Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ t f Khalifman tekur forystuna á ný SKÁK Las Vegas HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ f SKÁK 22.-29. ágúst ALEXANDER Khalifman náði aftur forystunni í fjórðu skák heimsmeistaraeinvígisins í skák gegn Vladimir Akopian. Akopian hafði jafnað metin í þriðju skákinni, en Khalifman hafði hvítt í fjórðu skákinni, náði betri stöðu og leiddi skákina til lykta í 61 leik. Einungis tvær skákir eru eftir í einvíginu. Stað- an er 2‘/2-iy2 Khalifman í vil, þannig að hann vantar einungis einn vinning í viðbót til að sigra. I þriðju skák einvfgisins kom upp Sikiieyjarvöm og í 9. leik kemur Khalifman með nýjan leik. Hann reynist ekki betur en svo, að Akopjan fær yfirburða- stöðu. Khalifman nær að komast í endataíl með peði minna og virðist nálægt því að halda sín- um hlut, en Akopian reynist vandanum vaxinn. Hvítt: Vladimir Akopian (2.646) Svart: Alexander Khalifman (2.628) Sikileyjarvöm [B51] l.e4 c5 2.Rf3 Rc6 3.Bb5 d6 4.0-0 Bd7 5.c3 Rf6 6.Hel a6 7.Ba4 c4 8.d4 cxd3 9.Bg5 Re5?! Nýr leik- ur. Áður hefur verið leikið 9...e6. 10.Rbd2 Bxa4 ll.Dxa4+ b5 12. Dd4 h6 Eftir þennan óyndis- lega leik er Ijóst að eitthvað hef- ur farið úrskeiðis hjá svörtum. Pað háir honum ekki bara að hann skuli vera langt á eftir í lið- skipan, heldur líka hversu litla möguleika hann á á að hrókfæra. 13. Bxf6 gxf6 14.a4! Hvítur und- irbýr að skipta upp á peðunum, en við það verður b5-peðið veikt. 14...Hb8 15.Rxe5 dxe5 16.Da7! Ha8 17.Db7 Dc8 18.Dd5 Hb8 19.axb5 axb5 20.Dxd3 Hvítur hefur nú náð peðinu til baka og heldur miklum stöðuyf- irburðum. 20...h5 Reynir að klóra í bakkann. Eftir 20...e6 á hvítur tvær góðar áætlanir 21.b4 (eða 21.Rfl með hugmyndinni að herja á kóngsvænginn, Df3 og Rg3-h5 fylgja í kjölfarið) 21...Be7 22.Ha7 er sterkt kemur í veg fyrir hrókun. 21.Rfl?! Ein- faldast virðist 21.Ha7. Að mínu áliti ætti svartur þá ekki langa lífdaga í vændum! 21...Dd7! 22.De2 Freistandi er 22.Dxd7+ Kxd7 23.Ha7+ Kc6 24.Heal, en svartur getur varist með 24...Hb7! 22...e6 Nú nær Khalifman loks að koma bisk- upnum út, en á kostnað peðs. 23.h4 Bc5 24.Rg3 Ke7 25.Hedl Dc6 26.Hd3 Fljótfæmi væri 26. Rxh5 vegna Hh6 og svartur fengi gagnfæri. 26...Hbd8 27. Hxd8 Hxd8 28.Rxh5 Hg8 29.Ha5 b4 30.Db5 Hc8 31.Rg3 bxc3 32.bxc3 Dxb5 33.Hxb5 Mjög athyglisvert endatafl er komið upp þar sem hvítur hefur tvo frelsingja, hvom á sínum vængnum, en á móti kemur að biskupinn er sterkari en riddar- inn í endataflinu. Khalifman verst hetjulega í framhaldinu og er næstum búinn að ná jafntefli. Fróðlegt er að fylgja skákinni til enda. 33...Ba3 34.Re2 Bc5 35.g4 Kd6 36.Kg2 Kc6 37.Hb2 f5 38.f3! Hh8 39.Kg3 Be7 40.h5 fxe4 41.fxe4 f5 42.KÍ3 fxg4+ 43.Kxg4 Hg8+ 44.Kh3 Hh8 45.Rg3 Bg5 46.Hh2 Kc5 47.Kg4 Bf4 48.Hh3 Kc4 49.Rfl Hf8 50.Rh2 Hg8+ 51.Kf3... 51... Bxh2 52.Hxh2 Kxc3 53.h6 Kd3 54.h7 Hf8+ 55.Kg3 Hh8 56.Hh4 Ke3 57.Kg2 Kd3 58.KÍ3 Kd4 59.Ke2 Kc5 60.Kd3 Hd8+ 61.Kc3 Hh8 62.Hh5 Kd6 63.Kb4 Hb8+ 64.Kc4 Hh8 65.Hhl Kc6 66.Hh2 Kd6 67.Kb4 Kc6 68.Kc4 Kd6 69.Ha2 Ke7 70.Kc5 Hc8+ 71.Kb6 Hh8 72.Hh2 Kd6 73.Hd2+ Ke7 74.Kc7 Kf6 75.Hh2 Kg5 76.Kd6 Kf6 77.Kd7 Kf7 78.Hh3 Kf6 79.Hhl Kf7 80.Hh4 Kf6 81.Hhl KÍ7 82.HÍ1 + Kg7 83.Ke7 Ha8 84.h8D+ 1-0 Skákmót á næstunni 31.8. SÞÍ. Landsliðsflokkur 31.8. SÞÍ. Kvennaflokkur 2.9. TR. Mánaðamót 6.9. Hellir. Atkvöld kl. 20 12.9. Hellir. Kvennamót kl. 13 13.9. Hellir. Þemamót kl. 20 Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson -/elinek Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 Vagnhöfða 17 ■ 112 Reykjavík 3 Sími: 587 2222 mm Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð J£m Tölvupústur: sala@h8llusteypa.is í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Toppþjónusta hjá Toyota ÉG varð fyrir því um dag- inn að bíllinn minn, Toyota Corolla, varð rafmagns- laus. Ég hringdi klukkan átta að morgni í Toyota- umboðið og bar mig frek- ar illa því ég vissi ekki ná- kvæmlega hvað hafði gerst. Hann Jóhann á verkstæðinu var ekkert að tvínóna við hlutina og sagðist ætla að koma, lána mér rafgeymi sem hann ætti, taka minn til baka og setja hann í hleðslu. Það leið ekki klukkutími þar til hann birtist með rafgeymi, skipti um og ég gat farið á minni Toyotu í vinnuna. Slæm þjónusta ÉG keypti mér rúm nýlega hjá Ragnari Björnssyni í Hafnarfirði. Fékk ég ekki rúmið afhent á réttum tíma og reyndist erfitt að fá uppgefið hvenær rúmið yrði afhent. Þurfti ég að hringja aftur til að reyna að fá nákvæma tímasetn- ingu en það reyndist erfitt að fá ákveðinn tíma upp- gefinn. Hékk ég heilan dag heima við að bíða eftir rúminu. Hringdi ég síðan og kvartaði en sá sem ég talaði við skellti á mig sím- anum. Hringdi ég þá aftur og sagðist ekki vilja eiga Daginn eftir fór ég að sækja geyminn minn úr hleðslu og þurfti ég að bíða svolítið þar sem skipta þurfti um öryggi og eitthvað fleira. Það var glampandi sól og steikj- andi hiti þennan dag og ég gat ekki hugsað mér að bíða inni. Ég var ekki búin að standa úti nema smá- stund þegar þeir færðu mér bæði stól og besta kaffi sem ég hef fengið lengi. Þetta kalla ég topp- þjónustu. Ágústa Emilsdóttir, Suðurmýri 8, Seltj. viðskipti við þá og var það í lagi þangað til ég bað um endurgreiðslu á því sem ég hafði borgað inná rúmið. Var mér þá sagt að koma og hirða rúmið. Þegar ég kom á staðinn var hellt yfir mig skömmum. Finnst mér þetta slæm þjónusta. Inga Dóra EUertsdóttir, Langagerði 3. Vantar upplýsingar um vísur AUGLÝST var eftir upp- lýsingum um vísur nýlega í Velvakanda og gaf sig fram maður í Kópavogi. Nú biður Ragnheiður þennan mann um að hafa samband við sig aftur í síma 564 4999. Tapað/fundið Lyklar í óskilum LYKLAR (bíl- og húslyk- ill) fundust á Menning- arnótt á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. Eigandi getur haft samband í síma 898 7172. Myndavél týndist í leigubíl NÝ SAMSUNG-myndavél týndist í leigubfl aðfara- nótt sunnudagsins sl. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 557 5481. Lyklakippa fannst á leið á Álftanes LYKLAKIPPA með þremur lyklum (Fiat bfllykill) fannst á göngu- stíg á leið út á Álftanes. Upplýsingar í síma 555 2980. Dúkka týndist DÚKKA týndist í síðustu viku í nágrenni Frakka- stígs. Þeir sem hafa séð dúkkuna vinsamlega hafið samband í síma 552 4868. Myndavél týndist MYNDAVÉL týndist í Þjóðleikhúskjallaranum 21. ágúst. Vélin er með áh'mdum miða með ís- lenska fánanum á. Skilvís finnandi hafi samband í síma 899 1806. Samsung-myndavél týndist SAMSUNG-myndavél týndist sl. sunnudag við Njálsborg á Njálsgötu. Þeir sem hafa séð vélina vinsamlega hafið samband í síma 562 0619. Dýrahald Kettlingar fást gefins ÞRÍR kettlingar fást gef- ins. Kassavanir. Upplýs- ingar í síma 5571265. Læða týndist frá Hraunbraut BRÚNBRÖNDÓTT læða týndist sl. laugardag frá Hraunbraut í Kópavogi. Hún er ómerkt. Þeir sem- hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 564 5616. Nala er týnd NALA sem er hvítur og grábröndóttur kettlingur týndist frá Snorrabraut 36 sl. mánudag. Hann er ómerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 552 1235. Kanínubúr éskast ÓSKA eftir kanínubúri (innibúri). Hafið samband við Sindra í síma 553 5516. SKÁK Umsjún Margeir Pétursson Staðan kom upp í undanúrslitum á FIDE-heimsmeistaramótinu í Las Vegas sem nú er að Ijúka. Tíminn hafði verið styttur til að knýja fram úrslit í þessu einvígi: Rússinn Khalifman (2.625) hafði hvítt og átti leik gegn Rúmenanum Nisipeanu (2.580) 20. Rce4!! - dxe4 21. Rxe4 - Dc7 22. Rg5! - Bxb2 23. Dxe6+ - Kh8 24. Rf7+ - Dxf7 25. Dxf7 - Rd6 26. Dfl - b4 27. Ddl - Bxal 28. Dxal - He8 29. Bxc6 og þar sem svartur hefur ófullnægjandi bætur fyrir drottninguna vann Khalifman örugglega. Rúmeninn féll þar með út úr keppni. HVÍTUR leikur og vinnur. Víkveiji skrifar... VIKVERJA líst vel á þá hug- mynd að koma upp golfæfínga- svæði á fyrirhuguðum byggingar- reit Landssímahússins í Laugardal. Hugmynd þessi var kynnt í Morg- unblaðinu síðastliðinn miðvikudag, en samkvæmt henni yrði byggt þarna sérstakt æfíngasvæði með „æfingastöðvum" fyrir kylfínga og haft eftir framkvæmdastjóra Golf- sambands Islands að slík æfinga- svæði hefðu þann kost að taka lítið pláss, rúma marga en vera jafn- framt mjög fullkomin. Sjálfur hefur Víkverji ekki stund- að golfíþróttina fram tO þessa, en er eins og margir aðrir „alltaf á leið- inni“ í golfið. Golfið er íþrótt sem allir geta stundað sér til ánægju og heOsubótar, jafnt ungir sem aldnir. Víkverji sér í hOlingum þá stund þegar hann kemst á eftirlaun og getur helgað sig golfinu. Víkverji fór nú í vor á námskeið í golfíþrótt- inni og er sannfærður eftir þá reynslu að þessi íþrótt á vel við hann og hjálpast þar allt að: Holl útivera, mátuleg hreyfing og hæfi- leg keppni, þar sem menn eru í rauninni fyrst og fremst í keppni við sjálfan sig, það er að slá betur í dag en í gær. Víkverji hefur þó ekki gef- ið sér tíma tO að fylgja námskeiðinu eftir og einhverra hluta vegna hefur það reynst þrautin þyngri að „drífa sig af stað“. Það kynni þó að breyt- ast með aðstöðu eins og þeirri sem hugmyndin um æfingaaðstöðu í Laugardal gerir ráð fyrir. Framkvæmdastjóri Golfsam- bandsins segir í áðumefndu viðtali í Morgunblaðinu að æfingaaðstöðu kylfinga hérlendis sé verulega ábótavant. „Við látum okkur detta í hug að á umræddu svæði gæti hvort tveggja rúmast æfíngaaðstaða, til dæmis að sænskri fyrirmynd, og innihöll í tengslum við hana. Það mætti tO dæmis ræða slíka æfinga- aðstöðu í samhengi við fjölnota hús hér í Laugardalnum." Þetta er eins og talað út úr hjarta Víkverja og vonandi verður þessari snjöllu hugmynd hrint í fram- kvæmd sem allra fyrst. xxx EPPNISTÍMABILINU í knattspymu fer nú senn að ljúka hér á landi og ljóst að keppnin um Islandsmeistaratitilinn verður æsispennandi. Líklegustu keppi- nautamir, Vestmannaeyingar og KR-ingar, leiða saman hesta sína á KR-vellinum á morgun, sunnudag, og þar gætu úrslit ráðist þótt erfitt sé um slíkt að spá þar sem þrjár umferðir verða eftir af mótinu að loknum þeim leik. Menn skulu held- ur ekki útOoka Akurnesinga í þess- um slag, en þeir hafa verið á mikOli siglingu að undanfömu og em að- eins örfáum stigum á eftir topplið- unum. Víkverji vOl nota tækifærið og lýsa yfir stuðningi við KSÍ varðandi þá breytingu á niðurröðun leikja, að setja bikarúrslitaleikinn á eftir að Islandsmótinu lýkur. Bikarúrslita- leikurinn er stærsti knattspymuvið- burður sumarsins og fer vel á því að ljúka keppnistímabilinu með hon- um. I ár er það sérstakt tOhlökkunar- efni að til úrslita leika gömlu erkifj- endurnir Akranes og KR. Fer vel á því í þessum síðasta bikarúrslitaleik aldarinnar, (ef við miðum aldamótin við fæðingu Krists, en ekki daginn sem hann varð eins árs), að þessi stórveldi íslenskrar knattspyrnu leiði saman hesta sína. Liðin hafa ekki leikið tO úrslita í bikarkeppn- inni siðan á sjöunda áratugnum og vekur þessi leikur því upp ákveðna fortíðarþrá í brjósti Víkverja. I þá daga var aldrei talað um IA og sjaldan um Skagamenn. Liðið var bara kennt við heimabæinn og kall- að Akranes og í lýsingum sínum tal- aði Sigurður Sigurðsson jafnan um Akumesinga. Víkverji gerir það að tdlögu sinni, í tilefni af „leik aldar- innar“ á Laugardalsvelli þann 26. september nk., að á markatöílunni standi eins og á Melavelli forðum: Akranes - KR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.