Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 31 AP Richard Holbrooke, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, gætir að því að Bernard Kouchner, yfirmaður skrifstofu SÞ í Kosovo-héraði, festi sig ekki í gaddavírsgirðingu. Holbrooke sækir Kosovo heim Pristina. AFP. RICHARD Holbrooke, nýskipaður sendiherra Bandaríkjanna hjá Sa- meinuðu þjóðunum, er nú í opin- berri ferð um ríki Balkanskaga og kannaði í gær ásamt Bemard Kouchner, yfirmanni skrifstofu SÞ í Kosovo-héraði, svæði þau þar sem mest hefur borið á ofbeldisverkum Kosovo-AIbana gagnvart Serbum sem í Kosovo búa. Hefur Holbrooke átt fundi með starfsliði SÞ í hérað- inu þar sem öryggismál og pólitísk framtíð hafa m.a. verið rædd. Löng bið hefur verið eftir því að lögreglusveitir undir stjóm SÞ tækju til starfa í Kosovo en þann 20. ágúst sl. hófu um 800 alþjóðlegir lögreglumenn störf í héraðinu og tóku við sumum af starfsskyldum friðargæslusveita Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Þeir Hol- brooke og Kouchner héldu í gær með slíkri lögreglusveit til eins íbúðahverfa Pristina, héraðshöfuð- staðar Kosovo, þar sem mikið hefur borið á árásum Kosovo-Albana á Serba. Rússar friðar- ferlinu mikilvægir Á sunnudag lýsti Holbrooke því yfir að rússneskar hersveitir sem em hluti af friðargæsluliði KFÓR í Kosovo, væru afar mikilvægar þrátt fyi-ir mótmæli þau sem albanski meirihlutinn hefur haft uppi um vem þeirra. Sagðist hann vera sleg- inn yfir því hve mikillar andúðar gætti í garð Rússanna í héraðinu en lagði áherslu á að ósætti Kosovo-Al- bana og Serba mætti leysa með friðsamlegum hætti. Umferðarslys veldur deilum Makedóníustjórnar og KFOR Norskur hermaður olli dauða ráðherra Skopje. Reuters, AFP. LÖGREGLUYFIRVÖLD í Ma- kedóníu kyrrsettu í gær norskan liðsforingja sem starfar í friðar- gæslusveit Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Kosovo, KFOR, vegna þáttar hans í bílslysi á laugardag sem olli dauða ráðherra í ríkisstjórn Makedóníu og fjölskyldu hans. Norðmaðurinn ók bifreið friðar- gæslusveitanna beint framan á bif- reið Radovans Stojkovskis með þeim afleiðingum að hann, eiginkona hans og dóttir létust samstundis. Bílstjóri ráðherrabifreiðarinnar og sonur ráð- herrans komust lífs af. Yfirvöld í Makedóníu sökuðu NATO um að reyna að lauma Norð- manninum og félaga hans, sem einnig var í bifreiðinni, úr landi og handtóku ökumanninn eftir orða- skipti þariendra yfirvalda og emb- ættismanna NATO. Knut Vollebæk, utanríkisráðherra Noregs, fór fram á það í gær við stjórnvöld í Makedóníu að þau kæmu Norðmanninum í hendur embættismanna KFOR. Hafa norsk stjómvöld og talsmenn NATO sagt að málið ætti að falla í verkahring KFOR. Hafa Makdóníumenn hafnað slíkri meðferð málsins. í yfirlýsingu yfirvalda í gær kom fram að norsku liðsforingjarnir, sem meiddust í árekstrinum, hefðu átt að vera færðir til neyðarmóttöku í Skopje, höfuðborg Makedóníu, en að starfslið NATO hafi ekið þeim að Petrovec-flugvelli þar sem þeim hafi verið komið um borð í þyrlu. Eftir úrskurð innanríkisráðuneytis Ma- kedóníu hafi hermennirnir verið fjarlægðir úr þyrlunni. Leyfi hafi þó fengist fyrir því að senda annan manninn, farþega í bifreiðinni, til Kosovo þar sem hann hafi verið lagð- ur inn á sjúkrahús KFOR. Ökumað- urinn hafi hins vegar verið færður til Skopje og hafi dómari farið fram á gæsluvarðhald yfir honum. Friðargæslulið KFOR staðfesti í yfirlýsingu í gær að Norðmaðurinn hefði valdið slysinu með því að aka á röngum vegarhelmingi. Sagði jafn- framt að rétta ætti yfir hermönnum, sem sakaðir væru um glæpsamlegt athæfi, í heimalandi þeirra. Þrjú ný íslensk leikrit í Borgarleikhúsinu ÞRJÚ ný íslensk leikrit verða á dagskrá Leikfélags Reykjavikur á leikárinu, sem er að hefjast.: Ein- hver í dyrunum eftir Sigurð Páls- son, Ásta málari eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Afaspii eftir Örn Árnason. Ingibjörg sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hefði unnið að verkinu um Ástu málara um nokkra hríð. „Upphaflega ætlaði ég mér að skrifa um hana útvarpsleikrit, en þegar ég fór að kynna mér ævi hennar nánar fannst mér þetta henta miklu betur sem sviðsverk.“ Ásta málari var mjög þekkt í Reykjavík á fyrstu tveimur áratug- um aldarinnar. „Hún var fyrsta konan í heiminum sem fékk meist- araréttindi í málaraiðn og margir kannast eflaust við frásögn Þór- bergs Þórðarsonar af því er hann réð sig í vinnu til hennar rigningar- sumarið mikla. Ásta fluttist til Bandaríkjanna árið 1920 þegar hún var 37 ára að aldri og kom aðeins til Islands aftur í tvær stuttar heim- sóknir. Hún hafði þó upphaflega ekki ætlað sér að dvelja nema eitt ár erlendis. Hún lést árið 1955, 72 ára að aldri.“ Ingibjörg segist byggja leikrit sitt á síðustu mánuð- unum í ævi Ástu. „Á hana sækja ýmsar minningar og þannig spinnst þráðurinn í leikritinu. Það er auð- vitað nauðsynlegt að halda sig við staðreyndir í lífi hennar, þar sem um raunverulega manneskju er að ræða og börn hennar enn á lífi. Eg er einmitt nýkomin heim úr ferð til San Diego í Bandaríkjunum þar sem tvær dætur Ástu eru búsettar. Þær tala reiprennandi íslensku þótt þær séu fæddar í Bandaríkjunum og hafi ekki komið hingað nema í örstuttar heimsóknir eftir að þær komust til fullorðinsára." Afaspil Örn Árnason segir um barna- leikritið Afaspil að þar sé Afi af Stöð 2 í aðalhlutverki. „Hann er nú að hefja sitt 13. starfsár hjá Stöð 2 og hefur lengi beðið mig um að fá að komast upp á leiksvið. Nú ætla ég að láta það eftir honum. Afaspil Ingibjörg Hjartardóttir Einhver í dyrunum Sigurður Pálsson segir að leikrit sitt, Einhver í dyrunum, sé eitt þriggja leikrita sem hann hafi í smíðum. „Eg komst ekkert af stað með neitt þeirra fyrr en ég áttaði mig á því að ég varð að skrifa þau samtímis. Annars var ég eiginlega hættur að skrifa fyrir leikhús, hafði snúið mér að skáldsagnaskrifum þegai- Þórhildur Þorleifsdóttir óskaði eindregið eftir því að fá leik- rit frá mér. Einhver í dyrunum seg- ir frá tveimur pörum, konurnar hy- sterískar og karlarnir einóðir, þess utan mætir gjai'nan einhver í dyr- unum. Eg er að vona að þetta geti orðið bæði fyndið og sársaukafullt í Orn Árnason er sett saman úr fjórum þekktum ævintýrum sem lifna á sviðinu þeg- ar Afi byrjar að segja þau börnun- um. Þetta eru Hans og Gréta, Geit- urnar þrjár, Jói og baunagrasið og eitt í viðbót sem ég er enn að velja. Þetta ræðst allt saman á endanum af fjölda leikenda og þess háttar hlutum sem enn er verið að bræða með sér. Það dæmist á mig að leika Afa en ekki hefur enn verið ákveð- ið hver leikstýrir,“ segir Örn sem reyndar hefur nýverið skrifað und- ir samning við Sjónvarpið um að leikstýra Aramótaskaupinu. „Ætli Afaspil verði ekki frumsýnt um svipað leyti eða í byrjun næsta senn, tragíkómedía, en þannig finnst mér leikhúsið eiga að vera,“ segir Sigurður. Aðspurður um sögusvið segir Sigurður það vera íslenskan nútíma. „Þetta er íslenskt fólk þar sem það talar á islensku en þetta er enginn natúralismi, guð forði mér frá því. Krafan í dag er +oft svo nærsýn og natúralísk, sjónvarpið hefur tekið yfir það hlut- verk að sýna endurtekningar úr hversdagsleikanum. Leikhúsið ætti að vera frjálst undan þeirri skyldu og mig dreymir um að okkur takist að ljúka 19. öldinni áður en sú tuttugasta er á enda,“ sagði Sigurð- ur Pálsson rithöfundur. Leikfélag Reykjavíkur auglýsti verkefnaval sitt í Morgunblaðinu um helgina. Þai' kom fram, að með- al erlendra verka á stóra sviðinu verða Djöflarnir eftir Fjodor Dostojevskí í leikgerð og leikstjórn Alexei Borodín, Vbrið vaknar eftir Frank Wedekind, sem Kristín Jó- hannesdótth' leikstýrir, og Bláa herbergið eftir David Hare, sem frægt varð á fjölunum í London og á Broadway fyrr á árinu, þegar Nicole Kidman lék í því. Leikstjóri er María Sigurðardóttir og hún leikstýrir einnig tveimur leikstýrir tveimur öðrum leikritum á litla sviði Borgarleikhússins; Leit að vísbendingu um ráð og rænu í al- heiminum eftir Jane Wagner og Sýnd veiði eftir Michele Lowe. Þá verður söngleikur Cole Porter, Kysstu mig Kata, sýndur í leik- stjórn Kenn Oldfield og Þórhildar Þorleifsdóttur. Frá síðasta leikári verða sýnd leikritin Sex í sveit, Pétur Pan, Fegurðardrottningin frá Línakri og Litla hryllingsbúðin. Einsöngs- perlur í Hafnar- borg ÓLÖF Kolbrún Harðardóttir sópransöngkona og Edda Er- lendsdóttir píanóleikari halda tónleika í Hafnarborg, Hafnar- firði í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Tónleikarnir eru þeh' síðustu í tónleikaferð um land- ið, þar sem þær stöllur hafa kynnt nýútkomna plötu með íslenskum einsöngslögum. Á plötunni, „Ljós úr norðri", eru 26 íslenskar einsöngsperlur eftir Árna Thorsteinsson, Ey- þór Stefánsson, Karl O. Run- ólfsson, Pál Isólfsson, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kalda- lóns, Þórarin Guðmundsson og Þórarin Jónsson. Á efnisskrá tónleikanna verður hluti ís- lensku laganna fluttur auk ljóða eftir Hugo Wolf og Sergey Rachmaninov en þau eru sungin í íslenskri þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Sigurður Pálsson Sigrún Hjálmtýsdóttir Anna Guðný Guðmundsddttir Bergþór Pálsson óskar Pótursson Bláa kirkjan, Seyðisfjarðarkirkju Blönduð efnisskrá á lokatónleikum FLYTJENDUR á lokatónleikum í tónleikaröðinni „Bláa kirkjan" ann- að kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 í Seyðisfjarðarkirkju, eru söngvaramir Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú), sópran, Óskar Pétursson, tenór, og Bergþór Pálsson, barítón, ásamt Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur píanóleikara. Á dagskrá er tónlist eftir íslensk og erlend tón- skáld, sönglög og óperutónlist. Sigrún Hjálmtýsdóttir hefur sungið við Islensku óperuna og Þjóðleikhúsið, við Gautaborgaróp- eruna i Svíþjóð og Óperuna í Þránd- heimi í Noregi. Bergþór Pálsson hefur sungið fjölda óperuhlutverka, m.a. Don Giovanni í samnefndri óperu Moz- arts, Évgéní Ónegin í samnefndri óperu Tsjækofskís, Enríco í Lucia di Lammermoor eftir Donizetti, Germont í La Traviata eftir Verdi, og von Eisenstein i Leðurblökunni eftir Strauss. Óskar Pétursson er yngstur Álftagerðisbræðra frá Skagafirði. Hann nam söng við Söngskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Akur- eyrar. Anna Guðný Guðmundsdóttir hefur m.a. komið fram sem einleik- ari með Sinfóníuhljómsveit Islands, Sinfóníuhljómsveit æskunnar, Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna og Kammersveit Reykjavíkur. Saman hafa þær Sigrún og Anna Guðný komið fram á fjölda tónleika innan- lands sem utan, m.a. i London, Tókýó og í Bandaríkjunum. Árið 1995 hlaut Anna Guðný 12 mánaða starfslaun frá íslenska ríkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.