Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 28.08.1999, Blaðsíða 76
flfargtiidblftfeifr 1 tími í mat, 2x20 mínútur í kaffí og 2 tímar í bið á dag? Það er dýrt aö láta starfsfólkið biða! Tölvukerfi sem vírkar MORGUNBLAÐW, KSINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆm 1 LAUGARDAGUR 28. AGUST 1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Álstyrkur í Elliða- ánum við hættumörk ÁLSTYRKUR í Elliðaánum fer upp í hættumörk fyrir seiði ferskvatnsfiska í júní og júlí, að sögn Sigurðar Reynis Gíslasonar, prófessors við Raunvísindadeild Háskóla íslands. ,^Álíð leysist líklega úr gruggi.á botni Elliðavatns, eða jafnvel úr gömlu mýrunum, sem var fleytt á þegar stíflan var byggð," sagði Sig- urður Reynir. „Þegar þörungarnir eru á fullu að tillífa í júní og júlí, hækkar ph- gildi vatnsins það mikið að ál fer að losna og álstyrkurinn fer upp í ifcættumörk fyrir seiði ferskvatns- fiska. Mengun sem þessi hefur ver- ið stærsti skaðvaldurinn í lax- veiðiám Norður-Ameríku og Skandinavíu, en þar gerist þetta þannig að súrt regn berst á berg sem er viðkvæmt fyrir sýringu og þannig leysist ál úr berginu og í ár og drepur fisk." Þrjú léleg veiðiár Að sögn Sigurðar Reynis eru til margar rannsóknir á eituráhrifum áls við lágt ph-gildi. Hér á landi gerist þetta hinsvegar við hátt ph- gildi og er það mjög sjaldgæft í náttúrunni og því eru ekki til marg- ar rannsóknir á eituráhrifum áls á fisk við þetta háa ph-gildi. Laxveiði í Elliðaánum hefur verið léleg sl. tvö ár og eru horfur á að veiðin í ár verði einnig léleg. Veiði í ánum hefur verið skráð mestalla þessa öld og hefur það ekki áður gerst að þrjú léleg veiði- ár komi í röð. Von er á ítarlegri skýrslu um lífríki Elliðaáa, en borgaryfirvöld munu á grundvelli hennar taka ákvörðun um aðgerð- ir til að styrkja fiskgengd og líf- ríki ánna. Kvikmynda- hátíðin hafin KVIKMYNDAHÁTÉD í Reykja- vík var formlega sett í Háskóla- bíói í gærkvöldi af Birni Bjarnasyni menntamálaráð- herra. Heiðursgestur hátíðar- innar er serbneski kvikmynda- leikstjórinn Emir Kusturica og er kvikmynd hans „Svartur köttur, hvítur köttur" jafnframt opnunarmynd hátíðarinnar. Kusturica hitti íslenska kvik- myndagerðarmenn við opnun- ina í gær og fór vel á með hon- um og einuni þekktasta kvik- myndaleikstjóra Islands á er- lendri grund, Friðriki Þór Frið- rikssyni, þegar þeir hittust í gær. Kítín ehf. 40% hlutur seldur á 85 milljónir SR-MJÖL hefur selt allan hlut sinn, 40%, í fyrirtækinu Kítin ehf. á Siglu- firði fyrir 85 milljónir króna. Kítín ehf. framleiðir efnið kótósan, sem unnið er úr rækjuskel og meðal ann- ars notað í matvæla- og snyrtivöru- iðnaði. Þórður Jónsson, fram- kvæmdastjóri SR-mjöls, segir ástæðu sölunnar einkum vera erfið- an rekstur í bræðslugeiranum. Kaupendur bréfanna eru Þormóð- ur rammi-Sæberg hf., sem nú á 73,91% hlut í fyrirtækinu, og Genís ehf., sem á 26,09%. Þórður segir að gott verð hafi fengist fyrir bréfin. Gagnaflutningar Landssímans Lækkun gjaldskrár framundan ^•¦STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra tilkynnti í gær um lækkun á gjaldskrá Landssímans hvað varð- ar gagnaflutninga. Stefnt er að því að lækkunin eigi sér stað í næsta mánuði og í síðasta lagi fyrir 1. októ- ber. Sagðist hann ekki geta tilgreint um hversu mikla lækkun væri að ræða en fullyrti að hún yrði „veru- leg". Tilkynningin kom í kjölfar ávarps samgöngumálaráðherra á opnunar- hátíð íslenskrar miðlunar sem fram fór, að yiðstöddum forseta íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, á Þingeyri, Suðureyri og í höfuðstöðv- um fyrirtækisins að Krókhálsi 5a í Reykjavík þar sem ráðherra var ^M^|taddur. k Samgöngumálaráðherra kvaðst hafa rætt við forsvarsmenn Lands- símans og Póst- og fjarskiptastofn- unar um hvernig hægt væri að koma til móts við fyrirtæki, svo sem ís- lenska miðlun, sem hefðu áhyggjur af háum kostnaði, svo og notendur út um landið. „Nú hefur það verið upp- lýst af hálfu Landssímans í viðræð- um við mig að það muni verða gerð breyting á gjaldskránni. Það er auð- vitað gert vegna þess að gagnaflutn- ingarnir eru að stóraukast. Ég get staðfest að það verður veruleg lækkun á kostnaði við gagnaflutninga, svo mikil lækkun að ég tel að það geti ef til vill skipt sköpum um framtíð þessarar þjón- •^¦tistu," sagði samgöngumálaráðherra. I Þáttaskil/6 ? ?? SH afskrifar tap í Rússlandi SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna afskrifaði 362 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins vegna fjárfestinga í Rússlandi. Um er að ræða varúðarafskriftir af hálfu fyr- —•MÍrtækisins vegna mikillar áhættu í rússnesku efnahags- og stjórn- málaumhverfi. Tapið vegna þessara fjárfestinga verður eitthvað að sögn Gunnars Svavarssonar en óljóst hve mikið og því hafi þessi leið verið far- in. Tap á rekstri SH fyrstu sex mán- uði ársins nam 153,7 milljónum króna. ¦ Hagnaður af/22 Morgunblaðið/Þorkell Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi á Egilstöðum Eindreginn stuðningur við virkjun og stóriðju SMÁRI Geirsson, formaður Samtaka sveitarfé- laga á Austurlandi, sagði í setningarávarpi sínu á aðalfundi samtakanna sem lauk í gær, að engin áhersla væri lögð byggðaþáttinn í umræðu um virkjun fallvatna á Áusturlandi eða íbúaþróun í landshlutanum. Á fundinum var afgreidd ályktun þar sem lýst er yfir afgerandi stuðningi við Fljótsdalsvirkjun og var hún samþykkt með 42 atkvæðum gegn tveimur. Smári sagði eftir fund- inn í gær að þessi niðurstaða væri mjög afger- andi og sýndi mikla samstöðu. I ályktuninni kemur meðal annars fram að ekkert virkjunarsvæði hafi verið rannsakað jafn- mikið og virkjunarsvæði Fljótsdalsvirkjunar, og að allar úttektir sýni að tilkoma orkufreks iðju- vers muni hafa jákvæð áhrif á íbúa- og efnahags- þróun á Austurlandi. Smári sagði að svo virtist sem almenningur gengi út frá því að á Austurlandi væru einvörð- ungu hreindýr, gæsir og háfjallagróður. „Ég á fyrst og fremst við það að í allri umræðunni um umhverfismat virðist sem menn leggi enga áherslu á það að ræða byggðaþáttinn í þessu máli," segir Smári. Uuilj'öllun fjölmiðla gagnrýnd Hann segir að sömuleiðis hafi ekki verið rætt um íbúaþróunina á Austurlandi, hvernig hún hafi verið og hvernig stóriðja í þessum lands- hluta geti breytt henni. „Ekki hefur heldur ver- ið rætt um hvaða máli þetta geti skipt fyrir austfirskt atvinnulíf. Það eru margir fjölmiðlar sem gefa þessum þáttum engan gaum en fjalla þeim mun meira um gæsir og hreindýr," segir Smári. Smári kveðst hafa komið að þessu máli á aðal- fundinum því fulltrúar á fundinum hafi fylgst með umræðunni um þetta mál í forundran. Aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi lauk í gær. Þrjú mál voru helst til umfjöllunar, þ.e. ferðaþjónusta á Austurlandi, tekjustofnar sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga í ljósi breyttrar kjördæmaskipunar. ¦ Virkjunarframkvæmdir/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.