Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samskip fliuga að hætta strandsiglingum og efla landflutninga Ákvörðun um strand- sig’ling’ar fyrir áramót SAMSKIP hafa til skoðunar að hætta strandsiglingum og efla frekar landflutninga á vegum fyrirtækisins, en þeir hafa á seinustu árum orðið stöðugt umfangsmeiri þáttur í starf- semi þess. Kristinn Þór Geirsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs innlendrar starfsemi Samskipa, seg- ir þann valkost hafa verið til athug- unar um eins árs skeið, enda hafl strandsiglingar ákveðið óhagræði í för með sér. „Bæði landflutningar og strand- flutningar hafa hins vegar ýmislegt sér til ágætis, þannig að við höfum ekki enn tekið endanlega ákvörðun í málinu,“ segir hann. Kröfur um hraðari þjónustu Samskip hafa Mælifell á þurr- leigusamningi og hefur skipið sinnt þessum flutningum fyrir fyrirtækið. Að sögn Kristins Þórs vinna á milli 16 og 20 starfsmenn fyrirtækisins við strandsiglingar. „Seinustu miss- eri höfum við velt vöngum yfir því hvenær yrði hagkvæmt að hætta strandsiglingum, enda krefst mark- aðurinn stöðugt hraðari þjónustu. Fyrir rúmu ári tókum við að íhuga þennan möguleika af enn meiri al- vöru en áður,“ segir hann. Ólafur Ólafsson forstjóri Samskipa segir að strandsiglingakerfið hafi verið til skoðunar um nokkurt skeið og samnýting þess á sjó og landi ver- ið tekin til gagngerrar skoðunar. „Við höfum víðfeðmasta landflutn- ingakerfi sem til er hérlendis og höf- um verið að skoða möguleika á hag- ræðingu og betri þjónustu í þessu kerfí að undanfömu. Niðurstaða ligg- ur hins vegar ekki fyrir,“ segii- Ólaf- ur. „Þarna kemur svo margt til skoð- unar, rekstraröryggi, þróun skatt- lagningar, starfsmannamál, vega- kerfíð, veðurfar o.s.frv. Við viljum hins vegar kanna þessi mál til hlítar." Hann kveðst gera ráð fyrir að ákvörðun í málinu muni liggja fyrir á næstu mánuðum, sennilega fyi’ir áramót. Hins vegar geti ákvörðun fallið á hvorn veginn sem er, þ.e. að hætta strandsiglingum eða halda þeim áfram. Áhrif skattlagningar mikil Kinstinn Þór tekur undir að skoða þurfí fjölmarga þætti í þessu sam- bandi, ekki síst þarfír viðskiptavina og pólitískt umhverfi þessara flutn- inga. „Það er mikil pólitík í flutning- um hvað skattlagningu varðar og það skiptir gríðarlegu máli varðandi ákvarðanir, enda em skattarnir stærsti þáttur í kostnaði við land- flutninga. Ríkið hefur hringlað með þungaskattinn og er líklegt til að halda því áfram, þannig að ákvörðun okkar ræðst mikið af því sem gerist á þeim vettvangi," segir hann. Fyrh' um fjórum árum fengust Samskip ekki við landflutninga en að sögn Ólafs er fyrirtækið nú orðið einn umfangsmesti aðili í landflutn- ingum hérlendis, með sennilega um helmings markaðshlutdeild, þó svo að nákvæmar tölur liggi ekki fyi-ir. Kristinn Þór segir að sending sem fari landleiðina til Austfjarða, svo dæmi sé tekið, eigi að skila sér dag- inn efth' að hún er send af stað en væri 4-5 daga að fara sjóleiðina. „Strandsiglingar era töluvert hag- kvæmari hvað ákveðna þætti varðar, ekki síst þungavöru, sérstaklega ef hægt er að taka hana í gáma. En ef miðað er við hraða og annað slíkt verða kostir landflutninga yfirgnæf- andi. Spurningin er einfaldlega hvað menn vilja helst leggja áherslu á,“ segir hann. Gestur Jonsson, lögmaður Orca SA Höfum veitt Fjármála- eftirlitinu upplýsingar GESTUR Jónsson, lögmaður Orca SA, segir að Orca hafi leitast við að gefa Fjármálaeftirlitinu allar upp- lýsingar sem fyrirtækið hafi talið nauðsynlegar varðandi kaup sín á hlut Kaupþings og sparisjóðanna í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Hann neitar hins vegar að tjá sig um einstök atriði í samskiptum Orca og Fjármálaeftirlitsins enda sé slíkt ekki heimilt samkvæmt lögum. „Orca SA hefur átt mikil sam- skipti við Fjármálaeftirlitið frá því þetta kom upp. Við höfum reynt að gefa því allar þær upplýsingar sem við höfum talið að væm nauðsynleg- ai'. Við tjáum okkur hins vegar ekki um einstök samskipti," sagði Gestur Jónsson þegar hann var spurður hvort hann gæti staðfest að Fjár- málaeftirlitið hefði sent Orca bréf þar sem óskað væri upplýsinga um svokallaðan „leynisamning“, en for- sætisráðherra fullyrti í samtali við Morgunblaðið að slíkur samningur hefði verið gerður í tengslum við kaup Orca á hlut Kaupþings og sparisjóðanna í FBA. Páll Gunnar Pálsson, fram- kvæmdastjóri Fjármálaeftirlitsins, var spurður hvort Fjármálaeftirlitið hefði sent Orca bréf þar sem óskað væri eftir upplýsingum um „leyni- samninginn". Páll Gunnar sagðist ekki geta staðfest að Fjármálaeftir- litið hefði sent slíkt bréf. Árni Þór Sigurðsson Ihugar hvort hann verði áfram í pólitík og þá hvar ARNI Þór Sigurðsson, varaþing- maður Samfylkingarinnar og for- maður Alþýðubandalagsins í Reykjavík, segir í grein, sem birt- ist í Morgunblaðinu í dag að í ljósi þess hvernig málum sé komið inn- an Samfylkingarinnar og Alþýðu- bandalagsins íhugi hann og félag- ar hans hvort þeir eigi að halda áfram á hinu pólitíska sviði og þá hvar. Árni Þór, sem einnig hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra, talar í greininni um vanmátt Alþýðu- bandalagsins og veika stöðu þess innan Samfylkingarinnar. Forastu- menn flokksins hafi hins vegar ekki umboð til að leggja niður Alþýðu- bandalagið í því skyni að ganga inn í Samfylkinguna. Á aukalandsfundi Alþýðubandalagsins í júlí 1998 hafí aðeins verið veitt umboð til að gera tilraun um kosningabandalag til fjöguma ára og yrði framhaldið ákveðið að þeim liðnum. Það verði aðeins gert á landsfundi. Ámi segir að sér virðist Ijóst að Samfylkingin geti ekki orðið sam- nefnari vinstri manna um stefnuna í utanríkismálum, umhverfismálum og afstöðuna til einkavæðingar opin- berrar þjónustu og fyrirtækja. ■ Hvert stefnir/42 Morgnnblaðið/Kristinn Lítil virðing er borin fyrir gróðri í borginni eins og skemmdarverk helgarinnar vitna um. Tveir handtekn- ir í Dan- mörku ÍSLENDINGARNIR tveir, sem eftirlýstir voru í Evrópu í gegnum Interpol vegna rann- sóknar á stóra fíkniefnamál- inu, voru handteknir af dönsku lögreglunni síðdegis á sunnudag. Þeir voru hand- teknir saman í miðborg Kaup- mannahafnar og úrskurðaðir í ellefu daga gæsluvarðhald þai' í gær. Samkvæmt upplýsingum frá alþjóðadefld ríkislögreglu- stjóra verður næsta skref að flytja fangana til íslands. Morgunblaðið hefur upplýs- ingar um að það verði gert í dag. Islendingarnir, sem eru 27 og 36 ára, höfðu verið eftirlýst- ir í á aðra viku áður en þeir náðust. Upplýst hefur verið að annar þeirra er starfsmaður Samskipa í Danmörku. Sex karlmenn á þrítugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi hérlendis í þágu rannsóknar málsins og eru því gæsluvarðhaldsfang- amir samtals orðnh' átta. Rannsókn málsins stendur yfir af fullum þunga hjá lög- reglunni í Reykjavík og hjá efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra. Skemmdar- vargar mölva stór blómaker SKEMMDARVERK hafa verið unnin á stórum blómakerum á Skólavörðustíg síðastliðnar tvær helgar. Snemma á sunnudags- morguninn var leirker á horni Skólavörðustígs og Baldursgötu mölvað svo mold, sumarblóm og leirbrot dreifðust um gangstétt- ina. Þar sem kerið vegur hátt á annað hundrað kíló þarf veru- lega að hafa fyrir því að vinna á því. Svo virðist sem skemmdar- vargarnir hafi velt því um koll og brotið það. Starfsmenn Reykjavíkurborg- ar komu kerinu fyrir í sumar til að fegra umhverfíð , sem og öðru keri á horni Týsgötu og Skóla- vörðustígs. Það var mölvað á sama hátt fyrir rúmri viku. Samkvæmt upplýsingum frá Skrúðgörðum Reykjavíkur er al- gengt að skemmdarverk séu unn- in á niunum sem komið er fyrir í fegrunarskyni og er áberandi hversu lítil virðing er borin fyrir gróðri í borginni. Þannig eru lauftré oft brotin og blóm í beð- um rifin upp, svo dæmi séu tekin. Sérblöð í dag ^tsb)n Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili l\SIII(,\ll{ Lillestrom gerir Grétari Hjartarsyni tilboð / B1 Bjarni Jóhannsson næsti þjálfari nýliða Fylkis / B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.