Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
ii
tír kennslustund í Kópavogsskóla.
Tonskóli Hörpunnar
í Grafarvogi <
NYR tónlistarskóli, Tónskóli
Hörpunnar, tók til starfa nú í sept-
ember að Gylfaflöt 5 í Grafarvogs-
hverfi. Eigendur og kennarar skól-
ans eru hjónin Svanhvít Sigurðs-
dóttir og Kjartan Eggertsson.
Að sögn Kjartans er kennt á öll
almenn hljóðfæri við skólann, en
þau hjón hafa bæði langa reynslu
af tónlistarkennslu. Svanhvít hefur
kennt við tónlistarskóla barna á
annan áratug og Kjartan hefur
starfað sem organisti og skólastjóri
við tónlistarskóla úti á landi í tvo
áratugi. Kjartan sagði að innritun í
skólann hefði gengið vel, en skólinn
væri þó ekki fullbókaður og gæti
enn tekið við nokkrum nemendum í
viðbót.
Morgunblaðið/Golli
Kjartan Eggertsson, skólastjóri
Tónskóla Hörpunnar.
aðra starfsmenn og sá þriðji fyrir
nemendur. Ennfremur var mynd-
aður sérstakur stýrihópur til að
stjórna þróunarstarfinu og í hon-
um sitja skólastjórnendur, fjórir
kennarar og þrjú foreldri. Sérstak-
ur ráðgjafi var fenginn frá Kenn-
araháskóla íslands til að vera
stýrihópnum og þróunarferlinu
öllu til halds og trausts.
Næsta skref var að leggja við-
eigandi spurningalista fyiár alla
nemendur í 5. til 10. bekk, alla
starfsmenn skólans og alla foreldra
nemenda í skólanum. Að sögn
Ólafs voru skil mjög góð, um 65%
frá foreldrum, 97% frá nemendum
og 83% frá starfsmönnum skólans.
Að undanförnu hefur verið unnið
úr spurningalistunum í Rann-
sóknastofnun KHÍ og verða niður-
stöður kynntar þegar þær liggja
fyrir. Þá munu umræðuhópar túlka
niðurstöður ásamt stýrihópnum og
leita atriða sem allúr geta samein-
ast um að brýnast sé að bæta í
skólastarfinu. Þannig er mótuð
samhæfð skólastefna, sem væntan-
lega verður gefin út seinna í haust.
Spurningakönnunin verður síðan
endurtekin innan tveggja ára og
með þeim hætti myndast hringferli
umbóta og símats.
Undirbúningstíma lokið
„Segja má að nú fyrst sé undir-
búningstímanum lokið og tími
framkvæmda runninn upp,“ sagði
Ólfur, aðspurður um stöðu málsins
nú. „Sumum finnst þetta langur
undirbúningstími, en fræðin gera
ráð fyrir góðum undirbúningi. Það
tekur sinn tíma að fá fólkið sem
stendur að stofnuninni, í okkar til-
felli starfsmenn skólans, nemendur
og foreldra, til að ræða saman um
væntingar þeirra til skólans og
hvaða hugmyndir það hefur um
góðan skóla. Umræðuhópar þurfa
sinn tíma til að móta samræmdar
hugmyndir og skila þeim skriflega,
en það er skilyrði, samkvæmt
þessu kerfi, að hópamir séu sam-
mála um niðurstöðuna. Siðferðis-
hugtakið gerir ráð fyrir að aðilar
séu sammála. Þeim þáttum, sem
aðilar ná ekki samkomulagi um, er
frestað."
Ólafur sagði ennfremur að ljóst
væri að hér væri um langtíma-
verkefni að ræða sem fæli í sér
ákveðið sjálfsmatskerfi. Til kasta
þess kæmi þó naumast fyrr en
lengra kæmi á þróunarferlinu.
„Hóparnir eru nú að túlka niður-
stöður og næsta skref verður að
kynna þær. I ljósi þessara niður-
staðna munum við reyna að finna
ákveðin gildi fyrir skólann, það er
að segja þau gildi sem skólasamfé-
lagið er sammála um, og út úr því
eigum við að geta lesið hvað við
þurfum að bæta í skólastarfinu.
Stefnt er að því að framkvæmdaá-
ætlun hvað þetta varðar verði til-
búin um næstu áramót," sagði
Ólafur Guðmundsson skólastjóri
og gat þess að lokum að það væri
mat allra, sem komið hefðu að
málinu, að siðferðileg reiknings-
skil leiði til umbóta fyrir alla hags-
munaðila skólans.
Hvað eru siðferðileg
reikningsskil?
Orðið etik eða siðferði á rætur að
rekja til gríska orðsins ethos sem
merkii' venja eða siður. Siðfræði er
sá þáttur heimspekinnar sem fjallar
um siðferðileg atriði. Siðfræði er því
kenning um réttmæti siðferðisins.
Siðferði í samhenginu siðferðileg
reikningsskil er samhljóma við hug-
takið umræðu-siðferði eða diskurs-
etik. Diskurs er komið úr latínu,
diskursus en sögnin diskurrere
merkir að hlaupa fram og til baka.
Hugtakið umræðu-siðfræði er því
notað um umræðu þar sem reiknað
er með hagsmunaárekstrum og
ósamræmdum kröfum - en aðilar
ræða saman þar til niðurstaða er
fengin sem þeir geta sætt sig við. í
umræðunni skýrist afstaða hvers um
sig og hvað aðilar eiga sameiginlegt.
Komi í ljós að einum aðilanum finnst
eitthvað sjálfsagt en öðrum ekki
verður hann að rökstyðja sjónarmið
sín og sannfæra hina um gildi þeiiTa
ella ná sjónarmið hans ekki fram að
ganga innan viðkomandi hagsmuna-
hóps.
I umræðu-siðferðinu felast ekki
íyrirfram mótaðar hugmyndir eða
reglur um það hvað er rétt og hvað
er rangt - eins og t.d. felst í boðorð-
unum tíu. Hið siðferðilega er ekki
eitthvað sem er óumbreytanlegt og
ekki hægt að ræða. Kjarninn í um-
ræðusiðferðinu snýst um það með
hvaða hætti aðilar verða sammála.
Akvörðun er með öðrum orðum sið-
ferðileg ef allir hlutaðeigandi aðilar
geta samþykkt hana af góðum og
gildum ástæðum eða staðið gjörðum
sínum reikningsskil hvað varðar til-
tekna ákvörðun. Hugtakið siðferðileg
reikningsskil snýst um ákvörðunar-
töku í stofnunum skv. framangi-eindri
skilgreiningu á siðferði. Akvarðanim-
ar eru teknar á grundvelli ríkjandi
gilda hlutaðeigandi stofnunar og
væntingar viðskiptavinanna.
Umræðusiðferði tengist stofnun-
um að því leyti að innan stofnunar
eni teknar ákvarðanir sem margir
viðskiptavinir hafa áhrif á og ákvarð-
anataka hefur áhrif á þá. Stofnunin
getur einnig haft önnur gildi fyrir
viðskiptavinina en bein fjárhagsleg
gildi og stofnunin hefur mismunandi
gildi fyi-ir viðskiptavinina og vænt-
ingar þeirra til stofnunarinnar eru
mismunandi. Akvarðanir innan
stofnunar varða því ekki einungis
eigendur hennar og hluthafa eins og
gengið er út frá í hagfræði. Hugtakið
siðferðileg reikningsskil hefur því
verið þróað til að hamla gegn því
hagfræðilega viðhorfi að meginmark-
mið stofnunai' hljóti fyrst og fremst
að vera að auka arð eigendanna eða
hluthafanna.
Akvarðanir sem teknar ei-u innan
stofnunar varða yfirleitt marga aðila
sem eiga mismunandi hagsmuna að
gæta. Þegar ákvörðun er tekin innan
stofnunai' sem leiðir til þess að hags-
munir eins eni teknir fram yfu' hags-
muni annars hlýtur það að leiða til
árekstra. I slíkum tilfellum má beita
umræðu-siðferðinu - að allir sem
hlut eiga að máli nálgist viðfangsefn-
ið með umræðu sem leiði til rétt-
mætrar ákvörðunar innan stofnunai'-
innar. Þannig er tekið tillit til fleiri
viðskiptavina og fleiri gilda en bara
fjárhagslegra. Ekki er unnt að meta
allt út frá fjárhagslegum gildum
fremur en meta skólastarf eingöngu
út frá einkunnum á samræmdum
prófum. Viðskiptavinir stofnunar og
starfsfólk hennar vilja líka hafa önn-
ur gildi í heiðri s.s. virðingu, gæði og
vellíðan. Með siðferðilegum reikn-
ingsskilmn er reynt að svara því
hvernig hægt er að taka tillit til
þessara mismunandi hagsmuna og
mismunandi gilda allra aðila.
Siðferðileg reikningsskil sækja
hugmyndafræði sína annai’s vegar til
kenninga þýska heimspekingsins
Habermas og hins vegar til altækrar
gæðastjórnunar og kei-fið er vottun-
arhæft skv. aðferðastaðli alþjóðlegu
staðlasamtakanna ISO.
Hugtakið reikningsskil
Flestir tengja trúlega hugtakið
reikningsskil fjármálum eða tvöföldu
bókhaldi. Upprunaleg merking þess
er þó einfaldlega að standa gjörðum
sínum reikningsskil.
í samhenginu siðferðileg reikn-
ingsskil getur hugtakið reikningsskil
vissulega átt m.a. við fjármálalega
umsýslu stofnunar en er þó alltaf
mun víðtækara og er einfaldlega op-
inber skil á því hvernig stofnun hef-
ur tekist að koma til móts við þau
gildi sem hagsmunaaðilarnir móta
hverju sinni. Með því að taka upp að-
ferðir siðferðilegra reikningsskila
skuldbindur stofnun sig til að standa
skil á gjörðum sínum með opinberum
hætti. Samkvæmt þessum opinberu
reikningsskilum eða starfsskilum
eiga starfsmenn, viðskiptavinir og
aðrir hlutaðeigendur síðan að geta
séð hvaða siðferði og gildi ríkja inn-
an stofnunarinnar og hvort hin opin-
beru reikningsskil séu í samræmi við
ríkjandi siðferði eða gildi.
Með því að leggja fram eða opin-
bera reikningsskil stofnunar er ekki
eingöngu verið að leggja grunn að
mati á ákvörðunum innan hennar
með hliðsjón af sérstöku gildismati
hagsmunaaðila heldur myndast í
kjölfarið ákveðið mats- og þróunar-
ferli þegar reikningsskilin eru tekin
til umræðu í sérstökum hópum (dia-
logcirkler) þar sem reikningsskilin
eru gagnrýnd og rædd með hliðsjón
af ríkjandi gildismati.
Hugtakið etik eða siðferði felur í
sér hvernig ákvai’ðanir eru teknar,
hvemig staðið er að því að kanna
gildismat hagsmunaaðilanna og þar
af leiðandi hvaða kröfur eru gerðar
til ákvörðunartöku innan stofnunar.
Hugtakið regnskab eða reikningsskil
felur í sér skuldbindingar um það að
stofnun standi skil á störfum sínum
skv. því gildismati sem hagsmunaað-
ilarnir hafa orðið sammála um. Sam-
hengi þessara tveggja hugtaka felur
það í sér að stofnun sannreyni
ákvarðanir sínar í ljósi þess gildis-
mats sem hagsmunaaðilarnir hafa
komið sér saman um og skuldbindi
sig til að standa opinberlega skil á
starfsemi sinni.
Haustönn Myndlista-
skólans í Reykjavík
KENNSLA í Myndlistaskólanum í
Reykjavík á haustönn hófst 20.
september, en boðið er upp á fjöl-
breytt námskeið fyrir fólk á öllum
aldri.
Skólinn hóf nú 52. starfsár sitt en
upphaf starfseminnar má rekja allt
til ársins 1947. Barna- og unglinga-
deildh’ skólans hafa frá upphafi
verið öfiugur þáttur í starfi hans,
en skólinn var lengi vel sá eini á
landinu sem sinnti kennslu á sviði
sjónmennta fyrir börn og unglinga.
A liðnu skólaári var í fyrsta skipti
boðið upp á námskeið fyrir 12-16
ára þai’ sem fengist var við tölvur
og myndlist og gafst það ákaflega
vel. Er slíkt námskeið einnig í boði
á þessari.
Síðastliðið vor bauðst Myndlista-
skólanum að senda unga, efnilega
nemendur á sumarnámskeið í
myndlist sem haldið var í Finnlandi
og fóru fjórir nemendur á aldrinum
12-15 ára utan í júní síðastliðnum
ásamt kennara. Námskeiðið var
m.a. styrkt af Norræna menningar-
sjóðnum.
Yngstu nemendur skólans hafa
verið á aldrinum 6-10 ára, en þetta
skólaár verður gerð tilraun með
samstarf við einn leikskóla borgar-
innar þar sem börn frá 3 ára aldri
munu njóta kennslu.
í teiknideildum skólans fer fram
markviss þjálfun í teikningu þar
sem byggt er á sígildum aðferðum
til eflingar á sjónskynjun nemenda
og formtilfinningu, en slíkt nám er
nauðsynlegur þáttur í undh’búningi
tO frekara náms í sjónlistum, s.s.
byggingalist, frjálsri myndlist og
hvers kyns hönnun. Jafnframt er
það mikilvægur þáttur í þjálfun
þeirra sem ætla sér að stunda
myndlist í tómstundum.
Framhaldsdeildir Myndlistaskól-
ans í Reykjavík bjóða upp á nám á
ýmsum sviðum; má þar nefna mál-
aradeildir, mótunardeildir og gi’af-
ík.
v^mb l.is
ALLTAf= GITTH\SAÐ A/ÝT7
Barnaskór, st. 26-34
Svart leður. Verð kr. 4.590
SMÁSKÓR
Sérverslun með barnaskó
í bláu húsi við Fákafen
Verkefni úr barna- og
unglingadeildinni.
Kennarar skólans eru starfandi
myndlistarmenn og gefur það
kennslunni mikið gildi. Fyrirlestrar
um listsöguleg efni tengjast inn í
viðfangsefni námskeiðanna.
Námskeið Myndlistaskólans í
Reykjavík eru víða metin til eininga
innan framhaldsskólakerfisins og
teljast því fullgild sem þáttur í und-
irbúningi fyrii’ framhaldsnám við
Listaháskóla íslands. Auk þess fá
ýmsar starfsstéttir námið metið tfj'-
launa.
Umsóknareyðublöð í skólann fást
í verslunum sem bjóða myndlistar-
vörur en skráning fer einnig fram í
síma. Veffang skólans er www.is-
holf.is/myndlistaskolinn. Mynd-
listaskólinn í Reykjavík ílutti í nýtt
húsnæði á Hringbraut 121, JL-hús-
ið, sumarið 1998. Skólastjóri er
Þóra Sigurðardóttir og starfsmaður
á skrifstofu er Sigurlaug Lövdahl.
PIí]
til útlaada
-auðvelt dð mund ,
SÍMINN
www.simi.is
É?