Morgunblaðið - 07.09.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Moraterm sfgild og stflhrein.
Með Moraterm er alltaf kjörhiti f
sturtunni og öryggi og þægindi f fyrirrúmi.
Mora - Sænsk gæðavara
TCnCleM.
Smiðjuvegi 11«
Sími: 564 1088
200 Kópavogur
’ Fax: 564 1089
Fásl I bygglngtmiiverslwnim um Imut nlll
Nýtt verð á
GIRA Standard.
Gæði á
góðu verði.
S§L
S. GUÐJÓNSSON ehf.
Lýsinga- og rafbúnaður
Auðbrekka 9-11 • Sími: 554 2433
<
tSigrún Sigurð-
ardóttir fæddist
í Reykjavík 2. apríl
1923. Hún lést á
Landakoti 30. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigurður
Jónsson, bátsmaður,
f. 4. maí 1894, d. 1.
júlí 1959 og Ingi-
björg Pálsdóttir, f.
7. nóvember 1900, d.
26. september 1975.
Bræður Sigrúnar
eru Páll, fyrrv.
ráðu neytisstj óri, f.
9. nóvember 1925 og Jón, fyrrv.
framkvæmdasljóri, f. 29. októ-
ber 1934. Hinn 26. október 1946
giftist Sigrún Guðmundi Guð-
mundssyni, fyrrv. skipstjóra, f. í
Reykjavík 3. janúar 1923. For-
eldrar hans voru Guðmundur
Guðmundsson, skipsljóri, f. 16.
desember 1894, d. 26. apríl 1963
og Guðlaug Grímsdóttir, hús-
freyja, f. 21. júlí 1890, d. 28.
mars 1982. Böm Sigrúnar og
Guðmundar eru: 1) Sigurður,
skipulagsfræðingur, f. 22. októ-
Tengdamóðir mín elskuleg er farin
frá okkur og það er von mín og trú að
hún sé komin á andlegra svið, laus við
þjáningar sjúks líkama. Upp í hugann
koma minningar um okkar fyrstu
fundi fyrir meira en 30 árum. Þá fann
ég strax hvað hún var sterkur per-
sónuleiki sem ég gat borið fullt traust
til og ótakmarkaða virðingu fyrir enda
brást hún því trausti aldrei.
Frá því við hjónin áttum okkar
fyrsta barn var hún alltaf boðin og
búin að hjálpa ef með þurfti og þegar
synir okkar þrír stækkuðu að taka
þá og systursyni mína með í sumar-
bústaðinn austur í Hlíð. Til marks
um hennar miklu hjálpsemi og fórn-
fýsi var þegar hún og tengdapabbi
fluttu inn á okkar heimili og hugsuðu
um böm og bú svo við hjónin gætum
farið í ævintýraferðimar okkar.
Minningarnar koma hver af
annarri fram í hugann. Eg man hana
í afmælum, fermingum eða öðmm
mannfagnaði: alltaf djarfa og hisp-
urslausa í framgöngu, ákveðna í
skoðunum og heilsteypta í hugsun,
hvert sem umræðuefnið var. A milli
okkar fór aldrei styggðaryrði og ég
velktist aldrei í vafa um hvað hún
vildi mér vel. Því er söknuður minn
sár og sannur eftir henni.
Eg þakka fyrir það lán að hafa átt
svo góða tengdamóður og óska henni
Guðs blessunar á æðra tilverustigi.
Steinunun Kristín Árnadóttir.
Fyrstu minningar sem ég á af
ömmu era tengdar því þegar ég gisti
hjá henni og afa eina nótt sem barn.
Hún var nýkomin frá útlöndum og
hafði keypt Star Wars-kall sem ég
lék mér með í mörg ár á eftir. Ég
kem alltaf til með að minnast hennar
sem hlýrrar og umhyggjusamrar
konu sem lá ekki á skoðunum sínum.
Við voram ekki alltaf sammála, en
það var aldrei ósætti á milli okkar,
það fóru fram skoðanaskipti. Ég
man sérstaklega eftir umræðum sem
fóru fram í eldhúsinu á Silfurteigi
eftir að ég tókst á við minn stóra
vanda. Amma var þess fullviss að ég
gæti tekist á við hann á eigin spýtur
en ég sagðist þurfa að fá og veita
öðram í sömu stöðu styrk og sam-
kennd. Mér þótti gott að ég átti auð-
velt með að hitta hana oft skömmu
fyrir lokin. Það veitti mér styrk til að
takast á við brotthvarf hennar, og ég
vona að hún hafí fengið styrk hjá
mér til að takast á við sín umskipti.
Ég veit af eilífðinni, og að hún er
þar. Svo lengi sem hún velur mun
hún með okkur vaka, veita okkur
styrk í sárindum og raunum. Við hin
sem eftir lifum erum rík af því að
hafa átt þig að, amma mín. Fram að
þeim tíma sem við hittumst fyrir
handan mun ég halda minningu þína
vel.
Árni Steingrímur Sigurðsson.
ber 1949, maki
Steinunn K. Árna-
dóttir, f. 24. febrúar
1950. Þeirra synir
eru: Árni Steingrím-
ur Sigurðsson, f. 2.
ágúst 1971, kvæntur
Pálínu Ásgeirsdótt-
ur. Þeirra sonur er
Sigurður Pétur, f.
23. janúar 1998;
Guðmundur Orri, f.
8. febrúar 1977 og
Unnar Darri, f. 24.
júlí 1984. 2) Guð-
mundur, landfræð-
ingur, f. 6. febrúar
1953, maki Þórey K. Jónsdóttir,
f. 12. mars 1952. Þeirra dóttir er
Sigrún Björg, f. 10. júní 1994.
Dóttir Þóreyjar er Sigríður Iris
Hallgrímsdóttir, f. 25. júlí 1973.
Sigrún lauk prófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík
1942. Hún starfaði í 25 ár á
Skattstofunni í Reykjavík en
hafði áður starfað við verslun-
arstörf.
Utför Sigrúnar fer fram frá
Laugameskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Sigrún systir mín er látin 76 ára
að aldri. Við vorum svo nærri hvort
öðru í aldri að fyrstu minningar
mínar tengjast stjóm hennar á mér
og gæslu á Grettisgötunni. Við vor-
um bæði fædd á Norðurpólnum-
Hverfisgötu 125 - en fluttum 1927 á
Grettisgötuna. Það vora mörg börn
á Grettisgötunni þá. í sambyggðu
húsi við okkar bjó Ferdinant skó-
smiður með stóran barnahóp og
beint á móti Guðmundur skipstjóri
með böm á okkar aldri. Vestar við
götuna voru fleiri leikfélagar og þar
var leikvöllurinn, einn sá fyrsti í
Reykjavík.
Sigrún fór í Austurbæjarskólann
1930 og lenti í bekk hjá Margréti
Jónsdóttur skáldkonu. Hún var
strax góður námsmaður og mér
fannst hún kunna allt þegar hún fór
að lesa fyrir mig. Hún las allar bæk-
ur sem við áttum og þannig lærði ég
að lesa á sjötta ári.
Stóra breytingin í lífi okkar kom
vorið 1932. Þá ákváðu foreldrar okk-
ar að flytja í sveit. Pabbi hafði
greinilega alltaf hugsað sér að verða
bóndi en ekki sjómaður og þegar
Tunga í Gaulverjabæjarhreppi losn-
aði úr ábúð keyptu þau jörðina og
bústofn og við voram komin austur
um sumarmál.
Það vora mikil viðbrigði að flytja í
sveitina. Þar var ekkert rafmagn og
olíuljós, ekkert rennandi vatn inni í
húsinu en brannur á hlaði og að
sjálfsögðu útikamar.
Ég sætti mig við þessa breytingu
en Silla var ekki ánægð. Sérstaklega
var hún óánægð með skólann um
haustið en hún fékk þó að fara í
skóla af því hún hafði verið í skóla
áður; en skólaskylda var þá 10 ár í
sveitinni, þannig að ég sat heima.
Haustið 1933 strækaði Silla alveg
á að fara í skólann í Gaulverjabæ og
það varð úr að hún fór til ömmu Sig-
rúnar og afa Páls á Mjölnisvegi og
fór í sinn gamla bekk í Áusturbæjar-
skóla.
Vorið 1934 gáfust foreldrar okkar
upp á búskapnum og við fluttum aft-
ur suður.
Við bjuggum eitt sumar innarlega
á Grettisgötu en fluttum um haustið
að Melbæ í Sogamýri og þar fæddist
Jón bróðir okkar í október.
Laugarnesskólinn var tekinn í not
haustið 1935 og þangað áttum við
skólasókn. Silla vildi vera áfram í
Austurbæjarskóla en fékk það ekki.
Strax frá byrjun var hún ánægð
með Laugarnesskóla þar sem hún
fékk frábæran kennara Eirík Magn-
ússon cand.theol. og eignaðist góða
félaga.
Hún lauk fullnaðarprófi 1938 og
Eiríkur fór með bekkinn í ferðalag
til Norðurlands sem þá þótti merki-
legt ferðalag. I ferðinni fékk Silla
skarlatsótt og var sett í sóttkví í
Farsóttarhúsið vestur við Granda og
var þar nokkrar vikur og varð alheil.
Hún var í Kvennaskólanum
næstu fjögur ár og lauk þar fjórða
bekknum sem þá var ekki algengt.
Ur tveim þriðju bekkjum voru að-
eins átta nemendur sem það gerðu.
Vorið 1939 var hún ráðin kaupa-
kona að Hlíð í Gnúpverjahreppi og
þangað fór hún til starfa næstu
sumur.
í Hlíð var myndarlegt stórbýli og
þar var Silla ánægð og hún hélt
tengslum við heimilið alla tíð.
Eftir Kvennaskólann haustið
1942 fór hún að vinna hjá Stefáni
Thorarensen í Laugavegsapóteki
bæði við framköllun og gerð mynda
og við störf í apóteki.
Silla hefur sennilega hitt verð-
andi eiginmann sinn Guðmund sum-
arið 1943 í Þjórsárdal. Hann hafði
verið til sjós frá því hann byrjaði að
vinna og var að vinna sér tíma til að
geta farið í Sjómannaskólann. Þau
Silla og Guðmundur opinberaðu
trúlofun sína sumarið 1945 og Guð-
mundur lauk prófi frá Sjómanna-
skólanum vorið 1946.
Veturinn 1945-46 kom Guðmund-
ur jafnan í hádegisverð á heimili
foreldra minna þannig að við kynnt-
umst þann vetur ágætlega. Ég var
svo með honum á togara sumarið
1947, hann var 2. stýrimaður og ég
háseti. Þá kynntist ég honum sem
duglegum sjómanni og góðum
stjórnanda.
Sigrún og Guðmundur gengu í
hjónaband í október 1946 og byrj-
uðu búskap í lítilli íbúð á Hávalla-
götu. Silla þekkti hlutverk sjó-
mannskonunnar og hún tók strax að
sér allt sem því tilheyrði og sleppti
því ekki úr höndum sér eftir það.
Þau Guðmundur festu kaup á
íbúð í Mávahlíð og haustið 1949
fæddist þeim framburðurinn Sig-
urður.
Guðmundur fékk fljótlega eftir
námið stýrimannsstöðu og var ann-
ar stýrimaður á Agli Skallagríms-
syni er hann kom nýr heim 1947 og
var þar í fimm ár. Eftir það var
hann lengi á bátum í Grindavík, oft-
ast stýrimaður.
Silla eignaðist annan son, Guð-
mund, í febrúar 1953.
Vorið 1960 greindist krabbamein
hjá Sillu. Þetta var vissulega mikið
áfall fyrir 37 ára gamla konu. Hún
fór í stóra skurðaðgerð og röntgen-
geislameðferð sem var afar erfið. í
þessum veikindum sýndi Silla mik-
inn kraft og hugrekki og meinið
læknaðist.
Eins og tíðkast um sjómannskon-
ur var Silla mikið ein með strákana
og á sumrin var hún, meðan þeir
vora litlir, með þá austur í Hlíð og
þeir héldu áfram að vera þar í sum-
arvist þegar þeir urðu stærri. Silla
og Guðbjörg í Hlíð og síðar Katrín
urðu góðar vinkonur.
Fyrir um aldarfjórðungi byggðu
Silla og Guðmundur sumarhús
skammt frá bænum í Hlíð í félagi
við aðra fjölskyldu. Þama dvöldu
þau um helgar og í sumarleyfum á
tímabili.
Guðmundur og Silla skiptu um
húsnæði og fengu sér stærri íbúðir.
Þau bjuggu á Hringbraut og síðar í
Hvassaleiti en síðustu tæp 20 ár
hafa þau búið á Silfurteig í góðri
íbúð og frábæru sambýli.
Þegar strákamir fóru að stálpast
hugði Silla á starf utan heimilis og
fór að vinna á Skattstofu Reykjavík-
ur og vann þar í aldarfjórðung. Þar
var hún deildarstjóri og fékkst við
erfiða málaflokka og stóð sig frá-
bærlega vel í starfi.
Um fertugsaldur hætti Guð-
mundur sjómennsku á fiskiskipum
en varð fyrst stýrimaður og síðar
skipstjóri á flutningaskipi Olíufé-
lagsins, Bláfellinu. Það varð mikil
breyting fyrir hjónin því ferðimar
voru allar stuttar og Guðmundur
því mikið heima við.
Guðmundi var ómaklega sagt upp
starfi er hann var 65 ára og hann
sætti sig illa við það. Fljótlega fékk
hann starf sem vaktstjóri (gæslu-
og umsjónarmaður) við Landspítala
sem honum líkaði mjög vel og því
gegndi hann til 70 ára aldurs.
Silla sagði starfi sínu lausu er hún
varð sjötug og þá héldu hjónin mik-
ið hóf þar sem ættingjar og sam-
verkamenn voru boðnir til góðrar
veislu.
Guðmundur og Sigrún voru sam-
rýnd og samhent. Þau byrjuðu
snemma að ferðast til útlanda þegar
þess varð kostur og eftir starfslok
fóru þau að jafnaði tvær ferðir á ári
tii útlanda 4-6 vikur í senn. Þau
heimsóttu Spán, Kanaríeyjar og
Austurlönd en uppáhaldsstaður
þeirra var Flórída og þangað fóru
þau margar ferðir. Þau heimsóttu
líka systur Guðmundar í Kaliforníu
nokkrum sinnum en þangað fluttist
hún 1946 og giftist.
Silla var alla tíð nokkur stjóm-
andi á heimilinu og var ráðrík. Guð-
mundur lét sér það vel líka og að
jafnaði var hún bílstjórinn þegar
þau ferðuðust.
Sigurður sonur þeitra gekk ung-
ur í hjónaband og á duglega konu,
Steinunni. Þau eiga þrjá syni, Ama
Steingrím, Guðmund Orra og Unn-
ar Darra og eitt barnabarn, Sigurð
Pétur, sem er sonur Ama Stein-
gríms og konu hans Pálínu. Sigurð-
ur lauk námi í skipulagsfræði í
Kanada og Englandi og starfaði um
20 ára bil við byggðamál en vinnur
nú í Þjóðhagsstofnun.
Guðmundur lærði einnig í
Kanada og er landfræðingur. Hann
hóf störf hjá Byggðastofnun í
Reykjavík en fór síðan til Akureyr-
ar og er nú hjá Byggðastofnun á
Sauðárkróki. Hann var lengi einbúi
en kynntist á Akureyri góðri konu,
Þóreyju, og þau eiga 5 ára telpu
Sigrúnu Björg.
Silla veiktist sumarið 1996 og það
greindist hjá henni krabbamein í
ristli. Hún gekkst undir mikla að-
gerð og allur neðri hluti ristils var
tekinn og hún fékk „stoma“ og
poka. Við aðgerðina fannst einnig
mein í gallblöðru. Þetta voru erfiðar
aðgerðir og lega en Silla var hörð og
ákveðin og ætlaði sér að komast yfir
þetta. Hún náði góðu valdi á „stom-
anu“ og þegar frá leið tóku þau
hjónin upp fyrri háttu um ferðalög.
Haustið 1998 komu þau heim úr
langri utanlandsferð. Skömmu síðar
veiktist Guðmundur og fór á Land-
spítala og var lítil aðgerð ráðgerð.
Það fór þó á annan veg og hann lá á
spítala nær fimm mánuði, síðast á
Reykjalundi.
Sigrún sýndi sama dugnað og
alltaf áður. Hún heimsótti hann
daglega jafnvel upp að Reykjalundi.
Seint í vor kom í ljós að Silla gekk
ekki heil til skógar. Hún fór að fá
vökva í brjóst og kviðarhol og þurfti
á spítala. Fljótlega kom í ljós að
meinið hafði tekið sig upp og ekkert
varð að gert. Hún lá nokkrar vikur
á Landspítala en síðan á Landakoti
síðustu vikuraar og andaðist þar/
Veikindi Guðmundar urðu til þess
að hann á erfitt um gang. Þá ákváðu
þau hjónin að fá sér íbúð sem hent-
aði betur og ekki væri með stigum.
Þau festu sér í vetur íbúð í háhýsi
sem er í smíðum í Kópavogi sem
þau eiga að fá í nóvember.
Þangað kemst Silla ekki en þau
eru búin að selja og Guðmundur
flytur þangað í haust
Samband okkar Sillu hefur gegn
um ævina verið mismikið eftir tíma-
bilum. Stundum meira, stundum
minna, en alltaf gott og nú síðustu
árin höfum við hist nokkuð reglu-
lega.
Ég mat Sillu alltaf mikils þótt
mér þætti hún stundum hér á yngri
áram bæði ákveðin og frek.
En nú er hún sofnuð og bíður
upprisu sinnar eins og kristnir
menn trúa.
Ég flyt Guðmundi hlýjar samúð-
arkveðjur, svo og sonum þeirra
tengdadætram og fjölskyldum. Ég
bið þeim blessunar Guðs og þakka
Guðmundi vináttu langrar ævi.
Páll Sigurðsson.
Með örfáum orðum langar mig að
minnast elskulegrar vinkonu og
fyirverandi samstarfsmanns, Sig-
rúnar Sigurðardóttur sem lést 30.
ágúst sl.
Við Sigrún kynntumst árið 1972
er ég hóf störf hjá skattstjóranum í
Reykjavík eftir nokkurt hlé. Signín
vann sem endurskoðandi í launþega-
deild fyrirtækisins og innti það
starfi vel af hendi eins og öll önnur
verk sem hún tók sér fyrir hendur.
Við Sigrún áttum eftir að kynnast
SIGRUN
SIGURÐARDÓTTIR