Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 33 Fer full nærri velsæmismörkum væmninnar. Þó svo að faðirinn sé blankur og úrræðalaus er erfítt að kyngja hörmungum Ali, sem þegar verst lætur verður álíka rauna- mæddur og rotinpúrulegur á svipinn og allslaus heimilisfaðir sem er grýtt bónleiðum út frá bankastjóranum. Skótapið virðist svo auðleyst með því að segja pabba sannleikann. Kannski á myndin að vera ádeila á bruðl og uppeldisaðferðir Vestur- landabúans, allavega á hann erfitt með að átta sig á þessari hörku, hræðslu og slíkri ofureymd að manni brygði ekki hið minnsta þó Oliver Twist skytist útúr næsta húsasundi. Myndin er afar fyrirsjá- anleg með slöppum Rocky kafla undir lokin (sú mynd örugglega ekki verið sýnd í landi æjatolla). Undar- leg blanda raunsæis og einskonar ævintýris. En meiningin er góð og krakkarnir leika þokkalega. Sæbjörn Valdimarsson Birtir hægt að morgni Regnboginn TRICK Handrit Jason Schafer. Leikstjóri Jim Fall. Bandaríkin 1999. Hressilega blátt áfram mynd um unga homma í leit að afdrepi til skyndimaka. Gabriel (Christian Campbell) og Mark (John Paul Ritt- er), kynnast í neðanjarðarlest í New York og ákveða að bregða sér beint í bólið. Ljón eru í veginum. Fyrst og fremst gagnkynhneigður herbergis- félagi Gabriels og léttrugluð vinkona hans, sem virðist langa obbolítið í hommana. Þá er vinkona Gabriels, leikkonan Katherine (Tori Spelling), einatt að tefja fyrir þeim, sömuleiðis roskinn vinur hans, aðstæður því all- ar hinar fjandsamlegustu. Nóttin líð- ur, hægt og sígandi, í kynferðislegri pattstöðu, uns birtir af morgni. Campbell er sá sem heldur endum saman í þessari rómantísku gaman- mynd. Þetta er geðugasti strákur sem fær sjálfsagt flesta til að kyngja afbrigðilegu ástaiífínu og gera jaðar- efni boðlegt hverjum sem er - með góðri aðstoð leikstjóra og höfundar. Spelling, dragdrottning og ruglukoll- an, hjásvæfa herbergisfélagans, lífga öll uppá atburðarásina með skemmtilegum tilþrifum í fyndnum og vel skrifuðum hlutverkum. Af marggefnum tilefnum í svipuðum kvikmyndum, er ástæða til að minn- ast á þá einhliða mynd, sem dregin er upp og sýnir samkynhneigða einatt til í tuskið. Reyndar átta ég mig ekki á því heldur hvort vélmenni dreymi rafknúnar kindur. Sæbjörn Valdimarsson Börn himnaríkis? lláskólabfó ROTTUFANGARINN - THE RATCATCHER ★★★ Leiksljóri og handrit Lynne Ramsey. Skotland 1999. Það er töggur í skoska kvikmynd- argerðarmanninum Lynne Ramsey, hún er hvergi bangin við að að kafa ofaní skítinn og ljótleikann sem um- lykur fátæklingana í Govan, einu öm: urlegasta hverfí Glagowborgar. í órafjarlægð frá Enoch Center. Aðal- persónan í þessari raunsæju þjóðfé- Iagsskoðun er 12 ára snáði sem í upphafi verður óbeint valdur að drukknun leikfélaga síns. Margt fleira plagar drenginn. Hann er að komast á kynþroskaaldurinn, er í uppreisn gegn umhverfinu, drykk- felldum ónytjungnum, föður sínum og hvimleiðum systrum. Gömlu leik- félögunum, en er of ungur til að fá inngöngu í klíku stóru strákanna. Ómurleg og áhrifarík mynd, af- burðavel leikin af William Eadie í að- alhutverkinu, og smærri hlutverkin öll í góðum höndum. Gerð með óvenjulega hreinskilnu hugarfari, engu sópað undir teppið. Ruslið flæðir, rotturnar tímgast, lúsin lifir fínu lífi. Það er ekki verið að skafa af vansældinni sem umlykur allt og alla. Drengurinn er ráðalaus, móðir hans á átakanlega upplyftingu í dansi við dætur sínar undir gömlum slagara með Tom Jones. Fyrsta ást- in hans allragagnið í hverfinu. Þvílíkt líf. Sæbjörn Valdimarsson Hótel Jörð Háskólabfó „LUCKY PEOPLE CENTER“ irk'k eftir Eric Pauser Hér er á ferðinni forvitnileg sænsk heimildarmynd eftir Eric Pauser sem fjallar á athyglisverðan hátt um ýmsa þætti mannlífsins á jörðinni við aldarlok og leitar víða fanga. Pauser fer með myndavél sína um veröld alla og tekur myndir og viðtöl við hið ólíkasta fólk og dregur fyrst og fremst upp mynd af marg- breytileika mannskepnunnar sem byggir þennan hnött; segja má að mynd hans sé óður til fjölbreytileika mannlífsins. Pauser fjallar um trúarlíf í mis- munandi heimshlutum allt frá vúd- úgöldrum til kristinnar trúar. Hann fjallar um dansmenninguna og ein- hver segir: Við erum ekki fullkom- lega mannleg fyi-r en við syngjum og dönsum. Hann fjallar um kynlíf og ræðir við gamla klámdrottningu sem segir að kynlífið sé lífið sjálft. Hann fjallar um ofbeldi og manninn í nú- tímanum sem finnur útrás með poppgargi eða einfaldari lífsháttum og afturhvarfi til náttúrunnar. Arnaldur Indriðason Sígaunasálir lláskólabíó GADJO DILO „SKRÝTNI AÐKOMUMAÐURINN irtck Leikstjórn og handrit: Tony Gatlif. Frakkland 1998. Ungur Frakki, Stéphane, fer til Rúmeníu að leita sígaunasöngkonu sem pabbi hans dýrkaði. I sígauna- þorpi hittir hann Izidor, eldri mann sem syi'gir, að sonur hans hefur verið ákærður íyrh' þjófnað og settur í fangelsi. ízidor trúir því að Guð hafi sent sér Stéphane, og tekur hann með sér heim. En ekki eru allir þorpsbúar jafn hrifnir af skrýtna að- komumanninum. Leikstjórinn Tony Gatlif sem er sjálfur af sígaunaættum, tekst að draga upp mjög forvitilega og heill- andi mynd af sínu fólki, sem alls staðar í heiminum hefur verið litið hornauga í tímans rás, án þess þó að reyna að hefja það upp til skýjanna. Þótt þetta sé bíómynd hefur hún mikið heimildagildi. Hún gefur góða innsýn í heim sígaunanna, lifnaðar- hætti, siði og hugunarhátt og sýnir hvernig dásamleg tregafull tónlistin og dans skipta sköpum í menningu þeirra. Leikararnir eru langtum flestir raunverulegir þorpsbúar að leika sjálfan sig, og eru alveg frá- bærir, því það eru engin höft á þessu fólki, það ber tilfinningar sínar utan á sér. Þar ber sérstaklega að nefna Izidor gamla, sem er svo stórkost- legur að hann gæti verið persóna í Svörtum ketti, hvítum ketti eftir Kusturica. Rona Hartner leikur Sa- binu, sígaunastelpuna sem hefur dansað í Belgíu og tekst að heilla að- komumanninn upp úr skónum. Hún er yndisleg og virðist vera að leika sjálfan sig, alla vegana er hún jafn sannfærandi og hinir áhugaleikar- arnir. Það er helst að franski leikar- inn Romain Duris sem fer með hlut- verk Stéphane, skeri sig úr sem „al- vöru“ leikari, en það gerir hann bara að ennþá skrítnari aðkomumanni. Gadjo Dilo er ástarasaga, örlaga- saga þar sem stutt er milli hláturs og gráturs. Þetta er áhrifarík saga af manni sem í leit sinni að sjálfum sér þarf að kasta frá sér öllum sínum vesti-ænu venjum og hugsanhætti, og finnur mikla meira en hann bjóst við. Á skemmtilega afslappaðan hátt leggur leikstjórinn áherslu á að fólk beri virðingu fyrir ólíkum menning- arheimum sem geta komið manni skringilega fyrir sjónir í fyrstu. Gadji Dilo er þó aðallega heillandi frásögn af innviðum mannsálarinnar og sönn- um tilgangi lífsins. Hildur Loftsdóttir Líf og dauði í sama líkama HAUT LES COEURS! HERTU UPP HUGANN! ick'k Sólveig Anspach 1998. EMMA býr með unnusta sínum Simon, og er ólétt að sínu fyrsta barni, þegar læknirninn tilkynnir henni að hún sé með stórt krabba- meinsæxli í öðru brjóstinu. Geislameðferðin muni skaða krílið og henni er sagt að fara í fóstur- eyðingu. En Emma gefst ekki upp svo auðveldlega og finnur sér sjúkrahús þar sem hún fær að halda baminu, en baráttan við dauðann fyrir lífinu verður fyrir vikið helmingi erfiðari. Leikstjórinn Sólveig Anspach segir frá eigin reynslu af barátt- unni við krabbameinið í þessari kvikmynd. Enda er lýsingin mjög raunsönn þar sem komið er mjög nærri aðalpersónunni og kafað inn í allar þær erfiðu tilfinningar sem þvílíkt áfall vekur upp hjá sjúklingnum; reiði, stundum gleði en aðallega hræðslu við að deyja, við að vera ekki aðlaðandi, við að missa allt það sem lífið hafði hing- að til gefið. Sólveig hefði ekki geta valið sér betri leikkonu í hlutverk Emmu en einmitt Karin Viard. Það er skemmtilegt til þess að vita að hún er þekkt gamanleikkona í Frakklandi, en það hreinlega geislar af henni í þessu dramat- íska hlutverki. Julien Cottereau er líka skemmtilegrr í hlutverki Olivier, viðkvæma bróður Emmu sem þolir ekki að sjá systur sína þjást. Simon og önnur hlutverk eru hins vegar ekki jafnskemmti- lega skrifuð. Handritið er annars ágætlega skrifað. Sorgleg og átakanleg saga er sögð á mjög látlausan hátt, og þrautagangan brotin upp með húmor og tónlist sem gera Emmu enn meira lifandi og myndina litríkari. Myndatakan er fin og þá sérstaklega í nokkrum Sólveig Anspach ásamt móður sinni, Högnu Sigurðardóttur, arkitekt í París, við frumsýningu myndarinnar HERTU UPP HUGANN. atriðum á sjúkrahúsinu sem ná vel að túlka hræðslu söguhetjun- ar við örlög sín. LítU og lagleg mynd með per- sónulega og skemmtilega sýn á sálarleg átök við erfiðar aðstæð- ur. Hildur Loftsdóttir Innlausnarverð vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Hinn 10. september 1999 er 28. fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs í 2. fl. B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 28 verður frá og með 10. september nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 5.000,60 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1999 til 10. september 1999 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu skírteinanna. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. september 1999. Reykjavík, 31. ágúst 1999 SEÐLABANKIÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.