Morgunblaðið - 05.09.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.09.1999, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ GEYSIR OG MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGINN 8. júlí sl. gat að líta fremur óvenjulegan leiðara í Morgunblaðinu, en fyrri hluti hans fjallaði um og hvatti fremur til þess að óbætanleg náttúruspjöll yrðu framin á frægasta náttúruundri landsins, Geysi. Það er full ástæða til að huga nánar að þeim andstæð- um sem birtust lesendum þama á miðopnunni, en stór hluti hennar var um hin óspilltu og fögm víðerni Eyjabakka. Rannsóknir við Geysi Það er því miður ekki allskostar rétt sem segir í leiðara Morgun- blaðsins að „fá, ef nokkur, náttúra- fyrirbrigði í landinu hafa verið rannsökuð jafn oft og jafn lengi og Geysir í Haukadal“. Margir hafa vissulega komið á svæðið, en flestir hafa verið ferðamenn og fáeinir hafa lýst Geysisgosum í ferðabók- um sínum, oft með nokkram ævin- týraljóma. Ég hef sjálfur verið við- riðinn rannsóknir á svæðinu frá ár- inu 1984 og ekki orðið var við aðrar rannsóknir þar á þeim tíma, enda erfltt að fá fé til þeirra. A þessari öld hafa fáir stundað rannsóknir á svæðinu, líklega innan við 10 manns og ekki mikið fleiri fram að því frá upphafi. Ef borið er saman við rannsóknir á t.d. Heklu, Kröflu og heiðagæsinni geta menn séð það í hendi sér að víða hefur verið rann- sakað meira en á Geysi. Goshverinn Geysir hefur hinsvegar lengi verið víðfrægasta náttúrafyrirbrigði landsins og mest skoðað, enda eitt það merkilegasta. Lygn pollur Leiðarahöfundi finnst fátt um Geysi, hann sé „ekki goshver heldur lygn pollur". Ef Geysir er ekki goshver vegna þess að hann gýs ekki þessa dagana, hvað er þá Hekla? Geysir er í dag sjóðandi vatnshver og úr honum renna tæpir 2 lítrar á sekúndu af um 100°C heitu vatni, orka sem nægir til að hita upp 20-25 stór ein- býlishús. Það er ástæðulaust að tala nið- ur til Geysis gamla á þennan hátt, hann er eina náttúrufyrirbrigði landsins sem er heims- frægt, og orðið „geyser“ sem af honum er dregið er eina alþjóðaorðið sem kemur úr íslensku. Geysir á vafalaust eftir að gjósa á ný í fyll- ingu tímans - verði Islendingar ekki búnir að eyðileggja hann áður. Saga Geysis er þekkt frá 1294 er hverir komu upp í jarðskjálftum í Haukadal. Allar götur síðan hefur Geysir gægst inn á blöð sögunnar við og við, yfirleitt vegna þess að hann lifnaði við í jarðskjálftum, síð- ast í Suðurlandsskjálftunum 1896. Eftir jarðskjálfta gaus Geysir í fyrstu oft á dag en gosum fækkaði síðan smátt og smátt og voru nánast hætt eftir um 20-30 ár. Eftir skjálft- ana 1896 gaus Geysir um 60 m há- um gosum, en mun hafa verið að mestu sofnaður um 1915. Árið 1935 var grafin rauf í norðurbrún skálarinnar við Geysi og tók hann þá við sér aftur í nokkur ár, en hef- ur aðallega gosið ef sett er í hann sápa (um 50 kg). Fyrr á tímum var algengt að fylla hverina af mold og grjóti, við það hafa þeir hitnað upp að og síðan yfir suðu- mark og gosið. Rannsóknir 1997-8 Rannsóknir sem gerðar vora að tilhlutan Náttúraverndar ríkis- ins veturinn 1997-8 beindust að því hvernig unnt væri á einfaldan hátt að lækka vatns- borð Geysis og sjá hvort sú aðgerð ein hjálpaði hvernum í gos. Skilyrðin vora þau að engu yrði spillt - og er þá átt við að eftir að- gerðimar sæist ekki að neinu hefði verið rask- að og gosrásinni að sjálfsögðu ekki spillt. Köldu vatni var dælt úr Beiná upp að Geysi og vatni dælt um svo- nefndan ,jektor“ (e.k. lensidælu) og þannig var vatnsborð hversins lækkað um 2 m án þess að syði í leiðslunni, en ekki er hægt að dæla sjóðandi vatni með venjulegri sog- dælu. Við lækkun vatnsborðs um 2 m fór hverinn að skvetta úr sér gos- um upp í 8-10 m hæð á um klukku- stundar fresti. Það er nauðsynlegt að klára þessa tilraun með því að halda dælingum áfram í fáeina daga og sjá hvort al- mennilegt Geysisgos kemur, vatns- og gufugos. Verkið var unnið á tíma þegar minnst var um ferðamenn til að fá frið við verkið, auk þess sem hættulegt er að vera nálægt hvem- um sem getur gosið fyrirvaralítið þegar lækkað er í honum. Aðstæður og birta vora erfið á þeim tíma sem verkið var unnið, en líldega er best að framkvæma næsta áfanga í apríl eða maí, ef fé fæst til þess. Ef vatnsborð Geysis er lækkað um meira en 1 m er unnt að ganga niður í skálina, fram á brún gospíp- unnar og þar neðan við kraumar 98- 100°C heitt vatn - stórkostleg slysa- gildra. Tillögnr um að bora í Geysi Isleifur Jónsson verkfræðingur hefur nokkram sinnum skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem hann lýsir hvernig bora megi í Geysi. Leiðarahöfundur blaðsins gengur raunar svo langt að fullyrða að unnt sé að „endurvekja Geysi án nokkurra spjalla á honum eða um- hverfi hans“. Skoðum það nánar. Geysir er einn örfárra náttúralegra goshvera á jörðinni. A Islandi hafa margir goshverir dáið úr elli, þ.e. aðrennslisrásir hafa skemmst í jarð- skjálftum, stíflast af útfellingum úr heita vatninu eða þeir verið eyði- lagðir með nýtingu jarðhitans (t.d. Reykholtshver í Biskupstungum, hverir á Hveravöllum í Aðaldal, þeir Strokkur og Uxahver, og svo Dilbert á Netinu mbl.is __ALL.-TA/= e/TTH\SA£} /MÝTT ráð fyrlrnámogstörf Námskeið fyrir konur þar sem áhersla verður lögð á; • að kynnast sjdlfri sér betur • að byggja upp sjáfstraust og hugrekki • að losa um hömlur • að vinna í hóp (IMmnterllOmanmhópijm) Námskeiðið hefst miðvikudaginn 15.september, er einu sinni í viku og stendur til 27. október, samtals 21 klst. Kennt er frá kl. 19-22. Kynningarverðkr. 26.000. Leiðbeinandi er Magnea B. Jónsdóttirsdlfræðingur. Upplýsingar og skráning f síma 561 2428. Viltu f l | marqralda lestrarhraSa þinn? Á síðasta ári fjórfölduöu nemendur hjá hraðlestrarskóla Fjölmenntar lestrarhraöa sinn og héldu sama lestrarskilnlngi. Margir náðu enn betri árangri. Námið hentar mjög vel fyrlr: 1. Starfsmenn fyrirtœkja sem þurfa að lesa mikið, en hafa takmarkaðan tíma. 2. Námsmenn sem stefna aö betri námsárangri (námsmannaafsláttur) 3. Áhugamenn um lestur bókmennta, sem vilja komast yfir meira lestrarefni. Námskeiðið tekur 5 vikur, og er kennt í 2 kennslustundir í senn. í lok námskeiðsins er boðið upp á tveggja tíma yfirferð yfir námstœkni. Við höldum námskeið á vinnustöðum, í skólum og hjá félagasamtökum ef óskað er. Fyrsta námskeið vetrarins byrjar 6. september og síðan reglulega í allan vetur. Nánari upplýsingar og skráning hjá Fjölmennt í s. 5 100 900 og 5 100 901. 7 FJÖLMENNT ehf Skeifunni 7,2.h., 108 Roykjavik, sfml 5100 900, fax 5100 901, töivupóstur: brefa8k@ismennt.is Helgi Torfason Skrifla og Dynkur í Reykholti, en e.t.v. mætti vekja Skriflu upp aftur). Það sem veldur vii'kni goshvera er suða sem verður á nokkru dýpi í gosrás þeirra. Það er því gosrás slíkra hvera og innstreymið sem gerir þá einstök fyrirbrigði, en ekki hvemig þeir líta út á yfirborði. Ef gosrásin er eyðiiögð með boran er hverinn ekki lengur náttúrulegt fyr- irbrigði heldur mannvirki. Verndun Geysis lýtur því fyrst og fremst að því að vernda gosrásina og síðan að vernda hrúðurskálina því hún er hinn sýnilegi hluti hversins. Þeirri skoðun er stundum haldið fram að það eigi að vernda Geysi sem goshver og því eigi að gera á honum þær aðgerðir sem gera hon- um mögulegt að gjósa. Margar hug- myndir hafa verið settar fram til þess og eru sumar ansi fjarstæðu- kenndar og yrðu ekki til þess að auka hróður náttúruvemdar á Is- landi - helstu leiðir era eftirfarandi: Bora í gospípu Geysis til að auka innrennsli Nota jarðýtu til að hreinsa allt hrúður af skálinni tO að minnka kælingu Saga efsta hluta hrúðursins af svo skálin verði lárétt og lægri en nú er Dýpka rásina sem er í barm hversins og hafa hana alltaf opna Setja upp rafkyndingu í eða við hverinn Bora á ská inn í skálina og hleypa úr honum Setja dýnamít í hverinn og sprengja hann út Setja tappa í gosrásina og dæla niður köldu vatni undir þi-ýstingi og víkka æðar (pakka) Setja hlemm yfir gosrásina til að varna niðurrennsli kalds vatns Dæla úr hvernum til að lækka vatnsborð og minnka kælingu Setja sápu í hverinn - 50 kg er það magn sem nú þarf fyrir hvert gos Dæla úr hvemum og reyna að minnka sápuskammtinn sem þarf Bora holu á ská innundir skálina og dæla þangað yfirhituðu vatni Sumar af þessum aðferðum má nota saman. Umhverfisvænsta leið- Fyrst ekki er veitt fé til að fylgjast með ástandi eins vinsælasta ferðamannastaðar landsins og einstaks náttúruundurs, segir Helgi Torfason, hvers vegna ætti þá að veita fé til að bora í frægasta goshver heims og eiga á hættu að eyðileggja hann? in er þó sú að lækka vatnsborð hversins með dælingum. Ef sú leið gengur ekki, mætti athuga að setja í hann smávegis af sápu við lægri vatnsstöðu. Raunar er það nauðsyn- legt öðra hvora til að láta hverinn hreinsa úr sér grjót og drasl sem ís- lenskir gestir henda í hverinn - er- lendir ferðamenn sýna náttúra landsins yfirleitt meiri virðingu. Áhætta borunar Ef svo færi að borað yrði í Geysi gæti hann vissulega byrjað að gjósa á ný. Miðað við það innrennsli sem nú er í hverinn tekur það um 12 klst. fyrir hverinn að fylla sig eftir gos, þangað til von er á því næsta. Ef innrennslið er aukið með boran- um styttist tíminn sem hverinn er að fyllast „en þá er líka næsta víst að nálægir hverir hverfi og líklega fyrst Strokkur sem er á sömu sprangu og Geysir. Vilja menn taka þá áhættu að fórna Strokki sem gýs mjög fallegum gosum á 10-15 mín. fresti, og gosum í Geysi á allt að 12 klst. fresti?“ Einnig er líklegt að aðrir hverir í nágrenninu gætu skemmst eða horfið, t.d. Konungs- hver, Fata og Blesi, en engin leið er að sjá slíkt fyrir. Isleifur hefur réttilega bent á að þá væri unnt að steypa í Geysi - en þá er líka búið að sjá endanlega fyrir honum, gosrásin væri skemmd og hverinn í mesta lagi stillanlegur með krana, sbr. „hverinn" í Öskjuhlíð. Einnig gæti Geysir hlaupið í sama farið og Strokkur og gosið snotrum 15-20 m gosum á 10-15 mín. fresti, „hvað myndi vinnast við það?“ Ef Geysir verður látinn gjósa 1-2 sinnum á dag verður mikil slysa- hætta á svæðinu því Geysir gýs hærra en Strokkur og vatnssúlan dreifist víðar. Því verður að hafa stöðuga vakt á svæðinu, sem hefur aukinn kostnað í för með sér, og sennilega loka því í hvassri norðan- átt ef hætta er á gosi. Við vitum að gosrás Geysis er um 20 m djúp, því hún hefur verið mæld, en þar með þrýtur þekking- una og enginn veit hvernig æða- kerfið og sprangur liggja á meira dýpi. Það er því alrangt að unnt sé að bora í Geysi án nokkurra spjalla á hvemum eða umhverfi hans - það er ekki hægt. Fjármögnun aðgerða og rannsóknir Boran í Geysi kostar mikið fé. Hver borgar það og tekur fjárhags- lega ábyrgð á því að skemma ekki Geysi, hveraskálina og hverina í kring? Líklega myndu fáir ábyrgj- ast slíkt verk því áhættan er of mik- il. Boran í Geysi myndi sennilega kosta nokkrar milljónir króna og vandséð hver myndi fjármagna slíka aðgerð. Fjái-veitingai'valdið hefur nánast ekki veitt neinu fé til rannsókna á svæðinu undanfarin ár, nema í sambandi við þingsályktun Guðmundar Hallvarðssonai' 1995 (129. þing, 179. mál). Fyrst ekki er veitt fé til að fylgjast með ástandi eins vinsælasta ferðamannastaðar landsins og einstaks náttúruundurs, hvers vegna ætti þá að veita fé til að bora í frægasta goshver heims og eiga á hættu að eyðileggja hann? Rannsóknir sem gerðai' voru á Geysi veturinn 1997-8 voru kostaðar af Landsbankanum, með dyggri að- stoð Sverris Hermannssonar, bor- fyrirtækinu Alvarr, sem gaf alla vinnu, Orkustofnun og Hótel Geysi, sem kostaði uppihald á staðnum. Rannsóknirnar vora gerðar að til- hlutan Náttúruvemdar ríkisins og undir umsjón Orkustofnunar. Fjár- magn vantar til að ljúka þessum rannsóknum. Ferðamenn og Geysir Flestir ferðamenn sem koma til landsins fara að skoða Geysi - raun- ar Strokk - og eru hæstánægðir með það. Það er því erfitt að sjá að þeim fjölgi við það eitt að láta Geysi gjósa daglega (þ.e. á 12 tíma fresti). Hinsvegar væri æskilegt að þeir dveldu lengur á svæðinu og fengju tækifæri til að kynnast því betur í heild. Það er því ánægjulegt að einmitt nú hefur risið nýtt hús á staðnum þar sem opnuð verður Geysisstofa á næsta ári þar sem saga svæðisins og náttúra verða kynntar, en það er framtak hjón- anna Más Sigurðssonar og Sigríðar Vilhjálmsdóttur. Með kynningu á Geysissvæðinu öllu, fjölbreytni þess og nágrennisins fá gestir tækifæri til að átta sig á því og skoða í heild sinni, en ekki einblína aðeins á hvort Geysir gýs eða ekki - Strokk- ur er fullfær um að sjá um gosin. Gos í Geysi hefur engin áhrif á þjóðarhag íslendinga eða ferða- þjónustuna - það hefur Strokkur og er mjög varasamt að hnekkja veldi hans. Það er rétt sem segii' í Morg- unblaðinu að hér „eru miklir hags- munir þjóðarbúsins" í veði og því ekki rétt að „höggva á hnútinn og leyfa Geysi að gjósa á ný“ með því að bora í hann og eyðileggja. Ef menn aðeins hafa áhuga á að sjá Geysisgos og vatnsborðslækkun ein kemur því ekki í gang, þá er ódýr- ara, og einfaldara að setja í hann sápu en bora - og mun náttúra- vænna. Höfundur er jarðfræðingur við auðlindadeild Orkustofnunar og formaður Jarðfræðafélags fslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.