Morgunblaðið - 05.09.1999, Page 64
Tölvueftirlitskerfi
sem skilar
árangrí
<Ö> NÝHERJI
S: 569 7700
fNfógtuMjifeife
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 6691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 5. SEPTEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Féll sex
metra
MAÐUR innan við tvítugt var
fluttur á slysadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur eftir vinnu-
slys við byggingu á Skúlagötu
40 í gærmorgun. Maðurinn
var við málningarvinnu utan á
húsinu í svokallaðri turnlyftu
og steig út á lausa framleng-
ingu á lyftunni, sem gaf sig
með þeim afleiðingum að
hann féll niður um 6 metra.
Að sögn læknis á slysadeild er
maðurinn ekki í lífshættu en
var lagður inn á sjúkrahúsið
til öryggis. Fulltrúi frá Vinnu-
eftirliti ríkisins kom á vett-
vang og mat aðstæður á slys-
staðnum.
Metupp-
skera á
korni
Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið.
GUNNAR Jónsson, bóndi á Egils-
stöðum, hefur verið að slá
kornakra sína og þreskja af þeim
kornið. Góðviðriskafli er notaður til
verksins þótt komið mætti vera
^rðið þurrara en það kemur ekki
að sök þar sem það er mestallt
súrsað.
„Eg var að slá komið á gamla
flugvellinum, en það var orðið gul-
ara og þurrara vegna þess að jarð-
vegurinn er þar þurrari. Minnugur
þess að brugðið getur til beggja
vona með veðráttuna nota ég þurr-
viðrið núna til að klára komskurð-
inn. Komið er vel þroskað og upp-
skera með mesta móti síðan ég fór
að fást við komrækt á síðari tím-
um,“ sagði Gunnar.
Hefur stundað kornrækt
í ijögur ár
Gunnar hefur stundað kornrækt
síðustu fjögur árin, byrjaði með
korn í fjórum til fimm hekturum en
er nú með um tuttugu hektara.
Vöxturinn hefur verið mjög góður í
sumar og þakkar Gunnar það hve
Piótt hann gat sáð í vor, eða í byrj-
un maí, ágúst var hlýr og sólríkur
Fastur í bilnum
í á fjórða tíma
Var með meðvitund allan tímann
Uði við
Dettifoss
FJÖLMARGIR ferðamenn hafa
líklegast skoðað Dettifoss í sum-
ar enda hefur veðurbh'ðan á
norðausturhorni landsins verið
einstök síðustu mánuðina. fslend-
ingar verða sífellt duglegri að
ferðast um landið og sama má
reyndar segja um erlenda ferða-
menn, en aldrei hafa fleiri er-
lendir ferðamenn heimsótt landið
á fyrstu sjö mánuðum árs en í ár.
Alls heimsóttu 157.000 erlendir
gestir ísland þessa fyrstu sjö
mánuði og er það 12% aukning
frá því í fyrra, samkvæmt upp-
Iýsingum frá Ferðamálaráði ís-
lands. Fjölgunin er um 17.000
manns og er aukningin mest
meðal Bandaríkjamanna.
VÖRUBIFREIÐ valt á fjallvegin-
um um Hálfdán milli Bíldudals og
Tálknafjarðar á ellefta tímanum í
gærmorgun. Bifreiðarstjórinn, sem
var einn í bifreiðinni, var klemmd-
ur í stýrishúsi bifreiðarinnar í á
fjórðu klukkustund.
Tókst að losa hann um klukkan
14 með sérhæfðum búnaði sem
fluttur var með þyrlu Landhelgis-
gæslunnar frá Reykjavík ásamt
lækni og tækjamönnum frá
Slökkviliði Reykjavíkur.
Lögreglunni á Patreksfirði barst
tilkynning um slysið klukkan 10.30
og fóru björgunarsveitarmenn og
slökkviliðsmenn frá Patreksfirði á
vettvang en búnaður þeirra dugði
ekki til og þurfti því að kalla eftir
meiri aðstoð. Komu þrír tækja-
menn með TF-LÍF, þyrlu Land-
helgisgæslunnar, að sunnan og
höfðu meðferðis glennur, klippur,
tjakka og loftpúða. Þyrlan lenti við
slysstaðinn klukkan 12.30.
Læknir frá Patreksfirði og
þyrlulæknir sinntu hinum slasaða á
vettvangi. Tók það björgunarmenn
hátt í fjóra tíma að losa manninn
undan vörubifreiðinni en hann var
með meðvitund meðan á björgun-
araðgerðunum stóð. Hann var
fluttur með þyrlunni til Reykjavík-
ur á sjúkrahús og lagði hún af stað
um tvöleytið. Hún var væntanleg
síðdegis en meiðsl hans voru minni
en búast hefði mátt við miðað við
aðstæður.
Vörubifreiðin, sem er af stærstu
gerð, er mikið skemmd ef ekki
ónýt eftir veltuna. Hún var með
tengivagn og var í fylgd nokkurra
annarra bifreiða sem voru á leið út
að Látrum með margs konar
tækjabúnað íyrir mulningsflokk
sem þar átti að taka til starfa eftir
helgina.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Þreskivélin er stór og mikil völundarsmíð. Hér öslar hún eftir akrin-
um og sker kornið og skilur það frá hálminum.
Hvalur á land
við Sauðanesvita
og ekki hafa komið nein stórviðri í
haust. Islenska afbrigðið af bygg-
inu kemur langbest út hjá Gunnari
og sýnir verulega yfirburði í þroska
og er það vel þroskað að Gunnar
ætlar að þurrka uppskeruna af því
og nota í útsæði næsta vor.
Gunnar valsar kornið saman við
fiskimjöl og notar í fóður handa
nautgripum, mjólkurkúm og geld-
neyti auk þess sem það er verulega
lystugt fyrir ungkálfa.
Hálminn sem fellur til notar
Gunnar fínsaxaðan til að bera und-
ir kýr og kálfa en hann langar til að
lúta hann eins og gert er í ná-
grannalöndunum. Þá er hálminum
mokað í hiúgu og breitt yfir og
bætt út í hann ammoníaki til að
bijóta niður í honum trénið. Þá
verður hann eins og taða sem nýta
má til fóðurs.
HVAL rak á land við Sauðanesvita
við Siglufjörð á föstudagsmorgun,
en um er að ræða 12 til 14 metra
langan búrhval, að sögn Jóns
Traustasonar vitavai’ðar.
„Þegar ég leit niður í fjöruna úr
fjarska fannst mér vera einhver
klettur þar sem ég kannaðist ekki
við, en þegar betur vai’ að gáð kom í
ijós að þetta var hvalur," sagði Jón.
„Það er ekki algengt að hval reki
hér á fjörur en líklega gerðist það
síðast einhvern tíma eftir 1970.“
Maður frá Hafrannsóknastofnun
kom á staðinn til að mæla hvalinn og
taka úr honum sýni, til að geta ald-
ursgreint hann og fundið út hvers
vegna hann hefur drepist. Að sögn
Jóns heíúr ekki tekist að ná sýni,
þar sem erfitt hefur verið að komast
að hvalnum vegna öldugangs.
„Eg veit ekki hvað verður síðan
gert við hvalinn, en ég hafði samband
við Hvalaminjasafnið á Húsavík og
þar sýndu menn áhuga á að fá neðri
kjálkann, þá vantar hann í einhverja
grind og þeir geta fengið hann ef þéir
vilja. Ég veit ekki hvað verður gert
við skepnuna sem slíka en ég reikna
með að náttúran sjái um það.“
Morgunblaðið/RAX
Hækkun-
arþörf
leigubfla
allt að 10%
LEIGUBÍLSTJÓRAFÉLAGIÐ
Frami hefur lagt inn beiðni um
hækkun á töxtum vegna framkom-
inna bensínverðshækkana. Beiðni
um 5,44% hækkun var lögð inn í júlí
síðastliðnum en síðan hefur verð á
bensíni hækkað þrisvar. Ástgeir
Þorsteinsson, formaður Frama,
segir hækkunarþörfina 5,44%-10%.
„Við fáum taxtahækkanir í sam-
ræmi við bensínverðshækkanir, en
við erum neytendur um leið og
vissulega eru bensínhækkanir af
þessari stærðargráðu slæmar. Það
sem snýr að leigubílstjórastéttinni
er hækkunarbeiðni sem lögð var
inn í júlí. Ég hef grun um að hún
verði afgreidd fljótlega því það
hafa orðið þrjár bensínhækkanir
frá því við lögðum beiðnina inn,“
segir Astgeir.
Stjómarfundur var í Frama í lið-
inni viku. Ástgeir segir að bílstjór-
ar ætli ekki í neinar sérstakar að-
gerðir vegna bensínverðshækkun-
arinnar en jafnvel standi til að allir
atvinnubílstjórar á höfuðborgar-
svæðinu, þ.e. leigubílstjórar, vöru-
flutninga- og sendibílstjórar,
vinnuvélaeigendur, hagsmunafé-
lög, svo sem Félag íslenskra bif-
reiðaeigenda og Neytendasamtök-
in, sendi frá sér sameiginlega yfir-
lýsingu.
Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir