Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNAR SIGURÐSSON + Ragnar Sig- urðsson læknir fæddist á Ljósa- vatni í S-Þingeyjar- sýslu 17. apríl 1916. Hann lést á Land- spítalanum 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurð- ur Guðmundsson, prestur og síðar ritari hjá Verslun- arráði Islands, f. 25. júlf 1876, d. 12. febrúar 1940, og Dóróthea Bóthildur Clausen Proppé, húsfreyja, f. 30. ágúst 1883, d. 4. júní 1964. Systur Ragnars voru Inga og Ása, sem báðar létust í æsku. Ragnar kvæntist 10. júní 1943 Kristrúnu Níelsdóttur, hús- freyju, f. 7. júní 1920, d. 20 nóv- ember 1994. Foreldrar hennar voru Níels Kristmannsson, út- gerðarmaður á Akranesi, f. 21. febrúar 1892, d. 5. október 1971, og Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1891, d. 9. febrúar 1956. Börn Ragnars og Kristrúnar eru 1) Sigurður Ragnarsson, sálfræðingur, f. 31. mars 1944, maki Inga Stefáns- dóttir, sálfræðingur, f. 21. febr- úar 1955. Börn Sigurðar eru Kristrún, Ragnar Ágúst, látinn 1989, Funi, Dagur, Logi og Máni. 2) Ása Helga Ragnars- dóttir, leikari og kennari, f. 25. októ- ber 1949, maki Karl Gunnarsson, ph.d. sjávarljffræðingur. Börn Ásu eru Níels og Trausti. 3) Andrés Ragnars- son, sálfræðingur, f. 7. maí 1954, maki Ingibjörg Hinriks- dóttir, læknir. Börn Andrésar eru Þor- steinn Örn, Huldar Örn, Birta Dögg og Margrét. Barnabarnabörn Ragnars eru sjö. Ragnar lauk stúdentsprófí frá MR 1935 og læknaprófi frá HÍ 1943. Eftir embættispróf starf- aði hann sem héraðslæknir og árið 1945 hóf hann sérnám í orku- og endurhæfingarlækn- ingum við Karolinska sjúkrahús- ið í Stokkhólmi. Frá 1948 fram til ársins 1989 var hann sjálf- stætt starfandi sérfræðingur í Reykjavík. Hann átti um árabil sæti í sljórn félags orku- og end- urhæfingarlækna og var kjörinn heiðursfélagi þar árið 1994. _ Utför Ragnars fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hann pabbi er genginn hjá garði eftir iangt og farsælt líf. Með honum er fallinn einn af þessum litríku og stóru höfðingjum samtímans sem þorðu og gátu skilið eftir sig sértæk merki hvar sem þeir komu. Lágvax- inn og keikur í spori vegna óbilandi ótrúar á það að eiga eigin bfl. Klædd- ur í litrík glæsiföt og veifaði mont- priki með silfurhnúð. Viðmótið opið og hlýtt og stuttu síðar var tekið vel í nefið. Orðin voru sposk og svolítið hæðin. Fagurfræðileg nálgun að mat og drykk og einlægt þakklæti fyrir allar gjafimar sem Guð gaf honum daglega. Einhvers staðar í nálægð- inni er svo frábær vinahópur sem haldið hefur saman lungann af mannsævi. Þegar hann var farinn hjá endurómaði persónuleikinn lengi, lengi. Mamma og pabbi sem elskuðu hvort annað í gegn um heilt líf og miklu lengur en það. Ástin og kær- leikurinn sem við systkinin vorum al- in upp í. Á eftir kærleikanum komu dyggðir eins og samheldni, trygg- lyndi og bræðraþel - en af þessum dyggðum var kærleikurinn fremstur. Pabbi var ekki gallalaus, en einhvem veginn er það svo að þeir gallar sem íþyngdu mér mest á yngri árum eru einmitt sú flóra sérkenna sem ég raða vandlega í minningarkistuna mína um pabba minn og geymi með hlýju, ást og mikilli virðingu. Eftir stendur tómleiki, söknuður og sér- kennileg tilfinning umkomuleysis sem blandast þakklæti og stolti yfir að hafa átt slíkan föður. Andrés Ragnarsson. Elsku pabbi. Kveðja í orðum getur auðvitað ekki orðið nema veikburða tilraun til að setja niður á blað eitthvað sem nær langt út yfir öll orð. Veikburða tilraun - kannski gerð mest sjálfum mér til hugarhægðar - í togstreitu ólíkra tilfínninga, þar sem sársauk- inn og gleðin renna saman í eitt. Þar sem sorg, þakklæti og ást fléttast saman í órofa vef tilfinningalitrófs þessara stunda. Þessara daga þegar ég kveð þig til þess heims þar sem ástvinir hafa beðið þín - og þar sem þið munuð saman undirbúa komu okkar hinna í fjölskyldunni þegar stundin rennur upp. Þú og mamma - stundum er _það eins og eitt hugtak fyrir mér. I sambandi ykkar fólst a.m.k. öll sú uppskrift sem ég kann að ást. Samheldnin og virðingin sem birtist í svo óteljandi myndum. Þið sem sátuð saman í stofunni á kvöldin og töluðuð endalaust um alia heima og geima. Ég sat stundum og undraðist að ykkur skyldi aldrei skorta umræðuefni í öll þau rúmlega 50 ár sem hjónaband ykkar varði. Myndin af ykkur að „spássera" hönd í hönd um götur Laugarnessins - eða uppi á Skaga. Þessi reffilegu og flottu hjón sem ég sem strákur var (og er reyndar enn) rígmontinn af að eiga fyrir pabba og mömmu. Um- hyggju og ást fengum við börnin ykkar ómælda þar sem manngildis- hugtök voru ávallt efst á blaði. Sam- an töluðuð þið við okkur um mikil- vægi heiðarleikans, réttsýninnar, umhyggjunnar, samheldninnar og ástarinnar. I mörgu voruð þið lík í öðru svo ólík. En einnig í því gátum við af ykkur lært - og væri reyndar vel ef heimur allur kynni eins vel einmitt það, að virða ólíkar hliðar annarra og gefa þeim það rými er til þarf til að einstaklingurinn vaxi. Hvað varstu svo meir, pabbi minn? Glæsimenni, kannski stundum svolít- ill spjátrungur, gleðimaður, rausnar- legur og örlátur. Heiðblár sjálfstæð- ismaður og Reykvíkingur sem stoltur var af borg sinni. Ættfaðir og jöfur fjölskyldunnar sem þér þótti svo vænt um. Afi á Sporðó, sem var eng- um líkur og átti alltaf fílakaramellur í skápnum. Breyskur maður - mann- kosta maður og umfram allt maður sem var örlátur á ást og væntum- þykju. Vonandi eru haldnar veislur þar sem þú ert nú, pabbi minn - og ég vona að ég drýgi ekki mikla synd með því að óska þess að gott þætti mér ef þú kæmist stöku sinnum í eð- alviskí. Far í friði, elsku pabbi, - við sjá- umst síðar. Sigurður Ragnarsson. Þakklæti er orðið sem kemur upp í hugann þegar við hugsum um þig. Þakklæti og virðing fyrir þér sem persónu. Þú áttir til ómælda ást okk- ur til handa. Talaðir gjarnan um kærleikann; að við ættum að varð- veita kærleikann og passa upp á fjöl- skylduböndin. Þú lagðir línurnar og kenndir okkur að meta það sem skiptir máli í lífinu. Börnunum okkar varstu líka góður. Sýndir þeim áhuga og vildir fá að fylgjast með sigrum þeirra og sorgum. Hvert eitt þeirra ber í brjósti sér lræ væntumþykju, sem þú sáðir og hlúðir að alla þína daga. Þau finna sárt til núna, en það gera þau vegna þess að þau elska og hafa verið elskuð. Þegar við hugsum til þín minnumst við kímni þinnar og stríðninnar. Það var alltaf gaman að vera með þér, spjalla og gleðjast - takk fyrir það. Söknuður okkar er sár og orð 'fá aldrei lýst öllum þeim tilfinningum sem við gjarnan vildum deila með þér núna. Orlæti þitt og ástúð gagnvart okkur mun fylgja okkur áfram og kunnum við þér dýpsta þakklæti fyrir. Þín tengdabörn, Inga, Ingibjörg og Karl. Elsku afi minn. Mig langar til að kveðja þig með því að skrifa þér, fyrir mig og Huldar bróðiu- minn, þakka þér hvað þú varst góður og skemmtilegur afi. Það var svo gaman þegar þú bankaðir í tóbaksdolluna þína og leyfðir okkur að gera það líka, svo átti að segja „er einhver heima?“ en þá sagðir þú alltaf ,já?“ og það var dvergurinn í dollunni. Þú varst alltaf svo góður þegar við komum til þin, það var kanski laugardagur og þú sagðir „viltu ekki fá nammi?“ og þá leist þú á mömmu eða pabba og þau sögðu , já, pínulítið" en þú komst með alveg fulla skál af nammi og við gátum ekki einu sinni klárað helminginn. Við munum sakna þín, elsku besti afi okkar. Birta Dögg og Huldar Orn. Það er með söknuði og þakklæti að ég minnist elskulegs fyrrverandi tengdaföður míns til 15 ára, vinar og afa bai-na minna. Hann kallaði mig alltaf stelpuna sína, studdi mig og styrkti á námsárum mínum erlendis og gegnum lífsins gleði og erfiðleika. Ljúfar minningar, væntumþykja og hlýja fylla hugann, stundir með hans létta skapi og góðu kímnigáfu, vafin töiuverðri stríðni, sem hrók alls fagn- aðar og meistara í lífsins lystisemd- um. Yndislegar minnigar. Það er erfitt að hugsa til Ragnars án þess að minnast Rúnu heitinnar, sem lést 1994, því þau voru svo sam- rýnd. Það ríkti svo mikil hlýja og kærleikur á milli þeirra, að haldast í hendui- og gefa hvort öðru hlýjar strokur var þeirra aðalsmerki sem yljaði öllum um hjartaræturnar. Hvernig þau hlúðu að mér þegar ég var námsmaður erlendis, óvæntir flugmiðai- heim í pósti og gjafir af engu tilefni. Að loknu námi bjuggum við í níu ár undir sama þaki í mikilli sátt og sam- lyndi á Sporðó, þar sem jólarjúpurn- ar voru borðaðar uppi og pakkarnir teknir upp niðri, þar sem bömin mín, Huldar og Birta, komu í heiminn. Kynni okkar víkkuðu mína lífsýn á það góða og fallega. Ég þakka fyrir þann kærleik sem þið sýnduð mér og börnum mínum. Elskulegi Ragnar minn, þakka þér fyrir allt sem þú hefur veitt mér og gefið. Hvíl í friði í faðmi þeirra sem hafa beðið þín. Alltaf stelpan þín, Inga B. Ámadóttir. Elsku hjartans pabbi minn. Mikið á ég eftir að sakna hinna daglegu símtala okkar sem alltaf hófust á sömu orðunum hjá þér: „Hvað segir litla dúkkan mín í dag? Var gaman í skólanum?" Þó að litla dúkkan þín væri fjörutíu og níu ára, breytti það engu, ég var alltaf litla stelpan þín. Þegar þú spurðir „var gaman í skólanum?“ þá þýddi það hvernig mér hefði gengið að kenna nemendum mínum þann daginn. Alltaf varst þú jafnáhugasamur um það hvemig mér vegnaði í lífinu. Það voru forréttindi að eiga þig fyrir föð- ur og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Þú kenndir mér svo margt, pabbi. Þú kenndir mér að fá sem mesta gleði út úr lífinu. „Vertu ekki að ergja þig yfir smáhlutum, það tekur því ekki,“ sagðir þú oft. Þetta lærð- um við systkinin fljótt og höfum reynt að lifa eftir því. Þú kenndir mér stundvísi, aldrei kom ég mínútu of seint í skóla. Þú kenndir mér að elska, með því að vera mér heillandi fyrirmynd, en ást ykkar mömmu var svo fallega tær og hrein. Nú ert þú komin til elskunnar þinnar hennar mömmu og ég orðin foreldralaus. Takk fyrir allt vegarnestið sem þú gafst mér og ljúfu stundimar sem við áttum saman. Ása Helga. ANNA SIGURÐARDÓTTIR + Anna Sigurðar- dóttir fæddist á Ongulsstöðum í Eyjafjarðarsveit 9. nóvember 1910. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. ágúst síðastliðinn. Arið 1912 flyst hún með foreldrum sín- um að Syðra-Hóli í Eyjafjarðarsveit. Foreldrar hennar voru Emilía Bald- vinsdóttir og Sig- urður Sigurgeirs- son. Systkini Onnu eru Sigur- geir, f. 10. október 1908, lát- inn; Snorri, f. 21. febrúar 1913; Ragnar, f. 27. júní 1916; Baldur, f. 1. júní 1919; Iátinn. Hinn 28. október 1934 gift- ist Anna Sveini Braga Brynj- ólfssyni, f. 14. nóvember 1913 á Sandhólum í Eyjafjarðar- sveit, d. 12. júlí 1969. Foreldr- ar hans voru Jakobína Þor- björg Ágústsdóttir og Amma í Norró eins og við köll- uðum hana alltaf var afar stolt og hreinskilin kona sem ávallt lét okkur vita hvað henni fannst um hlutina. Stundum fannst okkur hún ganga of langt en þegar við fórum að hugsa um það sem hún hafði sagt var mikið til í því. Við erum fimm systkinin og eigum margar góðar minningar um hana. Eina minningu eigum við sameig- inlega með langömmubörnum hennar og það er hversu spenn- andi það var sem barn að koma til ömmu í Norró því hún bauð alltaf upp á allskyns góðgæti. Handa- vinna var henni kær og eigum við öll fallega gripi eftir hana sem eru okkur enn dýrmætari núna. Það eru ekki margir sem eru svo lánsamir að eiga ömmu eins lengi og við og erum við mjög þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana svona lengi meðal okkar, en það er samt bæði sárt og erfitt að horfast í augu við það að það er engin amma í Norró lengur. Það verða skrítin jól næst því að það var alltaf viss stemmning að koma við hjá ömmu á Þorláksmessu eða á aðfangadagsmorgni og færa henni pakka. Það er ekki auðvelt að setj- ast niður og ætla að skrifa fáein orð um einhvern sem skilur eftir sig eins langa og breiða slóð af minningum og hún amma okkar gerði. Elsku amma, við kveðjum þig með trega en við vitum að þér líð- ur vel þar sem þú ert núna og minning þín lifir áfram í hjörtum okkar. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfír velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarhjörtu. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum - eins og þú. í augum þínum sá ég fegri sýnir en sólhvít orð og tónar geta lýst, - svo miklir voru móðurdraumar þínir, þó marga þeirra hafi frostið níst. Sem hetja barst þú harmana og sárin, huggaðir aðra - brostir gegnum tárin, viðkvæm í lund, en viljasterk. Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin. Nú lofa þig - þín eigin verk. (D. Stef.) Sveinn Ævar, Eiður, Matthildur, Anna, Tinna og fjölskyldur. Ég minnist þess er ég kom fyrst til Önnu og Sveins í Norðurgötu 10 á Akureyri, sumarið sólríka 1939, aðeins 10 ára að aldri, ráðin sem barnfóstra. Þá voru börnin tvö og seinna urðu þau fleiri. Ég passaði Brynjólfur Sveins- son. Börn Onnu og Sveins eru: 1) Kol- brún, f. 24. janúar 1935, maki Stefán Haukur Jakobsson, þau eiga fimm börn. 2) Kristín, f. 10. október 1938, maki Júlíus Björg- vinsson, þau eiga fimm börn. 3) Brynjólfur Viðar, f. 17. apríl 1941, látinn 10. apríl 1963. 4) Emilía Sigríður, f. 19. október 1943, maki Finnur S. Kjartansson. Emilía á þrjú börn. 5) Árný Petra, f. 5. nóv- ember 1950, maki Gunnar Th. Gunnarsson, þau eiga fjögur börn. 6) Baldvin Þröstur, f. 29. janúar 1953, hann á tvö börn. Barnabarnabörnin eru orðin 28. Anna verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kollu fimm ára og Stínu á í'yrsta ári. Seinna fæddist Viðar sem var það barn sem ég fóstraði lengst, yndislegur drengur sem lést í blóma lífsins rúmlega tvítugur. Hjá Önnu lærði ég flest það sem ég kann í húshaldi og það var á við að fara í húsmæðraskóla. Iðjusam- ari konu hef ég ekki þekkt, hún hafði vald á öllum gömlum hefðum í húshaldi, allt lék í höndum hennar, hvort sem verið var að baka, steikja eða sjóða, allt var gert af miklum myndarskap og vel skipulagt. Þvottadagarnir eru mér minnis- stæðir með hvítan blaktandi þvott- inn á snúrunum og frágangurinn eftir því. Þvotturinn var helst þurrkaður úti og ekki sama hvernig hann var hengdur upp, allt var það eftir kúnstarinnar reglum. Það var togað og teygt, rúllað og straujað þar til allt var komið slétt og fínt og viðgert inn í skápa og skúffur. Tím- inn nýttist vel hjá Önnu minni og til fleiri ára vann hún með heimilinu að vélprjóni og prjónaði þá fyrir fólk alls kyns flíkur. Um nokkurn tíma lifðu þau hjónin af þessum prjónaskap, Sveinn prjónaði og Anna setti saman. Þau Anna og Sveinn fluttu að Hafnarstræti 39 1940 og þar var ég hjá þeim í tvö sumur og einn vetur og á margar góðar minningar það- an. Sveinn keyrði leigubíl á þessum tíma og fékk oft ferðir til Reykja- víkur og færði þá fjölskyldunni eitthvað fallegt sem ég naut líka góðs af, en ferðir til Reykjavíkur á þeim tíma jöfnuðust á við utan- landsferðir síðar. Hjá þeim Önnu og Sveini var alltaf opið hús í Hafn- arstræti og gátu sveitungar hennar og skyldfólk framan úr sveit alltaf komið þar við og þegið góðgerðir, hvort heldur það var á leið í eða úr kaupstað því ekki var mikið um kaffihús og skyndibitastaði í þá daga. Anna var söngelsk kona og unni bæði einsöng og kórsöng og fór mikið á konserta, en bræður hennar voru góðir söngmenn og söngfólk allt í kringum þá sem tók þátt í kórstarfi. Þá tíðkaðist að haldin voru böll hjá kórunum sem þau Anna og Sveinn sóttu ásamt vinafólki sínu. Það var gaman að vera barn og fylgjast með þvl þeg- ar Anna var að búa sig á böllin og dáðist ég mikið af fallegu ballkjól- unum hennar og öðru skarti. Anna reyndist mér góður leið- beinandi og með henni er horfin manneskja sem var mér hin besta fyrirmynd í hvívetna. Hún hélt vin- áttu við mig til síðasta dags og fyr- ir það vil ég þakka. Afkomendum hennar óska ég velfarnaðar um ókomna tíð. Minning um góða konu lifír, minningin um Ónnu Sigurðar- dóttur frá Syðra-Hóli. Eyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.