið saman bækur okkar og skeggrætt um hvað væri líkt og ólíkt með fæðingu barna og lamba. Siggi hafði alla tíð haft gaman af að fara í „fjallið“ eins og hann kalb aði það að ganga á Akrafjallið. í sumar var hann orðinn það veikur að hann komst ekki í „fjallið" en hann hafði samt gaman af því að fylgjast með því þegar við Mæja systir hans, Skúli og Bryndís fóram upp á Háahnúk og nýttum við okk- ur þá tæknina og hringdum í hann þaðan og gat hann þá fylgst með okkur heiman að frá sér í kíki sin- um, hann hafði gaman af því að áróður hans fyrir göngu á Akra- fjallið hafði borið árangur. Því Siggi var alltaf að hvetja fólk sitt að fara í „fjallið" og helst að ganga beint upp frá Gerði. Það era svo margir sem eiga nú um sárt að binda. Gummi, sem var svo mikið inni í Gerði, Mæja, Skúli, Inga Bi-ynja og fjölskylda, Ása og fjölskylda, Beisó og Nonni og fjöl- skylda. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Nú kveðjum við þig, Siggi minn, á 65 ára afmælisdegi þínum. Takk fyrir allt. Megir þú hvíla í friði og minning um góðan dreng lifa. Kærar kveðjur frá Helgu, Böddu og Kalla. Þín Lilja. Elsku besti frændi, þá er komið að kveðjustund, ég sem hélt alltaf í vonina, eins og hann Siggi minn sem var skírður í höfuðið á þér. Hann var búinn að tala um í allt sumar að lækningin við ki-abba- meini væri á næsta leiti. Auðvitað fannst manni að maður eins og þú ætti að lifa til eilífðar, en þín er víst þarfnast meii-a annars staðar og við verðum að reyna að sætta okkur ^ við það. Ég á erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að geta ekki lengur hringt í þig þó ekki væri nema til að heyra í þér, hvað þá að koma til þín inn í Gerði og finna hinn mikla kærleik í kringum þig þar. I þínum augum voru allir jafnir sama hvort það vora menn eða dýr, ríkir eða fátækir. Og hvað þér fannst gaman að ganga aðeins fram af fólki, eins og þegar þú labbaðir til mannanna sem vora að vinna í Hvalfjarðargöngunum, með lamb- húshettuna, sem þú kallaðir lambið þitt, í gúmmískónum og svolítið - jólasveinslegur, mennirnir horfðu gapandi á þig. Minningamar era óteljandi margar og góðar alveg frá því er ég fæddist og þar til þinn síðasti dagur rann upp. Það var svo gott að vera í sveitinni hjá ykkur bræðram. Eitt sinn sagðir þú mér að þegar ég var lítil hafi ég verið eins og hugur þinn og er ég stolt af því. Alltaf hvattir þú mann áfram í dugnaði hvort sem það var að ganga á Akrafjall eða bara að sippa. Þú gast líka sagt manni að læra þetta og kunna hitt, því þú varst sá fróðasti og víð- lesnasti maður sem ég hef kynnst, enda sóttust margir spekingar eftir ( að heimsækja þig. Ég man svo vel þegar við systkinin spiluðum við þig Trivial Pursuit-spumingaspili- ið, þá vissir þú allar spumingarnar nema hvað þú vissir ekki eina, það var að vera á eyrnasneplunum, sennilega var það vegna þess að þér fannst íslenska brennivínið best allra drykkja. Við höfðum þau for- réttindi að geta komið í sveitina með krakkana og leyft þeim að kynnast lífinu þar. Þú varst svo natinn að sinna þeim, fara með þau út í fjárhús, til hestanna eða bara labba niður í fjöra. Lítil augnablik eru gullmolar að hugsa um. Tóm- leikinn við fráfall þitt er mikill en eftir sitja minningar um þig sem við jjeymum vel í hjörtum okkar. Eg trúi því að við hittumst aftur. Ingibjörg Brynja. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast og kveðja frænda okkar, Sigga í Gerði. Þegar við systurnar hugsum til baka munum við góðan, hjálpsaman og kátan frænda. Hann var sá sem allt gat og vildi öllum hjálpa. Ófá vora þau handtökin sem hann gerði fyrir okkar fjölskyldu. Aðeins eitt ' orð og Siggi var mættur með sinn geislandi hlátur og óendanlega kraft. Hann var sá sem gaf en vildi helst ekkert þiggja. Hin seinni ár fór ki-afturinn og heilsan dvínandi og ekki urðu heim- sóknir okkar að Gerði eins tíðar. Við viljum þakka Sigga frænda samfylgdina og allt í þessu lífi og biðja algóðan Guð að geyma hann. Fanney og Jóna Guðrún. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 4 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Innilegar þakkir til allra, sem auðsýnt hafa okkur samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför PÁLS HERMANNS HARÐARSONAR, Böðmóðsstöðum. Guð blessi ykkur öll. María Pálsdóttir, Hörður Guðmundsson, Elfar Harðarson, Snjólaug Óskarsdóttir, Hulda Karólína Harðardóttir, Jón Þormar Pálsson, Guðmundur Harðarson, Óskar Páll Elfarsson, Hulda Björg Elfarsdóttir. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.