Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 5 7\ HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnarfiaröar opin alla daga nema þriðjud. frá kl. 12-18.___ KJARVALSSTAÐIR: Opið daglega frá kl. 10-18. Safna- leiðsögn kl. 16 á sunnudögum. ________ LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN: Opið mán.-fimmtud. kl. 8.15-22. Föstud. kl. 8.15-19 og laugd. 9-17. Sunnud. kl. 11-17. Þjóðdeild lokuð á sunnud. og handritadeild er lokuð á laugard. og sunnud. S: 525-5600, bréfs: 525-5615._______ LISTASAFN ÁRNESINOA, Tryggvagötn 23, Selíossi: Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703.__________ USTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Höggmyndagarður- inn er opinn alla daga. Safnið er opið alla daga nema mánudaga, frá kl. 14-17.______________________ LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirlguvegi. Sýningarsalir, kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokaö mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið- sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið þriðjud.-föstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á mið- vikudögum. Uppl. um dagskrá á internetinu: http/Avww.natgall.is________________________ LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið daglega kl. 12-18 ncma mánud._________________________ LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opiö daglega nema mánudaga kl. 14-17. Upplýsingar í síma 553-2906.___________________________ LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið alla daga frá kl. 13-16. Simi 563-2530._____ LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Seltjarnarnesi. í sumar verður opiö á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. milli kl. 13 og 17._____________ MINJASAFN AKUREYRAR, Mipjasafnið á Akureyri, Að- alstræti 68, Akureyri. S. 462-4162. Opið frá 19.6. - 16.9. alla daga frá kl. 11-17. Einnig á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum í júlí og ágúst frá kl. 20-21 í tengslum við Söngvökur i Mir\jasafnskirkjunni sömu kvöld kl. 21. MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum 1, Egilsstööum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11- 17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með miiyagripum og handverks- munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net- fang minaust@eldhom.is._______________________ MINJASAFN ORKUVEITU Reykjavíkur v/rafstöðina v/Elliöaár. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17 eða eftir samkomulagi. S. 567-9009.___________ MINJASAFN SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið alla daga í sumar frá kl. 13-17. Hægt er að panta á öðrum tfmum í síma _ 422-7253.__________________________________ IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá 1. júní til 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudög- um. Sfmi 462-3550 og 897-0206.______________ HYNTSAFN SEDLABANKA/MÓDHINJASAFNS, Ein- holti 4, sími 560-9964. Opiö virka daga kl. 9-17 og á öðr- um tlma eftir samkomulagi.___________________ NÁTTÚRUFRÆDISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 654-0630._ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16.___________________________________ NESSTOFUSAFN, safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17.________ NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17. Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn- ingarsalir: 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud. PÓST- OG SÍMAHINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- firði. Opið þriöjudaga og sunnudaga 15-18. Sfmi 555- 4321 ____________________________ SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16. ______________________________ SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er _ opið alla daga frá kl. 13-17. S: 565-4442, bréfs. 565-4251. SJÓMINJA- ÖG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKSSONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá Id. 13-17. S. 581-4677._____________ SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl.fs: 483-1165, 483-1443.______________ SNORRASTOFA, Rcykholti: Sýningar alla daga kl. 10-18. Sfmi 435 1490.________________________________ SÍÖFNUN ÁRNA MAGNtJSSONAR, Árnagarði v/Suður- götu. Handritaaýning opin daglega frá 1. júní til 31. ágúst kl. 13-17. _________________________ STEINARÍKIÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl. 13- 18 nema mánudaga. Sfmi 431-5566._____ WÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17._________________________ ÁMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til fðstu- daga kl. 10-19. Laugard. 10-15. ____________ USTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14- 18. Lokað mánudaga. ____________________ NAlrÚRUGRIPASAFNIÐ, Hafnarstræti. Opið alla daga frá kl, 10-17. Slmi 462-2983. ______________ NÖNNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10-17 frá 1. júnl -1. sept. Uppl. f sfma 462 3555. ___________ NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- _ arfrákl. 11-17._____________________________ ORÐ DAGSINS Keyklavfk sími 551-0000. ____________________ Akureyri s. 462-1840.________________________ SUNDSTAÐIR __________________________________ SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl. 6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8- 19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19. Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.60-22, helgar kl. 8-20. Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.60-22.30, helgar kl. 8- 20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.60-22.30, helgar kl. 8-22. I^jalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-16. þri., mið. og föstud. kl. 17-21.__________________ SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 7-22. Laugd. og sud. 8-19. Sölu hætt háiftfma firir lokun._ GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd. og sud. 8-17. Sölu hætt hálftfma fyrir lokun._ HAFNARFJÖRÐUR. Suöurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll HafnarQaröar: Mád.- föst. 6.30-21. Laugd. og sunnud. 8-12.________ VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opiö virka daga kl. _ 6.30-7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18._ SUNDLAUGIN í GRINDAVÍK:Opiö alla virka daga kl. 7- 21 og kl. 11-15 um helgar. Sfmi 426-7556.____ SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22, _ helgar 11-18._______________________________ SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-föstud. kl. 7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16.___ SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-fóst. kl. 7-9 og 15.30- 21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard. og sunnud. kl. 8-18. Sfmi 461-2532._________ SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7- 20.30, Laugard, og sunnud. kl. 8-17.30.______ JAÐARSÍAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7- 21, lauttd. og sud. 9-18. S: 431-2643. BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. M. 11-20, helgar kl, 10-21. ÚTIVIST arsvæði FJOLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐURINN er opinn alla daga kl. 10-18. Kaffihúsið opið á sama tíma. Stmi 5757-800. SÖRPA SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.15. Endur- vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaöar á stórhátíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og Sæv- arhöfði opnar kl. 8-19.30 virka daga. Uppl.sími 520-2205. Aðsendar greinar á Netinu v^mbl.is -4LLTA/= eiTTH'u'AO HÝTl- ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR IRi \i y; 1- m Morgunblaðið/Jim Smart Gáfu peninga til barnaspítalans ÞESSAR ungu stúlkur, Rósa Líf Christiansen, Ólína Kristjánsdótt- ir og Edda Árnadóttir, afhentu bamaspítala Hringsins 32 þús. kr. sem þær söfnuðu á flóamarkaði í Mjódd. Þær voru útsjónarsamar við að afla hluta á markaðinn og leituðu m.a. til Steingríms Her- mannssonar, fyrrverandi forsæt- isráðherra, sem brást vel við eins og fleiri. Það voru læknamir Ás- geir Haraldsson og Atli Dag- bjartsson sem tóku við peningun- um fyrir hönd barnaspítalans, en þeir koma að góðum notum því nú er verið að byrja að byggja hann. Næstsíðasta kvöld gangan í Viðey NÚ er sá tími kominn þegar flest- um sumardagskrám lýkur. Svo er einnig í Viðey. I dag verður kallað til kvöldgöngu í næstsíðasta sinn á þessu sumri. Næsta laugardag og sunnudag verður síðasta helgar- dagskráin. Þriðjudaginn þar á eftir verður svo síðasta kvöldgangan. Eftir sem áður verður þó hægt að veita hópum leiðsögn. Þær ferðir þarf að panta sérstaklega hjá staðar- haldara. í kvöld verður gengið um Suðaustureyna. Farið verður með Viðeyjarferjunni klukkan 19.30. Gengið verður upp að kirkju. Þar verður gerð grein fyrir nýju fræðsluskiltunum, sem sett voru upp fyrir skömmu. Síðan verður gengið austur á Sundbakka og „Stöðin“ skoðuð, þorpið sem þarna var á árunum 1907-1942. Þarna er margt að sjá, ekki síst á ljós- myndasýningunni í Skólanum. Þá verður litið inn í Tankinn, hið skemmtilega félagsheimili Viðey- inga, sem þarna er í gömlum 150 tonna steyptum vatnsgeymi. Það- an verður haldið um suðurströnd- ina, heim að Stofu og í land. Á suð- urströndinni er margt áhuga- verðra örnefna, er sum hafa skemmtilega sögu að baki sér og geyma mikinn fróðleik, sem stað- arhaldari mun leitast við að draga fram í dagsljósið. Einnig verður reynt að halda uppi gamanmálum og söng eftir aðstæðum. Gangan tekur um tvo tíma. Göngufólk er minnt á að vera vel búið, ekki síst til fótanna. Gjald er ekki annað en ferjutollurinn, 400 kr. fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir börn. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu er opið daglega. Einnig er hægt að fá reiðhjól að láni endurgjaldslaust. Loks er hægt að fá leyfi til að tjalda í Viðey og það kostar heldur ekki neitt. Námskeið í almennri skyndihjálp Orgeltónleikar í Selfosskirkju TÓNLEIKARÖÐ Selfosskirkju verður framhaldið í kvöld, þriðju- dagskvöld. Þá leikur Reynir Jónas- son, organisti við Neskirkju í Reykjavík, á orgelið klukkan 20.30. Reynir hóf nám í orgelleik hjá Páli Kr. Pálssyni og var í einn vet- ur við nám í Danmörku. Hann stundaði nám hjá dr. Róbert A. Ottóssyni í söngstjóm og tónfræði. Hann var organisti og stjómandi lúðrarsveitar á Húsavík. Hann hef- ur ennfremur stundað nám hjá Antonio Corveiras, Hauki Guð- laugssyni, Pavel Schmidt o.fl. Reynir lauk 8. stigi í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. RE YK JAVÍ KURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudag- inn 1. september kl. 19. Kennsludag- ar verða 1., 6. og 8. september. Nám- skeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri og þeir sem hafa áhuga á að komast á þetta námskeið geta skráð sig á skrifstofu Reykavíkurdeildar. Námskeiðsgjald er 4.000 kr. Meðal þess sem verður kennt á námskeiðinu er blástursaðferðin, endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bmna, beinbrotum, blæðingum og sárum. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys, þ.m.t. slys á börn- um og forvamir almennt. Að nám- skeiðinu loknu fá nemendur skír- teini sem hægt er að fá metið í ýms- um skólum. Önnur námskeið sem eru haldin hjá Reykjavíkurdeildinni eru um sálræna skyndihjálp, slys á bömum, námskeið fyrir barnfóstmr og það hvemig á að taka á móti þyrlu á slysstað. Þau verða haldin í maí. Reykjavikurdeild RKÍ útvegar leiðbeinendur til að halda ofan- greind námskeið fyrir þá sem þess óska. Afmælisár Drengjakórs Laugar neskirkj u DRENGJAKÓR Laugarneskirkju er nú að hefja sitt tíunda starfsár. Auk hefðbundins starfs mun kórinn taka þátt í alþjóðlegu drengjakóra- móti í Linz í Áusturríki næsta sum- ar og ýmislegt annað er á döfinni í tilefni af 10 ára afmæli kórsins. Stjómandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson, undirleikari Peter Máté og raddþjálfari Björk Jóns- dóttir. Einnig er starfandi við kór- inn foreldrafélag. Kórinn getur nú bætt við sig nokkmm drengjum 9 ára og eldri. Innritun og prófun nýrra kórfélaga fer fram fimmtu- daginn 2. september kl. 17 í Safnað- arheimili Laugameskirkju. M. Úr dagbók lögreglunnar Viðbúnaður vegna upphafs skólastarfs 27. til 30. ágúst 1999 Fámennt og rólegt var í miðbæn- um á föstudagskvöld. Fólk hélt sig að mestu á veitingahúsunum og gekk heimflutningur síðan ágæt- lega. Öllu meiri ölvun var að kvöldi laugardags og fjölmennt á veit- ingahúsum fram til sunnudags- morguns. Vakin er athygli ökumanna á því að á næstu dögum hefst skóla- starf gmnnskóla á nýjan leik. Brýnt er að ökumenn sýni að- gæslu í nágrenni skóla og verður lögreglan með nokkum viðbúnað af þessu tilefni eins og undanfarin ár. Sjö ökumenn em gmnaðir um ölvun við akstur eftir helgina og 22 vegna hraðaksturs. Árekstur varð á Fiétturima síðdegis á föstudag. Ökumenn bifreiðanna og farþegi úr annarri voru fluttir á slysa- deild. Skemmdir urðu á grindverki og flytja varð bæði ökutækin með krana af vettvangi. Ökumaður sem grunaður er um akstur undir áhrifum lyfja ók um miðnætti á föstudag norður Lönguhlíð á móti rauðu ljósi við Miklubraut. Þegar ökumaður gerði sér grein fyrir umferðar- broti sínu sneri hann við og ók suður sömu götu á öfugum vegar- helmingi aftur á móti rauðu ljósi og hafnaði á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Flytja varð öku- mann þeirrar bifreiðar á slysa- deild. Báðar bifreiðir vom fluttar af vettvangi með kranabifreið. Skemmdi bifreiðir á reiðhjóli Tilkynntur var árekstur á Bú- staðabrú að morgni laugardags. Þegar ökumaður og farþegi bif- reiðarinnar gerðu sér grein fyrir því að lögregla var á leiðinni hlupu þeir af vettvangi. Ökumaður náð- ist mjög fljótlega í nágrenninu, en farþegi, sem var að sögn blóðugur í andliti, komst undan en náðist síðar um morguninn. Síðdegis á laugardag hjólaði ölvaður maður á reiðhjóli utan í tvær bifreiðir og braut spegil á þeim báðum auk annarra minniháttar skemmda. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á lögreglustöð. Rúmlega þrjú aðfaranótt sunnudags varð árekstur tveggja bifreiða á Kringlumýrarbraut við Miklubraut. Ökumenn og farþeg- ar voru fluttir á slysadeild, alls sex, en áverkar þeirra ekki taldir mjög alvarlegir. Þá slösuðust far- þegar sem ekki notuðu öryggis- belti er tvær bifreiðir skullu sam- an á Breiðholtsbraut snemma á sunnudagsmorgun. Bifreið var ek- ið út af Suðurlandsvegi við Rauð- hóla á sunnudagskvöldið. Öku- maður og farþegi hlutu minnihátt- ar meiðsl og voru fluttir á slysa- deijd. Á eftirlitsmyndavélum lögreglu sást að morgni laugardags til tveggja manna í Pósthússtræti taka upp plastpoka með hvítu duftkenndu efni og afhenda það þriðja aðila, sem skoðaði efnið, skilaði því aftur og gekk á brott. Lögreglumenn voru sendir á vett- vang og handtóku þeir tvo menn á Lækjartorgi skömmu síðar. Á þeim fundust ætluð ííkniefni og voru þeir fluttir á lögreglustöð og síðan í fangahús. Lögreglumenn höfðu afskipti af borgara aðfara- nótt mánudags og fundust við leit í bifreið hans ætluð fíkniefni. Hann vai' handtekinn og fluttur á lög- reglustöð. Kastað í gegnum níðu Lögreglu bai'st tilkynning um að fimm menn hefðu ráðist á mann á Smiðjustíg við Hverfisgötu árla morguns á laugardag. Árásar- mennirnir fimm létu sig ekki muna um að kasta fórnarlambi sínu í gegnum rúðu á verslun á staðnum og varð að flytja hann á slysadeild. Lögreglan er að vinna úr upplýsingum um hverjir árás- armennirnir eru. Að morgni sunnudags urðu átök milli manna í Austurstræti. Einn einstaklingur notaði brotna flösku í átökunum og varð að flytja karlmann á slysa- deUd með áverka á höfði eftir átökin. Karlmaður gekk berserks- gang utan við veitingahús í Þing- holtsstræti að morgni sunnudags. Dyraverðir hugðust róa manninn en kom þá til átaka þeirra á milli. í átökunum brotnuðu tvær rúður auk minniháttar áverka. Árás- armaðurinn var handtekinn og vistaður í fangahúsi lögreglu. Þá kom til átaka milli dyravarða og gests veitingastaðar við Lækjar- götu aðfaranótt sunnudags. Gest- urinn var handtekinn af lögreglu og fluttur á lögreglustöð. Einnig voru höfð afskipti af öðrum karl- manni sem ekki gat sætt sig við störf lögreglu á staðnum. Reyndi að stela handjárnum Lögreglu barst tilkynning að morgni sunnudags um að reyk- skynjari væri í gangi í íbúð við Miklubraut. Lögreglumenn gerðu ráðstafanir og fóru inn í íbúðina og var þá mikill reykur þar frá potti á eldavél. íbúi svaf á staðnum og var fluttur á slysadeild vegna hættu á reykeitrun. Reykræsta varð íbúð- ina. Lögreglu var tilkynnt að lítið barn hefði fallið rúma tvo metra ofan af lofti í húsi í Grafarvogi síð- degis á föstudag. Það var flutt á slysadeild en meiðsli eru ekki talin alvarleg. Karlmaður var handtek- inn í Lækjargötu eftir að hann hafði gert tilraun til að stela hand- jámum af lögreglumanni sem þar var við skyldustörf. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og má vænta fjársektar fyrir athæfi sitt. Kona á þrítugsaldri var handtekin að morgni sunnudags eftir að hafa valdið skemmdum á bifreið í Þing- holtunum. Hún var vistuð í fanga- húsi lögreglu. Á fóstudag voru fjögur ung- menni flutt í athvarf lögreglu, fé- lagsþjónustunnar og ÍTR þar sem þau voru úti í trássi við útivistar- reglur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.