Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 ------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Landssíminn, Laugar- dalurinn og lóðir SVR þarf fyrr en seinna að flytja sína starfsemi, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, og sú starf- semi sem þar er þarf ekki að vera miðsvæðis. það er núverandi lóð SVR við hlið höfuðstöðva Islandsbanka. Þar myndi sóma sér vel glæsileg ski-if- stofubygging við eina fjölförnustu götu borgarinnar. SVR þarf fyrr en seinna að flytja sína starfsemi og sú starfsemi sem þar er þarf ekki að vera miðsvæðis. Því er kjörið að skoða þennan valkost og fleiri, því að Landssímanum og fleiri fyrir- tækjum þarf að finna samastað, bara ekki í Laugardalnum. Höfundarkynning lepptexti lepp- texti lepptexti lepptexti lepptexti MIKIL umræða hefur að undanförnu verið um lóðamál í Reykjavík og nú sér- staklega í tengslum við fyrirætlanir borg- arstjóra sem miða að því að breyta hluta Laugardalsins í svæði fyrir kvikmynda- og ^.skrifstofuhúsnæði. Flestum hugnast þessi hugmynd illa af augljósum ástæðum. Það breytir því ekki að mjög mikilvægt er að fyrirtækjum í borg- inni og þeim sem vilja koma til borgarinnar sé sköpuð aðstaða fyrir sína starf- semi. Frá því að núverandi borgar- stjóri tók við stjórnartaumunum hefur verið lóðaskortur hér í borg- inni. Hér hefur bæði verið skortur á lóðum fyrir íbúðir og at- vinnustarfsemi. Það að ekki eru til staðar lóðir þýðir einfaldlega að borgin missir íbúa og fyrirtæki. Það er alltaf slæmt þegar slíkt ger- ist en það væri mjög alvarlegt ef borgin myndi missa einn stærsta vinnustaðinn, Landssímann. I mín- um huga kemur ekki til greina að nýta Laugardalinn undir þá starfsemi eða aðra sambærilega en hvað er þá hægt að gera? Margir vildu sjá Landssímann byggja við Suður- landsbrautina fallegt skrifstofu- húsnæði. Það myndi hinsvegar þýða að fyrirtækið þyrfti að kaupa eitthvað af þeim húsum sem þar eru fyrir, rífa þau og byggja annað í staðinn. Þau hús eru flest ef ekki öll í eigu einkaaðila og alls ekki víst að slík fyrirætlun gengi eftir. Ein er sú lóð sem vel kæmi til greina og Guðlaugur Þór Þórðarson VIVENTY Síðasta vika útsölunnar Nýjar vörur komnar Opið kl. 10-18, laugard. kl. 10-16. JOSS Laugovegi 20 sími 562 6062. r Viðskipl [56 Viðskiptasambönd á netinu í 44 löndum! -1- 3 Jpið: dánud-fimmtud. 10 - 18 Föstudaga 10 - 19 Laugardaga 10 - 18 Sunnudaga 12-17 Skipulagsmál Múrarar ■ verktakar - byggingameistarar Margir litir STEINIIMGARLÍM FLOTMÚR • 5 tegundir ÚTIPÚSSIMIIMG • Margir litir - 3 tegundir INNIPÚSSNING - RAPPLÖGUN • úti og mm LÉTTIÐ vinnuna og MARGFALDIÐ afköstin með notkun ELGO múrdælunnar! Leitið tilboða! vV. S steinprýði Stangarhyl 7 - P.O. Box 12D72 - 132 Reykjavík Sími 567 2777 - Fax 567 2718 Vísvitandi blekkingar? ÞOREY Vilhjálms- dóttir ritaði grein í Morgunblaðið föstu- daginn 20. ágúst þar sem hún sakar mig um ranghugmyndir varð- andi starf fyrirsæt- unnar og segir skoð- anir fólks á þeim störfum yfirleitt vera persónulegt álit sem ekki sé vert að svara. Hún svarar þó í Morgunblaðinu og aft- ur í útvarpsþætti á laugardag. Vissulega er mitt álit persónulegt ég er engin málpípa fyrir annarra hagsmuni en það álit er byggt á reynslu, ekki bara af fyrir- sætustörfum, heldur einnig í vinnu með fyrirsætum allt þar til fyrir tveimur árum. Þetta ætti Þórey að vita áður en hún fer að saka mig um fávisku eða ranghugmyndir. I Morgunblaðinu lýsir hún fyrir- tæki sínu eins og það sé heil for- varnastofnun og er vel ef svo er, þótt ég hafi litla trú á að fyrirsæt- unámskeið í nokkrar vikur eða mánuði sé lausnin á hvers kyns ór- eglu. Hún segir markmið námskeið- anna sem hún heldur vera að efla sjálfstraust stúlknanna og gera þær ánægðar. Það er líka svo sem gott og gilt ef ánægja og sjálf- straust hafa ekki með annað að gera en útlit. Það hefur þó verið vit- að um aldir að sjálfstraust og ánægju með sína eigin persónu öðl- ast fólk helst með því að vera sterk- ir persónuleikar, með heilbrigt sjálfsmat, hæfni til að takast á við örlög sín og öðlast þar með innri ró. Það getur tekið ár eða áratugi og eru unglingsárin varla sá tími þar sem hægt er að kaupa slíkt sjálf- straust í einum pakka á fyrirsætun- ámskeiði. En gott og vel, ef konan trúir þessu sjálf, þá það. I viðtalinu á laugardagsmorgnin- um sagði Þórey að skilyrði fyrir síð- ustu Ford-keppni hér heima hefðu verið þau að stúlkurnar væru orðn- ar sextán ára, til þess að sýna fram á hvað þær væra varkárar en játaði jafnframt að ef tískufyrirtækin í út- löndum krefðust þess að fá 14-15 ára stúlkur, yrðu þær hjá Eskimo Models að svara þeirri kröfu. Eg hef engu við þessa mótsögn að bæta. I greinmni í Morgunblaðinu telur Þórey upp 6 fyrirsætur sem sagðar eru hafa náð langt í fyrrirsætubr- ansanum í útlöndum. Á þeim árum Lína Rut Wilberg SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR PLÖTUR í LESTAR 51 , VTk SERVANT PLÖTUR I 11 I I SALERNISHÓLF BAOPILJUR ELDSHÚSB0R0PLÖTUR Á LAGER-N0RSK HÁGÆÐAVARA ÞÞ &CO Þ.ÞORGRJMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100 sem þrjár þeirra voru fyrirsætur var ekki gerð krafa um að þær væru gangandi herða- tré. Þær áttu heldur ekki að vera á ferm- ingaraldri. Þær Guð- rún Bjarnadóttir, Man'a Guðmundsdótt- ir og Thelma Ingvars- dóttir vora allar um tvítugt og búnar að taka út líkamlegan þroska konu. Til gam- ans má geta þess að' María hefur einmitt ritað bók um þessi ár, þar sem allt er ekki jafn fallegt. Þórey tal- ar um að allt hafi breyst síðan þá, en ég fæ ekki betur séð en að allt hafi breyst til hins verra. Fyrirsæt- urnar yngri og hafa lítinn þroska til Fyrirsætur Hvaða fyrirtæki, spyr Lína Rut Wilberg þarf ekki á jákvæðri umræðu að halda?. Bókhald fyrir nýja öld BKERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun að taka því áfalli að vera búnar að vera þegar þær komast á mennta- skólaaldur. Ef Þórey hefði lesið grein mína í annarri stellingu en varnarstell- ingu, hefði hún áttað sig á því að það sem mér finnst gagnrýnivert er að þessum þvengmjóu unglings- stúlkum skuli vera stillt upp sem fyrirmyndum að því hvernig full- þroska konur eigi að líta út. Þær eru jú ekki að auglýsa fermingar- fatnað. Hinar 3 sem Þórey tínir til hafa vissulega náð langt, á íslenskan mælikvarða, og það er vonandi að þær séu ánægðar með lífið og fullar af sjálfstrausti. Ef Þórey kannast ekki við að líf fyrirsætunnar úti í hinum stóra heimi, í þeirrí baráttu og sam- keppni sem þar ríkir, sé ekki hættulegt ungum, ómótuðum stúlk- um, er allt hennar starf afskaplega vel meint, en hún ætti þá kannski að kynna sér hann til þess að vita hvert hún er að senda stúlkurnar. Ef hún veit hins vegar hvað bíður þeirra, eru skrif hennar og tal í út- varpi ekkert annað en vísvitandi blekkingar. Það kann að vera að foreldrar fari með til að byrja með og þær geti fengið „smá“ pening eins og hún orðaði það í útvarpsþættinum og fengið að fara til útlanda, en varla hafa margar íslenskar fjöl- skyldur efni á því að hafa annað for- eldrið langtímum saman erlendis við að reyna að koma einu baminu sínu á framfæri. Það kostar ekkert litla peninga, einkum ef það er satt sem Þórey segi að það taki að minnsta kosti eitt ár í harkinu að koma sér áfram. í lok útvarpsþáttarins segir Þór- ey að fyrirtæki hennar þurfti á já- kvæðri umræðu að halda. Auðvitað. Hvaða fyrirtæki þarf ekki á því að halda? Hún verður hins vegar að gera sér grein fyrir því að hún er að starfa á sviði sem er af mörgum ástæðum gagnrýnivert og hefur verið gagnrýnt um allan heim. Hún getur enga kröfu gert til þess að allt ísland fyllist sérvisku og leggi blessun sína yfir starfsemi útlitsbr- ansans. Ennfremur verður hún að átta sig á því að persónulegt álit þeirra sem tjá skoðanir sínar er engu minna virði en hennar eigið, hvort sem það er byggt á reynslu eður ei, jafnvel þótt það henti ekki hennar eigin fyrirtæki. Höfundur er listmálari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.