Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Afram forsæt- isráðherra! EINS og lands- mönnum er kunnugt er forsætisráðherra reiður. Tilefnið er sá óvenjulegi atburður að fyrirtæki seldi öðru fyrirtæki hlut í þriðja fyrirtækinu. Almenn- ingi er vitaskuld ^ brugðið og fínnur til með forsætisráðherra. Sem betur fer er þó hugsanlegt að hinn vá- legi atburður muni verða þess valdandi að framþróun muni eiga sér stað í íslensku at- vinnulífi. Ástæðu þessa, að ég tel, er að fínna í um- mælum forsætisráðherra. Það er að vísu svo að ummæli forsætisráð- herra í máli Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins (FBA) hafa verið fjöl- breytileg og skoðanir hans ýmist til austurs eða vesturs. Oft hefur verið erfitt að henda reiður á öðru en að ráðherrann væri mjög reiður. - En með góðum vilja og töluverðri yfirlegu má hins vegar greina í um- mælum forsætisráðherra hugsan- lega viðhorfsbreytingu að því er varðar samþjöppun valds í íslensku viðskiptalífi. Dreifð eignaraðild Þó að því megi halda fram með gildum rökum að fá ef nokkurt ís- lenskt fjármálafyrirtæki starfi í meiri samkeppni en FBA tek ég undir þá skoðun forsætisráðherra að óæskilegt sé að einstaka hlut- hafar hafi of mikil áhrif í fjármála- fyrirtækjum og það beri að stefna að eins dreifðri eignaraðild að þeim eins og kostur er. Ef skoðun forsætisráð- herra byggist á því grundvaÚarviðhorfi að of mikil samþjöppun valds í íslensku við- skiptalífi sé skaðleg samfélaginu þá fæst ekki séð að hann geti látið staðar numið við þessi viðskipti heldur hlýtur þegar í stað að hefja ítarlega leit með ráðuneyti sínu að leið- um tÚ að tryggja dreifða eignaraðild að mikilvægum fyrirtækjum í íslensku atvinnulífi. í því verki á forsætisráðherra fullan stuðning minn og vonandi allra annarra sem aðhyllast frjálsa sam- keppni og vilja heilbrigt atvinnulíf. Verk að vinna Þar sem forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun valds inn- an FBA, sem þó starfar í alþjóð- legu samkeppnisumhverfi, þá hlýt- ur hann að vera heltekinn af kvíða vegna fákeppni á samgöngumark- aðinum. Stærsta skipafélagið sem stjórnað er af fáum drottnar yfir flestum þáttum samgangna. Það á ráðandi hlut í stærsta flugfélaginu og stundar það markvisst að kaupa upp keppinauta sína jafnframt því að kaupa sér áhrif hjá viðskiptavin- um sínum. Því segi ég, áfram for- sætisráðherra á samgöngumark- aðnum! Fleiri dæmi má nefna. Fá- Lúðvík Bergvinsson Fjárfestingarbankinn Ég vona að forsætis- ráðherra sé nú í hjarta sínu þeirrar skoðunar, segir Lúðvík Bergvinsson, að sam- þjöppun valds sé hinni íslensku þjóð til ills. keppni og samþjöppun valds ríkir á tryggingamarkaðnum. Hið sama á við um olíumarkaðinn. Þar er verk að vinna, forsætisráðherra. Til stendur að selja Landssímann sem gín yfir fjarskiptamarkaðinn. I því máli hefur forsætisráðherra ein- stæða möguleika til að tryggja dreifða eignaraðild og vinna gegn samþjöppun valds á gífurlega mik- ilvægu sviði. Látum ekki eyði- leggja fyrir okkur einkavæðingará- formin á því sviði, hr. forsætisráð- herra. Öflugur bandamaður Ég er ekki einn af þeim sem trú- ir því að viðbrögð forsætisráðherra í ÉBA-málinu séu byggð alfarið á því að vinir og hans greiðendur í gullkistu Sjálfstæðisflokksins hafi ekki fengið banka sem búið var að lofa þeim. Þess í stað tel ég, eða a.m.k. vona, að forsætisráðherra sé nú í hjarta sínu þeirrar skoðunar að samþjöppun valds sé hinni ís- lensku þjóð til ills. Sé skilningur minn réttur höfum við jafnaðar- menn öðlast öflugan bandamann í baráttunni fyrir heilbrigðri sam- keppni í íslensku atvinnulífi. Því segi ég; áfram forsætisráðherra. Höfundur er alþingismaður. Skólavörubúðin Sérverslun fyrir alla fróðleiksfúsa Hjá okkurfœrðu: Kennsltfforrit Námsbœkur Rifföng Skólatqflur Kennslutœki Kortabrautakerfl Sérkennslugögn Myndvarpa og segulbönd Tómstundavörur Landakort ojl. ojl.... • Við bjóðum eirmig upp á sérpöntunarþjónustu • Verið velkomin t Skólavörubúðina, sérverslun með námsgögn og kennslutœki. • Við hlökkum til að þjónustaykkur. Skólavörabúðin Lasgavcgi 166 - 105 Reyfcjatvík Sími 552 80®» - Símbrétr 562 4137 • • Orlagadagur í handritamálinu MEÐ nokkurri furðu hef ég lesið tvær greinar eftir gamlan íslands- vin og ótrauðan stuðningsmann okkar Islendinga í handritamálinu, Bent A. Koch ritstjóra, vegna bókar Sigrúnar Davíðsdóttur um þetta mál, sem ég hef reynd- ar ekki séð. Satt að segja þykir mér heldur óviðfelldið að fara að metast um það hver hafi átt stærstan eða minnstan þátt í farsælli lausn þessa máls, sem verður Dönum til ævarandi sóma. Hins vegar vöktu við- brögð Gylfa Þ. Gísla- sonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, þess manns sem að öðrum ólöstuð- um var í lykilhlutverki af hálfu okkar Islendinga við iausn þessa fordæma- lausa máls, minni furðu mína. Þannig var, að faðir minn, Einar Olafur Sveinsson, var formaður ráð- gjafanefndai' ríkisstjómarinnar í þessu máli. Ég fór til Parísar frá Stokkhólmi um það leyti sem þetta gerðist í apríl 1961 og varð þess áskynja í símtali, að faðir minn var að fara í eins konar leyniferð sem hann vildi þá ekki segja mér deili á. Atvik höguðu því þannig, að þá síðar um vorið átti hann leið til Parísar vegna fyrirlestrahalds og þá gat ég spurt hann út úr um þetta mál, því að mig grunaði að hér hefði verið fjallað um handritamálið. Hann sagði mér þá frá þessum tveimur GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK handritum, Edduhandriti og Njálu- handriti, sem hann hefði stungið upp á við ríkisstjómina, áður en lagt var upp til Kaupmanna- hafnar, að Dönum yrðu boðin, ef allt færi í hnút, og að ríkisstjómin hefði samþykkt þessa uppá- stungu. Hann kallaði hana „leynivopnið“. Hann bætti við: „Þetta átt þú að muna, ef ein- hverju öðra verður ein- hvem tímann haldið fram.“ Ég man líka mín fyrstu viðbrögð við þessum tíðindum: „Tímdirðu að láta Njálu af hendi?" spurði ég. „Við eigum aðrar Njálur," sagði þá Einar Olafur og brosti. Þó að nú hafi verið rituð bók til að „skýra mikilvægt hlutverk Sigurðar Nordals á þessum lokaspretti", eins Handritin Hann sagði mér frá þessum tveimur hand- ritum, segir Sveinn Einarsson, Edduhand- riti og Njáluhandriti. og Bent Koch kemst að orði í Morg- unblaðinu 28. ágúst sl., sé ég ekki að það rýri álit þess mikilhæfa fræði- manns, þó að ég efni hér með þetta heit við föður minn, sem kemur heim og saman við orð Gylfa Þ. Gíslasonar í Morgunblaðinu 18. ágúst sl., og minni á, að fleiri komu að þessu máli. Öllu þarf að halda til haga í annálum. Höfundur er fv. leikhússtjóri. ^mb l.i is ALL.TAf= EITTHtSAÐ NYTl Einar Ólafur Sveinsson Leitaðu ekki langt yfir skammt Islenskir vefir eiga heima á Vefskinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.