Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jarðskjálftahrina um 200 kílómetra norður af Grímsey Stærstu skjálftar um 4,5 á Richter JARÐSKJÁLFTAHRINA hófst á Atlantshafshryggnum langt norður af Norðurlandi, eða um 100 km norður af Kolbeinsey, upp úr klukk- an sjö í gærmorgun. Hrinan fór mjög vaxandi laust fyrir klukkan níu og voru stærstu skjálftar í hrin- unni um 4,5 á Richter-kvarða, en upp úr hádegi dró jafnt og þétt úr skjálftavirkni. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings eru slíkar skjálftahrinur ekki óvenjulegar á þessum slóðum. Ragnar segir viðbúið að fá skjálfta sem þessa á hryggnum öðru hvoru. „Þetta tengist gliðnuninni í hryggn- um og kvikuinnskotum í sprungu- beltinu, sem skilur plötumar að, á nokkurra kílómetra dýpi. Kvikan þrengir sér aðeins þama upp um leið og landið færist í sundur. Slíkt getur leitt til gosa neðansjávar, en við get- um ekki fullyrt að eitthvað hafi kom- ið upp á yfírborðið og engar fréttir hafa borist um slíkt. Það bendir til að ekki hafi orðið meiriháttar gos, þó svo að ekki sé óhugsandi að einhver kvika hafi borist upp á sjávarbotn- inn,“ segir Ragnar. Hann segir að hafi engin kvika borist upp á sjávarbotninn gæti engra áhrifa á hitastigið í sjónum. Mögulegt sé þó að jarðhitavirkni aukist á þessum slóðum og það leiði síðan til þess að hitastig sjávar hækki lítillega. „Þetta eru það stór- ir skjálftar að við nemum þá á mæl- unum norðanlands, skýrast í Gríms- ey þar sem næsta jarðskjálftastöð stendur, en einnig sunnanlands. Þessi virkni er hins vegar það langt frá landi að útilokað er að fólk verði vart við skjálftana," segir Ragnar. Sameiginleg þensla á stóru svæði? Hann segir að brotahreyfingar á Atlantshafshryggnum geti borist eftir honum hægt og bítandi. Fyrir tveimur mánuðum hafi orðið vart við hrinu einum tvö hundruð kíló- metram norðar og ekki sé útilokað að tengsl séu þama á milli, en erfitt sé hins vegar að staðfesta slíkt. „Hvort þessar hrinur berast síð- an áfram í suður er ekki hægt að segja til um eins og er, en við útilok- um ekki að í gangi sé sameiginleg þensla á stóra svæði. I þessu er hins vegar engin regla, þannig að við getum ekki sagt fyrir um hvað ger- ist næst,“ segir hann. Morgunblaðið/Björn Björnsson Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir hestar verið saman komnir á einum stað á íslandi eins og í hópreiðinni í Skagafirði um helgina. Skortur á bréfberum á höfuðborgarsvæðinu Veldur töfum á póstdreifíngu TF-LÍF í sjúkraflugi Þoka haml- aði björgun ÞYRLA Landhelgisgæslunn- ar, TF-LÍF, lagði af stað í gærdag að sækja spænskan sjómann í togara sem var á veiðum um 230 mílur suður af Kötlutanga. Þyrlan þurfti að snúa aftur til Reykjavíkur án mannsins, sem talið er að sé með heilahimnubólgu, þar sem ekki var hægt að hífa hann upp í þyrluna vegna slæms skyggnis, en mikil þoka var á miðunum. Það tók þyrluna um fjóra klukkutíma að fljúga fram og til baka, en bresk Nimrod- þota aðstoðaði hana við að finna togarann. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgis- gæslunni er skipið á leið til Reykjavíkur með manninn, en í gærkvöldi þótti ótækt að senda þyrluna aftur af stað vegna þoku og myrkurs. Því var ekki búist við að hún yrði send til að ná í manninn fyrr en í morgunsárið, en það átti að ráðast af veðri. Hópreið hestamanna í Skagafirði FJÖLDI hestamanna úr Skaga- firði og nágrannabyggðum kom saman norðan Vindheimamela um helgina og reið undir blakt- andi fánum inn á mótssvæðið, en þetta ku hafa verið ein fjölmenn- asta hópreið síðari ára og gengu sumir svo langt að segja hana hafa verið þá fjölmennustu frá tímum Sturlunga. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra var á meðal reiðmanna og í setningarræðu sinni boðaði hann verulegt átak í að efla og kynna fslenska hestinn og allt það sem honum tengist. I ræðu ráðherra kom m.a. fram að verið væri að vinna að fimm ára verkefni um að koma á fót sérstakri miðstöð íslenska hestsins með aðsetur í Skaga- firði. Hann sagði að áætlað væri að veita um 50 milljónir króna í verkefnið árlega. Þá sagði ráð- herra að í bígerð væri að setja upp heimasiðu og gagnabanka á Netinu með upplýsingum um ís- lenska hestinn. MIKINN fjölda bréfbera vantar um þessar mundir til starfa hjá ís- landspósti á höfuðborgarsvæðinu og hefur það valdið því að póst- dreifing hefur tafist í einhverjum tilvikum. Mestir erfiðleikar hafa verið á svæði 101. Að sögn Óskars Arnar Jónssonar framleiðslustjóra er ástæða þess tvíþætt. Annars vegar árlegt tímabundið ástand sem varir í 2-3 vikur þegar skóla- fólk, sem ráðið er í vinnu yfir sum- artímann, lætur af störfum. Hins vegar breytingai- sem eiga sér stað á starfsemi póstsins og stafa meðal annars af verulega aukinni dreif- ingu auglýsingabæklinga. Fimmtán bréfberar voru ráðnir á dreifingarstöð íslandspósts á Grensási í vikunni og gekk að sögn Óskars vel að manna stöðurnar. Alls vantar um 20 bréfbera til starfa í Reykjavík og Kópavogi. Þar af vantar 4-5 manns á svæði 101 en þar er ástandið verst vegna slæmra merkinga á húsum og póstkössum. Þau störf vora auglýst fyrir helgi og spennandi að sjá svör við þeim aug- lýsingum, að sögn Óskars. 70 manns í sérverkefni Auk þeirra 20 sem þarf að ráða í föst bréfberastörf er gert ráð fyrir að ráða 70 manns í sérverkefni, þ.e. hlutastörf til þess að mæta aukinni dreifingu auglýsingabæklinga. Er gert ráð fyrir að ráða skólafólk sem getur unnið með náminu einn til tvo daga í viku. Að sögn Óskars er starf bréf- bera að þróast og sagðist hann vilja vekja almenning til umhugs- unar um hve mikilvægt það væri. Fjöldi bréfbera um þessar mundir væri flöktandi en þrátt fyrir hörgul á starfsfólki seinkaði pósti til við- skiptavina ekki meira en einn dag af þeim sökum. Innflutning- ur eykst enn VERÐMÆTI innflutnings á neyslu- vöram jókst um tæp 17% á fyrri helmingi ársins borið saman við sama tímabil í fyrra og innflutningur á bifreiðum til einkanota nam 8,9 milljörðum króna og jókst um 28% fyrstu sex mánuði ársins borið sam- an við sama tímabil í íyrra. Á árinu 1998 nam heildarinnflutningur bif- reiða 13,4 milljörðum króna og óx um 27,3% að magni til frá árinu áður. Þetta kemur meðal annars fram í nýjum hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Þar kemur fram að heildarverðmæti innfluttra fjárfestingar- og rekstrar- vara til júlíloka á þessu ári nam 55 milljörðum króna, sem samsvarar 2,8% magnaukningu frá sama tíma- bili í fyrra, en á öllu árinu 1998 var innflutningsverðmæti fjárfestingar- og rekstrarvara tæpir 109,7 milljarð- ar króna og nam magnaukningin 27% frá árinu 1997. Þá kemur fram að vöraskiptajöfn- uðurinn var óhagstæður fyrstu sex mánuði þessa árs um 10,7 milljarða króna, en hallinn var um 16 milljarð- ar sama tímabil í fyrra. Heildarverð- mæti innflutnings jókst um 3,6% á þessu tímabili, en verðmæti útflutn- ings óx meira eða um 12,5%. Valda þar mestu verðhækkanir á sjófryst- um sjávarafurðum og afurðum í salt- fiskverkun. --------------- Slakar end- urheimtur í hafbeitinni ENDURHEIMTUR á laxi í hafbeit- arstöðina Lárós við Grundarfjörð era í slöku meðallagi eða um 2,7%, en 340 þúsund seiðum var sleppt í fyrra að sögn Óðins Sigþórssonar, bónda í Einarsnesi, sem hefur rekið stöðina undanfarin ár. Óðinn sagði endurheimtur nú heldur betri en í fyrra, einkum væri um að ræða eins árs lax og langt síð- an hann hefði séð jafnlítið af tveggja ára laxi og nú. Að sögn Óðins hafa endurheimtur verið frekar slakar undanfarin ár, eða allt frá árinu 1989 er þær vora um 6%. Óðinn, sem séð hefur um Lárós frá árinu 1994, sagð- ist ekki vera bjartsýnn á framhaldið í hafbeitinni og sagði þetta vera síð- asta árið sitt. Hann sagðist þó ekki vita hvort stöðin yrði lögð niður. -----♦♦♦------- Harður árekstur á Egilsstöðum HARÐUR árekstur varð á Egils- stöðum í gærdag, er rúta og fólksbif- reið lentu saman á flugvall- arafleggjaranum við Egilsstaðanes. Að sögn lögreglu var konan, sem var ökumaður fólksbifreiðarinnar, flutt á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Að sögn vakthafandi læknis bein- brotnaði konan og marðist nokkuð en líðan hennar er eftir atvikum góð. Tækjabíll var sendur á slysstað að hjálpa til við að ná ökumanni fólks- bifreiðarinnar úr flakinu og að sögn lögreglu gekk það nokkuð vel. Fólks- bifreiðin er talin ónýt eftir árekstur- inn og rútan er töluvert skemmd. Sérblöð í dag m&mm Ileimili FASTEIGMR Tottenham vill fá Ólaf Inga Skúlason frá Fylki / B1 Ótrúlega auðvelt hjá KR-ingum í Frostaskjóli / B4,B5,B6,B7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.