Morgunblaðið - 07.09.1999, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Eins og í
útlöndum
Þegar kvikmynd þykir bera afþví sem áð-
ur hefur verið gert á landsvísu er sagt með
aðdáun: „Noh, þetta gæti bara næstum
verið útlensk mynd. “
U
ng stúlka fór í nýj-
an skóla um daginn
og kom óðamála
heim að loknum
upphafsdegi: „Vá,
það eru læstir skápar á göngun-
um, svona eins og í Ameríku!“
Sama dag hafði móðir hennar
lent í hellidembu bíllaus í bæn-
um og skýlt sér með dagblaði.
Hún lýsti atriðinu þannig: „Það
bju-jaði bara allt í einu að rigna
risastórum dropum, svona eins
og á meginlandi Evrópu."
Allt sem er nýtt, allt sem er
óvenjulegt, þarf að skilgreina á
einn eða annan máta og til þess
er merkimiðinn „eins og í út-
VIÐHORF
eftir Sigur-
björgu
Þrastardóttur
löndum" gjam-
an brúklegur.
Flestir hafa
staðið sig að
því að grípa til
þessarar ævin-
týralegu útskýringar þegar eitt-
hvað hendir sem brýtur upp
hversdagsmynstrið. Þegar sólin
skín lengur en stundarfjórðung
og gefur færi á kaffidrykkju
undir berum himni er stunið:
„Þetta er bara eins og að vera
úti í löndum...“ Þegar kvikmynd
þykir bera af því sem áður hefur
verið gert á landsvísu er sagt
með aðdáun: „Noh, þetta gæti
bara næstum verið útlensk
mynd.“ Og þegar skemmtiferða-
skip koma upp að strönd og
skyggja á sloruga togara ljóma
andlit innfæddra sem hvísla:
„Það er bara eins og maður búi á
hitabeltiseyju..." Um leið og eitt-
hvað uppgötvast innan landhelgi
sem hefur beina skírskotun til
mannlífs eða náttúrufars í öðr-
um hlutum heimsins þykir það
yfírnáttúruleg blessun og/eða
löngu tímabær þroski lands og
þjóðar. Það er sannarlega sögu-
legt þegar hlutir hér jafnast á
við það sem helst gerist í út-
löndum og slíkt ber að færa í
orð eins oft og mögulegt er.
Svo að ekki fari á milli mála
hvenær þörf er á nefndum upp-
hrópunum hefur í þúsund ár
verið í smíðum hér viðmiðunar-
listi um hvað teljist íslenskt,
innfætt, þjóðlegt o.s.frv. Þetta
er ekki beint vinsældalisti held-
ur samansafn alls þess sem við
viljum vera - eða höfum í það
minnsta sætt okkur við að
standa fyrir. Þær nýjungar sem
ekki passa í neina línu listans
lenda óhjákvæmilega á „erlenda
listanum" sem einkennist af
framandleika og ákveðinni upp-
hafningu. í raun er hann þó fátt
annað en biðlisti því um leið og
framandleikinn máist af eru
flestir gestir listans ættleiddir í
kyrrþey og enginn man annað
en þeir hafi alla tíð tilheyrt ís-
lenska safnlistanum.
Ef út í það er hugsað er eig-
inlega ótrúlegt að engum skuli
hafa dottið í hug að skipa nefnd
um þetta ferli. Nefnd sem starfa
myndi líkt og mannanafnanefnd
og skera opinberlega úr um
hvað skilgreina megi íslenskt og
hvað ekki. Hún fengi til með-
ferðar hellirigningu, hitabylgj-
ur, götur með þremur akrein-
um, næturafgreiðslu bensín-
stöðva, blys í stúkum knatt-
spyrnuleikvanga og sykrað
poppkorn, svo eitthvað sé nefnt.
Nefndinni yrði ekki endilega
ætlað að vísa erlendum fyrir-
bærum á dyr, heldur að ákveða
hvort og hvenær þau öðlist
þegnrétt á listanum sem lýsir
íslenskum veruleika.
Ótal verkefni bíða nefndar-
innar. Eru útibú alþjóðlegra
hamborgara- og hótelkeðja til
dæmis boðflennur eða hagvanir
heimalningar? Og nektarklúbb-
amir, upplýstu auglýsinga-
spjöldin, línuskautarnir og um-
ferðarteppumar - hvers forræði
lúta slík fyrirbæri? Þessari
nefnd þarf að koma á laggirnar
fljótt og örugglega svo sjálfs-
mynd Islendinga leysist ekki
upp í óreiðu, að ekki sé minnst á
hina viðkvæmu þjóðarvitund
sem liggur við dmkknun í þeirri
flóðbylgju erlendra aðskota-
hluta sem hingað leitar.
Hina hröðu þróun má vel
greina ef við ímyndum okkur
mann sem heimsækir ástkæra
fósturmoldina eftir að hafa búið
erlendis um nokkurt skeið.
Maðurinn greiðir vegtoll við
göng sem liggja undir hafsbotn,
leggur bifreiðinni í vaktaða bíla-
geymslu í höfuðborginni, tekur
harmonikustrætó milli staða,
snæðir á japönskum veitinga-
stað, heimsækir 40 þúsund fer-
metra verslunarmiðstöð, fer í
keilu og tívolí og hringir í lok
dagsins í eldheitt ástarleikja-
símatorg. Maðurinn klórar sér í
höfðinu og er í svipinn efins um
að hann sé í alvöru kominn til
Islands.
Það em oftast atriði sem
varða mannfjölda, veðurlag og
breytta verslunarhætti sem
vekja með landsmönnum hug-
læg tengsl við útlönd. Menning-
arnótt í Reykjavík þykir minna
á andrúmsloft í erlendum stór-
borgum því þá era samankomn-
ir í miðbænum fleiri einstakling-
ar en almennt eiga samtímis
leið um götur svo fámennrar
borgar. Gott veður er af nokkuð
augljósum ástæðum alltaf miðað
við útlönd og sjónvarpskringlur,
kauphallarviðskipti og frjáls af-
greiðslutími skemmtistaða bera
enn það mikið nýjabram að upp-
runinn er rakinn rakleiðis til út-
landa.
En það er ekki síður þegar
miður gengur, sem gripið er til
samlíkinga við önnur lönd. Um
leið og eitthvað mislíkar í
stjórnsýslu eða viðskiptum er
landinu líkt við bananalýðveldi,
lögregluríki, sovétríki, banda-
ríki, þriðja heims ríki eða hvað
annað sem menn telja nógu fjári
útlenskt og neikvætt um leið.
„Svona gera menn ekki... þetta
er ekki sæmandi... hvaðan kem-
ur þessi vitleysa ... reisum varn-
armúra...“ Á slíkum stundum
snúa menn bökum saman, sam-
mála um að best sé að búa með
bókaþjóð, í bændasamfélagi, á
afskekktu eylandi, í kunningja-
samfélagi, í óspilltum þjóðflokki,
í herskyldulausu landi, í verstöð,
á íslandi.
Það er sem sagt ekki gefið að
allt sé betra í útlöndum. Við
ákvörðumjjað einfaldlega eftir
atvikum. Utlendar fyrirmyndir
og innlendar uppskriftir skiptast
á um að taka hver annarri fram
eftir því hvor ríkir í undirsjálfi
Islendinga; minnimáttarkenndin
eða mikilmennskan.
UMRÆÐAN
Fullyrðingar öfga-
hópa um Eyjabakka -
framtíð Austurlands
ÞAÐ dylst engum sem flettir í
gegnum dagblöð þessa dagana að
mikið er fjallað um Eyjabakkana og
sem betur fer fyrir ferðaþjónustu-
iðnaðinn, - því nú er mikil umferð
um Eyjabakkasvæðið. Eins og allir
sjá sem þar hafa komið undanfama
daga má glöggt sjá
hvemig umferðin hef-
ur leikið slóðana og
hvemig landið fer
undan miklu álagi þar
sem ekki hafa verið
gerðir akfærir vegir
eða góðir gönguslóðar.
Öfgahópar hafa ver-
ið að skipuleggja að-
gerðir og líkjast að-
ferðir þeirra einna
helst starfsemi Green-
peace (grænfriðunga)
sem við íslendingar
þekkjum að því einu
að þeirra samtök vilja
allra helst leggja eina
af okkar mikilvægustu
atvinnugreinum, þ.e. fiskveiðar og
vinnslu í rúst.
Öfgahópar hafa löngum skemmt
það sem þeir vilja og komist upp
með það. Nú eru öfgahópar á Is-
landi að höfða til erlendra samtaka
um að eyðileggja mögulega at-
vinnulífsuppbyggingu utan höfuð-
borgarsvæðisins. Öfgahópar þessir
ráðast nú til atlögu við okkur Aust-
firðinga með slíkum svívirðingum
að það hálfa væri nóg. Jónas Krist-
jánsson, ritstjóri Dagblaðsins,
ræðst á okkur í forystugrein sinni
íyrir stuttu og segir í lok greinar-
innar að nú sé stríðshanskanum
kastað. Þessi maður er að nýta sér
þá stöðu sem hann er í að leggja í
stríð við okkur Austfirðinga sem nú
eygjum eitt besta tækifæri til upp-
byggingar atvinnu og menningar-
lífs á Austurlandi til fjölda ára. Rit-
stjórar Morgunblaðsins hafa einnig
í stöðu sinni troðist áfram með
ófagleg vinnubrögð og áróður allt
þetta ár, til þess eins að mér virðist,
að drepa niður mögulega atvinnu-
uppbyggingu á Austurlandi. Stein-
inn tók síðan úr þegar mér varð
ljóst að Mál og menning setur það á
prent á kortum sínum, að á Eyja-
bökkum séu varplönd tugþúsunda
gæsa. Sigmar B. Hauksson, for-
maður samtaka sem hafa það að
einu helsta markmiði sínu að drepa
gæsir í stóram stíl, fer mikinn í
nafni náttúraverndar og telur
væntanlega að nauðsynlegt sé að
friða svæði fyrir um 8 til 9.000 gæs-
ir (af um 250.000 gæsum!) svo hann
geti síðar drepið þær.
Hvers vegna era þessir menn að
ráðast á atvinnutækifæri sem
skajja á utan Reykjavíkur?
Eg hef á stundum verið að velta
því fyrir mér hvort mennimir hafi
ekki neina þekkingu á því sem þeir
era að fjalla um. Eða að einhverjar
annarlegar hvatir, eða hagsmunir
liggja að baki skrifum og umfjöllun
þessara manna.
Það er öllum Ijóst sem það vilja
vita að byggðaþróun hefur verið
með þeim hætti að fólki hefur fækk-
að utan höfuðborgarinnar undan-
farin ár vegna þess að einhæfni í at-
vinnulífi er mikil úti um land og
atvinnutækifærum fækkai' einnig.
Ástæða íyrir því að atvinnutæki-
færam fækkar er sú að ekki er fjár-
fest í nýjum tækifærum og að
tækniþróun í núverandi atvinnu-
greinum er svo gífur-
leg að aðilar sem ekki
þekkja til geta ekki
ímyndað sér hver hún
hefur verið. Landbún-
aður og sjávarútvegur
hafa farið í gegnum
slíka tæknibyltingu
undanfarin ár að at-
vinnutækifæram í
þessum greinum hefur
fækkað um helming og
á eftir að fækka en
meir. Þetta er eðlileg
þróun þar sem fram-
leiðniaukningar er
þörf í þessum greinum
ef þær eiga að geta
staðist eðlilega sam-
keppni í minnkandi heimi og skilað
þjóðinni arði og bætt lífsskilyrði
fólks. Til að mæta þessari tækni-
þróun og jafnframt viðhalda byggð
þarf nýjar fjárfestingar. Með bygg-
ingu álvers eða samsvarandi fyrir-
tækja skapast tækifæri til þess að
Atvinnuuppbygging
Fólki hefur fækkað utan
höfuðborgarinnar und-
anfarin ár, segir Jó-
hannes Pálsson, vegna
einhæfni í atvinnulífi.
ráða heim í hérað menntað fólk sem
gjaman vill koma heim en hefur
ekki staðið nein atvinna til boða.
Störfum á Islandi öllu fjölgar með
tilkomu fjárfestinga í virkjunum og
álveri vegna margfeldiáhrifanna.
Við munum sjá mikil áhrif á Aust-
ur-, Norðurlandi og einnig annars
staðar á landinu.
Það er því með ólíkindum hvem-
ig fagmenn, t.d. á sviði frétta-
mennsku, leyfa sér að fjalla um eins
mikilvægt mál og framtíðar-
atvinnumöguleikar á Austurlandi
era. Þessir menn og margir aðrir
áróðurspostular leyfa sér að full-
yrða að meirihluti þjóðarinnar
standi að baki þeim og sé á móti
uppbyggingu atvinnulífs á Austur-
landi. Sem betur fer þá er íslensk
þjóðarsál svo skynsöm að sjá og
skilja að þettar er ekld svona ein-
falt.
Þjóðin veit það að með tilkomu
álversins í Straumsvík og byggingu
Búrfellsvirkjunar snerist atvinnu-
lífsuppbygging til betri vegar fyrir
rúmum þrjátíu áram. Undanfarin
þrjátíu ár hefur hagsæld þjóðarinn-
ar vaxið hratt og einu kaflamir sem
hafa verið neikvæðir era þau ár
sem ekki var virkjað, eða þau ár
sem sjávarútvegur hefur staðið
höllum fæti.
Þjóðin veit hvernig samtök á við
Sea Shepherd og Greenpeace (því
miður með dyggri aðstoð fárra ís-
lendinga) hafa beitt ósannindum til
að vekja athygli á sér og þannig
fjármagnað tilvist sína. Við vitum
hvernig fór með hvalbátana og við
vitum hvernig Greenpeace tókst að
leggja í rúst selveiðar Grænlend-
inga.
Landsvirkjun sém og iðnaðar-
ráðuneytið hefur við allmörg tæki-
færi kynnt fyrir Austfirðingum
virkjanaáform og jafnframt farið
ýtarlega yfir hver áhrif virkjunar
og lóns eru á náttúru og umhverfi.
Fram hefur komi að virkjunin hef-
ur þróast í takt við tækni tímans og
eru fagmenn stofnunarinnar sem
og ráðgjafar þeirra að vinna að því
að gera virkjunina þannig úr garði
að hún hafi sam minnst áhrif á um-
hverfið. Öfgamenn líta á þetta fólk
sem villimenn og trúa ekki orði af
því sem þeir segja. Eg sé ekki að
breyting verði þar á þrátt fyrir að
krafa um svokallað „lögformlegt“
mat verði samþykkt. Ófgamenn
telja að þeir geti stoppað verkefnið
ef fram fer „lögformlegt mat á um-
hverfisáhrifum".
Ég er sannfærður um að virkjun
sem þessi sem fer í gegnum mats-
ferlið stenst kröfur samtímans og
verður samþykkt, ekki síst á grand-
velli þeirrar staðreyndar að áhrifin
á mörgum sviðum eru jákvæð, ekki
síst umhverfisáhrifin á mannlífið.
I greinum sínum hefur Ólafur F.
Magnússon (Reykvíkingur og
borgarfulltrúi!) verið m.a. að höfða
til borgarstjórnar Reykjavíkur um
að stöðva þessa mögulegu atvinnu-
lífsuppbyggingu á Austurlandi þar
sem Reykjavíkurborg er annar
stærsti hluthafi Landsvirkjunar.
Ég er sannfærður um að borgar-
fulltrúar era skynsamt fólk hvort
sem er í minni- eða meirihluta og að
þeir fara ekki að leggjast gegn
virkjun Jökulsár í Fljótsdal, leggj-
ast gegn eigin hagsæld í gegnum
eignarhlut sinn að Landsvirkjun og
leggjast gegn því að byggð styrkist
utan Reykjavíkur, hver ætti
tilgangur þeirra að vera með því?
Eg vil leyfa mér að fullyrða að
hinn þögli meirihluti þ.e. sá hluti
þjóðarinnar sem ekki hefur sest við
að skrifa greinar í dagblöð um þetta
stórkostlega atvinnulífsmál okkar
Austfirðinga og raunar lands-
manna allra, fylgir okkur í því að nú
er tækifæri tH að sporna við þeirri
óheillaþróun sem verið hefur und-
anfama þrjá áratugi og snúa vörn í
sókn í uppbyggingu atvinnulífs ut-
an Reykjavíkur.
Við Austfirðingar lítum björtum
augum til framtíðar þar sem þróun
öflugs atvinnulífs er forsenda þess
að ungt fólk geti snúið heim að
loknu námi og fengið atvinnu við
sitt hæfi. Með tilkomu nýfjárfest-
inga í atvinnulífi Austanlands skap-
ast einnig tækifæri fyrir það fólk
sem áhuga hefur á að flytja sig til
og njóta þess sem landið hefur upp
á að bjóða.
Höfundur er Austfirðingur uppnlinn
í Reykjavík.
Jóhannes Pálsson
PP
&CO
Rutland þéttir,
bætir og kætir
þegar þakiö
fer að leka
Rutland er einn
helsti framleiðandi
þakviðgerðarefna í
Bandaríkjunum
Veldu rétta efnið - veldu Rutland!
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA V) S: 553 8640 í 568 6100
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Nýbýlavegi 12 sími 5544433