Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 25 VIÐSKIPTI Samkaup hf. kaupir Vöruval SAMKAUP hf. hefui- keypt versl- unina Vöruval í Bolungarvík af Benedikt Kristjánssyni kaup- manni og hafa nýir eigendur þegar tekið við rekstrinum, en Benedikt mun verða stjórnandi verslunar- innar fyrir þeirra hönd. Verslunin verður rekin með óbreyttu sniði fyrst um sinn, en síðar í vetur mun hún bætast í hóp Sparkaups- verslana sem þá verða einnig á Suðurnesjum, Austfjörðum og í Reykjavík. Samkaup hf. rekur nú verslanir í Reykjavík, Hafnarfirði, Bolung- arvík og á Isafirði og Suðumesj- um. Þá hafa Samkaup gert sam- komulag við Austfirðinga um keðjusamstarf sem tekur gildi um næstu áramót. Innkaupum í versl- anir Samkaups er stýrt frá skrif- stofu félagsins í Reykjanesbæ, en félagið kaupir alla þurrvöru í sam- vinnu með Kaupási, KEA og fleiri kaupfélögum í gegnum Búr ehf. í Reykjavík. Rekstrarhagnaður jókst um 30,4% Rekstrartekjur Samkaups íyrstu sex mánuði þessa árs voru rúmlega 1,3 milljarðar króna sam- anborið við tæplega 1,1 milljarð á sama tímabili í fyrra, sem er 22,4% breyting milli ára. Rekstrargjöld jukust um 22,2% milli ára, en þau voru 1,3 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs borið saman við tæplega 1,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður milli ára jókst um 30,4% eða úr 31,6 milljónum í 41,2 milljónir. Fjármagnsliðir á fyrri árshelmingi nú eru 2,5 milljónir króna, en voru rúmar 2 milljónir á sama tímabili í fyrra, og er hagnaður fyrir skatta nú rúmar 43,7 milljónir króna bor- ið saman við rúmlega 33,6 milljónir í fyrra, eða 30% meiri. Að sögn Guðjóns Stefánssonar, framkvæmdastjóra Samkaups hf., er hagnaðurinn á fyrri hluta árs- ins umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir og sagði hann útlit fyrir að seinni hluti ársins yrði ekki lakari. „Það er samþjöppun á markaðn- um og við höfum bæði tekið þátt í henni og horft á hana með opnum huga. Tíminn er hins vegar ekkert að rjúka frá okkur og ég dreg í efa að hinn almenni neytandi vilji að þetta lendi í höndum tveggja stórra aðila,“ sagði Guðjón. Hver er til$angur lífsins ? Alfa námskeið ICELANDAIRjtBHf / omnro toi — sundurliðun ferðaútgjalda — allar tryggingar vegna viðskiptaferða «■ bílaleigutrygging — betri aðstaða í viðskiptaferðum — skráður handhafi Fyrirtækjakorts fær sérstakt Einkakort — korthafi fær 8.000 ferðapunkta og 2.000 kortapunkta við útgáfu — ferðapunktar af allri innlendri veltu EUROPAY ísland og Flugleiðir bjóða fyrirtækjum kreditkort, sniðið að þörfum athafnalífsins, Fyrirtækjakort. Notkun kortsins hefur í för með sér aukið hagræði hjá fyrirtækjum, sparnað og skilvirkara eftirlit með ferðaútgjöldum. Handhafi kortsins nýtur betri aðstöðu í viðskiptaferðum og korthafi, sem er íVildarklúbbi Flugleiða, fær að auki ferðapunkta samkvæmt reglum Vildarklúbbsins. Láttu Fyrirtækjakortið auðvelda þér að halda utan um reksturinn. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá Europay ísland í síma 550 1555 og hjá söluskrifstofum Flugleiða í síma 5050 100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.