Morgunblaðið - 28.08.1999, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 28.08.1999, Qupperneq 66
66 LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ' ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 SALA OG ENDURNÝJUN ÁSKRIFTARKORTA HEFST FÖSTUDAGINN 3. SEPTEMBER S.O.S. Kabarett ! leikstjórn Sigga Sigurjónss. fös. 3/9 kl. 20.30 örfá sæti iaus lau. 11/9 kl. 20.30 örfá sæti laus fös. 17/9 kl. 20.30 HATTUR OG FATTUR BYRJA AFTUR EFTIR SUMARFRÍ sunnudag 12. sept. kl. 14.00. Á þín fjölskylda eftír að sjá Hattog Fatt? Miðasala í s. 552 3000. Opiö virka daga kl. 10 — 18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir allan sólarhringinn. fii aia vMca daga frá U. 11-18 og fra hL 12-18 un h SALAIÐNÓ-KORTA ER HAFIN! )rlQPfioa HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00 miö 1/9 örfá sæti laus fim 2/9 örfá sæti laus fös 3/9, mið 8/9, fim 9/9, fös 10/9 ÞJONN / s ú p u n n i Fim 9/9 kl. 20.00 TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afsláttur af mat fyrir lákhúsgesti í lönó. Borðapantanir í srna 562 9700. Æointýrið um dstina barnaleikrit eftir ÞorOatd Þorsteinsson Frumsýning sunnudag 28/8 UPPSELT Miðapantanir í símum 551 9055 og 551 9030. T1IIH ISLENSKA OPERAN __iiin aaiilstjJj-i,.) Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Lau 28/8 kl. 20 UPPSELT Fim 2/9 kl. 20 UPPSELT Lau 4/9 kl. 20 UPPSELT Fös 10/9 kl. 20 örfá sæti laus Lau 11/9 kl. 20 UPPSELT Ósóttar pantanir seldar daglega Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 10 Miðasala opin frá ki. 13—19alla daga nema sunnudaga www.landsbanki.is Tilboð til Vörðufélaga Landsbankans Varðan Vörðufélögum býöst nú ferö meö Samvinnuferðum Landsýn til para- dísareyjunnar Aruba í Karíbahafinu á verði sem er engu líkt. ★ Vikuferö (22.— 28. nóvember) með flugi og gistingu í sex nætur fyrir aðeins 73.900 kr. á mann. . ★ Aruba tilheyrir hollensku Antilla- eyjum og er ein af syðstu eyjum Karíbahafsins. Vörðufélagar geta valiö milli tveggja fjögurra stjörnu hótela: Sonesta Resorts í hjarta höfuöstaðarins Orjanstad eða Wyndham Resorts við eina bestu strönd eyjarinnar. Innifalið er flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, fararstjórn og íslenskir flugvallaskattar. Ekki er innifaliö erlent brottfarargjald $20 og I forfallagjald, kr. 1.800. L Landsbankinn | Opið frá 9 til 19 Formula 1,2,3 & 4! Ég get sagt þér ótrúlegar sögur 56-1 -HERB FÓLK í FRÉTTUM Þagnarlygin í frjálsum heimi ÁRÓÐUR er í aðalatriðum tvenns konar. Annars vegar er reynt að endurtaka sama hlutinn nógu oft uns fólk fer að trúa honum. Þessi var aðferð áróðursmálaráðherra nasista, dr. Göbbels, og þótti takast vel á sínum tíma. Hin að- ferðin er að þegja um allt sem miður fer og láta eins og það hafi aldrei gerst eða sé ekki til. Það er þagnariygin, sem kommúnistar hafa beitt megin- hlutann úr þeirri öld sem er að líða. Áróðursgildi þagnarlyginnar, sem gildir jafnt í frjálsum heimi og í heimalöndum kommúnista, hefur verið að birtast okkur í tveimur þáttaröðum í sjónvarpi að undanfornu, Kalda stríðinu og Gúlaginu. Verður þó að segja eins og er, að þættirnir um Kalda stríðið hafa verið unnir með hang- andi hendi hvað þýðir að upplýsa um atgang ofbeldismanna og morðingja, sem fengu að ganga lausir um austanverða Evrópu hefltina úr öldinni, án þess nokkr- ir fengjust til að benda á þennan lýð og segja tæpitungulaust hvers eðlis hann var. Nægir að benda á þann sið í fréttum hér, að nefna voðaverk hryðjuverkamanna, sem yfirleitt eru vinstrimenn og voru m.a. skólaðir í Búlgaríu, aldrei sínu rétta nafni, sem er morð. Hitt er aftur á móti aldrei dulið, þegar hægrimenn svipta fólk lífi. Þá er það athæfi nefnt morð. Þetta sýnir m.a. þroska frétta- stofnana í Vestur-Evrópu, sem hvað mest hefur orðið fyrir ófögn- uði hryðjuverkamanna. Líklega hefur þetta aldrei kom- ið betur í ljós, hvað fréttastofnan- ir hér á landi hafa verið hallar undir ágangsstefnu Sovétríkj- anna, en við sýningu á síðasta þætti Kaldastríðsins sl. mánudag um fall Berlínarmúrsins. Þá kom í ljós, að Austur-Þjóðverjar mættu sjö hundruð þúsund talsins austan Berlínarmúrsins og heimtuðu að fá að fara frjálsir ferða sinna vest- ur yfir. Áður en til þessa kom höfðu skærur staðið í Austur- Þýskalandi langtímum saman án þess að þess væri sérstaklega get- ið t.d. í íslenskum fjölmiðlum, að Austur-Þýskaland væri í upp- námi. Þá var líka orðið Ijóst, að sovésk stjórnvöld ætluðu sér ekki að beita sömu aðferð við Þjóð- verja og þeir höfðu beitt í Ung- verjalandi og síðar í Tékkóslóvak- íu. Þetta fundu Þjóðverjar og köll- uðu því Gorbi, Gorbi í staðinn fyrir kommúnistaslagorð, eins og stjórnvöld þeirra höfðu fyrirskip- að. Það lítur því út fyrir að blauðir fréttamenn hafi litið svo á að hlífa skyldi íslending- um við fréttum af hruni kommún- ismans, enda menn aldir upp við það í skólakerfinu að þeir væru út- valdir synir. Til viðbótar því, að upp hefur komist að fréttastofnan- h' hafa þagað eins og þær hafa get- að, kom svo þriggja þátta röð um Gúlagið, einhverjar svívirðilegustu upplýsingar, sem menn hafa séð. Um þögnina um þær verða frétta- menn ekki sakaðir. Þar réð þagn- arlygin. Hún er af sömu rót og sú þagnarlygi, sem vinstrimenn á ís- landi hafa fengið í arf og beita nú við daglega iðju sína. Síðastliðinn sunnudag sýndi Stöð 2 kvikmyndina MacArthur, sem byggðist á sögu herforingj- ans í Kyrrahafsstríðinu í seinni heimsstyrjöldinni. Þetta voru sögulegir tímar og herforinginn hinn skrautlegasti í orðum og at- höfnum. Eins og kunnugt er varð MacArthur að hörfa frá Filipps- eyjum til Ástralíu fljótlega eftir að Japanir höfðu náð til sín lönd- um á meginlandi Asíu og sagði þá fræga setningu: „I shall return." Þessi orð hins hjartaprúða herfor- ingja voru á augabragði birt yfir þverar forsíður blaða í löndum bandamanna. Seinna fannst ráða- mönnum í Washington DC þetta heldur mikið oflæti og fengu setn- ingunni breytt í þá veru, að í stað- inn kom „We shall return“, þótt MacArthur fyndist það óþarfi. MacArthur var lýst sem sjálf- hverfum manni með mikið sjálfsá- lit. Hann hafði að vísu sínar skýr- ingar, þegar honum gekk illa að hlýða pólitískum yfirboðurum. Á endanum gekk hann svo langt í Kóreustríðinu, að Truman Banda- n'kjaforseti rak hann. Seinna sagði hann í ræðu í West Point, að gamlir hermenn dæju aldrei, þeir létu sig bara hverfa. Hvað um það, þá eignuðust Bandaríkja- menn mikilsverðan herforingja í MacArthur. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARP A LAUGARDEGI Hvað komast margir fyrir í einum Austin Mini? HEIMSMET var sett í New York í síðustu viku þegar 25 manns voru samtímis inni í bið- reið af gerðinni Austin Mini. Hjón- in Lewis og Lisa Glover troða sér hér síðust inn í bíl- inn og þar með var gamla heimsmetið frá 1967 slegið. f íh(cBturgaíinn *| Smiðjuvegi 14, ‘Kópavofii, sími 587 6080 ■■m Dans- og skemmtistaður i t. f kvöld leika Hilmar Sverrisson og ■ i Anna Vilhjálms m • Opið frá kl. 22—3 Næturgalinn — alltaf lifandi tónlist MYNDBÖND Gyðingar í New York Verðmætari en rúbín (Príce Above Rubies) llrama ★★★ Handrit og leikstjórn: Boas Yakin. Aðalhlutverk: Renée Zellweger, Christopher Eccleston og Julianna Marguiles. 116 mín. Bandarísk. Há- skólabíd, ágúst 1999. Öllum leyfð. SAMFÉLAG strangtrúaðra Gyð- inga í New York-borg er efniviður þessarar sérstöku og athyglisverðu myndar. Hún er vönduð, vel leikin og það sem meíra er, skemmtileg. Heimur frásagnar- innar er framandi og flestum sjálfsagt alveg ókunnur, nema ef vera skyldi í gegnum skrif Isaacs Bashevis Singer, enda minnir sagan nokkuð á sum verka hans. Ævintýraleg dulúð einkennir sögusviðið og blandast saman við strangar kennisetningar ritningarinnar sem stangast á við og bæla mannlegar kenndir á borð við kynhvöt og tilfinningalíf. Einkenni- legt tímaleysi umvefur frásögnina, sem eiginlega gæti átt sér stað hvar og hvenær sem er. Leikarahópurinn er frábær og skilar áhrifamiklum og eftirminnilegum persónum sem sönn ánægja er að fylgjast með. Hæglát frásagnargleði endurspeglast í sviðs- mynd, útliti og tónlist svo úr verður óvenju vel heppnaður rammi í sam- ræmi við skemmtilegt innihald. Guðmundur Ásgeirsson Þreytandi tímaþjófur Tímaþjófurinn (Voleur de Vie)___ Drama ★★ Framleiðsla: Bernard Marescot. Handrit og leikstjdrn: Yves Angelo. Kvikmyndataka: Pierre Lhomme. Að- alhlutverk: Emmanuelle Béart og Sandrine Bonnairc. 90 mín. Frönsk. Háskdlabíé, ágúst 1999. Öllum leyfð. ÞAÐ þótti áhugaverð frétt þegar hópur franskra kvikmyndagerðar- manna hófst handa við að kvikmynda íslensku skáldsög- una „Tímaþjófinn" eftir Steinunni Sig- urðardóttur, enda ein besta skáldsaga sem komið hefur út hér á landi síðustu áratugi. Kvikmynd- in er þó því miður öllu síðri. Margt er mjög vel gert og Iausnir við færsluna af pappír á filmu sumar hrein snilld, sérstaklega í myndmáli og sviðsetningum. Leikur er í fínu lagi og það kitlar þjóðernis- kenndina að heyra öll þessi íslensku nöfn í útlenskri mynd. En sagan sekkur á köflum niður í þunglama- lega ljóðrænu sem virkar alltof til- gerðarleg. Kaldranaleg gamansemi skáldsögu Steinunnar er nánast horfin og frásögnin virðist tekin of alvarlega. Mikill áherslumunur er á persónusköpun þar sem þungamiðj- an færist frá Oldu, sem er sögumað- ur skáldsögunnar og miðpunktur, en nánast eins og óskýr hliðarpersóna í myndinni. Þegar öllu er á botninn hvolft er þessi ljóðræna og oft fal- lega mynd einfaldlega ekki nógu skemmtileg. Guðmundur Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.