Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stöð 2 og Bylgjan hefja útsendingu á morg’imsjónvarpi Fimm fréttatímar á morgnana STÖÐ 2 og Bylgjan munu í sameiningu hefja út- sendingu á morgunsjónvarpi 1. nóvember og verður dagskrá Stöðvar 2 því samfelld frá klukk- an 7 á morgnana fram yfír miðnætti alla daga vikunnar. Hreggviður Jónsson, forstjóri Islenska útvarpsfélagsins, sagði að ákveðið hefði verið að ráðast í verkefnið, þar sem kannanir hefðu sýnt fram á aukinn áhuga fólks á morgunsjónvarpi. „Niðurstöður kannananna benda til þess að við höfum gott land til þess að byggja á,“ sagði Hreggviður. „Sjónvarpseign landsmanna hefur aukist og nú er sjónvörp til dæmis að fínna í eld- húsum fólks.“ Morgunsjónvarpið verður sent út í opinni dag- skrá frá klukkan 7 til 9 og að sögn Páls Magnús- sonar, fréttastjóra Stöðvar 2, mun það koma til með að heyra undir fréttastofuna. I morgunþætt- inum, sem verður einnig sendur út á Bylgjunni, verða fimm fréttatímar, þ.e. klukkan 7, 7.30, 8, 8.30 og 9. Fréttatíminn klukkan 22.30 lagður niður Að sögn Páls er um að ræða ákveðna áherslu- breytingu hjá fréttastofunni, þar sem fréttatím- inn klukkan 22.30 verður lagður niður. Páll sagði að ástæðan fyrir þessari áherslubreytingu væri sú að kannanir hefðu sýnt að meiri áhugi væri fyrir fréttum á morgnana og að fólk kysi í aukn- um mæli að horfa á eitthvað annað en fréttir á kvöldin. „Þetta hefur verið á teikniborðinu í að minnsta kosti fímm ár, og menn hafa dustað rykið af þessu árlega, en eru nú tilbúnir," sagði Páll. „Eg geri mér miklar væntingar um þetta, en það getur verið að það taki tíma að vinna þessu sess. Tilkoma morgunsjónvarpsins þýðir að íslenskt efni í sjónvarpi eykst um tvær klukkustundir á dag.“ Að sögn Páls er ekki komið í ljós hvort ráða þurfí fleira fólk vegna aukinna umsvifa. Hann sagði að í flestum tilvikum yrði um tilfærslur á fólki að ræða frekar en viðbætur. Hreggviður vildi ekki gefa upp hvað það kost- aði að koma á morgunsjónvarpi. „Þetta er ekki ódýrt, heldur er um umtalsverð- an viðbótarkostnað að ræða,“ sagði Hreggviður. „Við erum hinsvegar búnir að skoða þetta vel og tökum ákvörðunina í því ljósi. Við erum meðal annars búnir að prófa þetta á auglýsingamark- aðnum og höfum fengið jákvæð viðbrögð þar, en morgunsjónvarp hefur verið vænlegur auglýs- ingamiðill erlendis og því vonumst við til þess að svo verði hér einnig.“ Bifhjóli ekið á stúlku BIFHJÓLI var ekið á gangandi vegfaranda á Kringlumýrar- braut við Suðurver um miðjan dag í gær. Var vegfarandinn, sextán ára stúlka, flutt á slysa- deild með mar á höfði og mjöðm. Nokkur fjöldi árekstra milli bifreiða varð í umdæmi lögregl- unnar í Reykjavík í gær, en frá því snemma í gærmorgun fram til kvölds var tilkynnt um 18 árekstra. Minniháttar meiðsl urðu á fólki í þeim en Ijón varð á ökutækjum í nokkrum tilvik- um. Skelfiskur ehf. á Flateyri sameinast Hraðfrystistöð Þórshafnar Átján sagt upp störfum Morgunblaðið/Halldór Islenska járnblendifélagið á Grundartanga Ofn 3 kominn SKELFISKUR ehf. hættir starf- semi eftir eina til tvær vikur, en þegar hefur 18 starfsmönnum fyrir- tækisins verið sagt upp störfum. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Jóhann Þór Halldórs- son, framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins, sem sagði jafnframt að í bígerð væri að sameina fyrirtækið kúfísk- vinnsludeild Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Af þeim 18 sem sagt hefur verið upp störfum, eru 7 sjómenn og þeir halda allir vinnunni. Þá eru 9 er- lendir starfsmenn og þeim verður boðið að halda vinnunni og flytja til Þórshafnar, en það er þó háð sam- þykki félagsmálaráðuneytisins, að sögn Jóhanns. Jóhann sagði að rekstur Skelfísks ehf., sem stofnaður var árið 1993, hefði frá upphafí gengið heldur skrykkjótt. „Veiðamar hafa gengið mjög illa í að verða eitt ár,“ sagði Jóhann. „Auk þess hefur fyrirtækið orðið fyrir miklum áföllum, eins og snjó- flóði og skiptapa, sem hafa leikið það afar grátt. Þá hefur verið nokk- urt basl með nýja skipið, sem var keypt til landsins frá Bandaríkjun- um árið 1997“ Sameinast á næstu vikum Að sögn Jóhanns er búið að veiða mjög mikið á miðunum næst verk- smiðjunni, þ.e. frá Homi og að Arn- arfírði, og er veiðin núna komin nið- ur fyrir hagkvæmnismörk. Hann sagði að svæðin sem veitt væri á þyrftu að vera úttekin og samþykkt af Fiskistofu til að flytja mætti út afurðina og því hefði fyrirtækið ekki getað veitt annars staðar. Hann sagði að hins vegar væri búið að taka út svæðið fyrir austan, í kring- um Langanes, og það væri því tilbú- ið til veiða. „Sameiningin við Hraðfrystistöð Þórshafnar er háð samþykki hlut- hafa og lánardrottna félaganna, en ef allt gengur að óskum ætti hún að geta gengið í gegn á nokkram vik- um. Ymsir kostir fylgja þvi að vera með verksmiðjuna fyrir austan. Þeir eru með stóra og mikla bræðslu og þessi skelvinnsla er að mörgu leyti lík bræðslustarfsem- inni. Hún er lík að því leytinu til að verið er að vinna mjög mikið magn af hráefni. Síðan í framhaldinu þá er ætlunin að nýta soðið sem kemur af skelinni og þá er mjög gott að sú þekking sé fyrir hendi á staðnum. Soðið er notað í bragðefni." N ey ðarráðstafanir Jóhann sagði að veiðamar á Flat- eyri hefðu verið tilraunaveiðar og menn hefðu lært mikið og mikillar þekkingar og reynslu verið aflað. Hann sagði að þetta væri erfiður veiðiskapur og að lítill markaður væri fyrir vöruna og fyrirtækin hefðu því séð hag sínum best borgið með að vinna þetta sameiginlega. Helsti markaðurinn fyrir vöruna er í Bandaríkjunum, en þar er varan vel þekkt og mikið notuð í súpur. Einar Oddur Kristjánsson, einn af eigendum Skelfisks efh., sagði að það sem verið væri að gera nú væru neyðarráðstafanir. Hann sagði að þau mið sem fyrirtækið hefði fengið að veiða á hefðu verið að bregðast og því hefðu menn þurft að grípa í taumana. Hann sagði hinsvegar að mikið væri um gjöful mið við Vestfirði en að þau hefðu ekki verið tekin út og sam- þykkt af Fiskistofu. „Við gerum okkur vonir um að geta hafið veiðar aftur fyrir vestan er fram líða stundir," sagði Einar Odd- ur. FYRSTI formlegi afhendingardag- ur á orku fyrir nýja ofninn í verk- smiðju Islenska járnblendifélags- ins, samkvæmt orkukaupsamningi við Landsvirkjun, var í gær. Stjórn Jámblendifélagsins samþykkti fjárfestingu í nýjum ofni, ofni 3, í mars í fyrra og hófust bygginga- framkvæmdir í byrjun apríl sama ár. Aætlaður kostnaður nam tæp- lega 3 milljörðum króna. Byggingu ofnsins er nú að fullu lokið og hefur tímaáætlun verksins staðist. Straumi var fyrst hleypt á ofninn fyrri hluta septembermán- aðar sl., en þá tók við tímabil upp- hitunar- og þurrkunar á ofnfóðr- ingu, bökun rafskauta og prófanir á búnaði ofnsins. I,'lyrsta töppun á málmi fór fram miðvikudaginn 29. september sl., og markar það upp- haf járnblendiframleiðslu í ofnin- um. 60% aukning á framleiðslu Gert er ráð fyrir því að ofninn nái fullum afköstum um miðjan október að sögn Bjarna Bjarna- sonar, framkvæmdastjóra járn- blendiverksmiðjunnar. „Ofninn er tilbúinn og samkvæmt samningi við Landsvirkjun var fyrsti form- legi afhendingardagur á fullri orku til framleiðslunnar í dag [gær]. Við munum geta náð fram 60% aukningu á framleiðslu með nýja ofninum, eftir að hann er kominn í full afköst, sem þýðir um í gang 42 þúsund tonn á ári,“ segir Bjarni. Hann segir að ofninn sé mjög mikilvægt skref fyrir verksmiðjuna og muni styrkja stöðu hennar á kísilmálmmarkaðinum. „Tveggja ofna verksmiðja hefur verið í minni kantinum hvað samkeppni varðar en með þriðja ofninum teljum við okkur vera komna í mun betri stöðu,“ segir hann. Bjarni kveðst ekki vilja segja til um frekari stækkunarmöguleika í framtíðinni, en hann líti svo á að eins og með önnur verkefni og fyr- irtæki, ef aðstæður leyfa og það telst hagkvæmt verður möguleik- inn á frekari stækkun tekinn til at- hugunar. Sérbiöð í dag_________________________________________________ www.mbi.is 20SÍDUR ÁLAUGARDÖGUM Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Elko, „Ódýrast í Elko!“ Blaðinu er dreift um allt land og á hvert heimili á Akureyri. % 4SÍDUR ! . ........••••# ItotymiHgMk Fj árlagafrumvarpið 2000 Birkir og ívar hæstir í ein- kunnagjöf Morgunblaðsins / B1 • •••••••••••••••••••••••• Haukar lögðu Stjörnuna í Ás- garði með einu marki / B2 ISTl. % H- i/ & F LlimiiJttð.itUiitUinnun.tnt (mOiofnimYirpi mU in Tekjuafgangur ráð- gerður 15 nuiyarðar SSíSeK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.