Alþýðublaðið - 05.01.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.01.1921, Blaðsíða 1
ö-efiö tit stá A.lþýduJSLol£lcBnm. 1921 Miðvikudaginn 5. janúar. 2. tölubl. Skömtunin. Stjórnin hopar í annað sinn. Bakarar hófu verkfall 2. janúar, -vegna hveitiskömtunarinnar, og stóð verkfall þeirra aðeins þann •tJag, þvf samkomulag náðist við iandsstjórnina á þá leið, að seðl- • arnir ættu aðeins að gilda um sigtibrauð, fransbrauð og súrbrauð •en ekki um skonrok, kringlur, .ívíbökur, vínarbrauð, bollur og finar k'ókur, Mörgum mun nú þykja það • einkennilegar sp 2rnaðarráðstafa nir, að láta vera frjálsa söluna á því brauði, sem meir er haft til sæl- gætis, en láta seija eftir seðlum ífoær brauðtegundir, er menn ein- göngu nota til þess að seðja með ihungur sitt. En þegar þessi síðasta ráðstöfun stjórnarinnar er athuguð nánar, kemur í Ijós, að hún er í raun og veru sama sem að sí/órn- in hafi hér í Reykjavík numið Jtveitiskömtunina úr gildi, því það <er gersamlega ómögulegt að hafa neitt eftirlit með því hjá bökur- unum, hvað þeir baka úr hveiti iþví er þeir fá; þeir geta auðveld- lega sagst baka þær tegundir sem •leyfðar eru úr þv£ öllu. En þar sem hér er því um sama sem afnám hveitiskömtunarinnar að ræða, því afnemur iandsstjórnin ðhana ekki hreinlega? Orsakirnar til þess munu vera tvær. Fyrst það, að hún gerir sér 'von um að menn út um land verði gæfari en Reykvíkingar og gegni þegjandi eða mótmælalítið ¦þessum ólögbgu og óverjandi ráð. stöfunum, og l öðru Iagi vill stjórnin sýnilega fyrir hvern mun reyna í lengstu lög að láta iíta þannig út, sem hún hafi ekki 'átið undan. En hér stoða engin látalæti. Þ^ð kom greinilega í ljós á borgarafundinum á sunnudaginn, að það er fasiur og eindreginn -vilj'i Reykvíkinga að þola ekki að drijið sé upp á pá skömtun á nauð' synjavórum setn nóg er til af, og ekki þykir mönnum skömtunar- ráðstöfunin batna við það, að hún ómótmælanlega er ólögleg. Reykvfkingar eru nú búnir að sjá stjórnina hopa tvisvar í þessu máli. Fyrst þegar hún breytti 4 mánaða skamtinum í 3 mánaða skamt, og nú í annað sinn, þegar hún lét undan bökurunum og breytti eða nam úr giidi hveiti- skömtunina, svo hún er nú ekki nema nafnið hér í Reykjavík. Hvenær hopar stjórnin í þriðja sinn? Væri ekki réttast að hún gerði það strax, og gerði það svo um munaði: tæki aigerlega aftur hina umræddu óhæfu og ólöglegu reglugerð ffá 25, okt. Stjórnin heldur að það sé van- virða fyrir sig, að láta undan vilja almennings, og sér ekki að það er undir öllum kringumstæðum meiri vanvirða fyrir hana að reyna að þverskallast við jafn ákveðnum vilja og hér er um að ræða. Ætlar hún að bíða eftir mótmæl- um úr öllutn kauptúnum iandsins, eða eftir þvf, að menn skili seðl- unum aftur og neiti blátt áfram að hlýða þessari óhæfu og ger- samlega ólöglegu ráðstöfun hennar. Skömtunarfarganið. Sumir hér í Vesturbænum, þar á meðal eg undirritaður, hafa ekki ennþá fengið hveiti- og sykurseðla þá, sem stjórninni hefir þóknast að skamta mönnum, og væri okk- ur forvitni á að vita, hvort á að hafa okkur aivSg útundan, og ef svo er, þætti okkur gaman að vita um ástæðuna til þeirrar vfsdóms- Iegu ákvörðunar. Jakob .góh. Smári. Sykuryerðið Iækkarí Verðið á þeim sykri sem Lands- verzlunin fékk með „Gullfossi" núna um nýjárið er ákveðið 1,85 kr. kg. af strausykri og 2,00 kr. kg. af höggnum sykri. Þetta er nær helmingi lægra en heildsölu- hámarksverðið, og sennilega fá smásalar ekki að leggja meira á það hlutfallslega, en þeir hafa fengið hingað til. Steinoiía iækkar! Landsverzlunin flytur Inn steinoliu. Landsverzlunin mun nú inhanv skamms eiga von á skipsfarmi af steinolfu, og mun sú olía verða miklum mun lægri en sú olfa sera H. í. S. selur núna. Þetta eiru sannarlega gleðiiegar fregnir, og geíur að sjálfsögðu mörgum þeim, er tekinn var að örvænta um hag mótorbátaútvegsins, betri vonir. Fátæka fólkinu f Reykjavík mun sjálfsagt einnig bregða við, þvf steinolían er með því okurverði sem er á henni nú, einhver stær'sti átgjaldaliður margrar fjölskyldu hér í bænum. frá ^kureyri. Talsímanotendnr hætta að nota símann. í sfmtali við Akureyri í gær var blaðinu sagt frá því, að tal- sfmanotendur þar hefðu hætt að nota talsímann. 80 tii 100 þeirra neita alveg að greiða 50% hækk- un þá, sem gekk í gildi nú um áraraótin, nema þv£ að eins að nýtt Hskifti'' borð komi á stöðina» þar eð bæjarsfminn er sem stend- ur því nær ónothæfur. Talið var

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.