Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Lögreglan og SVR með umferðarfræðslu fyrir átta ára börn Litið vel til beggja hliða LÖGREGLAN í Reykja- vík og SVR standa þessa dagana fyrir umferðar- fræðslu fyrir nemendur í 3. bekk grunnskólanna í Reykjavík, Seltjarnar- nesi, Mosfellsbæ og Kjal- arnesi. Nemendur eru sóttir á strætisvagni og þeim ekið á athafnasvæði SVR við Kirkjusand, þar sem sett hefur verið upp æfingasvæði fyrir krakk- ana. Þar er lögð sérstök áhersla á að kenna þeim notkun gangbrauta og gangbrautarljósa og einnig hvernig umgang- ast skal strætisvagna og hvað ber að varast þegar stigið er úr vögnunum við biðstöðvar. Fyrstu nemendurnir mættu 13. september sl. og er áætl- að að umferðarfræðsl- unni ljúki í byrjun nóv- ember. Gert er ráð fyrir að 90 bekkir taki þátt í námskeiðunum og að fjöldi nemenda verði um 1700. Nemendur í 3. bekk Selásskóla mættu á nám- skeiðið á þriðjudaginn í glampandi sól í haustblíð- unni. Eftir að strætis- vagn hafði ekið þeim á æfingasvæðið fóru lög- regluþjónarnir Kristín og Eiríkur yfir mikilvægar reglur varðandi það hvernig á að ganga yfir gangbrautir og hvernig nota eigi gangbrautar- Ijósin. Krakkarnir fylgd- ust vel með og lærðu að mikilvægasta reglan væri sú að byrja alltaf á því að stoppa við gangbrautir, aldrei að æða yfír göt- urnar, og Iíta svo vel til beggja hliða. Þegar umferðarfræðsl- unni lauk fóru börnin aft- ur í strætisvagninn þar sem bflsljórinn fræddi þau um hvernig umgang- ast eigi vagnana. Að því loknu fengu allir glaðn- ing í verðlaun fyrir góð- an námsárangur á nám- skeiðinu, poka með reglustiku, endurskins- merki, smá nammi og fleiru. I vagninum dró Eiríkur upp gítarinn og börnin tóku lagið á leið- inni heim. Morgunblaðið/Golli Helgi Már, Teitur, Lilja Osk og Silja Rut sögðust hafa kunnað reglurnar áður en þau mættu á námskeiðið, enda höfðu þau verið í umferðarskólanum áður. Þau sögðu að það væri samt gott að koma á námskeiðið til að rifja reglurnar upp. Ekki sögðust þau vera hrædd í umferðinni og hafa sem betur fer aldrei lent í neinum óhöppum. Þau voru sam- mála um að námskeiðið væri mjög skemmtilegt. Silja Rut þarf að fara yfir eina umferðar- götu á leiðinni í skólann og Teitur segist þurfa að fara yfir tvær götur. Þau fara alltaf mjög varlega á leiðinni og voru öll ákveðin í því að standa sig vel í umferðinni í framtíðinni. Tveir heildstæðir skól- ar verða í Grafarholti unglingastigi úr nokkrum skólum. Dæmi um það eru Hagaskóli, Réttarholtsskóli og Laugalækjarskóli, sem eru unglingaskólar heilla hverfa og safna til sín unglingum úr öðr- um skólum, Hagaskóli tekur t.d. við nemendum Vesturbæj- arskóla, Grandaskóla og Mela- skóla og Réttai-holtsskóli við nemendum Fossvogsskóla og Breiðagerðisskóla. Skiptar skoðanir hafa verið um hvort heppilegra sé að hafa heildstæðan grunnskóla með alla árganga eða annars vegar barnaskóla fyrir 1.-7. bekk og hins vegar unglingaskóla með 8.-10. bekk. Báðir kostimir þykja hafa ýmislegt til síns ágætis og ákvörðun byggist á mati á valkostum. „Mat fræðsluráðs er að heildstæður skóli hafi meira forvarnargildi, haldi betur utan um einstaklinginn. Unglinga- skólar hafa hins vegar meiri möguleika á að bjóða upp á fagkennslu. Skólarnir í Grafar- holti eru skipulagðir mjög ná- lægt hvor öðrum og gætu því boðið unglingum upp á val í námsáíongum. Þannig ættu að nást höfuðkostir tveggja skóla- stiga í Grafarholti," segir í greinargerð fræðsluráðs. Gerður G. Óskai'sdóttir fræðslustjóri í Reykjavík sagði í samtali við Morgunblaðið að nú væri unnið að uppbyggingu skóla í borginni samkvæmt fimm ára áætlun, sem þrjú ár eru eftir af. Nýbyggingar skóla í Grafarholti hefjist tæp- ast íyrr en að þeim tíma liðn- um enda taki hönnun og undir- búningur bygginga að minnsta kosti tvö ár. Búast megi við að skólastarf hefjist í hverfinu í lausum skólastofum. Skólum hefur þegar verið valinn stað- ur í skipulagi hverfisins. Aðgerðir í umferð- armálum Reykjavík Borgarráð Reykjavíkur hefur staðfest sam- þykkth- skipulags- og umferðarnefnd borgar- innar um úrbætur í um- ferðarmálum á nokkrum stöðum í borginni. Samþykkt var að Seljabraut milli Jað- arsels og Engjasels verði gert að 30 km svæði ásamt aðliggjandi götum. Þá var staðfest stöðv- unarskylda á Starhaga gagnvart umferð á Suð- urgötu. Einnig samþykkti nefndin að setja upp þrjá stöðumæla við Skúlagötu 54-56. Grafarholt BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að stefna að því að byggðir verði tveir heildstæðir grunnskólar, þ.e. skólar með nemendur írá 1- 10. bekk, í nýja hverfinu í Grafarholti. Borgarráð samþykkti álykt- un fræðsluráðs þessa efnis ný- lega en í greinargerð fræðslu- ráðs með samþykktinni kemur fram að áætlaður íbúafjöldi í Grafarholtshverfunum bjóði upp á heppilegar skólastærðir fyrir tvo heildstæða grunn- skóla. Áætlað er að í Grafar- holtshverfum búi um 4.500 manns, sem þýðir að í hvorum skóla yrðu 350-450 börn. Flestir grunnskólar borgar- innar eru heildstæðir en í Eiríkur Pétursson lögregluþjónn sýndi börnunum hvern- nokkrum hverfum eru safn- ig á að nota gangbrautarljósin og ganga yfir göturnar. skólar sem taka við börnum á Reykjavík Slysavarnir í Heilsugæslustöðinni á Sólvangi Koma má í veg fyrir 90% slysa ' ~~~ : aÖryggi mitt ías. £: er í þínum höndum“ í ./V-4: Íi$X8t hfr-Í'í' •\ W' Sfífií feÍL A ■ . y .» Sg-* 7? aæc -.f ■f*4 K.'Áp * x~ Jf / 4*// g . c .. W ;í ’^S§! /4*»; ( ; 1 f» "t K?^rjyy Morgunblaðið/Eiríkur P. Kristín Pálsdóttir hjúkrunarforstjóri á Heilsugæslustöðinni við upplýsingastand sem komið hefur verið fyrir í móttökunni. Þar má sjá ýmsar tölur um slysatíðni hjá Hafnfirð- ingum ásamt ábendingum um hvernig fækka megi slysum. Hafnarfjörður SLYS eru alvarleg ógnun við heilbrigði bai-na og koma má í veg fyrir allt að 90% tilfella af minni háttar og sumum alvar- legum slysum, með því að sýna aðgæslu og átta sig á hverjir helstu slysavaldarnir eru. Þetta er niðurstaða Kristínar Pálsdóttur hjúkrun- arforstjóra á Heilsugæslu- stöðinni á Sólvangi í Hafnar- fírði. Starfsfólkið þar hefur lagt mikinn metnað í að fækka slysum og telur Kristín að verulegur árangur geti náðst með góðri samvinnu Heilsu- gæslustöðvarinnar, bæjaryfir- valda og skólanna sem byggi á upplýsingum um slys og slysavalda og hvernig eigi að bregðast við þeim. Dregið hefur verið úr bráðamóttöku á Sólvangi og að áliti Kristínar er slæmt að ekki sé hægt að taka við fleiri slösuðum á Heilsugæslustöðinni. Heilsugæslustöðin flutti í núverandi húsnæði árið 1988. Þá var gert ráð fyrir að hægt væri að taka við öllum minni háttar slysum á svæðinu og segir Kristín að fljótlega hafi stöðin sinnt um 60% allra slysa í Hafnarfirði. Mikill metnaður var lagður í að byggja upp þessa slysaþjón- ustu og þá ekki síst til að geta komið til skila upplýsingum til bæjaryfirvalda og skólanna um slysavaldana, þannig að úrbætur gætu fengist sem fyrst. Kristín bendir t.d. á að tekist hafi að fækka alvarleg- um slysum í skólum um 50% fyrir nokkrum árum, en sá ár- angur byggðist á því að slys í skólum hafa verið skráð síðan 1986. Á þeim grunni var hægt að meta hverjir væru helstu slysavaldarnir og vinna síðan markvisst að því að útrýma þeim. Brettahjól valda Ijótum meiðslum Kristín segir að góður ár- angur hafi náðst í að með- höndla minniháttar slys, eins og þau sem hj ólabrettakrakk- ar lenda í. Á heilsugæslustöð- ina koma börn með mjög ljót meiðsl eftir að hafa dottið á hjólabrettum og línuskautum. Kristín telur að koma þurfi upp aðstöðu með eftirliti svo krakkar fái útrás fyrir þetta áhugamál, því ekki sé hægt að afnema hjólabretti eða línu- skauta. „Það er alveg skelfilegt að sjá þau. Þau velja sér brekkur þar sem þau bruna niður í umferðina og það er alveg skuggalegt að sjá hvernig krakkarnir þurfa að stunda þetta áhugamál. Þarna teljum við að hægt sé að koma til móts við þessi börn. Ég vil út- rýma hjólabrettum og línu- skautum af götunum, nema fólk sé með búnað og það sé sektað ef það er ekki með hjálma og hlífar alveg eins og þegar fólk spennir ekki á sig öryggisbelti," segir Kristín. Nýlega fékk Heilsugæslu- stöðin útskrift frá slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á umferðarslysum sem Hafn- firðingar lentu í á síðasta ári. Kristín telur að þetta séu alltof mörg slys. Þá er það sláandi að sjá hversu algeng slysin eru í aldurshópnum 14- 25 ára. „Það eru aðallega ein- staklingar á aldrinum 14-25 ára sem lenda í slysum og þá er ég ekki bara að tala um umferðarslysin," segir Krist- ín. Hún segir að beina verði fræðslunni að þessum hópi, enda dregur mjög úr slysa- tíðni eftir að 30 ára aldri er náð. Þá sé það líka alltof al- gengt að drengir á aldrinum 5-12 ára lendi í slysum í um- ferðinni. Upphaflega var tekið á móti öllum sem komu á Heilsugæslustöðina og ævin- lega einn læknir á bráðavakt. Þetta hefur breyst með færri stöðugildum lækna og nú sinnir hver og einn heimilis- læknir meiðslum á sínum skjólstæðingum. Þetta hefur í för með sér að færri koma á Heilsugæslustöðina vegna slysa í Hafnarfirði og segir Kristín að starfsfólk hafi barist mikið fyrir því að fá aft- ur þetta aðgengi fyrir slasaða á svæðinu. Hún telur nauð- synlegt að upplýsingar um slys komi beint til þeirra, því það auðveldi vinnuna við for- varnir. „Við erum búin að ræða við kjaranefnd um að líta á sér- stöðu þessa samfélags hér og reynslu okkar hér til margra ára að sinna þessum minni háttar slysum og við vildum gjarnan halda því áfram. En þá þurfa að koma til fleiri læknastöður. Það var miklu betra aðgengi hér lengi og því miður er það ekki lengur,“ segir Kristín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.