Morgunblaðið - 05.09.1999, Side 38

Morgunblaðið - 05.09.1999, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAUKUR JÓSEFSSON deildarstjóri, Barmahlíð 48, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, föstudaginn 3. september. Svava J. Brand, Þórunn Helga Hauksdóttir, Hilmar Jón Hauksson, Björn Torfi Hauksson og aðrir aðstandendur. + [i Faðir minn, tengdafaðir og bróðir, SIGURÐUR GÍSLASON, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu- daginn 26. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- _ ilisins Grundar fyrir frábæra hjúkrun og hlýtt viðmót. Gilbert Sigurðsson, Gréta Árnadóttir og systkini hins látna. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞÓRARINN INGI SIGURÐSSON skipstjóri, Melabraut 28, Seltjarnarnesi, er lést á Landspítalanum laugardaginn 28. ágúst, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 7. september kl. 13.30. Sjöfn Guðmundsdóttir, Theódóra Þórarinsdóttir, Árni Jóhannsson, Sigurður Þórarinsson, Elín María Hilmarsdóttir, Þorvaldur Þórarinsson, Unnar Elf, Sara Sjöfn og Ingi Hilmar. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Silfurteigi 3, Reykjavfk, sem lést mánudaginn 30. ágúst, verður jarð- sungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 7. september kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmundur Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Steinunn K. Árnadóttir, Guðmundur Guðmundsson, Þórey K. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug og veittu okkur styrk og hjálp vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, bróður og afa, HARÐAR M. MARKAN, Keldulandi 21. ísabella Friðgeirsdóttir, ' Helena Helma Markan, Sturla Jónsson, fsabella Marfa Markan,Ásmundur Arnarsson, Karlotta Dúfa Markan, Pétur Georg Markan, Guðrún Markan, Ragnar Gunnarsson, Böðvar Markan, J. Kristín Ármannsdóttir, Hrefna Markan, Haraldur Kristjánsson, Sigrfður Markan, Gabríel G. Markan. 'I__________________________________________________________ JÓHANN BJÖRGVIN VALDIMARSSON + Jóhann Björg- vin Valdimars- son fæddist á Dálk- staðabakka á Sval- barðsströnd 13. febrúar 1923. Hann lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 19. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ólina Kristbjörg Jó- hannsdóttir, f. 13.1. 1884, d. 2.10. 1962, og Valdimar Páls- son. Jóhann ólst upp hjá móður sinni og foreldrum hennar, Sigurbjörgu Ólafsdótt- ur, f. 15.9. 1948, d. 22.3. 1930, og Jóhanni Stefánssyni, f. 8.12. 1858, d. 16.4. 1938, sem bjuggu á Dálkstaðabakka en flutti að Jjeim látnum með móður sinni á Árskógsströnd og síðar til Akureyrar. Kona Jóhanns var Dagmar Soffía Sigurjónsdóttir frá Þórs- höfn á Langanesi, f. 26. apríl 1918, d. 23. júní 1962. Foreldrar hennar voru Siguijón Björns- son og Indiana Einarsdóttir. Dætur Jóhanns og Dagmarar eru: 1) Ólína Klara, f. 26.2. 1947. Eiginmaður hennar er Hörður Jónsson húsasmfða- meistari. Börn Klöru eru: Ásdís Kr. Smith, f. 24.4. 1966, en eig- inmaður hennar er Jón Páll Björnsson, og eiga þau eina dóttur, Klöru, f. 27.9. 1993, Sveinn Haukur Valdimars- son, f. 26.2. 1972, og Dagmar Una Ólafs- dóttir, f. 1.6. 1981. 2) Siguijóna Heiðrún, f. 10.8. 1954. Eiginmaður hennar er Björn Björnsson, lögg. end. Börn þeirra eru Sandra Björk, f. 3.1. 1983, Björn Freyr, f. 10.3. 1986, og Ellen Dagmar, f. 24.6. 1991. 3) Svava Árdís, f. 22.9. 1957. Börn henn- ar eru Magnús Már Einarsson, f. 29.8. 1980, Jóhann Már Helgason, f. 17.9. 1985, og Sig- urður Torfi Helgason, f. 6.2. 1990. Tveimur börnum sem Dagmar átti fyrir gekk Jóhann i föðurstað, Indiönu Höskulds- dóttur, f. 29.11. 1941, búsett í Reylgavík, og Jóhanni Höskuldssyni, f. 4.10. 1944, d. 11.9. 1965. Eftirlifandi sambýl- iskona Jóhanns er Lára Pálm- arsdóttir, f. 13. nóvember 1928. Á Akureyri starfaði Jóhann lengst af hjá Klæðaverksmiðj- unni Gefjunni en eftir að hann flutti til Reykjavíkur starfaði hann um áratugaskeið sem sölumaður hjá Ásbirni Ólafssyni hf. Útför Jóhanns hefur farið fram. Elsku pabbi. Nú hefur þú kvatt þitt jarðneska líf og við sem minnumst þín söknum þín sárt, en það er okkar eigingimi. Þú þoldir hvorki vol né víl, tilfinn- ingar þínar barstu ekki á torg, hæverska var þitt aðalsmerki. Þú varst manna blíðastur, máttir ekk- ert aumt sjá. Lengst af ævinni varstu heilsuhraustur svo af bar en enginn veit sína ævina fyrr en öll er og 1986 barði að dyrum hjá þér sá vágestur sem þú glímdir hvað harð- ast við undir lokin. Þú áttir því láni að fagna að kynnast afburðagóðri konu, Láru Pálmarsdóttur, og þegar þú í októ- ber 1991 gast ekki lengur stundað vinnu þína hjá Ásbirni Ólafssyni sökum veikinda var Lára sem klett- ur sem þú byggðir á og aldrei brást. I þá tæplega tvo mánuði nú á þessu ári sem þú lást á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og naust frábærrar umönnunar starfsfólks þar vék Lára tæplega frá þér, dugn- aður hennar var eins og áður aðdá- unarverður. Það er margs að minnast þegar litið er yfír farinn veg. Okkur systr- unum fínnst þó að hæst beri okkar árlegu ferðir norður. Það var hress og kátur hópur sem lagði af stað ár hvert og margt var brallað á góðum stundum, enda kunnir þú vel að gleðjast í góðra vina hópi, frásagn- arhæfileiki þinn naut sín þá vel þar sem frá mörgu var að segja og þú þekktir hvem hól og hverja hæð. Það var gott að vera nálægt þér á hverju sem gekk, þú varst bæði traustur og æðrulaus, sannkölluð alþýðuhetja. Þessar ferðir elskaðir þú, enda má með sanni segja að enginn staður hafi verið þér hjart- fólgnari en sveitin þín fyrir norðan og nú hefur þú fengið þína hinstu hvíld við hlið þeirra sem þú heitt unnir. Kveðskapur var þitt yndi enda rekur þú ættir þínar til góðra hag- yrðinga, eins var músík þér í blóð borin og minnumst við góðra stunda þegar þú tókst fram harmonikkuna og lékst af fíngmm fram. Þá var glatt á hjalla. Minningamar streyma fram og endalaust væri hægt að rifja upp frá bemskutíð en það verður að bíða betri tíma. Við trúum því að við eigum eftir að hitt- ast aftur þar sem skuggar veikind- anna era ekki tíl. Nú hafið þið sam- einast aftur þú og mamma en þið urðuð að skiija svo ung og þá varstu okkur bæði faðir og móðir og eins og allt annað sem þú tókst þér fyrir hendur ræktir þú það hlutverk af stakri samviskusemi og lagðir þig allan fram. Einkabam varstu og sólargeisli Ólínu móður þinnar og foreldra hennar. Þið vorað samhent fjöl- skylda sem einn hugur og ein hönd. Við vitum að þannig viltu að fjöl- skyldan standi áfram og þar skulum við ekki bregðast þér. Hvemig fór? Hér ég gjarna hjarta mannlegt um sanna að hvað sem hinu líður hjartað gott skóp oss Drottinn. (Jónas Hallgrímsson.) Hafðu þökk fyrir allt. Ólína, Heiða og Svava Jóhannsdætur. Látinn er fyrrverandi tengdafaðir minn til 15 ára Jóhann Valdimars- son eftir erfið veikindi. Ekki er ég megnugur að skrifa æviferil hans en mig langar að minnast hans með nokkram orðum. Okkar kynni hófust í byrjun níunda áratugarins er ég hóf sambúð með yngstu dótt- ur hans. Jóhann tók mér strax með sérstakri ljúfmennsku og góðvild sem átti eftir að endast ævilangt án þess að nokkurn skugga bæri þar á. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. Er ég heimsótti hann skömmu fyrir andlátið fann ég enn þá væntum- þykju og blíðu sem bjó með honum í annars veikum líkama hans. Jóhann fékk snemma að kynnast miklum erfiðleikum þar sem hann bjó á Akureyri er hann missti konu sína Dagmar er hún var einungis 44 ára að aldri og sat uppi einn með ungar dætur sínar þrjár og að auki tvö böm konu sinnar sem hann hafði gengið í föður stað. Nokkram áram síðar lést fóstursonur hans í sjóslysi einungis tvítugur að aldri. Lífsbaráttan var eftir það hörð. Jó- hann flutti suður með dætur sínar og vann sig smátt og smátt út úr erfiðleikunum með aðdáunarverð- um hætti og lét sér sérlega annt um uppeldi dætra sinna. Sumir menn kjósa að vinna verk sín í hljóði og slíkir menn kenna manni oft að eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Er dætumar höfðu stofnað sín eigin heimili hóf Jóhann sambúð með Lára Pálmarsdóttur. Er óhætt að segja að það hafi verið mikið gæfuspor og varð sambúð þeirra sérstaklega góð og farsæl. Eftir 1990 fór heilsu Jóhanns mjög að hnigna og á þeim tíma sýndi Lára honum ómetanlega og aðdáunar- verða tryggð og umhyggju í veik- indum hans, allt til síðustu stundar. Gaman er að minnast þess er Jó- hann og Lára festu kaup á gömlu sumarhúsi á Vatnsenda fyrir nokkr- um áram. Er ég sá það fyrst virtist mér húsið nánast ónýtt og lítið ann- að að gera en fjarlægja það. En það var nú öðru nær. Smám saman tók þetta litla hús á sig nýja mynd, það var gert upp af mikilli smekkvísi að innan sem utan og var orðið sem nýtt áður en yfir lauk. Átti Jóhann þar margar ánægjustundir á sumr- in og var ætíð eitthvað að sýsla og bæta er komið var í heimsókn. Mér er sérstaklega minnisstæð skírn eldri sonar míns árið 1985 er honum var gefið nafn afa síns og sá gleðistraumur sem skein úr andliti tengdaföður míns við þá athöfn. Var honum alla tíð mjög umhugað um velferð barnabarna sinna, sem nú era orðin mörg, og naut þess ætíð sérstaklega er fjölskylda hans kom saman á hátíðis- og tyllidögum. Jóhann var mikill mannkosta- maður sem ekki fór mikið fyrir og bar ekki tilfinningar sínar á torg en var samt afskaplega tilfinninga- næmur og ljúfur maður sem gott var að umgangast. Að leiðarlokum minnumst við góðs drengs sem öllum vildi vel. Blessuð sé minning Jóhanns Valdi- marssonar. Helgi Rúnar Magnússon. Að kveðja afa sinn hinstu kveðju getur verið sárt. Hann stendur okk- ur svo Ijóslifandi fyrir hugskots- sjónum, rólegur, yfii’vegaður, með sín björtu augu og fallega bros. Þú varst alltaf svo ljúfur við okk- ur krakkana afi minn og það var alltaf svo gaman að hitta þig. Og eins er gaman að minnast sunnudagsbíltúranna okkar, austur fyrir fjall eða bara hérna um bæinn, þá ljómaðir þú eins og sól í heiði, því þú kunnir það svo vel afi minn að gleðjast yfir litlu. Síðustu árin vora þér svo erfið sökum veikinda, en þú kvartaðir aldrei, heldur sýndir mikinn innri styrk. Vonandi lifir styrkur þinn áfram í okkur öllum. Og nú ertu kominn í sveitina þína þar sem þú fæddist og ólst upp, einkabam og gleði móður þinnar, afa þíns og ömmu. Þú barst nafn afa þíns sem var þín stóra fyrirmynd, orðlagður dugnaðarforkur og hand- verksmaður. Hann var trúr og tryggur í öllu sem hann tók sér fyr- ir hendur, en þannig minnumst við þín líka afi minn. Svo kveðjum við þig að lokum með þessum fallegu ljóðlínum eftir sálmaskáldið okkar. Jesús er mér í minni, mig á hans vald ég gef, hvort ég er úti eða inni, eins þá ég vaki eða sef. Hann er mín hjálp og hreysti, hann er mitt rétta líf,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.