Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Blanda er „komin í yfirfall“ Sanderson lávarður og frú hans fengu þessa fallegu morgunveiði á Rangárflúðum í Ytri Rangá fyrir fáum dögum. BLANDA er „komin í yfirfall“ eins og Hrafn Þórisson, veiðieftirlits- maður við ána, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Það felur í sér að áin er „orðin eins í gamla daga“, eins og Hrafn útskýrði, vel gruggug og vatnsmikil. Það er því lítil veiði og að sögn Hrafns gæti ástandið varað út veiðitímann. „Þetta er auðvitað svekkjandi fyrir veiðimenn, en þeir vita að þetta get- ur brostið á, vita að það gerist seint í ágúst,“ bætti Hrafn við. Hrafn var á því að áin hefði skilað sínu í sumar, talsverður lax væri í henni og komnir væru um 1.235 lax- ar á land. „Eins og vatnið er núna, slíta menn kannski upp 2-3 laxa á dag, í besta falli 6-8, þannig að töl- umar hreyfast hægt og lítið þessa dagana. Þó áin hafi spjarað sig í sumar er þetta miklu minna en í fyrra, en þá veiddust eitthvað um 1.980 laxar,“ sagði Hrafn. Enn er dauft yfir veiðiskap í Svartá og sagði Hrafn 160 laxa vera komna úr ánni nú í vikubyrjun. „Einhverra hluta vegna skilar fisk- urinn sér ekki í ána, en menn bíða spenntir og vona að eitthvað gerist á haustdögum. Oft hefur legið mikill fískur í ármótunum við Blöndu, en ekki í sumar.“ Langá á góðu róli Maðkahollið í Langá veiddi eitt- hvað yfir 200 laxa á dögunum og veiði hefur verið góð síðan. I gær- dag voru komnir 1.324 laxar á land og hópurinn sem nú er í ánni var kominn með 22 laxa eftir fyrsta daginn. „Þetta er ekkert meiri hátt- ar, en alveg hreint í mjög góðu lagi,“ sagði Ingvi Hrafn leigutaki í gær. „Einhver hreyfing" í Vatnsdalsá „Hollið er með 35 laxa eftir fimm daga og það hefur eiphver hreyfing verið síðustu daga. í gær veiddust t.d. lúsugir laxar, bæði 18 punda og smærri. Þá hafa bjartir fiskar verið á hreyfingu og gengið m.a. upp í Álku. Það þarf að vinna talsvert fyr- ir veiðigæfunni héma, en það er talsvert af laxi í ánni og það eru að koma þessi skemmtilegu skot,“ sagði Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár, í gærdag. Þá vora komnir um 570 laxar á land, þar á meðal 22 punda fiskur sem veiddist um helgina. „Ágætis kropp“ í Víðidalsá í gærdag vora komnir 915 laxar á land úr Víðidalsá, „ágætiskropp" eins og Gylfi Ingason, kokkur í Tjamarbrekku, komst að orði í gær. 20 punda hængur veiddist þar á sunnudaginn, á maðk í Símastreng. Síðasta holl var með 41 lax. Fiekkan vatnslítil Aðeins hafa veiðst um 110 laxar í Flekkudalsá í Dölum að sögn Omars Blöndal, eins leigutaka ár- innar. „Það er talsvert af laxi í ánni, en vatnsleysið hefur farið illa með aflabrögðin í sumar. Það hefur bók- staflega ekkert rignt þama í sum- ar,“ sagði Ómar. Ásgeir Heiðar, leigutaki Laxár í Kjós, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að þegar sjóbirtingsveiðitím- inn gengi í garð í ánni 15. septem- ber yrði boðið upp á mun lengra veiðisvæði heldur en áður. Til þessa hafa fjórar stangir veitt í ánni frá brú og upp að svokölluðum Ála- bökkum. Nú lengist svæðið upp að Kotahyl sem þýðir í raun að nær allt hið svokallaða „frísvæði" er komið inn á sjóbirtingstímann. Eftir sem áður verður þó aðeins veitt á fjórar stangir. „Það hefur verið gríðarlega mikill sjóbirtingur á svæðinu í sumar og talsvert af laxi með, en reyndin er sú að það eru ekki mikilvæg hrygningarsvæði fyr- ir laxinn á þessum kafla árinnar og því hefur leyfi fengist til að veiða á lengra svæði þama í haust,“ sagði Ásgeir. Frábært verð 25mm og 50mm með og án borða Margir litir Nýr formaður Mæðrastyrksnefndar • • Oll starfsemin á einum stað Ásgerður Jóna Flosadóttir NÝLEGA var kos- inn nýr formaður Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur. Fráfarandi formaður, Unnur Jónasdóttir, hætti eftir 18 ára starf sem for- maður en við er tekin Ás- gerður Jóna Flosadóttir kaupsýslukona. Hún var spurð hvort formanns- skiptin þýddu breyttar áherslur í starfi Mæðra- styrksnefndar Reykja- víkur? „Áherslubreytingar verða ekki í starfseminni. Það sem snýr að þeim sem þjónustu okkar þiggja er sú breyting að nú þurfa skjólstæðingar okkar ekki að fara á tvo staði eins og verið hefur, því að allt skrifstofuhald og matarúthlutun hefur nú verið flutt að Sólvallagötu 48 í Reykjavík, þar sem fataúthlutun er og hefur verið. Öll þjönustan er nú á einum stað. Þetta auð- veldar fólki að nálgast þjónustu okkar auk þess sem allt aðgengi er miklu betra. Einnig nýtast starfskraftar okkar allra betur með þessu móti.“ -Er mikil þörf fyrir þessa starfsemi? „Já, það má segja að þörfin sé ekki síður brýn núna en hún var þegar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur var stofnuð 1928, í kjölfar hræðilegs sjóslyss þegar togarinn Jón forseti strandaði út af Stafnesi. Þá urðu margar kon- ur ekkjur og mörg börn föður- laus. Það var Kvenréttindafélag íslands sem bauð stjómum ann- arra kvenfélaga til fundar til þess að ræða samvinnu við að koma í framkvæmd hugmyndum um almenna ekknastyrki. Þetta var upphafið að stofnun Mæðra- styrksnefndar. Hún var stofnuð 20. apríl þetta sama ár. Við urð- um því sjötugar í fyrra.“ - Hefur Mæðrastyrksnefnd starfað óslitið allan þennan tíma? „Já. Nefndin var gerð að sjálf- stæðri stofnun árið 1939, en var þó eftir sem áður að mestu á veg- um Kvenréttindafélagsins. í dag er Mæðrastyrksnefnd alveg sjálfstæð stofnun en í henni eiga sæti konur sem kjömar era af flestum kvenfélögum í Reykja- vík, þar á meðal Kvenréttindafé- laginu. Þess má geta að fyrsti formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur var Laufey Valdi- marsdóttir." - Hver er starfsvettvangur nefndarinnar í dag? „Hann er fyrst og fremst að hjálpa einstæðum mæðrum, ör- yrkjum, ekkjum og raunar öllum mæðram sem þurfa á hjálp að halda. Aðstoð okkar felst í því að allt árið um kring, fyr- ir utan sumarhlé, er- um við með fataúthlut- un að Sólvallagötu 48 sem opin er alla mið- vikudaga frá klukkan 14.00 til 17.00. Auk þess sem við hjálpum til fyrir jólin með því að kaupa matarmiða hjá stórmörk- uðum og úthluta þeim til þurf- andi, skrifstofa okkar er opin alla miðvikudaga og föstudaga frá 14.00 til 17.00.“ - Hvenær komst þú til starfa hjá Mæðrastyrksnefnd? „Það er komið á fjórða ár síð- an. Við konurnar sem sitjum í nefndinni vinnum okkar störf öll í sjálfboðavinnu og eini launaði starfsmaðurinn er skrifstofu- stúlka. Við gætum hins vegar ►Ásgerður Jóna Flosadóttir fæddist í Hafnarfirði árið 1954. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Islands 1984 og útskrifaðist 1992 í stjórnmála- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Islands. Hún hefur aðallega starfað við einkarekstur sl. 20 ár og er nú með fimm fyrir- tæki. Hún hefur einnig tekið töluverðan þátt í félagsmálum. Nýlega var hún kosin formaður Mæðrastyrksnefndar Reykja- víkur. Hún er gift Jóhannesi Jóni Gunnarssyni fram- kvæmdastjóra og eiga þau tvær dætur, Guðrúnu Evu og Flosrúnu Vöku. ekki veitt þá aðstoð sem við veit- um nema fyrir velvilja fyrirtækja og almennings. Fyrirtækin hafa gefið nefndinni fatnað, mat, leik- föng og ýmislegt annað. Þess má t.d. geta að Ingvar Helgason hf. hefur í desember undanfarin ár gefið nefndinni 300 kjötlæri fyrir skjólstæðinga okkar í stað þess að senda út jólakort. Erum við nefndarkonur mjög þakklátar fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Það leituðu til okkar á tólfta hundrað fjölskyldna í desember á síðasta ári. Okkar helstu skjólstæðingar eru tekjulitlar konur, öryrkjar og aldrað fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar. Það má ekki mikið út af bera hjá tekjulitlu fólki til þess að allt fari úr skorðum og það þurfi að leita aðstoðar." - Er þetta oft sama fólkið frá ári til árs? „Stundum er það en oftar er um tímabundna neyð að ræða, t.d. vegna veikinda. Það hefur komið fyrir að fólk sem hefur þegið þjónustu hefur svo komið og gefið til nefndarinnar þegar aðstæður þess hafa batnað. Þannig hefur það þakkað fyrir sig.“ - Hvernig snýr fólk sér til ykkar, bæði þeir sem vilja gefa og þeir sem þurfa aðstoð? „Þeir sem vilja gefa era vel- komnir að Sólvallagötu 48 og þeir sem era hjálparþurfi geta komið til okkar á skrifstofutíma og lagt málið fyrir okkur og þá sjáum við hvað við getum gert þeim til aðstoðar. Þess ber að geta að saga Mæðrastyrksnefnd- ar Reykjavíkur er saga um bar- áttu fyrir réttlátari og mannúð- legri félagsmálaráðgjöf. Þótt ekki hafi mikið borið á þessu undanfarið er staðreyndin eigi að síður þessi.“ Þörf starf- semi nú sem áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.