Morgunblaðið - 05.09.1999, Page 30
30 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ákvörðun og taldi afskaplega lík-
legt að svar þeirra yrði jákvætt.
Hann sagði okkur hve mikið eigið
fé við þyrftum að leggja upp með í
áætlunum okkar og þess háttar og
segja má að allt sé gert eftir for-
skrift hans. Við fórum út í að gera
mikla viðskiptaáætlun um þetta,
sem Jónatan Svavarsson hjá
PriceWaterhouseCoopers vann
fyrir okkur, eftir forsendum FBA,
og ég mætti svo þangað aftur með
áætlunina eftir margra mánaða
vinnu, mjög kokhraustur; búinn að
eyða í þetta á aðra milljón króna en
þá eru viðbrögðin engin! A dauða
okkar áttum við von en ekki þessu.
Þetta kom okkur gersamlega í
opna skjöldu," segir Hafsteinn og
bætir við: „Ráðgjafi þeirra stjóra í
Fjárfestingarbankanum spurði
hvers vegna við vildum byggja
geymsluna í Þorlákshöfn. Hann
vildi endilega hafa hana í Reykja-
vík. Eg sagði að við værum í Þor-
lákshöfn en vel gæti verið að
byggðum aðra seinna í Reykjavík.
En það væri seinni tíma mál. Hann
sá sem sagt ekki lengra; ef hún
yrði í Reykjavík yrði hægt að setja
peninga í þetta sem mér finnst
ótrúlegt."
Hafsteinn segir að viðbrögð
FBA hafi komið ísfélagsmönnum í
svolítinn bobba. „Við vorum að
veltast í viðskiptabankanum okkar,
sem er reyndar ekki enn búinn að
svara okkur, en svo komumst við í
tæri við unga og hugsandi stráka í
Sparisjóði Reykjavíkur og eftir
þrjá daga sögðu þeir okkur að við
gætum gengið frá samningi við
Istak um byggingu hússins. Eftir
viku var svo búið að gefa okkur það
svar bréflega.“
Portúgalska skipafélagið Port-
Line hóf siglingar til Þorlákshafn-
ar fyrir tíu mánuðum. Kemur
þangað á þriggja vikna fresti og fer
síðan til Alasunds í Noregi, þaðan
til Vigo á Spáni og Aveira í Portú-
gal. „Segja má að tekjur af þessum
siglingum séu þær fyrstu vegna
geymslunnar okkar vegna þess að
þeir hófu siglingar hingað fyrst
vegna hennar. Þeir ætluðu sér að
byrja á því að sigla til Hafnarfjarð-
ar, en við fengum þá ofan af því
vegna þess að við töldum að þeir
myndu kannski festast þar.“
Hafsteinn segir þann misskiln-
ing virðast nokkuð útbreiddan að
félagið hyggist fara í stríð við
skipafélögin með geymslu sinni.
„Það er algjör misskilningur, við
eigum samleið með þeim og erum
ekki að fara í neina flutninga. Þeir
eru með sínar geymslur fyrst og
fremst til að draga vörur inn í sínar
flutningakeðjur. Þeir vildu helst
tæma geymslurnar í hverri viku
enda er gjaldskráin þannig að
menn geta fengið fría geymslu í
nokkra daga en síðan er svo dýrt
að geyma hjá þeim að enginn vill
borga það. Svoleiðis ýta skiptafé-
lögin vörunum úr landi og því er
mjög mikið magn óseldrar vöru í
geymslum, til dæmis í Bretlandi og
Hollandi. Það er þessi vara sem við
ætlum að reyna að ná til geymslu."
Það eru langmest fiskafurðir sem
um ræðir. „Það hefur ekki verið
nægt geymslupláss hér á landi.
Þess vegna er verið að nota
geymslur í stórum stfl erlendis fyr-
ir vöru sem er ekki seld. Þannig að
jafnvel þótt byggðar væru tíu
svona geymslur hér hugsa ég að
nægur markaður yrði fyrir þær,“
segir Pétur. „Eg held það sé alveg
sama hvar borið er niður, það er
alltaf verið að keyra frysta vöru,
oft langar vegalengdir, til að koma
fyrir í geymslu. A þessu svæði
vantar því tilfinnanlega geymslu.“
ísframleiðslan
Hafsteinn segir fyrirtækið með
fleiri aðgerðir í gangi varðandi ís-
inn: „Við erum að byggja flutn-
ingagám með rökubúnaði og blást-
urskerfi, alveg eins og er í ís-
geymslunum hjá okkur, til að geta
fært mönnum ísinn hér á höfuð-
borgarsvæðið - þá getum við farið
að þjónusta stærra svæði og blásið
ísnum inn á gólf til manna ef þeir
vilja. Við bindum miklar vonir við
slíka ísdreifingu. Við vitum að þörf-
in er mikil því eftir að Sjólastöðinni
var lokað eru stanslaus vandræði á
höfuðborgarsvæðinu. Aðeins
Morgunblaðið/Ásdís
Forsvarsmenn Kuldabola á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í vikunni, en þar var fyrirtækið kynnt á bás Kælismiðjunnar Frosts. Frá vinstri: Haf-
steinn Ásgeirsson, stjórnarformaður Isféiags Þorlákshafnar, Pétur Björnsson, varaformaður sljórnar, og Gestur Ámundason framkvæmdastjóri.
KULDABOLIKOMINN Á
KREIK ÍÞORLÁKSHÖFN
VIÐSHPn AIVINNULÍF
ÁSUNIMUDEGI
► Hafsteinn Ásgeirsson fæddist á Stokkseyri 1949. Hann tók
fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum, var skipstjóri og rak
eigið útgerðarfyrirtæki 1973-1990, var einn stofnenda ísfélags
Þorlákshafnar 1984 og er þar stjórnarformaður, stofnaði
Skipaþjónustu Suðurlands 1988 og er þar framkvæmdastjóri
og var einn stofnenda Fiskmarkaðar Þorlákshafnar 1991 og
hefur verið í sljórn hans frá stofnun. Hafsteinn er kvæntur
Kristínu Árnadóttur og eiga þau þijú börn.
► Gestur Ámundason fæddist á Vatnsenda í Villingaholts-
hreppi 1940. Hann hefur fengist við ýmis störf um ævina, bæði
sjálfstætt og hjá öðrum; starfaði t.d. lengi hjá Þorlákshafnar-
höfn og var m.a. hafnarstjóri í tvö ár. Hann réðst til Isfélags
Þorlákshafnar þegar það var stofnað, 1984, og hefur verið
framkvæmdastjóri þess frá upphafi. Eiginkona Gests er Isafold
Þorsteinsdóttir og eiga þau tvö börn.
► Pétur Björnsson fæddist á Raufarhöfn 1955. Hann varð stúd-
ent frá Menntaskólanum á Akureyri 1975, lauk skipsljórnar-
prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1976 og prófi í út-
gerðartækni frá Tækniskóla íslands 1978. Pétur starfaði hjá
Hraðfrystistöð Reykjavíkur frá 1978 til 1981 þegar hann flutt-
ist til Englands. Þar starfaði hann fyrst hjá J. Marr í
Fleetwood og Hull við innflutning á ísfiski frá fslandi en 1986
stofnaði hann fsberg Ltd. í Hull ásamt Vic Morrow og hefur
rekið það síðan. Pétur, sem fluttist heim með fjölskyldu sinni í
hittifyrra, varð hluthafi í fsfélagi Þorlákshafnar í sumar og
varð þá varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Pétur er kvæntur
Margréti Þorvaldsdóttur og eiga þau fjögur börn.
Eftir Skapta Hallgrímsson
ISFÉLAG Þorlákshafnar var
stofnað í árslok 1984 um
rekstur ísverksmiðju í bæn-
um. Um þessar mundir er fyr-
irtækið að færa út kvíarnar: tekur
fljótlega í notkun stórt frystivöru-
hús, sem nefnt hefur verið Kulda-
boli og er ætlað að þjóna innlend-
um og alþjóðlegum markaði; fyrstu
vörur koma inn í húsið upp úr miðj-
um þessum mánuði. Þá er ákveðið
að Isfélagið og Fiskmarkaður Þor-
lákshafnar sameinist og flyst starf-
semi fiskmarkaðarins í hið nýja
vöruhús.
„Við tókum okkur saman nokkrir
aðilar og stofnuðum ísfélagið á sín-
um tíma af verulega illri nauðsyn.
Félagið hefur séð um rekstur ís-
verksmiðjunnar allar götur síðan
og reksturinn hefur verið nokkuð
jafn. Við höfum selt um það til 12
þúsund tonn af ís á ári,“ segir Haf-
steinn Ásgeirsson, stjórnarformað-
ur ísfélagsins.
Gestur Ámundason fram-
kvæmdastjóri segir reksturinn
hafa byrjað rólega en umsvifin hafi
aukist verulega 1988, þegar Meit-
illinn fór að skipta við fyrirtækið.
„Þarna var engan ís að fá; að-
komuskip utan af landi sem voru
tímabundið fyrir sunnan land á
veiðum gátu ekki komið til Þor-
lákshafnar: hvorki var hægt að
landa né fá ís. ísverksmiðjan
breytti þessi ástandi í raun og
veru. Eftir að hún varð að veru-
leika gátu skip farið að landa í Þor-
lákshöfn og í kjölfar þess varð til
löndunarþjónusta, Skipaþjónusta
Suðurlands, sem ég er reyndar
með, og þá jókst íssala verulega því
skip fóru að koma alls staðar að,“
segir Hafsteinn. Gestur bætir við
að gámaútflutningur hafi verið í
hámarki á þessum tíma og það hafi
skipt miklu fyrir viðskipti ísverk-
smiðjunnar.
Mun minna er nú landað af ís-
fiski á svæðinu en þegar mest var.
„Segja má að þessi aðgerð okkar
núna - bygging frystigeymslunnar
- sé í raun og veru viðbrögð við
minnkandi löndun ísfisks. En þrátt
fyrir hve dregið hefur úr slíkum
löndunum hefur íssalan verið til-
tölulega jöfn, þar til á síðasta ári,
þegar hún minnkaði um 2-3 þús-
und tonn, fór niður í 10 þúsund
tonn, en aðalástæða þess er að skip
Vinnslustöðvarinnar hættu að
landa í Þorlákshöfn og fóru þess í
stað alltaf til Vestmannaeyja," seg-
ir Hafsteinn og bætir við: „Þegar
íssalan dróst svona saman fórum
við að velta fyrir okkur hvað væri
hægt að gera. Hugmynd að bygg-
ingu svona frystigeymslu hefur
verið í kollinum á okkur í mörg ár -
er eiginlega jafngömul fyrirtæk-
inu.“ Gestur segir einmitt að í
fyrstu samþykktum félagsins sé
tekið fram að stefnt skuli að þessu.
„En þá var meira verið að hugsa
um kæligeymslu,“ segir Hafsteinn.
„Þá var mikil framleiðsla á saltfiski
á svæðinu og stanslaus vandræði
með geymslur. En nú erum við
komnir í frystivöruhús, þar sem
allir hafa aðgang, hvort sem það
eru stórir aðilar eða smáir, svo
framarlega sem eitthvert pláss er í
geymslunni."
Kuldaboli
ísfélagið sótti fyrst um lóð fyrir
frystigeymslu 1994 en þá var ein-
ungis mögulegt að fá lóð fjarri
bryggju og ekkert varð úr fram-
kvæmdum. „I fyrra opnaðist svo
leið fyrir okkur þegar við gátum
fengið lóð sem tengist bryggjunni,"
segir Hafsteinn og segir þá félaga
þegar hafa hafist handa við að at-
huga með fjármögnun. „Við byrj-
uðum á því að fara í Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins, því þær stofn-
anir sem menn í fjárfestingarhug-
leiðingum í þessari grein leituðu til,
eru nú orðnar hluti hans. Við töluð-
um við mann sem var áður hjá
Fiskveiðasjóði og honum leist mjög
vel á hugmyndina. Hann lagði eig-
inlega línurnar fyrir okkur; hvern-
ig við ættum að koma hugmyndinni
í þann búning að þeir gætu tekið