Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖRÐUR VIGFÚSSON Hörður fædd- ist í Hafnarfirði, ólst þar upp og lifði alla tíð. Hann lést á Sólvangi í Hafnar- firði 23. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Vigfús Þorgilsson, smiður, f. 9.10.1894, d. 9.8. 1982 og Elísabet Nikulásdóttir, f. ^ 21.7. 1901, d. 12.12. 1974, en þau voru bæði úr Staðarsveit á Snæfellsnesi. Systkini Harðar voru Óskar Vigfússon, m. Elín Kristjánsdóttir. Búa í Hafnar- firði. Þorbjörg Vigfúsdóttir, m. Robert A. Day (látinn). Búsett í Washington. Kristín Vigfúsdótt- ir, m. Grétar Finnbogason. Búa í Hafnarfirði. Ólafur Gunnar Vigfússon, m. Auðlín Hannes- dóttir, búsett í Reykjavík. Lýð- ur Vigfússon, m. Helga Lúð- víksdóttir, búsett í Kópavogi. Þórður sem var á eftir Þor- björgu í aldursröð, lést 2ja mán- _> aða. Hörður kvæntist 30.12. 1945 Sigmundínu Pétursdóttur frá Laugum í Súgandafirði, f. 16.9. 1918, d. 15.11. 1989. Börn þeirra: Vigfús Ævar Harðarson, búsettur á Suðureyri. Hann á þijár dætur. 2) Elísabet Sonja Harðardóttir, m. Magnús Ólafsson og eiga þau fjögur börn. Búsett í Hafn- arfirði. 3) Kristjana Harðardóttir, m. Björn Ragnar Sig- tryggsson. Þau eiga fimm börn á lífi en elsta barn þeirra, dóttir, fæddist and- vana. Búsett í Hafn- arfirði. 4) Þórður Harðarson, m. Guð- rún Kristjánsdóttir og eiga þau fjórar dætur. Bú- sett á Akureyri. 5) Kristín Ása Harðardóttir, m. Sigurður K. Runólfsson og eru dætur þeirra fimm. Búsett í Hafnarfirði. 6) Ástþór Harðarson, m. Sigurvina K. Falsdóttir. Börn þeirra eru sex. Búsett í Hafnarfírði. Yngst- ur var drengur sem fæddist andvana. Fyrir hjónaband átti Hörður soninn Erling Ómar Haffjörð Harðarson, m. Ásdís Vignisdóttir og gekk hann börnum hennar tveimur í föður- stað. Búsett í Garðabæ. títför Harðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarð- sett verður í Hafnarfjarðar- kirkjugarði. Elsku pabbi minn, þú varst svo einlægur Hafnfirðingur að ef þú fórst út fyrir bæjarmörkin varstu í raun ekki almennilega rór fyrr en þú jiiiiiiiiimiiir Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 AlIXXIIXJYYTIXXlf! Blómastofa Friéfínns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. varst kominn inn fyrir þau aftur og helst alla leið inn á heimilið. Þannig hefur það einnig verið lengstum með mig, þó svo að ég hafi frá bemsku- dögum verið álíka mikið í Súganda- firði sem líka er mér ákaflega kær. Það er því sárt og nístir í hjartað að Qórar síðustu ferðir mínar að vestan til fallega fjarðarins við sunnanverð- an Faxaflóa eru allar tengdar sorg- m. Legsteinar Lundi v/Nýbýlaveg SOLSTEINAK 564 3555 omcv v/ "Fossvocjski^kjwgarð *wSími. 554 0500 ^ Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Síml 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. B S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 MINNINGAR inni. Frá haustdögum til dagsins í dag hef ég kvatt frændur mína tvo, þá Ólaf Þ. Þórðarson, fyrrum alþing- ismann frá Stað í Súgandafirði, - einstakan mann sem ég alla tíð leit á sem eins konar uppeldisbróður minn, Þóri Axelsson, sjómann frá Suðureyri, vin og jafnaldra, sem slasaðist til óh'fis í erlendu veiðiskipi við erlenda strönd í vetur. Og nú síð- ast var borinn til grafar í Hafnarfirði í júlí sl. elskulegur og ástkær hálf- bróðir minn, Magnús Einarsson, for- stöðumaður Norðurlanda- og Norð- ur-Evrópudeildar Þjóðminjasafns Kanada í Ottawa. Allir dóu þeir svo snöggt og fyrirvaralítið að ekkert varð að gert. Og nú var komið að þér, kæri pabbi. Að vísu hafðir þú og við þau sem næst þér stóðum vitað að hveiju stefndi. Smátt og smátt, mánuðum saman, dró af þér en daginn áður en þú kvaddir og fórst, benti alls ekkert til þess að að kvöldi næsta dags vær- ir þú kaldur nár með brostin augu. Þú vissir hve hörmulega ég tók því að geta ekki verið við dánarbeð mömmu minnar elskulegrar þegar hún lést fyrir rétt tæpum tíu árum og sama var uppi á teningnum nú. Vegna fjarlægðar frá þér komst ég ekki til þín fyrr. Drottinn hafði aftur tekið það sem hann áður hafði gefið. Hvorugt ykkar minna kæru foreldra gat ég kvatt og þakkað eins og við- eigandi var og við öll hefðum óskað. En ég þakka þér og kveð þig nú á sama hátt og ég gerði þegar mamma dó. Og ég hef sannarlega þá trú að kveðjur mínar og hjartans þakklæti nái til ykkar hjá Guði Drottni vorum Jesú Kristi. Barnæska þín og fjölskyldu for- eldra þinna leið rétt eins og hjá öðru alþýðufólki þess tíma. Þú varst elst- ur systkina þinna og barst alltaf mikla umhyggju fyrir þeim, einkum á uppvaxtarárum þeirra framan af ævi. Þetta var á kreppuárunum og ekki alltaf fullt hús matar né eldur og hiti á hlóðum. En stundum sagðir þú mér frá hvernig þú aflaðir fiskjar á bryggjum og kola til eldunar og omunar með því að elta kolaflutn- ingabíla og bíða þess að moh og moli hristust af á ójöfnum götum Hafnar- fjarðar þess tíma. Sjálfsbjargarvið- leitnin og dugnaðurinn var í fyrir- rúmi og að geta rétt pabba þínum og mömmu og stækkandi systkinahópi hjálparhönd var þér mikils virði og metnaðarmál á þessum árum. Það var þér og öðrum í fjölskyldunni mikill harmur þegar Þórður hth bróðir þinn dó árið 1929 aðeins 2ja mánaða og alla tíð minntist þú hans með mikilli gleði en sárum söknuði. Mjög ungur fórstu fyrst til sjós á togara og gast þannig stutt fjöl- skyldu þína á þessum erfiðu árum. Sjómennska varð hins vegar ekki þitt aðalstarf um ævina þó að fram- an af færir þú nokkuð til sjós bæði á sfldarbátum og togurum. Á barnsárum kynntist þú gamalh og nokkuð fornri íslenskri einstæðis- konu, Kristínu Ásbjarnardóttur, sem átti sér nokkum blett og htið kot í hrauninu ofan Hverfisgötu í Hafnarfirði. Hún var ekki allra en þið löðuðust hvort að öðru og urðuð nánir vinir. Þú varst snúningalipur og ávallt tilbúinn að veija hana fyrir ertni og prakkaraskap strákanna í nágrenninu. Svo mikils mat hún þetta við þig, að þegar skapadægur hennar rann upp varst þú sóttur í Barnaskóla Hafnarfjarðar við Læk- inn til að vera hjá henni. Síðar kom í ljós að fátæklegar eigur sínar, kotið og lóðina, hafði hún gefið þér. Þetta eins og svo margt annað sýndi hve tryggur þú varst. Og alla tíð voru þetta viss einkenni þín. Þú vildir hjálpa þeim sem minni máttar voru og ótrúlega oft gafstu frá þér meir en þú hafðir kannski ráð á - bæði aura og ýmsar nauðsynjar. Eftir að foreldrar þínir höfðu búið með hópinn sinn í ýmsu leiguhús- næði í Hafnarfirði um nokkurt árabil hófst smiðurinn, afi minn og faðir þinn, handa og hóf húsbyggingu á lóðinni sem gamla konan hafði gefið þér. Gamla kotið sem þar stóð var rifið en viðir og sitthvað fleira úr því nýttist vel með öðru við nýbygging- una. Þannig varð góðmennska þín og kærleikur þinn til gamallar einsetu- konu til þess að glæsilegt hús reis á lóðinni Hverfisgötu 31b sem síðar varð Vitastígur 6a. Þú hafðir lagt grunn að því að fjölskylda þín eign- aðist fastan samastað. Og í þessu húsi með fallegu lóðina um kring bjugguð þið systkinin þangað til flutt var að heiman og stofnað til eigin fjölskyldna innan lands og ut- an, en í húsinu áttu foreldrar þínir heima allt til enda. Og seinna eftir að þú stofnaðir til þinnar eigin fjöl- skyldu bjóst þú þér heimili á efstu hæð þessa húss og þar lifðum við og hrærðumst upp undir 20 ár þar til þú með hjálp vina og vandamanna byggðir húsið á Mosabarði 11 í Hafnarfirði. Það varð þinn bauta- steinn og þar bjóstu upp frá því, síð- ast einn eftir að mamma dó og fugl- arnir ykkar voru flognir úr hreiðr- inu. Fyrir fáum árum kaustu hins vegar að flytja í þjónustuíbúð og hana fannstu og keyptir í nýju húsi við Sólvangsveg 3. Það varð þér til gleði að Ástþór, sonur þinn, keypti húsið við Mosabarð og býr þar nú með sinni fjölskyldu. En eins og ég nefndi áður varð sjómennska aldrei þitt aðalstarf. Það var blikksmíðin. Þú réðst til þeirra Alexanders Guðjóhssonar og Ágústs Jónssonar í Dvergasteini og síðar eftir að Gústi stofnaði sína eigin smiðju réðst þú til hans og starfaðir hjá honum meðan hann lifði og síð- ast hjá syni hans, Einari. Þetta sam- starf leiddi til ævarandi vináttu sem þið báðir mátuð mikils, enda áttuð þið Gústi svo margt sameiginlegt. Og þégar Gústi var fallinn frá var það ekki bara vinátta ykkar tveggja sem hafði þróast, heldur höfðu fjöl- skyldurnar báðar tengst vináttu- böndum. Þú varst frábær verkamað- ur og svo vandaður til allra verka á vinnustað að umtalað var og annál- að. Það hlýjar alltaf um hjartarætur að rekast á fólk sem minnist þín af einlægum hlýhug fyrir trúmennsku þína, alúð og nærgætni við hvert það verkefni sem þú tókst þér fyrir hendur. Eg efast ekki um að á þess- ari kveðjustund minnast þín margir sem til þín leituðu með verkefni og vandamál, en þú leystir af hendi eins og meistara einum sæmir. Ekki tókstu alltaf greiðslu fyrir verk þín - sumir fengu ekki að borga. Þú varst fermdur vorið 1935 af vini þínum sem seinna varð, séra Garðari Þorsteinssyni. Þú varst til sjós sumarið á fermingarári þínu, en um haustið tókstu mikið gæfuspor sem átti eftir að verða þér til mikilla heilla og gleðistunda um fjölmörg ár, þá mættir þú til æfinga hjá Karla- kórnum Þröstum og það kvöld kom hinn ágæti prestur til þín og spurði kankvís: „Heyrðu Hörður. Var ég ekki að ferma þig í vor?“ Þar með varstu líklega orðinn yngsti félaginn í Þröstum fyrr og síðar. Áratugi eftir þetta starfaðir þú með kórnum og þar eignaðist þú marga þína bestu félaga og vini. Margir þeirra hafa reyndar kvatt þetta tilverustig eins og þú nú, en þessara Þrasta minntist þú alla tíð með mikilli hlýju. Og þeg- ar ævi tók að halla ornaðir þú þér við yl minninganna. En söngurinn var ekki aðeins bundinn við Þrestina, þú fórst vítt og breitt syngjandi, lengstum með vini þínum og frænda og jafnaldra, Magnúsi S. Lýðssyni píanóleikara, sem lést langt um aldur fram árið 1971. Börn að aldri höfðuð þið komið fram í útvarpi og nokkrum sinnum eftir það. Um margra ára skeið kom- uð þið fram á ýmsum uppákomum og skemmtunum til mikils yndis- auka fyrir þá sem á hlýddu. Áreiðan- lega hafa hundruð manna og kvenna haft á orði við mig gegnum árin hversu stórkostlegur flutningur ykk- ar var, svo margir áttu erfitt með að hemja tárin og tilfinningaflóðið streymdi um hug og hjarta. Þið kæru frændurnir fóruð af einu svið- inu á annað, fallegir, Ijúfir og glæsi- legir og fluttuð list ykkar af ein- lægni, tign og hjartahlýju. Þetta voru sæludagar. Einnig söngstu dúett oft með Páli Þorleifssyni, í kvartettum og tvöföldum kvartett- um með ýmsum félögum. Ekkert var þá meira virði en söngurinn sem stóð þér hjarta næst ásamt nánustu fjölskyldu þinni. En þegar leikur stendur hæst bregður sól stundum sumri. Þegar þú varst barn misstir þú heyrn á öðru eyranu og um miðj- an aldur fórst þú að missa heyrn á hinu líka. Þetta varð þér sérstaklega og ýmsum fleiri líka gífurlegt áfall. Brátt leið að því að heyrnin hvarf gersamlega, ekkert hægt að bæta þó að heyrnartæki bjargaði lengst af í samskiptum við fólk. Tímabil söngs og tóna var liðið - þitt hálfa líf var horfið. Nú var ekki lengur skundað til æfinga og á fund góðra vina ákveðna daga í viku hverri. Kvíða og óróleika setti að þér, að þér sótti ákveðin einmanakennd og einangrun og það veit sá sem allt veit að oft leið þér hræðilega illa. En enginn má sköpum renna. Smátt og smátt hla- ustu að verða að sætta þig við það sem gerst hafði og þú þurftir að búa við allt til enda. En svo þú vitir það þá sárvorkenndi ég þér, pabbi minn. Þetta hlaut að vera þér ákaflega erfitt oft og tíðum. Þú varst alla tíð pólitískur. Og þótt lífið léki ekki alltaf við þig og fjölskyldu þína né væri dans á rós- um hvarflaði aldrei að þér að h'ta til „vinstri" á lífsins göngu. Kommún- ista fyrirleist þú, „vol og væll voru ekki þinn stæll“. Þú gerðist eindreg- inn sjálfstæðismaður þótt þú létir ekki teyma þig þar eins og saklaus- an einfeldning í sérhverju efni. Síð- ast núna í alþingiskosningunum í vor lagðir þú mikla áherslu á að geta kosið og nýtt þinn kosningarétt. Þú leist alltaf upp til Ólafs Thors og Bjama, en í Hafnarfirði voru þínir menn Matthías, Ámi Grétar og Stef- án Jónsson. Þú taldir þá alla tíð til vina þinna. Einnig vil ég nefna Árna Gunnlaugsson og foreldra hans, þótt langt bil væri á milli ykkar á póli- tíska sviðinu. Sannur vinur þinn alla tíð var Ami Ingvarsson og Gerða, kona hans. Þau heimsóttu þig gegnum ár- in og í margra mánaða sjúkraleg- unni síðustu vom þau tíðir gestir við beð þinn og vildu allt fyrir þig gera. Fyrir það er þakkað nú. Eftir að þú fluttir á Sólvangsveg- inn eignaðist þú nýjan vin, Ingimund B. Halldórsson, sem bjó í sama húsi. Með ykkur tókst mjög djúp vinátta sem þú mast mikils. Ingimundur lést þann 15.3. 1998 og saknaðir þú hans sárt. Fyrir vináttu hans og dætra hans er þakkað nú. Upptalningu á vinum hef ég ekki lengri nú en ýmsa vini lifandi og látna eignaðist þú á lífsins braut. Fyrir það er þakkað nú. Eins og áður sagði lést þú þér mjög annt um systkini þín þegar þau vom ung. Að sjálfsögðu breyttist margt þegar þið öll höfðuð stofnað ykkar eigin heimili og fjölskyldur. En þú spurðist fyrir og fylgdist með þeim eins og þér var mögulegt alla tíð. Sjálfsagt var samband ykkar Bóbó nánast, en aðeins um ár var á milli ykkar í aldri og báðir byggðuð þið hús við Mosabarðið og átti hann mörg sporin til þín. Fyrir það er þakkað nú. Þegar leið á ævi þina fékkstu ríka þörf til að afla upplýsinga um frænd- ur og forfeður af Snæfellsnesi. Þér þótti vænt um uppmna þinn. Árið 1996 gaf ég þér bækurnar tvær um Þorsteinsætt í Staðarsveit. Þeim þótti þér gaman að fletta. Nú em þessar bækur komnar til mín aftur. Aðeins vil ég nefna mömmu, - eig- inkonu þína í 44 ár. Þið vomð glæsi- leg hjón svo af bar og bemm við af- komendur ykkar sterk einkenni ykkar beggja. Það gaf oft á bátinn í lífi fjölskyldunnar, en þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem þú sigraðist á fyrir mörgum ámm, hélt það allt til enda og vað líklega hvað traustast þegai- líða tók á allt þar til mamma dó. Ég veit þú saknaðir hennar sárt - en varst alltaf dulur og djúpur á eigin tilfinningar og hafðir ekki mörg orð um hlutina í annarra eyru. En virðingin fyrir hvort öðm var ykkur mikils virði. Nú hafið þið von- andi hist á ný og getið rætt það sem órætt var meðan mamma lifði. Enginn efast um tilfinningar og væntumþykju þína til afkomend- anna en þér til tjóns áttir þú oft erfitt með þær. Eins og ég sagði áð- ur varstu fremur lokaður þótt við af- komendur þínir vissum að inni fyrir sló þitt heita hjarta með kærleika sínum, ást og elsku. Öll bömin þín sýndu þér ást og virðingu - hvert á sinn hátt. Öll vor- um við tilbúin að létta undir með þér, sérstaklega þegar þú varst orð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.