Morgunblaðið - 05.09.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 05.09.1999, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Frá höfninni í Djúpavogi. „Gísli í Papey“ ferðbúinn 13. ágúst 1999. Vitinn á Hellisbjargi í Papey, byggður 1922. Kirkjan og kirkjugarðurinn í Papey. Góðabjarg, eitt fengsælasta fuglabjargið í Papey. Horft til lands úr Papey. Papeyj arbréf Fyrir fuglaskoðara, segir Leifur Sveinsson, er Papey alger paradís. i. ÞAÐ ER laugardaginn 14. ágúst 1999 kl. 13.00 að siglt er út frá Djúpavogi á bátnum „Gísla í Pa- pey“, áleiðis til Papeyjar. Farþegar eru um 14. Nokkur gjóla var, en ekki til vandræða á útleið. Leið- sögumaður var Ingimar Sveinsson fyrrum kennari og skólastjóri, sem reyndist okkur farþegunum hafsjór af fróðleik, bæði um Papey og Djúpavog, enda reit hann árið 1989 bókina „Djúpivogur 400 ár við Vog- inn“, sem ég mun m.a. styðjast við í grein þessari. Lengi hafði það verið draumur minn, að komast út í Pa- pey, en kona mín hafði komið út í Papey sumarið 1953 á vegum Páls Arasonar, hins kunna ferðamála- frömuðar, sem nú er einbúi í Bug í Hörgárdal, 84 ára, en eldhress. II. I Landnámu segir svo: „Þeir fóst- bræður bjuggu skip mikið, er þeir áttu og fóru að leita lands þess, er » Hrafna-Flóki hafði fundið og þá var Island kallað. Þeir fundu landið og voru í Austfjörðum í Álftafírði hin- um syðra. Þeim virtist landið betra suður en norður. Þeir voru einn vet- ur í landipu og fóru þá aftur til Nor- egs.“ I Arbók Ferðafélags íslands 1955 skrifar dr. Stefán Einarsson, en hann var fæddur og uppalinn í Breiðdal og því kunnugur á Suður- fjörðum: „Sagt er að þeir fóstbræð- ur, Ingólfur og Hjörleifur, hafi dvalist á Geithellum veturinn, sem þeir voru hér, áður en þeir fluttust « alfarnir til Isjands, og jafnvel hald- ið, að nafnið Geithellar sé síðan.“ Enn bætir Ingimar Sveinsson við í bók sinni, er fyrr er nefnd: „Sög- unni fylgir, að um vorið hafi konur gengið upp í fjall og séð reyk úti í Papey. Konumar voru að leita að geitum, sem hurfu frá þeim, og fundu þær í hellisskúta uppi í fjall- inu. Þegar farið var að athuga um reykinn, voru þar Papar fyrir.“ Papamir voru kristnir menn frá Ir- landi, sem höfðu sig á brott, þegar Norðmenn fóru að byggja ísland, því þeir vildu ekki vera innan um heiðna menn. III. Heimildir herma, að fyrsti ábú- andi eyjarinnar, sem kunnugt er um, hafi verið séra Eiríkur Höskuldsson prestur að Heydölum Einarssonar skálds Sigurðssonar. Hann var prestur að Hálsi í Hamarsfirði 1635-1653. Margir hafa búið í Papey síðan og átt það sameiginlegt að vera taldir vel efn- aðir bændur. Einna þekktastur þeirra var Mensalder Raben Jóns- son, sem kallaður var hinn auðgi. Mun hann sennilega hafa búið þar frá 1762-1799, alla tíð einhleypur. Arið 1900 kaupir Gísli Þorvarðsson Papey af Sigríði Bjarnadóttur, ekkju Eiríks Jónssonar frá Hlíð í Lóni, á tólf þúsund krónur, sem þótti geypiverð á þeim tíma. Gísli hafði áður búið á Fagurhólsmýri í Oræfasveit. I bréfi, er Finnur Malmquist á Starmýri í Álftafirði skrifar Gísla 21. janúar árið 1900 og óskar Gísla til hamingju með kaupin á Papey, ritar Finnur m.a. „Ekki deyr sá, er dýrt kaupir." Gísli Þor- varðsson var fæddur 3. október 1868 og dó 12. október 1948. Hann var skörungur mikill og gerði Pa- pey að stórbýli. Afkomendur Gísla eiga núna Papeyna og hafa m.a. reist sér tvö sumarhús á eynni. Gamli bærinn, sem Gísli reisti árið 1902, er nú orðinn talsvert lúinn, en samt er reynt að halda hluta hans við. IV. Siglingin út í Papey tók röskan klukkutíma, enda siglt fram hjá ey einni, þar sem selir spókuðu sig í blíðunni án þess að styggjast af sigl- ingu bátsins. Tvær hafnir eru í Pa- pey, Selavogur og Áttahringsvogur. Við lendum í Selavogi og síðan hófst gangan um eyna. Góðabjarg var barið augum, klifrað upp að vitan- um á Hellisbjargi, sem reistur var árið 1922. Hellisbjargið er 58 m á hæð og er þaðan mikið útsýni og fagurt. Fyrir fuglaskoðara er Papey alger paradís. Bjargsig var mikið stundað á dögum Gísla Þorvarðs- sonar. Sigið var í björgin eftir ritu- ungunum, rétt áður en þeir urðu fleygir. Lundinn gaf einnig góðar tekjur, kofan tekin úr holunum, er hún var fullþroska, en fullorðni lundinn veiddur í háf og náði Gísli bóndi eitt sinn 845 lundum í eynni á einum degi. Æðarvarp var gríðar- mikið í Papey, t.d. fengust 103 j>und af æðardún í eynni árið 1900. Ymsir fuglar koma við á ferðum sínum í Papey, og ber þar mest á heiðló- unni, sem kemur í stórhópum síðari hluta sumars og dvelst oft langt fram á haust. Hún er fáliðaðri og dvelur skemur á vorin. Þá sjást oft grágæsir, helsingjar og stöku svan- ir, en hafa vanalega stutta viðdvöl. V. Nú var stefnan tekin á kirkjuna, en hún er að stofni til frá 1807, en hefur nú verið endurbyggð nokkrum sinnum og er nú í hinu prýðilegasta ástandi, svo og kirkju- garðurinn. Papeyjarkirkja var end- urvígð árið 1996. Kirkjan reyndist okkar eina afdrep í ferðinni og þar las Ingimar Sveinsson okkur pistil- inn og kom víða við. Kirkjan í Pa- pey er talin vera önnur af tveim minnstu kirkjum landsins. Knapps- staðakirkja í Fljótum keppir við hana um titilinn: „Minnsta kirkja landsins". Nú var farið að rigna heldur hressilega og bátur okkar „Gísli í Papey“ eitthvað á eftir áætl- un. Hafði sótt nýjan hóp til Djúpa- vogs meðan við skoðuðum eyna. Var nú úr vöndu að ráða, annað- hvort að snúa aftur til kirkjunnar, eða leita skjóls hjá sumarhúsafólki Gísla Þorvarðssonar. Meðan skegg- rætt var um þessa valkosti kom mér í hug frásögnin um dvöl Gústafs Gíslasonar (Þorvarðssonar) í Papey í lok 7. áratugarins, en þá voru frost hörð fyrir austan og ísa- lög mikil. Þannig segir Trausti Jónsson frá veðrinu í apíl 1968: „Mikill hafís var við N- og A- ströndina í mánuðinum lengst suð- ur að Papey. Isinn olli verulegum truflunum á samgöngum og fisk- veiði.“ Líklegast hefur það verið þennan vetur, sem Gústaf svaf með hlaðna haglabyssu undir rúmi sínu í Papey, en þá dvaldi hann einn í eynni. Vildi Gústaf vera við öllu bú- inn, ef hann fengi ísbjörn í heim- sókn. Skömmu síðar komu skilaboð úr sumarhúsi, að „Gísli í Papey“ væri væntanlegur eftir stundar- fjórðung. Urðu menn komu hans alls hugar fegnir. Nokkur ágjöf var á heimleiðinni, en samt sofnuðum við hjónin bæði um stund, svo þetla hefur ekki verið svo slæmt. Og- leymanlegri heimsókn í Papey er lokið. Draumur hafði ræst. Með hrærðum huga lítum við í átt til Pa- peyjar og tökum undir með Haraldi Briem frá Eyjum í Breiðdal: Papey hátt úr hafí rís, helgar geymir sögur. Hún er eins og dagsins dís dýrðarlega fögur. Sjóðheitt kaffi beið okkar í hinu frábæra Hótel Framtíðinni á Djúpavogi, sem nú hefur verið stækkað að mun, finnskur bjálka- viður og öll aðstaða hin ákjósanleg- asta. Nýbyggingin ilmar öll af hin- um finnska við, og er ekki laklegt fyrir mann, sem vann við timbur meira og minna í 45 ár, að gista í slíku húsi. Það er með söknuði, að við kveðjum Djúpavog, ákveðin í því að koma þangað sem fyrst aftur og njóta hinnar frábæru gestrisni starfsfólksins í Hótel Framtíðinni. Hvet ég ferðafólk eindregið til þess að heimsækja Djúpavog, því þar hefur orðið bylting í ferðaþjónustu. HeimUdir: 1 Landnámabók Islands, Helgafeli 1948, Einar Arnórsson bjó til prent- unar. 2 Austurland III. bindi, bls. 9-54: „Papeyjarsaga og Papeyinga" eftir Halldór Stefánsson og Eirík Sigurðs- son, Bókaútg. Norðri P.O.B. 1951. 3 Arbók Ferðafélags íslands 1955, bls. 40-47, eftir dr. Stefán Einarsson prófessor í Baltimore. 4 Múlaþing, 12. árgangur, árið 1982, bls. 165-171: „Papeyjarpistill" eftir Rósu Gísladóttur. 5 Djúpivogur 400 ár við Voginn eftir Ingimar Sveinsson kennara, bls. 153-158, Héraðsprent sf., Egilsstöð- um, ár 1989. 6 Veður á Islandi í 100 ár eftir Trausta Jónsson veðurfræðing, ísa- fold 1993. 7 „Velkomin út í Papey“, leiðsögu- bæklingur frá „Papeyjarferðum" í samantekt Más Karissonar. Odag- settur. Höfundur er lögfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.