Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 47

Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 47 sín. Þar áttum við ógleymanlegar stundir. Við þökkum Ingvari fyrir einlæga vináttu og tryggð. Minning- in um góðan dreng lifir. Við vottum Sigríði, börnum og fjölskyldum þen-ra okkar innilegustu samúð. Jóhann, Lárus, Sigurður og eiginkonur. Einn góðvinur minn frá unga aldri er fallinn í valinn og í huga margra er sem dregið hafi fyrir sólu. Fyrst af öllu er mér hugsað til fjölskyldunnar, til Sigríðar og til sona þeirra og dætra og barna þeirra. Þegar ættarhöfðinginn Ingvar Helgason hverfur af sviðinu verða kaflaskipti í lífi þessarar fjölskyldu, með nýtt óskrifað blað til að skrá áfram lífssöguna; þannig er lífið. Sumir menn eru þeirrar náttúru að þeir auðga líf annarra með til- vei-u sinni og gefa frá sér lífsorku sem endist og endist. Þannig maður var Ingvai- Helgason. Ingvar var gæddur miklum per- sónutöfrum og frásagnarmáti hans var ógleymanlegur þeim sem kynntust honum náið. Hann var hugljúfur en jafnframt fyrirferðar- mikill í bestu merkingu þess orðs, hógvær og hjálpsamur þeim sem voru þurfandi, umburðarlyndur og skilningsríkur gagnvart misbrest- um annarra, en gat verið skemmti- lega þvermóðskufullur í kappræð- um um viss dægurmál. Ingvar var mikill kaupsýslumað- ur og starfið veitti honum lífsfyll- ingu. Gamlir bílar tóku á sig töfra- blæ þegar hann sagði frá liðnum at- burðum. Og þegar hann talaði um sveitakallana úti á Skógarströnd var eins og hann ætti í þeim hvert bein, þekkti þá alla með nafni og vissi upp á hár hvernig búskapurinn hjá þeim gekk og hvernig þeir væru til heilsunnar. Hann stjórnaði fyrirtæki sínu af röggsemi og eins og gerist á stór- skipum hafði hann sér við hlið og til fulltingis traustan lífsförunaut sinn, Sigríði konu sína, og trausta og samhenta áhöfn, sem öll naut þess að hafa valist í svo gott skips- rúm sem raun var á. Hann naut virðingar allra sem hjá honum störfuðu, og hann var mikill ham- ingjumaður. Einu sinni fyrir óskaplega mörg- um árum gengum við Ingvar saman frá Reykjavík og alla leið upp að Vífilsstöðum; vorum að koma af balli og áttum ekki krónu og komið fram undir morgun. I leiðinni rædd- um við um pólitík og ég hef aldrei skilið hvernig okkur tókst að halda þessum umræðum gangandi þessa löngu leið, en áður en við vissum af vorum við komnir á leiðarenda. Þær eru margar endunninning- arnar sem ég geymi um þennan hugljúfa vin minn, sem ekki verða rifjaðai' upp hér. Til hans var gott að leita til að hlaða sálarorkuna; alltaf til staðar sami sterki og ósvikni straumurinn; lífskraftur sem hann miðlaði öðnjm ómeðvitað. Eg sakna þín, kæri vinur. Þakka þér samfylgdina. Bragi Jósepsson. Vinur minn og starfsfélagi til margi'a ára er fallinn frá. Mér er efst í huga söknuður, en jafnframt þakklæti, fyrir ógleymanleg kynni. Ingvar Helgason var stórbrotinn og sérstakur persónuleiki, sem fáum er til jafnað. Hann var gæfumaður í sínu lífi og umsvifamiklum viðskipt- um, enda var hans einkunnarorð, heiðarleiki. í viðskiptum, sagði hann, þarf oft að vera ákveðinn og harður, en um- fram allt verður heiðarleiki og sann- girni að vera í fyrirrúmi, allt annað er blindófæi't. Ég er sannfærður um að slíkt viðhorf hefur gert gæfu- dísirnar honum hliðhollai'. Saga hans er ótrúlegt ævintýri. Saga manns sem með dugnaði og útsjónarsemi vinnur sig upp úr engu, í allt. Snemma mun hafa vaknað hjá honum áhugi á verzlun, því af því sem móðir hans sagði mér, þá ætl- aði hann sér strax á barnsaldri að verða stærsti heildsali á landinu. Það sýnist mér hafi ræst. Þegar ég réðst í vinnu hjá honum í byrjun janúar 1960, sem fyrsti starfsmaður, þá voru umsvifin fjarska lítil. Skrifstofan var eitt her- bergi á Ránargötu 18 í kjallara. Ingvar var þá í vinnu hjá Innkaupa- stofnuninni. Síminn var 19655 með millisambandi heim til hans á Lyng- hagann. Lítið var hann notaður og þá sjaldan er hringt var, var það Sigríður að athuga hvernig gengi, en þau hjón voru alltaf einstaklega samhent. Fyrsta daginn gerði ég ekkert nema að ná í póstinn í box 27 og flokka bréf. Var það mest frá Junior Chamber, en Ingvar var þá formað- ur þeii’ra samtaka og sá fyrsti í röð- inni. Ingvar sá fljótt að ekki varð við það unað að fá ekki póst. Hann kom því með nokkur erlend tímarit og sagði: „Hér er fullt af allskonar auglýsingum, nú skaltu skrifa þeim öllum, kæri minn, og biðja um verð og vörulista," hvað ég gerði og hafði þá fullt að gera, því ekki var ég flinkur á ritvélina. í þessum auglýsingum var ein frá Japan um Datsun Bluebird-bíla, sem voru farnir að vekja athygli. Þeim var líka skrifað, meir í gríni en alvöru, því verðið á þeim hingað komnum var allt of hátt á þeim tíma, og engin leið að selja svo dýra. En það átti eftir að breytast verulega. En þessar skriftir báru árangur og nú barst bráðlega fullt af pósti. Milli bréfaskrifta var starfið m.a. fólgið í að selja pípu- hreinsara, sandfötur og skóflur o.fl. í verzlanh. Gekk það upp og ofan, því að ég var óvanur sölu- mennsku. Ef tókst að selja nokkur dúsin, þá var allt talið í dúsinum, af hvoru, þá var deginum bjargað. Það er hreyfing á þessu hjá okkur, sagði Ingvar. I mars, er hann fór utan á kaup- stefnu, þá var skrifstofunni lokað og ég fékk mér vinnu annars staðar á meðan. Hjá sumum sem skrifað var, var pantað, en aðallega pantaði hann vörur á vörusýningum erlendis, mest frá austantjaldslöndum, en þar var hægt að ná góðum kaupum, ef lipurð vai' beitt í samningum og hana skorti ekki. I september 1963 gerir hann á kaupstefnu í Leipzig glannaleg kaup, að flestra áliti, með kaupum á nokkur hundruð, að mig minnh' 400, Trabant-bílum. Austur-þýskir bílai' höfðu verið fluttir inn nokkrum ár- um áður og ekki reynst vel og taldir alveg vonlaush'. Ekki bætti það úr, að þessi var sagður úr plasti. Þriggja bíla sýnishorn kom fyrir jól. A Þorláksmessu sótti Ingvar einn þeirra í afgi'eiðslu Eimskips í Óskjuhlíð. Enginn kunni neitt á þessa bíla, en það var þó vitað, að olíu varð að setja í bensínið. Hve mikið var óráðið og í alfall sett nóg, sem varð allt of mikið. Bíllinn brældi og reykti svo mikið að allt hvarf í reyk og gekk auk þess illa, því olían bleytti kertin. Eftir Miklubrautinni heim í Von- arland hafðist það í reykjarskýi. Eftir því sem Ingvar sagði síðar, þá voru þetta ekki bjartsýnisjól. Hann sagði við Sigríði. „Kona, nú er ég kominn á hausinn og það eru 400 svona á leiðinni.“ En þetta fór allt á bezta veg. Trabantinn reyndist mjög vel, var afai' ódýi' og seldist vel. I samvinnu við bílasöluna Bílaval seldust tíu bíl- ar á dag, sem var rífandi gangur og talið á þeim tíma nærri ómögulegt. Þetta var upphafið á bílaveldi Ingv- ars. Síðar bættist Datsun við, svo Su- baru og margar fleiri tegundir. Hvernig umboðið fyi’ir Datsun kom til, er löng saga og verður ekki sögð hér. Margir voru um boðið, en Japanir og umboðsmaður þeirra í Evrópu vildu Ingvar sem umboðs- mann og engan annan. Ég er sann- færður um, að bréfið frá 1960, svo og ævintýralegur gangur með Trabantinn, hefur vakið athygli þeirra, og þar reyndust þeh' hafa valið réttan mann. Húsnæði starfseminnar hefur verið á nokkium stöðum og jafnan orðið að flytja í annað stærra, er umfang óx. Alltaf var þess gætt að hafa það ekki stærra en viðráðan- legt var. Fyrst var skrifstofan á Ránar- götu 18, sem fyrr segir, með vörulager í kjallara á Vífilsstöðum, sem síðar var í Vonarlandi. Af Rán- argötunni var flutt á Tryggvagötu 4 á efri hæð hjá Allianee, þá að Tryggvagötu 8, HB-húsið gengið inn frá Vesturgötu, þaðan í Vonar- land. Síðan var bíladeildin flutt í Rauðagerðið, en leikföng og gjafa- vörur voru áfram í Vonarlandi. Loks var öll starfsemin flutt í nýtt glæsihúsnæði við Sævarhöfðann. Verzlunarsaga Ingvars Helga- sonai' er engu lík, hún er íslenzki draumurinn sem færður er til raun- veruleikans. Þar sem upphafið í kjallarakompu við Ránargötu er orðið að stórveldi í nokkur þúsund fermetra salarkynnum við Sævar- höfðann. Þar hefur gæfa hans og dugnaður ráðið miklu, en mestu óbilandi trú og samstaða eiginkonu hans, sem stóð við hlið hans og studdi; jafnt í velgengni sem mót- byr. An hennar hefði draumurinn ekki ræst. Góðar og fjölmargar minningar frá samstarfi við þau hjón eru ótelj- andi og of langt hér upp að telja. Ég og kona mín þökkum fyrir vináttu þeirra beggja um langa liðna tíð og vottum henni, börnum og afkomendum okkar innilegustu samúð við andlát Ingvars. Agnar J. Levy. Að Ingvari Helgasyni gengnum hefur myndast vandfyllt skarð í þann hóp manna sem byggt hafa upp það umhverfi sem við þekkjum í íslenska bílaheiminum í dag. Það er ekki hallað á neinn þótt því sé haldið fram að þetta umhverfi væri allt annað en það er ef Ingvars Helgasonar hefði ekki notið við. Hann átti sinn þátt í að móta þetta umhverfi með innflutningi ódýrra bíla þegar íslenskt viðskiptalíf var að losna úr viðjum hafta og bíllinn varð æ ríkari þáttur í daglegu lífi fólks. Við áttum samleið í rúma tvo áratugi. Hann tók mér ákaflega ljúflega þegar ég var að byrja að skrifa um bíla, og það var oftar en ekki, sem góðlátleg athugasemd um eitthvað sem ég hafði skrifað, varð tilefni til lengri viðræðna um daginn og veginn. Þetta samband þróaðist í áranna rás og nú hin síð- ari ár, þegar hann hafði dregið sig að hluta úr daglegri stjórn fyrir- tækja sinna, þá var meiri tími til slíkra viðræðna og það voru góðar stundir sem við áttum saman á þægilegri skrifstofu hans við Sæv- arhöfðann, hann tróð sér í pípu og rifjaðar voru upp sögur frá liðnum tíma. Svo hafði um mælst að við myndum í sameiningu í sumar setja á blað nokkur slík minningar- brot, og vorum byrjaðir að leggja grunninn að því þegar þrekið fór að þverra og þessu varð að slá á frest. Við komumst þó það langt að fastsetja hvaða kafla við myndum byi'ja á, en það var frásögn af því þegar þau hjónin fóru fyrstu ferðir sínar til þáverandi Austur-Þýska- lands og upphaf bílainnflutnings þaðan. Þetta voru ógleymanlegar lýsingar, sem ekki verða sagðar á þessum vettvangi og verða eflaust aldrei sagðar. Eftir standa minn- ingar um þennan ljósklædda og vingjarnlega mann með sitt glettna bros og þægilegt viðmót, mann sem lagði sín lóð á vogarskálarnar til að gera bílinn að raunverulegri almenningseign hér á landi. En nafn Ingvars Helgasonai' stendur eftir í glæsilegu fyrirtæki þar sem fjölskyldan stendur sam- huga um reksturinn, en fátt var honum hugleiknara en þáttur fjöl- skyldunnar í rekstrinum og það var honum mikið ánægjuefni að fylgj- ast með því þegar barnabörnin voru einnig farin að leggja þar hönd á plóginn. Bílgi'einin á Islandi hefur misst góðan liðsmann þar sem Ingvar Helgason var, en meiri er missirinn fyrir Sigriði og börnin og sendi ég þeim hugheilar samúð- arkveðjur. Jóhannes Reykdal. Ég minnist þess, einn sólskinsdag fyrir mörgum árum, að ung og glæsileg hjón komu gangandi með dálítinn drenghnokka á milli sín. Þau voru að kaupa sér hús við Soga- veginn. Það var mikið happ fyrir smáíbúðahverfið og íbúa þess. Þessi hjón með stóra barnahópinn sinn hafa síðan þetta gerðist sett svip á umhverfið í Sogamýrinni. Börnin átta uxu öll úr grasi og urðu nýtir borgarar þjóðfélagsins, hvert á sínu sviði. Böiti nágrannanna uxu einnig úr grasi og nutu oft velvilja og gest- risni fólksins á Vonarlandi. Húsið þeirra sem svo nefndist, var upphaf- íega byggt á grýttum harðbala. En fljótlega var hafist handa við að rækta skóg og skrautblóm sem prýða og skýla umhverfinu. í dag kveðjum við Ingvar Helgason, þennan ágæta höfðingja sem á sinn hógværa hátt lét margt gott af sér leiða og reyndist ætíð nágrönnum sínum vel. Við sem nutum örlætis hans og góðvildar, viljum þakka fyr- ir samfylgdina á liðnum árum. Frú Sigríði og afkomendum vottum við samúð okkai'. Oddrún og fjölskyldan á Sogavegi 78. armálum. það kom mér hins vegar á óvart hversu vel hann var að sér í skógræktarfræðunum og vissi hvað hann vildi í þeim efnum. Ekkert var til spai'að í skógræktinni eins og ár-^t angurinn sannar. Helgi sagði mér eitt sinn að bíll hefði í-unnið af efra planinu og niður brekkuna og pabbi sinn hefði ekki spurt um skemmdir á bílnum held- ur hvort trén hefðu skemmst. Fleiri sögur eru til af svipuðum toga. Þrátt fyi’ir stutt kynni af Ingvari Helgasyni, er erfitt að sætta sig við lát hans. Þegar góðu samstarfi lýk- ur og aðeins minningin um ánægju- legt samstarf lifir, við elskulegan mann sem í raun var fj'rirmyndin, faðirinn sem ekkert aumt mátti sjá, f faðir góðra verka, faðir elskunnar, kærleikans, heiðarleikans, dugnað- arins, þrautseigjunnar, fjölskyld- unnar, vinanna og samstarfsmann- anna. Hann var fyrirmynd okkar í dag- legu lífi. Þökk fyrir það. Ég votta Sigríði, fjölskyldunni og öðrum ætt- ingjum mína dýpstu samúð. F. h. starfsmanna Skógræktar rík- isins, Ólafur Oddsson. Kveðja frá Starfsmannafélagi I.H., B.H. & Bjarkey Það er sorg í hjörtum okkar, Ingvar Helgason, forstjóri okkar, er látinn. Það er mikil eftirsjá að slík- um manni sem Ingvar var og tel ég það hafa verið forréttindi í lífinu að hafa kynnst honum. Þær eru marg- ar góðar stundirnar sem við starfs- fólkið höfum átt með Ingvari og konu hans, frú Sigríði. Jólaböllin voru hápunktur alls, bæði hjá þeim hjónum og fjölskyldum okkar þar sem allir komu og skemmtu sér vel. Hún var mikil tilhlökkunin hjá börnunum þegar vai- farið að líða að jólaballinu og einmitt þama leið Ingvari best með allan hópinn í kringum sig glaðan og ánægðan. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka fyrir það sem hann gerði með okkur og fyrir okkur. Við biðjum algóðan Guð að taka vel á móti honum og styrkja eiginkonu hans, sem og aðra ættingja og aðstendur í þeirra miklu sorg. Guðmundur Símonarson. Kveðja frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur I dag kveðjum við góðan velunn--^ ara okkar hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Ingvar og kona hans, Sigríður, og sonur þeirra Júlíus Víf- ill hafa í mörg ár styrkt nefndina með því að færa okkur stórgjafir fyrir hver jól. Það má segja að koma þeirra fyrir jólin hafi táknað upphaf jólahátíðarinnar hjá nefnd- inni og skjólstæðingum hennar. Gjafir þeirra voru ómetanlegar fyr- ir nefndina. Mörg hundruð fjöl- skyldur í Reykjavík nutu stórhugar og velvilja þeirra um jólahátíðina. Það er mikill sjónarsviptir að if Ingvari Helgasyni. Við vottum eig- inkonu hans, bömum og fjölskyld- um þeirra innilega samúð því miss- irinn er mikill. F.h. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Ásgerður J. Flosadóttir formaður, Unnur Jónasdóttir, fráfarandi formaður. Sumt finnst manni ekki geta gerst. Það á við um andlát þess merka manns sem við nú kveðjum. I daglegu amstri snýst allt um að leysa viðfangsefnin á sem skjótast- an hátt og bestan máta, þá hugsar maður ekki um mikilvægi stundar- innar sem þó er það sem eftir stend- ur, þegar upp er staðið. Leiðir okkar Ingvars Helgasonar lágu saman fyrir nokkrum ámm, með samstarfi sem byggðist á gagn- kvæmum skilningi á mikilvægi skógræktar. Frá fyrstu tíð vakti það aðdáun mína og virðingu hversu orð, at- hafnir, traust og virðing voru í há- vegum höfð í mannlegum samskipt- um hjá Ingvari Helgasyni og fjöl- skyldu. Framkoma og persónutöfr- ar Ingvars einkenndust af ást, hlýju, ákveðni og athafnagleði. Ég kunni því afar vel hversu skýr og af- dráttarlaus samskiptin voru. Ekki þurfti ég að velkjast í vafa um hvert hugur Ingvars stefndi í skógrækt- Blómastofa Friðftnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. % c- LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. jj S.HELGASON HF STEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.