Morgunblaðið - 07.09.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.09.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999 23 ÚR VERINU John Legate framkvæmdastjóri Besta sýning'in og sló öll met ÍSLENSKA sjávarútvegssýningin, sem haldin var í Smáranum í Kópa- vogi 1. til 4. september, sló öll met. Hún var um 45% umfangsmeiri en síðast, sýnendum fjölgaði til muna, gestir hafa aldrei verið fleh-i og aldrei hafa eins mai’gir erlendir gestir komið gagngert tO landsins vegna sýningarinnar. Boðið var upp á um 13.000 fer- metra sýningarsvæði undir þaki auk útisvæðis í kring og var 851 sýnandi frá 36 löndum. Samtals komu 16.993 gestir á sýninguna og þar af 960 erlendir frá 41 landi fyrir utan erlenda sýnendur. Fyrsta sýn- ingin var 1984 og fór hún fram í Laugardalshöll á þriggja ára fresti til 1996, en þá voru samtals 14.656 gestir og þar af 630 erlendis frá. Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn sá um bókanir á gistingu og nokkru áður en sýningin hófst var ljóst hvert stefndi því nánast allt gisti- rými á höfuðborgarsvæðinu var upppantað. Áfram í Kópavogi Breska útgáfu- og sýningarfyrir- tækið Nexus Media Limited á sýn- inguna en John Legate hefur verið framkvæmdastjóri hennar frá upp- hafi. Að sýningunni afstaðinni sagð- ist hann vera þreyttur en ánægður. „Allir sem koma að sýningunni virð- ast vera ánægðir og mikill meiri- hluti sýnenda hefur sagt að þetta sé besta sýningin. Mikið meira var um pantanir en eðlilegt getur talist og hefur gott efnahagsástand á íslandi þar mikið að segja. Við göngum út frá því að næsta sýning verði í Smáranum í fyrstu viku september 2001 og erum þegar farin að búa okkur undir hana. Við höfum dreift umsóknareyðublöðum til sýnenda og sumir hafa skilað þeim til baka með ósk um stærri bása eftir þrjú ár.“ Alls staðar aukning Legate segist vera mjög ánægður með fjölda gesta. „I fyrsta lagi varð mikO aukning miðað við fyrir þrem- ur árum og svo er salan á staðnum mjög ánægjuleg. MikO viðskipti fóru fram og sambönd komust á. Erlendum gestum fjölgaði um nær 50% og sama er hvert litið er. Alls staðar er um aukningu að ræða.“ Sem fyrr segir fór sýningin fram í Kópavogi í fyrsta sinn og er Legate ánægður með samstarfið og sýningarsvæðið. „Um 2.000 bíla- stæðum var komið upp og greini- lega var þörf á þeim en auðvitað hugsum við alltaf um að gera betur næst þótt takmarkað sé hvað hægt er að gera. Það kostar til dæmis meira en 100 þúsund pund, um 12 milljónir króna, að fá skálana þrjá frá Hollandi og gott væri ef svona skálar væru til hérna. Að ýmsu þarf að hyggja og við erum reynsl- unni ríkari. Islenska sjávarútvegs- sýningin er eins og gott vín - verð- ur betri með hverju árinu sem líð- ur.“ Morgunblaðið/Kristinn Marel hf. fékk verðlaun sem framúrskarandi íslenskur framleiðandi tækja og hlaut fyrirtækið að auki sér- stök verðlaun sem besti framleiðandinn, innlendur eða erlendur. Geir Gunnlaugsson, forstjóri Marels hf., með verðlaunin, sem Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA, afhenti. Fjórtán fengu Islensku sj ávarútvegs ver ðlaunin A FÖSTUDAGSKVÖLD voru Is- lensku sjávarútvegsverðlaunin veitt í fyrsta skipti. Fjórtán fyi-ii-tæki og einstaklingar, sem þykja hafa náð framúrskarandi árangri á ýmsum sviðum sjávarútvegs, hlutu verðlaun. Þrír voru tilnefndir til verðlauna í hverjum flokki. Að verðlaununum standa tímaritið World Fishing, Fiskifréttir og Fjár- festingarbanki atvinnulífsins, en Hampiðjan hf., Brunnar ehf. og Eim- skip eru einnig sérstakir stuðnings- aðilar. Verðlaunahafarnir eru sem hér segir: framúrskarandi fiskimaður: Magnús Garðarsson, skipstjóri á togaranum Ásbirni RE, framúrskar- andi útgerð: Samherjþ hf., framúr- skarandi fiskvinnsla: Útgerðarfélag Akureyringa hf., framúrskarandi ís- lenskur framleiðandi - veiðar: Hampiðjan hf., framúrskarandi ís- lenskur framleiðandi - fiskvinnslu- tæki/fiskmeðhöndlun: Marel hf., íramúrskarandi íslenskt fyrirtæki - markaðsfærsla: SIF hf., framúrskar- Veitt í tengslum við íslenzku sjávar- útvegssýninguna andi framlag til íslensks sjávarút- vegs: Tómas Þorvaldsson. Þrenn verðlaun til erlendra framleiðenda Þrenn verðlaun voru veitt erlend- um framleiðendum fyrir framleiðslu á sviði veiða, fiskvinnslu og síðan markaðsmála: O. Mustad & Sön, Finsam Refrigeration og: Swan Net. Að auki hlaut Marel hf. sérstök verð- laun sem besti framleiðandinn, inn- lendur eða erlendur. Jafnframt var Borgarplasti veitt sérstök verðlaun fyrir bestu nýju vöruna á sýning- unni; fískikar með innbyggðum telj- ara. I íslensku dómnefndinni voru Jón Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Út- flutningsráðs íslands, Sveinn Hjört- ur Hjartarson, hagfræðingur LIÚ, Ágúst H. Elíasson, framkvæmda- stjóri Samtaka fiskvinnslustöðva, Guðmundur Jónsson togaraskip- stjóri og Guðjón Einarsson, ritstjóri Fiskifrétta. I erlendu dómnefndinni sátu Ole Misund, yfirmaður fiskveiðideildar norsku hafrannsóknastofnunarinnar í Björgvin, John Tumilty, tæknilegur framkvæmdastjóri Sea Fish Industry Authoroty í Bretlandi, og Mark Say, ritstjóri World Fishing.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.