Morgunblaðið - 05.09.1999, Page 32

Morgunblaðið - 05.09.1999, Page 32
32 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR orsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf., hefur gert athugasemdir við niðurstöðu Verðbréfaþings Islands hf. um tengsl Höfðahrepps og Skagstrendings hf. Forsaga máls- ins er sú, að Verðbréfaþing hóf könnun á því, hvort nýjar reglur þingsins um skráningu verðbréfa í kauphöll hefðu í för með sér að ein- hver hlutafélög, sem þar eru skráð, uppfylli ekki lengur skilyrði skrán- ingar á þingið. Athugasemdir fram- kvæmdastjóra Samherja hf. bein- ast á þessu stigi málsins ekki að hinni efnislegu niðurstöðu, sem hann kvaðst í samtali við Morgun- blaðið í gær ekki hafa skoðað ítar- lega, heldur að því hverjir sátu þann fund stjórnar Verðbréfa- þings, sem afgreiddi málið. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, að það vekti undrun sína, að stjórn- armenn í Verðbréfaþingi, sem eigi greinilega hagsmuna að gæta, skuli ekki hafa vikið sæti. Síðan sagði framkvæmdastjóri Samherja hf.: „Hér er ég að tala um þá Tryggva Pálsson frá Islandsbanka, Þorkel Sigurlaugsson frá Eimskipafélag- inu og Einar Sigurðsson frá Flug- leiðum. Þegar litið er til þess að málið í heild sinni er til komið eftir að Höfðahreppur seldi Burðarási hlutabréf til að hafa áhrif á sam- setningu stjórnar Skagstrendings, þá liggur það í augum uppi, að of- angreindir aðilar, sem eiga sæti í stjórn Verðbréfaþings, hefðu eðli- lega átt að víkja sæti, þar sem þau fyrirtæki, sem þeir eru fulltrúar fyrir, tengjast öli verulega Eim- skipafélagi íslands." Með þessum orðum vísar Þor- steinn Már Baldvinsson bersýni- lega til þess, að tveir þeirra þriggja stjórnarmanna, sem hann nefnir, eru starfsmenn, annars vegar Eim- skipafélagsins og hins vegar Fiug- leiða, sem Eimskipafélagið á ráð- andi hlut í, en jafnframt að Burðarás, eignarhaldsfélag Eim- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. skipafélagsins, er einn stærsti hlut- hafínn í Islandsbanka, þótt sá hlut- ur sé að vísu vel innan við 10%. Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Verðbréfaþings skýrir frá því í Morgunblaðinu í dag, að Þor- kell Sigurlaugsson hafi ekki tekið þátt í umræðum og afgreiðslu málsins. Af ummælum hans er ekki ljóst, hvort Þorkell Sigurlaugsson hefur setið stjórnarfundinn, sem afgreiddi málið eða hvort varamað- ur hefur verið kallaður inn í hans stað, sem hefði verið eðlilegt. Tæp- ast fer á milli mála, að fram- kvæmdastjóri Samherja hf. hefur mikið til síns máls varðandi starfs- mann Flugleiða, vegna ráðandi eignarhlutar Eimskipafélagsins í Flugleiðum. Meira álitamál er, hvort ábendingar hans varðandi fulltrúa Islandsbanka eigi rétt á sér þar sem því fer fjarri, að Eim- skipafélagið eigi ráðandi hlut í bankanum. En auðvitað má segja, að staða félagsins^ sem eins stærsta hluthafa í Islandsbanka, skipti hér máli. Áthugasemdir Þorsteins Más Baldvinssonar vekja hins vegar stærri spurningar um stöðu Verð- bréfaþings íslands yfirleitt. Þingið er nú hlutafélag í eigu allmargra aðila. Þar eiga Seðlabankinn, við- skiptabankar og sparisjóðir sam- tals um 45% hlutafjár en ýmsir að- ilar, sem með einum eða öðrum hætti koma að starfsemi Verð- bréfaþings, skipta því sem eftir stendur á milli sín samkvæmt ákveðnum reglum, sem eiga raunar líka við um bankana. Spurningin er þessi: hversu trú- verðugt er Verðbréfaþing, þegar aðilar sem eiga mikilla hagsmuna að gæta, og skiptir þá engu um hvaða fyrirtæki er að ræða, eiga aðild að stjórn þingsins og ákvörð- unum þess? Hver er staða starfs- manna þingsins, sem verða dag hvern að taka erfiðar ákvarðanir, sem í sumum tilvikum snúa að þeim fyrirtækjum og öðrum aðil- um, sem eiga fulltrúa í stjórn þingsins? Þegar Verðbréfaþing hóf starf- semi hafði verið töluvert rót á hlutabréfamarkaðnum, sem hafði náð að festa rætur án þess að um hann væru settar nægilega strang- ar reglur. Þær umræður fóru fram í byrjun þessa áratugar og leiddu smátt og smátt til þess að meiri festa skapaðist á markaðnum. En í ljósi þeirra umræðna fór ekki á milli mála, að upphafleg skipan stjórnar Verðbréfaþingsins tók mið af viðleitni þeirra, sem hagsmuna áttu að gæta, til þess að geta haft áhrif á skipan þessara mála. Eftir því, sem sviptingar á hluta- bréfamarkaðnum verða meiri, verða spurningar um trúverðug- leika Verðbréfaþings áleitnari og jafnframt, hvort þingið hafí nægi- lega öflug tæki í höndunum, til þess að hafa aga á markaðnum. Þegar spurningar vöknuðu um það hverjir væru eigendur Orca SA kom í ljós, að Verðbréfaþing var máttlaust í viðleitni sinni til þess, að draga eig- endur fyrirtækisins fram í dagsljós- ið. Þingið stöðvaði viðskipti með hlutabréf í FBA og gerði kröfu um að nýir eigendur hlutabréfa í bank- anum kæmu fram. Þegar þeir höfðu þá áskorun að engu átti þingið ekki annarra kosta völ en hefja viðskipti með hlutabréfm á nýjan leik. Með athugasemdum sínum hefur Þorsteinn Már Baldvinsson vakið athygli á grundvallaratriði í sam- bandi við verðbréfamarkaðinn. Verðbréfaþing Islands hf. hefur ekki lengur einkarétt á að reka kauphöll á Islandi. I öðrum löndum eru starfandi margar kauphallir. Augljóst er að lítið vit væri í því hér vegna smæðar markaðarins en hins vegar fer ekki á milli mála, að ef forsvarsmenn stórra fyrirtækja, sem eru á markaðnum, telja, að ekki sé gætt fyllsta hlutleysis í af- greiðslu mála, gætu þau umbrot orðið, sem leiddu til stofnunar ann- arrar kauphallar. Það er m.ö.o. veruleg spurning, hvort sú skipan mála, sem tekin hefur verið upp varðandi Verð- bréfaþing, sé rétt. Átökin í íslenzku viðskiptalífi fara harðnandi og ganga má út frá því sem vísu að þau eigi enn eftir að aukast á næstu árum. Verðbréfaþing Is- lands er vettvangur þessara átaka. Er sanngjarnt og skynsamlegt að aðilar, sem eiga mikilla hagsmuna að gæta, skeri úr um ágreinings- efni? Þetta á ekkert síður við um banka og sparisjóði en önnur fyrir- tæki á markaðnum. Fjármálafyrir- tækin eiga verulegra hagsmuna að gæta vegna viðskipta við önnur at- vinnufyrirtæki og þess vegna ekki hægt að líta á þau, sem hlutlausa aðila á einn eða annan veg. ATHU G ASEMDIR ÞORSTEINS MÁS Eitt sinn var sagt við mig: „Gunnlaugur Scheving var svo góð- ur maður, að mér fínnst óskiljanlegt hvað hann gat skapað stórkostleg listaverk." Mér þóttu þetta dálítið vafasöm orð og ætlaði að taka upp þykkjuna íyr- ir listina, en lét málið niður falla við nánari athugun. Að nokkru leyti spratt þessi við- mótshlýja Gunnlaugs í garð fólks og umhverfis af þeirri næmu tilfinn- ingu sem hann hafði fyrir húmor. Hann vissi að græskulaust grínið er hin sannanlega tólg lífsbaráttunnar. I þeim efnum mundi ég halda að hann hefði notið góðs af kynnum sínum við Dani, þegar hann réðst ungur til utanfarar og settist á lista- akademíuna í Kaupmannahöfn 1925. Ekki verður af frændum okk- ar skafið, að þeir eru fínni húmoristar en við og líta ekki hvem tilverudropa köldum viðmótslausum augum, afgreiða samskiptismenn síður en við með berangurssvörtum tilsvörum kaldhyggjunnar. Gunn- laugur var nógu 'hneigður fyrir feg- urð og hlýju til að ánetjast ekki þessum verbúðakalda duggara- húmor, sem hér hefur legið í landi. I samtölum okkar Gunnlaugs sagði hann við mig eitthvað á þessa leið: „Það er alltaf að koma til mín fólk og spyrja, hvort þessi eða hinn sé góður listamaður. „Jú,“ segi ég, „ágætur listamaður.“ „Vissi ég ekki,“ er þá sagt, „þú ert svo sem í sömu helvítis klíkunni.. Ég hef oft óskað eftir að verða geðveikur og heyrnarlaus. Þá er maður laus við alla þessa fínu menn með viðurkennda intelligensíu, þennan ein- stefnusmekk, sem verkar á mann eins og gamlar matarleifar á diski.“ Samt var Gunnlaugur áreiðan- lega nógu módemistískur og kúlt- úrel fyrir hvem sem var. En honum fannst kauðalegt að hlusta á músík eftir Bach á skyrtunni. Þegar Gunnlaugur kom úr Lund- únaför, sem hann fór til að kynna sér nýjung í myndlist, rabbaði ég við hann niðri í Nausti. Hann var glaður og reifur og lék á als oddi. Hann sagði þannig frá ferðinni, að ég upplifði London á nýjan hátt. Gunnlaugur minntist á góðleik og hjálpsemi Bretanna, hann talaði um söfnin og byggingarnar eins og gamla vini og var eiginlega þeirrar skoðunar, að við gætum talsvert lært af Bretum, jafnvel sitthvað í byggingarlist. En í miðju samtalinu brá fyrir glettnisglampa og hann sagði: „Listin á að vera dálítið af- mæli, en við eigum ekki að hafa það á tilfinningunni að verið sé að draga menn til tannlæknis, þó maður skreppi á málverkasýningu. Mál- aralistin á að minna á laufgað tré, fagurt blóm .. Þó hann hefði haft gaman af að sjá sýninguna í London, var hann fastur í þeirri skoðun sinni, að við ættum ekki að hlaupa eftir öllum etíkettum samtímatízku. Listin á að vera öllum stefnum yfírsterkari. Og þegar ég fór að spyrja sjálfan mig, yfír hverju hann hefði glaðzt mest í Lundúnareisunni, fannst mér svarið liggja í þessari staðreynd: þó hann hefði ekki farið utan í þrjá eða fjóra áratugi, eða frá því hann var við nám í Kaupmannahöfn, hefur hann kappkostað að fylgjast með heims- listinni af bókum og tímaritum, og þegar hann í London stóð andspæn- is þessum málverkum á þverskurð- arsýningu nútímalistar, fylltist hann þægilegri öryggiskennd; það kom honum sem sagt ekkert á óvart; hann hafði fylgzt eins vel með og nauðsyn krafði. Gunnlaugur hafði gaman af að tala um stærstu myndimar á sýningunni: „Mínar myndir eru eins og jólamerki á um- slagi samanborið við þær,“ sagði hann og hló. „Þessar myndir þeirra í London geta engir málað nema ungir menn, fullir af lífsfjöri og krafti, með sterka vöðva og ungt blóð í æðum.“ Þannig var Gunnlaugur, oftast glaður, alltaf jákvæður. Og ég veit hann hugsaði oft um ungu lista- mennina eins og góðir foreldrar um böm sín: Það er ágætt að þeir máli myndir, þeir eru þá ekki i slæmum félagsskap á meðan. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 4. september Rúmar þrjár vikur em þar til fjármálaráð- herrann, Geir H. Haarde, leggur fram fjárlagafrumvarp sitt á Alþingi. Þingflokkar ríkisstjómarinnar hafa lokið umræðum um írumvarpið og gefið fjármálaráðherra og ríkisstjóm grænt ljós á fullvinnslu þess. Hins vegar er ekld ennþá að fullu ljóst, hvort allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa látið af kröfugerð um aukin útgjöld til málefna og framkvæmda, sem falla undir ráðuneyti þeirra. Ráðherrarnir munu þó varla krefjast breytingar að ráði á framvarpinu héðan af, því það þarf að fara til prentunar innan skamms. Auk þess eru ráðherrarnir bundnir af stefnumörkuninni í efnahagsmálum og ríkisfjármálum, sem lögð var til grandvallar við myndun samsteypustjómar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks í sumarbyrjun. Stefnu- mörkun ■I I STEFNURÆÐU sinni, sem Davíð Oddsson forsætis- ráðherra flutti á Al- þingi í júníbyrjun, sagði hann m.a.: „Ríkisstjórn síðasta kjörtímabils lækkaði skuldir ríkissjóðs með afar markvissum hætti. Og sú, sem tekin er við, byggir á sama granni og sama vilja. Og ekki er vafi á, að það er forgangsatriði af hennar hálfu, að ríkissjóður verði ekki aðeins rekinn í jafn- vægi heldur með umtalsverðum afgangi. Allt bendir til þess, að ríkissjóður verði rek- inn með ágætum afgangi á þessu ári, og rík- isstjórnin hefur sett sér það mark að gera enn betur við gerð næstu fjárlaga." Þessi yfirlýsing forsætisráðherra í sölum Alþingis fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og stjómarflokkanna er skýr og skorinorð. Hana er ekki með neinum hætti hægt að misskilja eða mistúlka. Það verður því að gera ráð fyrir því, að þessi stefnumörkun hafi forgang fram yfir kröfugerð einstakra fagráðherra eða þingmanna, þegar kemur að endanlegri gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Á vegi fjárlagaframvarpsins era ýmsar hættur, auk óvæntra áfalla, og má þar nefna kröfugerð einstakra ráðherra og þingmanna fyrir hönd margvíslegra þrýstihópa, sem getur sett strik í fjárlagareikninginn. Væntingar í ÞVÍ MIKLA GÓÐ- æri, sem ríkir í land- inu, hafa vafalaust skapazt miklar væntingar um fjárframlög af hálfu hins opinbera vegna þeirra ríflegu við- bótartekna, sem stóraukin efnahagsumsvif hafa fært ríkissjóði og sveitarsjóðum. I um- ræðunni í þjóðfélaginu má stöðugt heyra kröfur um aukin fjárframlög til margvísleg- ustu verkefna, jafnt af hálfu opinberra stofnana, félaga sem samtaka, og vissulega era mörg verðug verkefni, sem bíða úr- lausnar, öllum almenningi til góða. Þá er í sjálfu sér skiljanlegt, að t.d. ríkisstofnanir, sem urðu að sæta miklum niðurskurði til starfsemi sinnar á kreppuáranum, óski eftir því að fá hann bættan. Margar hafa að sjálf- sögðu þegar fengið það, a.m.k. að einhverju leyti, enda kemur það fram í sívaxandi út- gjöldum ríkissjóðs. Búast má við því, að þrýstingur á aukin ríkisútgjöld sé að hluta til af sálrænum toga, þ.e. að ríkisstarfs- mönnum finnist í lagi að fara fram úr fjár- heimildum vegna þess að ríkissjóður hafi næga peninga. I Ijósi þessa má kannski meta aðgerðir ýmissa hópa ríkisstarfsmanna til að bæta kjör sín með uppsögnum, þótt í gildi séu undirritaðir kjarasamningar, og fjárlög geri ráð fyrir því, að þeir samningar standi. Ann- að dæmi um miídar væntingar er sá þrýst- ingur, sem ráðherrar Framsóknarflokksins hafa orðið fyrir í kjölfar kosningaloforðsins um milljarð til baráttunnar gegn vímuefna- neyslu. Það loforð var gefið ársfjórðungi eft- ir afgreiðslu fjárlaga þessa árs og því ekki hægt að gera ráð fyrir þeim milljarði fyrr en síðar. Reyndar hljóðaði loforð framsókn- armanna upp á, að einum milljarði króna yrði varið á kjörtímabilinu tU vímuefna- vama. Kosningarnar voru þó ekki fyrr af- staðnar en heyra mátti endalausar glósur um framsóknarmilljarðinn í fjölmiðlum. Út af fyrir sig er skiljanlegt, að óþolinmæði gæti í röðum þeirra, sem kljást við fíkni- efnavandann í daglega lífinu og horfa upp á ungmenni verða eitrinu að bráð. En öll kröfugerð á hendur ríkissjóði verður að vera í samræmi við raunveraleika fjárlaga hverju sinni og reyndar er engin ástæða til að ætla, að ráðherrar Framsóknarflokksins geti ekki staðið við loforðið. En nýting slíkra fjármuna krefst góðs undirbúnings til að árangur náist. Það ætti að vera öllum ljóst. mmmmmK^^ 'vegferð fjár- Blikur á lofti lagaframvarpsins lýkur í þingsölum skömmu fyrir jól, aðeins örfáum dögum áð- ur en fjárlögin eiga að öðlast gildi. Það er fjárlaganefnd Alþingis, sem hefur það hlut- verk að búa fjárlagaframvarpið fyrir lokaaf- greiðslu og gera tillögur um breytingar. Sú vinna fer þó fram í nánu sambandi við fjár- málaráðherra og ríkisstjórn. Fjárlaganefnd sætir ekki síður miklum þrýstingi um fjár- framlög en ráðherrarnir og sagan sýnir, að fjárlaganefndarmenn era sérlega næmir fyrir þrýstingi kjósenda úr kjördæmum sín- um, jafnvel næmari en ráðherrarnir, ekki sízt í aðdraganda kosninga. Þær fóra fram sl. vor og má því búast við, að fjárlaganefnd muni standa fastar en oft áður á þeirri stefnumörkun, sem fram kemur í fjárlaga- framvarpinu, a.m.k. meirihluti stjórnar- flokkanna í nefndinni. Enda hafa þeir þing- menn tekið þátt í afgreiðslu þess í þing- flokkum sínum. Ganga má samt út frá því sem vísu, að allnokkrar breytingar verði gerðar í þingsölum á fjárlagafrumvarpinu. Spurningin er aðeins, hversu miklar þær verða. Þetta er tíundað hér vegna þess, að blikur eru á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar í sjálfu góðærinu og mikilvægt er, að við þeim verði brugðist með réttum hætti. Hér er einkum um að ræða aukna verðbólgu, þótt hún sé mjög lítil í sögulegu samhengi íslenzkra efnahagsmála, svo og mikinn við- skiptahalla. Við þessar aðstæður ber brýna nauðsyn til að koma í veg fyrir ofhitnun efnahagskerfsins og þar með verðbólgu- skriðu. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sér- fræðingar Seðlabankans og fjármálafyrir- tækja era einhuga um nauðsyn þess að draga fjármagn úr umferð til að vinna gegn þenslunni. Bezta leiðin til þess að þeirra mati er að skila ríkissjóði með veralegum tekjuafgangi. Sala ríkisfyrirtækja hefur einnig áhrif í þá átt að draga úr þenslu í efnahagskerfinu og það sama má segja um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að auka líf- eyrisspamað landsmanna. Vaxtahækkanir era einnig hefðbundin leið til að slá á þenslu, en vaxtastig hér er orðið svo hátt í samanburði við útlönd, að sú leið má teljast ófær að sinni. Enn ein leiðin er að draga úr opinberam framkvæmdum eða fresta þeim á meðan þensluástand ríkir. Stefnu- mótunin EKKI VERÐUR annað séð en að þingflokkar ríkis- stjómarinnar hafi samþykkt fjárlagaframvarpið fyrir sitt leyti í samræmi við stefnumótun ríkisstjórnar- innar, þótt hafa verði í huga hugsanlegar breytingar á vegferð þess, eins og áður er bent á. Eftir þingflokksfund Sjálfstæðis- flokksins 25. ágúst sl. vildi fjármálaráðherra ekki ræða framvarpið í einstökum atriðum, en hann sagði þó eftirfarandi: „Ríkisstjórnin setti sér það takmark í vor, þegar við byrjuðum að undirbúa fjárlögin fyrir næsta ár, að stefna að 1% afgangi mið- að við landsframleiðslu að lágmarki. Það eru um það bil 6-7 milljarðar miðað við horfur um þjóðarframleiðslu á næsta ári. Núna eft- ir meðferð þingflokkanna og umfjöllun rík- isstjórnarinnar hefur mér sem sagt verið falið að ljúka málinu og horfur eru á því, að þetta markmið muni nást.“ Fjármálaráð- herra lét þess og getið, að þessi tekjuaf- gangur af ríkissjóði væri einungis afgangur af rekstri, en við hann bætist svo tekjur af eignasölu. Ennþá ríkir óvissa um sölu á rík- iseignum og má í því sambandi minna á sölu á 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, sem gert var ráð fyrir að selja Morgunblaðið/RAX Lónsöræfi sl. vor, en var frestað til hausts vegna kosn- inganna. Ekkert er enn fast í hendi um sölu á bankanum né með hvaða hætti hún verð- ur. Öllum má þó vera Ijóst, að sala jafn verð- mikillar eignar mun gerbreyta stöðu ríkis- sjóðs á árinu, en sú óvissa undirstrikar einnig nauðsyn þess, að tekjuafgangur verði umtalsverður af sjálfum rekstri ríkissjóðs. Það er sú tala, sem fjármálamarkaðurinn mun horfa til við mat á efnahagsþróuninni fremur en slíks hvalreka fyrir ríkissjóð, sem sala FBA verður væntanlega. GEIR H. HAARDE Almennileg fjármálaráðherra lét vidsnvrna Þess °S getið eftir Viospyrna þingflokksfundinn, að ríkið mundi fresta ýmsum framkvæmd- um og spara víða í rekstrinum til að slá á eftirspurnina í þjóðfélaginu. Hann kvað þó ekkert enn fast í hendi í þeim efnum nema hvað fé, sem sparaðist, yrði ekki notað í annað. Orð fjármálaráðherra benda til þess, sem flestir skattgreiðendur hafa sjálfsagt gi-un um, að ekki verði auðvelt að fá ráð- herra, þingmenn og hagsmunaaðila til að fallast á frestun tiltekinna framkvæmda. Það mun skýrast nánar á vegferð frum- varpsins og fyrstu upplýsingar fást þegar það verður lagt fram á Alþingi 1. október nk. Fjármálaráð-hen'a hefur lýst því yfir, að í sjálfu sér skipti ekki öllu máli, hvaða ríkis- framkvæmdum verði frestað í hálft eða eitt ár eða hvort einhverjar tilfærslur verði, heldur hitt, hvort almennileg viðspyrna verði í efnahagsmálum landsins. Höfuð- markmiðið væri að hafa hemil á þenslu, skila myndarlegum tekjuafgangi, greiða niður skuldir og halda verðbólgu í skefjum. Þetta er að sjálfsögðu hárrétt, en þróunin að undanförnu sýnir Ijóslega, að í engu má hvika frá þessum markmiðum. Einungis þær miklu hækkanir, sem orðið hafa á olíu og benzíni á árinu, hafa leitt til meiri hækk- unar á neyzluvöravísitölunni en góðu hófi gegnir. Hafi einhverjir gleymt áhrifum verðbólgu á fjárhag einstaklinga og fyrir- tækja áður fyrr, og víxlverkunum verðlags og launa, má benda á útreikninga ASÍ á áhrifum benzínhækkana á árinu á vísitölu neyzluverðs. ASÍ áætlar, að skuldir heimil- anna hækki um 4,3 milljarða króna vegna þeirra. Benzínhækkanirnar hafa og þær af- leiðingar, að kaupmáttur rýrnar og greiðslubyrði af lánum eykst. Þetta minnir óþyrmilega á gamla verðbólgudansinn, sem var á góðri leið með að leggja fjárhag ein- staklinga og atvinnulíf í rúst. Miklar fórnir voru færðar til að vinna bug á verðbólgunni, m.a. kjararýrnun og atvinnuleysi, og þær fómir mega ekki renna út í sandinn. mammmmmmm minna má fjár- Kjarasamn- málaráðheraann og inrrar samstarfmenn hans í mgar ríkisstjórn og þing- flokkum á, að efnahagssérfræðingar hafa spáð því, að verðbólgan frá upphafi til loka þessa árs verði allt að því tvöfalt meiri en undanfarin ár, eða nálægt 4%. Þótt sú verð- bólga sé ekki há á íslenzkan mælikvarða er hún samt allsendis óviðunandi. Svo mikil verðbólga spillir stöðu íslenzkra fyrirtækja í samkeppni við keppinauta í nágrannalönd- um. Loks má minna á, að fyrstu kjarasamn- ingar á almennum vinnumarkaði verða laus- ir í upphafi næsta árs. Verkalýðsfélögin munu ekki taka því þegjandi, að verðbólgan fari af stað á ný, þótt í miklu minna mæli verði en fyrr, eða að hvikað verði frá efnahagslegum stöðug- leika. Þau verða þá ekki til viðræðu um langtímasamninga, sem þó hafa gefizt svo vel á því samningstímabili sem yfir stendur. Krafan yrði þá um skammtímasamning, t.d. aðeins til eins árs. Skammtímasamningar mundu valda óvissu í efnahagsmálum þjóð- arinnar og spilla þar með stöðugleikanum. Það vilja víst fæstir, því það er fyrst og fremst stöðugleikinn í efnahagslífinu, sem hefur verið grunnurinn að þeirri ótrúlega miklu kaupmáttaraukningu, sem fólk hefur almennt notið sl. 3M árin. Aukningin á framleiðslu og framleiðni í atvinnulífinu hef- ur ekki brunnið upp í verðbólgu. Ekkert er því mikilvægara í íslenzkum efnahagsmálum og stjórnmálum en að við- halda efnahagslegum stöðugleika. Hann er sú umgjörð, sem atvinnulífið og launþegar þarfnast til að geta haldið áfram að sækja fram til bættrar afkomu og bættra lífskjara. Það þarf fjármálaráðherrann og ríkisstjórn- in öll að hafa í huga, þegar hvarvetna er sótt að ríkissjóði. Geir H. Haarde íjármálaráðherra lét þess og getið eftir þingflokks- fundinn, að ríkið mundi fresta ýms- um framkvæmd- um og spara víða í rekstrinum til að slá á eftirspurnina í þjóðfélaginu, en hann kvað þó ekk- ert enn fast í hendi í þeim efn- um nema hvað fé, sem sparaðist, yrði ekki notað í annað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.