Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Benedikt Bragason og Grétar Einarsson frá Geysi vélsleiðaleigu líta niður í sprunguna sem myndaðist hjá hundabúðunum á Vesturkolli eftir gosið undir Mýrdalsjökli í júh'. Sprungan hefúr víkkað vegna bráðnunar. Vélsleða- og hundasleða- ferðir á Mýrdalsjökli Jökullinn sprakk undir hundasleða- búðunum Hundasleðafólkið á Mýr- dalsjökli þurfti að færa búðir sínar eftir að jökullinn sprakk undir fótum þeirra í kjölfar eldsumbrota í Kötlu í sumar og skipuleggjendur vélsleða- ferða á jöklinum hafa lagt af ákveðnar leiðir til að losna við að aka yfír sprungur. Að öðru leyti gengur lífíð sinn vana- gang á Mýrdalsjökli eins og Helgi Bjarnason, Hjörtur Gfslason og Jónas Eriendsson ljósmyndari komust að raun um í skoðunarferð á jökul. HRÆRINGARNAR í Kötlu hafa ekki haft mikil áhrif á fólkið sem vinnur á Mýr- dalsjökli í sumar við vélsleða- og hunda- sleðaferðir. Hefur þó þurft að færa til hundabúðirnar vegna þess að sprunga myndaðist undir þeim og breyta leiðunum sem farið er með ferðafólk (véisleðaferð- um. Fólkið veit af hættunni og er með til- búna flóttaáætlun. Fyrirtækið Geysir vélsleðaferðir hefur flutt ferðafólk á Mýrdalsjökul undanfarin ár og skipulagt vélsleðaferðir um jökulinn. I sumar hefur einnig verið boðið upp á hundasleðaferðir. Hundasleðabúðirnar færðar Kofinn sem umsjónarmaður hundanna býr í er uppi á Mýrdalsjökli, á Vesturkolli sem er á brún Kötluöskjunnar. Nóttina eft- Horft yfir Kötluöskjuna af Austmannsbungu. Færa varð hundana og kofa umsjónarmanns þeirra, Danans Jans, þegar jökullinn sprakk undir hundabúðunum. ir jökulhlaupið undan jöklinum í júlí byrj- uðu að myndast sprungur á svæðinu og kom ein þvert á festina sem hundarnir eru bundnir við og undir homið á kofanum. Hún opnaðist hægt en smávíkkaði og fljót- lega vom búðirnar færðar í öryggisskyni, um 300 metra sunnar á jökulinn. Umsjónar- menn hundanna em allan sólarhringinn á jöklinum. Sá sem nú er á staðnum, Dani að nafni Jan, lætur ekki illa af dvölinni. Segir að sprungurnar hafi myndast það hægt að þær hafí engin áhrif haft á hundana og lítil á mannfólkið. Þau hafi verið fullvissuð um að eðlilegt væri að spmngur mynduðust á þessum stað. Við kofann er hundasleði með hundabúr- um. Jan segist setja sjö hunda í búrin og spenna hina fyrir sleðann til að koma sér í burtu ef Katla fari að láta kræla meira á sér. Benedikt Bragason, framkvæmdastjóri Geysis vélsleðaferða, segir að oft hafi myndast stórar sprangur á öskjubarmin- um, á þeim stað sem hundabúðirnar vora. Að þessu sinni tengjast sprungurnar nýjum sigkatli sem myndaðist þar skammt frá og era sprangumar því afleiðing af þeim um- brotum í iðmm jökulsins sem vart hefur orðið í sumar. Sólin hefur síðan brætt snjó- inn efst í sprangunum þannig að þær era orðnar töluvert víðar efst og virðast breið- ari en gliðnun jökulsins gefur tilefni til að ætla. Benedikt segist hafa verið búinn að útskýra Kötlu fyrir þeim umsjónarmönnum sem voru með hundana þá en þeim hafi þó bragðið nokkuð við gosið. Auk sprangna á barmi öskjunnar og í kringum sigkatlana tíu hafa myndast sprungur yfir öskjuna, svokallaðar norður- suður sprangur. Víðast hvar era þær enn frekar þröngar og unnt að aka yfir þær á vélsleðum ef varlega er farið. Hins vegar er ekki hættandi á að nálgast sigkatlana nema í góðu skyggni vegna þess hversu stórar hringsprangumar era sums staðar orðnar. Ökum ekki á sprungusvæðum Langsprungurnar eru utan þess svæðis sem Benedikt fer yfirleitt um með ferða- fólk. Hann heldur ákveðnum leiðum merkt- um með snjótroðara og ekki er ætlast til að ferðafólkið fari út úr slóðinni. Benedikt segist stundum hafa farið lengra inn á jökulinn með hópa en hafi hætt því af ör- yggisástæðum vegna langsprungnanna sem myndast hafa í hræringunum í sumar. „Við ökum ekki á neinum sprungusvæðum," seg- ir hann. Benedikt segist þokkalega ánægður með sumarið því þrátt fyrir leiðinlegt veður hafi töluvert verið að gera. Þá segir hann að góðar aðstæður hafi verið á jöklinum í sumar til vélsleðaaksturs, mikill snjór og óvenjulítið af sprangum á hinum hefð- bundnu aksturleiðum. I sumar hefur verið boðið upp á hundasleðaferðir í samvinnu við eiganda grænlensku hundasleðanna og segir Benedikt að sú nýjung hafi mælst vel fyrir. Mikið sé um blandaðar ferðir, farið á vélsleðum upp að hundabúðunum og síðan í hundasleðaferð þar í kring. í sumar séu að- eins tveir hundasleðar á staðnum sem taka samtals sex farþega en fyrirhugað er að bæta einum við fyrir næsta sumar. Hræddir við jökulsprungur Fyrst eftir jökulhlaupið í júlí jókst að- sókn í vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul en Benedikt segir að eftir að unifjöllunin jókst meira hafi komið bakslag og nokkuð verið um að ferðaskrifstofur afbókuðu ferða- hópa. „Það tók langan tfma að vinna þetta upp og nú er aðeins farið að bera á forvitn- isumferð aftur,“ segir hann. Gestimir sem koma í þeim erindagjörðum vilja sjá yfir sigkatla og sprangur en ekki fara að þeim. „Fólk er sem betur fer almennt hrætt við jökulsprangur og við forum ekki með fólk á þær slóðir nema í góðu veðri. Annars eru ferðirnar nógu spennandi og við þurfum ekki á sprungunum að halda,“ segir Bene- dikt. Geysir er með sleðana neðst í Mýr- dalsjökli og hefur byggt upp aðstöðuhús í fjallinu fyrir neðan jökulinn. Benedikt seg- ist vera með flóttaáætlun til að grípa til þegar Katla lætur meira á sér kræla. „Ann- ars er ekki þörf á því. Hún fer ekki að gjósa fyrr en 16. janúar og þá verðum við farnir með sleðana," staðhæfir Benedikt en vill ekki upplýsa hvaðan hann hafi vit- neslyu um tímasetninguna! Það vekur athygli að á meðan á eldsum- brotunum í Kötlu stóð í sumar var aldrei haft samband við fólkið sem vinnur á Mýr- dalsjökli, hvorki frá vísindamönnum né al- mannavarnanefnd. Benedikt segist hafa orðið undrandi á þessu en þekki ekki skýr- inguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.