Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 VERIÐ MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Mengun innandyra FLESTIR líta á heimili sitt sem skjól og þar verja þeir drýgstum hluta ævi sinnar. Þeir hafa líka staðið í þeirri trú að þar þurfí þeir síst að hafa áhyggjur af mengun. En þar virðast menn hafa farið vill- ur vega því samkvæmt því sem seg- ir í grein tveggja vísindamanna við Háskólann í Texas getur mengun innandyra orðið töluverð og stund- uih jafnvel meiri en utanhúss. Grein vísindamannanna, Cynthia Howard- Reed og Richard L. Corsi, birtist nú í sumar í tímaritinu Environmental Science and Technology. Þar segja þeir að efni og efnasambönd sem gufa upp frá menguðu kranavatni geti ekki síður og jafnvel frekar valdið heilsutjóni en það að drekka vatnið. Rannsóknin umrædda beindist að því að rannsaka uppgufun meng- andi efna úr uppþvottavélum en rannsakendumir töldu að þetta þarfaþing nútíma heimilishalds hefði orðið útundan í öðrum rann- sóknum á menguðu kranavatni. Rannsóknin var gerð með þeim hætti að nokkrum efnum með mis- munandi eðlisefnafræðilega eigin- leika var blandað saman við kalt kranavatn og vatnið síðan notað til að „þvo“ leirtau í uppþvottavél. Niðurstöðumar vora síðan born- ar saman við sambærilegar rann- sóknir á vatnsgufu frá sturtu, bað- keri, þvottavél og eldhúsvaski. Upp- gufun mengandi efna reyndist vera töluverð en þó fara eftir því hvert hitastig vatnsins var og eftir yfír- borðsflatarmáli þannig að hún varð meiri með hækkandi hitastigi og vaxandi flatarmáli. Mest er hún frá uppþvottavélum. þá steypibaði, síð- an þvottavélum og minnst úr eld- húsvaskinum. En þar með er sagan ekki öll sögð. Ef reikna á út þá mengun sem meðalmaður verður fyrir á sól- arhring vegna mengaðs vatns verð- ur að gera ráð fyrir heildarvatns- .notkun hans í 24 stundir. Þá kemur í ljós að hann andar að sér mun meiru af menguðum lofttegundum frá sturtunni heldur en frá upp- þvottavélinni. Loftræstikerfín ekki þrifín sem skyldi Islenskt vatn er alla jafna ómeng- að og hreint. Þvottaefni sem notað pr í uppþvottavélar innihalda aftur á móti þvottaefna mest af varasöm- um efnum, sem sum hver era ert- andi og jafnvel ætandi. Að sögn Elínar Gunnhildar Guðmundsdótt- ur, efnafræðings hjá Hollustuvernd ríkisins, era mestar líkur á að mað- ur verði fyrir mengun frá upp- þvottavél þegar hann opnar vélina í miðjum þvotti. Ef vélin fær að vinna sitt verk í næði og þurrka leirtauið í ofan á lag er líklegast að rokgjöm efni hafí skolast úr vélinni um nið- urfallið. Þaðan geta þau hins vegar valdið lífrfldnu tjóni en það er önnur saga. íslendingar búa við betra loft heima fyrir en margar aðrar þjóðir. Upphitun húsa er tiltölulega vist- væn og ódýr og hér er til siðs að lofta vel út. „Tóbaksreykur hefur líklega verið stærsti mengunarvald- urinn hingað til en hann er nú á undanhaldi," segir Haukur Þór Haraldsson hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Loftræstikerfi eiga eins og nafnið bendir til að sjá til þess að innan- húsloft sé hreint og ómengað. Þar segir Haukur Þór að pottur sé víða brotinn og að mörgum kerfum sé ekki haldið við sem skyldi og þau séu ekki þrifin reglulega. En það er fleira sem mengar og veldur fólki óþægindum en and- rúmsloft, segir Haukur Þór. Ef hita- og rakastig loftsins er utan kjörsviðs getur fólki liðið illa auk þess sem í ljós hefur komið að vinnuafköst fólks verða lakari. Litir og hönnun húsnæðis sem og birta og hljóð hafa áhrif á fólk og geta verið svo illa úr garði gerð eða óþægilega að mengun má kalla. Segir Haukur Þór að atvinnurek- endur sem og aðrir veiti þessum málum sífellt meiri athygli og að kröfur fólks um þessa hluti aukist dag frá degi. Hann segir enn frem- ur að nýjum efnum og efnasam- böndum fjölgi svo hratt að vísinda- mönnum endist ekki tími til að rannsaka hugsanleg áhrif þeirra. Ódýrar ráðstafanir Bjarni Snæbjömsson, eftirlits- maður hjá Vinnueftirliti ríkisins, starfar m.a. við það að gefa ráð til fyrirtækja um hvemig skuli halda innilofti ómenguðu. „Fyrsta vís- bending um að inniloft sé of þurrt er þegar fólk getur ekki notað linsur,“ segir hann. „Oft á tíðum era ráðstafanir til að halda innilofti ómenguðu ekki dýr- ar. Best er að fólk hagi sér eins og heima hjá sér, lofti vel út og hugi að hreinlæti," segir hann einnig og bætir við að við viljum t.d. ekki hafa ryk á innanstokksmunum heima hjá Morgunblaðið/Halldór Kolbeins okkur en að þannig séu þeir víða á vinnustöðum. Það hitastig sem flest kyrrsetu- fólk getur sætt sig við, að sögn Bjarna, er 21°C og ef loftskiptin við það hitastig era nógu ör verður rakastigið sjálfkrafa það sem þægi- legast er. Hann segir að besta ráðið til að halda innilofti fersku sé að hafa glugga opna og hafa loftskiptin eins ör og framast er kostur. Gott ráð sé að byrja á því að morgni að lofta vel út og stilla síðan upplok gluggans eftir veðri en láta þá sem era kulsæknastir ekki stjóma hita- stiginu. Þeir hafa þann kost að klæða sig betur,“ segir Bjami og kímir. En þótt hitastig í herbergi sé 21°C og rakastig um 30% segir það ekki tfl um gæði ioftsins þar inni - það getur verið súrefnissnautt ef fólk hefur ekki haft hug á því að „henda notaða loftinu út og fá nýtt inn í stað- inn“, eins og hann orðar það. Ýmsir þættir hafa áhrif á inniloft- ið, svo sem tölvubúnaður, leiser- prentarar og ljósritunarvélar. Að sögn Bjama er mikflvægt að skipt sé um ryksíur og ósonsíur í þessum búnaði eins og framleiðandi mælir fyrir um og að Ijósritunarvélar og prentarar séu ekki í innan við 2 metra fjarlægð frá skrifborði eða vinnustöð vegna hita og hávaða sem frá þeim stafa. Besti kosturinn er að hafa öll þessi tæki miðsvæðis í sér- loftræstu sérrými. Tilgangurinn er sá að fjarlægja mengun frá upptök- um áður en hún dreifist um húsa- kynnin. Erfitt getur reynst að hafa stjóm á hita frá sól og lýsingu. „Þá hefur verið gripið til þess ráðs að setja sólarfilmur eða sólargluggatjöld í glugga þar sem sólin skín oft. Síðan er hægt er minnka hita með því að draga úr almennri loftlýsingu en nota skrifborðslampa í staðinn," segir hann og minnir á að eftir því sem hitastig eykst fram yfir 23-24°C minnkar einbeitingarhæfileiki fólks og meiri hætta verður á að það geri mistök. Nýtt Grænt te í dufti NÚ ER hægt að kaupa grænt te á duftformi í Apótekinu á Smáratorgi í Kópavogi, við Suðurströnd á Sel- tjamamesi, í Hafnarfirði og Iðufelli í Reykjavík. Hver pakkning inni- heldur 40 skammtabréf með vatns- leysanlegu dufti, tilbúið til notkunar hvar sem er, hvenær sem er. ] Beinar sigiingar Innflutningur - útflutningur Mv. Florinda siglir milli íslands, Noregs, Spánar og Portúgals á þriggja vikna fresti. Útgerðin áskilur sér rétt til breytinga á áætlun. rystivara, kælivara, stykkjavara, pallar, gámar. tGunnar Guðjðnsson sf., ..Ív, cL'ínomirklim Sími 562 9200 • Fax 562 3116 alvl|lallll(IIUII Netfang B8ship@vortex.is Aætlaöir lestunardagar: Ferð nr. : 14 15 Þorlákshöfn 7/9 27/9 Álasund 13/9 1/10 Vigo 18/9 7/10 Aveiro 20/9 8/10 l Portline Lisbon Seiðavísitala þorsks frá 1970 Seiðavísitala þorsks aldrei hærri Efniviður í mjög sterkan árgang SEIÐAVÍSITALA þorsks hér við land er sú langhæsta sem mælst hefur frá því að mælingar hófust árið 1970. Samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar er 1999- árgangur þorskstofnsins meira en þrefalt stærri en árgangurinn frá því í fyrra, sem þó var metárgang- ur. Útbreiðsla þorskseiða er enn- fremur mjög mikil og ljóst að hér er á ferðinni efniviður í sterkan þorskárgang. Þetta er þriðja góða seiðaárið í röð en næstu 11 ár þar á undan voru mjög léleg. Árlegum rannsóknum Hafrann- sóknastofnunar og útbreiðslu fisk- seiða á hafsvæðinu við Island lauk í síðustu viku. Fyrstu niðurstöður rannsóknanna gefa til kynna að af- ar mikið af þorskseiðum sé við landið og útbreiðsla þeirra mjög mikil. Þau fundust í miklum fjölda í landgranninu úti fyrir Vestjörðum, Norðurlandi, suður með Austfjörð- um að Suðausturlandi. Stærð seið- anna var auk þess nokkuð yfir meðallagi. Jóhann Sigurjónsson segir ljóst að þama sé á ferðinni efniviður í sterkan þorskárgang en afkoma seiðanna fyrsta veturinn muni þó ráða miklu nú sem endranær hvernig úr rætist. „Við teljum að uppbygging hrygningarstofnsins sé hér ein af orsökunum, það er að stærri hrygningarstofn gefi dreifðari hrygningu yfir vertíðina. Við telj- um þessa mælingu ennfremur renna stoðum undir þá skoðun okk- ar að skynsamlegt sé að nýta hrygningarstofninn hóflega þannig að hægt sé að nýta náttúrafarsleg- ar aðstæður sem best þegar þær gefast." Skilar sér í veiði 2004 Jóhann segir að ef væntingar manna gangi eftir gæti 1999 ár- gangurinn farið að skila sér inn í veiðina fiskveiðiárið 2003/2004. Hann leggur hinsvegar áherslu á að ekki sé hægt að segja til um með neinni vissu hvernig árgang- urinn skilar sér inn í veiðistofn. „Næstu þrjú ár eru mjög afdrifarík í vexti og viðgangi árgangsins og afföllin gætu orðið veraleg. Mæl- ingin í mars-rallinu svokallaða gef- ur fyrstu vísbendingar um það hvernig seiðunum reiðir af. Þá fá- um við haldbetri upplýsingar um það hvort aflaheimildir fara yfir 300 þúsund tonn í byrjun næstu aldar. Þessir þrír árgangar eru mjög mikilvægir varðandi þróun aflaheimilda á næstu árum. Nú er einkum verið að veiða úr 1994 og 1995 árgöngunum og árgangur 1996 að koma inn í veiðina en hann var mjög slakur. Þess vegna gerð- um við ekki ráð fyrir neinni aukn- ingu á aflaheimildum á þessu ári og reyndar ekki heldur á næsta ári samkvæmt áætlunum okkar frá því í vor. Aukning í þorskveiðiheimild- um undanfarin ár hefur helgast af vexti einstaklinganna í stofninum vegna þess að fískurinn hefur feng- ið meiri frið til að vaxa en áður. Við gerum aftur á móti ráð fyrir aukn- ingu aflaheimilda fiskveiðiárið 2001/2002. Það er hinsvegar langt þangað til og til að aukningin verði meiri en við gerðum ráð fyrir þurfa þessir þrír árgangar, 1997,1998 og 1999, að spjara sig mjög vel.“ Jóhann segir erfitt að meta hver afföll geti orðið í svo stórum ár- gangi enda sé ekki til samanburður við svo stóra seiðamælingu. „I fyrra og árið þar áður var mikið af seiðum en þá gátum við borið það saman við mælingar frá árunum 1984 og 1976. Núna er magnið svo mikið mun meira en við höfum áð- ur séð. Það þarf margt að vera í lagi til að seiðunum reiði vel af og jafnvel getur verið að afföllin verði ennþá meiri þegar seiðin eru svona mörg. Við viljum því ekki spá neinu um afkomu seiðanna á þessu stigi málsins. En engu að síður teljum við ekki ástæðu til að ætla annað en þorskstofninn á næstu árum geti braggast enn meir en orðið er,“ segir Jóhann. Ýsan einnig á uppleið Seiðavísitala ýsu mældist einnig mjög há í leiðangrinum nú, eða önnur hæsta síðan mælingar hófust. Mælingin var næstum jafn- há mælingunni 1976 en þá kom upp mjörg sterkur ýsuárgangur. Seiðin eru nú nokkuð undir meðallagi að stærð en fyrstu vísbendingar benda til þess að ýsuárgangurinn 1999 verði stór. Seiðavísitala loðnu var einnig há eða sú sjötta stærsta frá upphafi. Stærð loðnuseiðanna var talsvert yfir langtíma meðaltali. Jóhann segir sérfræðinga reyndar þeirrar skoðunar að ekki sé mikið sam- band milli seiðamælingar loðnu og árgangastærðar. Ekki hefur verið unnið úr gögn- um um aðrar tegundir. Betra ástand sjávar Ástand sjávar við landið er gott að sögn Sveins Sveinbjörnssonar, leiðangursstjóra. Sjórinn sunnan og vestan íslands sé selturíkur og hlýr með mikilli upphitun yfir- borðslaga. Flæði hlýsjávar vestur og norður fyrir land sé sterkt og jafnvel meira en seinustu tvö ár. „Úti fyrir Austurlandi var fremur hlýtt en hinn kaldi Austur-íslands- straumur var fjær landi fyrir Norðaustur- og Austurlandi en undanfarin ár. Upphitun yfir- borðslaga var mikil úti fyrir Norð- austur- og Austurlandi og var yfir- borðshiti þar yfirleitt 1-2° hærri en árið 1998,“ segir Sveinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.