Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 23 áhrifafólk í helstu ráðuneytum og stofnunum. Auk þess reynum við að koma menningararfínum, og því sem er að gerast heima, á framfæri. Núna höfum við getað komið því til leiðar að virt forlag ætlar að gefa út helstu Islendingasögurnar í kín- verskri þýðingu á næsta ári. Þrír þýðendur vinna að því verkefni. Við höfum einnig beitt okkur fyrir því að tónlistarmenn gætu komið hingað, Kammersveit Reykjavíkur og Rut Ingólfsdóttir eru væntanleg hingað í október. Myndlist er rækilega kynnt. Við reynum líka að koma til hjálpar ef upp kemur misskilningur vegna þess sem er ólíkt í háttum og menningu landanna. Það er nú út á þetta sem starfíð gengur helst; út- flutningur á vörum og þjónustu ásamt landkynningu m.a. til að fjölga ferðamönnum, efst á blaði.“ Svo er líka venja hjá þjóðum að hafa móttökur á vegum sendiráðanna og bjóða þá sæg af fólki. Kveikjan að samskiptum stórfyrirtækisins, sem Náttúrufélagsmennirnir vora í sam- ræðum við, varð einmitt til í slíkri móttöku. Eg hitti fulltrúa frá fyrir- tækinu og kom ábendingu áleiðis heim. En þetta er alltaf spuming um að nýta tækifærin, og ef þau liggja ekki í augum uppi þá að búa þau tfl. Þar skiptir máli að vera hugmynda- ríkur og brjóta hlutina til mergjar. Það sem kannski virðist neikvætt í íyrstu getur boðið uppá marga möguleika ef betur er að gáð. Við eigum að leita eftir samskipt- um við þjóðir á þeim sviðum sem þær eru sterkastar og skara fram úr á því þannig nálgumst við íslending- ar það besta sem völ er á. Og sjálfír hljótum við helst að halda að öðrum þjóðum því besta sem við búum yfir. Mega þá báðir vel við una og árang- ur vísastur í samskiptunum. Mörg- um finnst Kína fjarlægt - en það er nær en flestir halda.“ Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. Nýi og gamli tíminn mætast víða á götum Peking. stunda verk með þessum hætti. En vinnusemi Kínverja er mikil, það er unnið allan sólarhringinn við hús- byggingar í grennd við sendiherra- bústaðinn. Stundum sjást þó að deg- inum til áhrif hins lamandi hita t.d. á fólk í garðvinnu.“ Hvar hefurðu áður verið sendi- herra? „Eg hef verið sendiherra í London, Moskvu og Kaupmannahöfn. Síðan var ég heima í tvö ár og var þá, m.a. í málum sem snerta samstarf á norð- urslóðum. Þ.á.m. var undirbúningur að stofnun Norðurskautsráðs, þátt- taka okkar í Barentsráði og fleira. Ég var í Moskvu frá 1990-94. Það voru söguleg ár, þegar Sovétríkin liðu undir lok.“ Hvernig var að verða vitni að því? „Það var auðvitað einstakt. Ég var t.d. einn þeirra sendiherra sem fóru til fundar við Jeltsín, að hans beiðni, morguninn eftir valdaránstilraunina 1991 þegar Gorbatsjov var hnepptur í stofufangelsi. Jeltsín ávarpaði okk- ur og bað okkur svo að hraða okkur til sendiráðanna að koma boðskapn- um áfram. Hann sagði þetta vera einu tryggu leiðina sem hann hefði og átti von á aðför að sér á hverri stundu. Það var þá sem hann svo klifraði upp á skriðdrekann og ávarpaði nærstadda þaðan. Það er til fræg ljósmynd af því. Þessir dagar voru náttúrlega mjög viðburðaríkir." Geturðu borið saman, að einhverju leyti, starf þitt sem sendiherra í þessum ólíku löndum? „Nei, þetta er allt mjög ólíkt, hef- ur allt sína kosti og er allt mjög áhugavert, hvert með sínum hætti. Ég átti þó ef til vill von á að aðstæð- ur hérna væru hvað líkastar því sem ég hafði kynnst í Rússlandi en það er auðvitað mjög sláandi hvað er miklu meiri festa í stjórnarfarinu hér held- ur en þar var. Það hefur vakið aðdá- un hvað Kínverjar hafa af mikilli markvísi brugðist við erfiðleikum sem leiða af efnahagshruninu í grannríkjunum. Sama máli gegndi þegar hin gífurlegu flóð skullu á í ágúst í fyrra. Þá tóku stjórnvöld strax, að manni fannst, mjög skyn- samlega á vandamálinu. Leiðtogar landsins aflýstu utanferðum og fóru hver á eftir öðrum til flóðasvæðanna til að kynna sér ástandið og stappa stálinu í fólk. Hernum var strax beitt til að hjálpa fólki að mæta erfiðleik- unum. Eins þetta hvað þeim hefur tekist vel að vernda efnahagslífið, með því að standa dyggan vörð um gjaldmiðilinn. Sú ákvörðun hefur komið öðrum þjóðum til góða líka. Mönnum ber saman um að áhrif kreppunnar hefðu orðið miklu geig- vænlegri ef Kínverjar hefðu farið að hrófla við gjaldmiðli sínum. Miklar breytingar hafa verið gerðar á sviði mannréttinda og í löggjöf. Kínverjar hafa skrifað undir um 18 alþjóða- samninga á sviði mannréttinda og hafa með lagasetningum breytt lög- gjöf sinni í þá átt að þeir geti fullgilt þá samninga. Sumir eru, jú, gagnrýnir á t.d. tak- mörkunina sem hér tíðkast á barn- eignum og það er auðvitað sárt þeg- ar þarf að grípa til örþrifaráða til að framfylgja slíkum reglum. En maður getur líka ímyndað sér þann ugg sem myndi ríkja með öðrum þjóðum ef hér væru engar slíkar takmarkan- ir.“ Eru Kínverjar ekki frekar hlynnt- ir þessum takmörkunum heldur en hitt? „Það virðist vera fullur skilningur á því að þetta sé nauðsynlegt. Ef ekki kæmu til reglur af þessu tagi þá er hin hættan að takmörkunin ætti sér stað frá náttúrunnar hendi, með hungursneyð og slíku.“ Menningararfurinn á kínversku Að lokum létt klassísk spurning: Hvernig er dæmigerður dagur í lífi sendiherrans í Peking? „Dagurinn mótast svolítið af því að við erum átta klukkutímum á undan klukkunni á Islandi. Um okk- ur gildir því það sem hermt var að séra Bjarni, sá mæti vígslubiskup, hefði sagt þegar hann jarðsöng munaðarlausa þjófinn: „Hann vakti þegar aðrir sváfu (- það sem aðra vantaði það fannst hjá honum)!“ Stundum fer töluverð vinna fram eftir venjulegan skrifstofutíma, þeg- ar ná þarf talsambandi heim. Ann- ars er starfið í sendiráðinu hér svip- að og í sendiráðum almennt. Hún felst í að svara erindum bæði að heiman og hérna. Eins að vera til milligöngu við stjórnvöld. Við erum núna að þrýsta á að tollar á sjávaraf- urðum verði lækkaðir úr 25 til 30%. Framundan eru viðskiptaviðræður í Reykjavík. Við reynum að styi-kja tengslin við stjórnvöld og hitta jSöuiuv Oæti það verið betra? Sönsiið í hljóðnema undir leið.sö«n i'aonienntaðra kcnnara. Mikil áher.sla lö«ð á söngtaekni os* túlkiin. ErlaRuth Ingrid Linda Ragnheidur Harðardóttir Jónsdóttir Asgeirsdóttir Hall Byrjenaa- og framhaldsnámskeið fyrir: io-ii ára 17-19 ára 12-13 ára 20 ára og eldri 14-16 ára EINKATÍMAR Tónleikar ílok hvers námskeiðs. Geisladiskur með afrakstri hvers hóps! Kennsla Kefst 13. september. on« o£ leikli.star.skóli Innritun í síma 861-6722 Iþróttamiðstödinnni Laugardal Engjavegi 6, 105 Reykjavi'k. Sólrílk!; liaust Kanaríeyjar i™™ Fyrir 4ra mamma fjölskyidul 38.375 J á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. I Innifalið: Flug, gisting á Aloe 1. des., ferðir til I og frá flugvelli og flugvallarskattar. Glæsileg verslumar- og skemmtiferð til Mallorca 29 sept. 6 og 13. okt. 33.845 m v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára í íbúð. Ef 2ferðastsaman, 39.980 kr. á mann, gisting í stúdíói. Innifalið er flug, gisting á Pil Lari Playa í 1 viku, ferðirtil og frá flugvelli erlendis og alllr flugvallarskattar. úfoaMsg w-9rslu@i2j/ .ÍDrt&til (jlljEjsgow 4 nætur/5 dagar- 27.-31. október B&.9009T Innifalið: Flug, gisting í 4 nætur á glænýju glæsilegu hóteli í hjarta Glasgowborgar, Holiday Inn Express, morgunverður, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. Ferðatilboð Plúsferða tll kortlnafa VISA 29 sept. Pl©rl,Égii!l 38.9 íDJDE m.v. að 2 ferðist saman í stúdíóíbúð á Sol Doiro innifalið. Flug, ferðir til og frá flugvelli erlendis, gisting í 7nætur, íslensk fararstjórn og allir flugvallaskattar Faxafeni 5 « 108 Reykjavik • Sími 568 2277 • Fax 568 2274 Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is Stjörnuspá á Netinu S' mbl.is _ALLTa/= EITTHtSAÐ tJÝTT Fasteignir á Netinu % mbl.is _ALLTAf= £n~THWA£> NYTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.