Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Fyrirtaks ferðatölva Enn eru framleiðendur að kynna fartölvur sem keyra Windows CE. Arni Matthíasson skrapp til útlanda með IBM WorkPad z50 í farteskinu. RÁTT fyrir einbeittan vilja Microsoft til að gera veg Windows CE sem mestan gengur hvorki né rekur að selja tölvur sem keyra það stýii- kerfí. Ymsir hafa orðið til að setja á markað Windows CE-lófatölvur og farið flatt á þvi, en heldur virðist ganga betur með stærri tölvur, eins konar smáferðatölvur, sem eru með sæmilegum skjá og lyklaborð í fullri stærð. Jornada-tölva HP hefur hlot- ið góðar viðtökur og fyrir stuttu setti IBM á markað Workpad z50, sem er fyrirtaks ferðatölva. Ekki er langt síðan hér voru á ferð sérfræðingar frá IBM og kynntu nýjustu gerðir fartölva frá fyrirtækinu og þar á meðal z50. Sá sem sá um fartölvukynninguna var ekki á því að nokkur myndi vilja kaupa sér z50 þegar hann gæti kom- ist yfir ThinkPad 600 eða 570, sem eru með glæsilegustu fartölvum á markaðnum. Víst væri gaman að eiga slík apparöt, en þegar litið er til þess að rafhlöður í þeim endast yfir- leitt ekki nema þrjá til fjóra tíma verður z50-gerðin fýsilegri kostur, ekki síst fyrir þá sem eru sífellt á ferð og fiugi, enda dugir rafhlaðan í henni upp undir tíu tíma. Ekki má svo gleyma því að fyrir það sem ein 570-gerð kostar má fá sér tvær til þijár z50-vélar. Strokleður í blýanti IBM z50 WorkPad-tölvan er 25 sentimetrar á þverveginn og 20 á langveginn og hálfur þriðji senti- metri að hæð. Lyklaborðið er nánast í fullri stærð með bendilshnappa neðan við en bendillinn sjálfur er lít- ill hnappur, álíkur strokleðri í blý- anti, sem er alsiða á fartölvum IBM. Smátíma tekur að venjast bendlin- um, en fljótlega verður hann ekki síðri en hver önnur mús. Pó verður að segjast eins og er að snertiflötur á við þann sem er á Jornada-tölv- unni er um margt skemmtilegri. Hönnuðir IBM hafa jafnan lagt mikið í lyklaborð fartölva fyrirtæk- isins og svo er um z50-tölvuna, lyklaborðið, sem er í nánast fullri stærð, er hreint afbragð, traust- byggt, góð svörun í lyklunum og þægilegt að vinna á það. Með tölvunni er hefðbundinn Office-hugbúnaður sem fylgir yfír- leitt Windows CE, ritvinnsla, töflu- reiknir, glæruforrit, gagnagrunnur, póstfoiTÍt og upptökufoiTÍt, en í tölvunni er innbyggður hljóðnemi og tengi fyrir eymatól, sem þýðir að hægt sé að nota upptökuna, ólíkt Jornada-tölvunni. Einnig fylgir með borgakortaforrit og ýmislegur tengibúnaður. Gerðin sem fékkst til skoðunar er aðeins ætluð fyrir Bandaríkjamark- að og innbyggt í hana 33.6 b. á s. mótald. Það reyndist vel við að sækja og senda póst og víst var hægt að vafra um á Netinu þótt sumnar síður hafi verið heldur lengi á leiðinni eins og gengur. Tilbúin um leið og kveikt er á henni í vél eins og z50 er hægt að vinna alla venjulega vinnu, fara yfir töflu- reikni, lagfæra glærur og lesa og svara pósti, aukinheldur sem blaða- maður eða rithöfundur getur stund- að sína vinnu. I sjöundu utanlands- ferð ái-sins kom sér vel að hafa z50- vél við höndina, enda þegar búið að spilla rúmri vinnuviku í að sitja í ilugvélum eða bíða í flugstöðvum. Víst er hægt að bera með sér far- tölvu sem keyrir Windows 9x eða NT, en þær eru þyngri, lengur að komast af stað, hitna meii’a og þegar við bætist að rafhlaðan dugir ekki nema í tvo til þrjá tíma gefur auga- leið að notagildið er takmarkað. Meðal kosta þess að nota Windows CE er að tölvan er tilbúin um leið og kveikt er á henni, hægt er að slökkva á henni í miðri setningu og byrja á sama stað undir eins og hún er ræst og svo má telja. Líkastil á z50-vélin eftir að fara halloka fyrir tækjadellunni, en þeir sem vilja nýta tíma sinn sem best ættu að hafa drjúg not af henni og ekki skemmir að hún er talsvert ódýrari en hefð- bundnar ferðatölvur, kostar í kring- um 65.000 krónui- vestan hafs. 131 MHz NEC VR 4121 Örgjörvinn í z50 er 131 MHz NEC VR 4121, en minni í henni er 20 MB ROM-minni, 32 MB af RAM og fjögurra MB skjáminni sem gerir kleift að sýna á skjánum 64.000 liti. Skjárinn er 8,22 VGA dual-scan. Á tölvunni er tengi fyrir Compact- Flash-kort, þótt ekki hafí hún þekkt þannig kort sem Jornadatölva og Psion 5 þekktu undir eins. Auk þessa er PC-kortatengi sem tekjur hefðbundin kort og einnig þriðju gerð slíkra korta sem eru tvöfalt þykkari. Þannig má setja í hana nýja IBM 340 MB ördiskinn. Einnig er skjátengi, innrautt tengi og tengi fyrir símasnúru. Eins og getið er er í tölvunni innbyggður hljóðnemi, en einnig er tengi fyrir hljóðnema og annað fyrir heyrnartól. Hægt er að taka upp á tölvuna þótt hún sé lokuð og slökkt á henni, með sérstökum hnappi í lokinu. Höfuðsmiðir IBM hafa svo lagt í mikla vinnu til að tryggja að auðvelt sé að tengja tölv- una fyrirtækisneti, því með fylgir fjartengihugbúnaður frá IBM sem gerir kleift að lesa gögn úr dag- skinnu, MS Mail/Exchange, Lotu- sNotes og ýmsum gagnagrunnum. Vélin er einkar traustbyggð og gef- ur fyrirheit um góða endingu. Ný útgáfa af Com- municator ÞÓTT SEGJA megi að stríðinu sé lokið á milli Microsoft og Netscape með sigri Microsoft er enn verið að þróa Commun- icator-vafrann. Nokkuð er um liðið síðan 4.6-útgáfa hans kom út og þótt ekki bóli á 5.0 kom 4.7 út á fímmtudag. Sú var tíðin að allir voru með Communicator/N avigator-vafra frá Netscape uppsetta á tölvum sínum og fannst Explorer-vafri Microsoft lúðalegur. Explorer sigldi þó fram úr Commun- icator í notagildi og hönnun og 5.0-útgáfa Exporer er talsvert betri hugbúnaður en Commun- icator 4.6 að flestra mati. Þótt Netscape sé ekki til lengur sem sjálfstætt fyrirtæki - er löngu orðið hluti af America Online - þá er enn verið að vinna að þró- un vafra þar innanhúss. Annað slagið berast fregnir af nýjum vafra og byltingarkenndum, meðal annars með nýjum HTML-túlki sem kallast Gecko, en á meðan ekkert bólar á hon- um bæta Netscape-menn smám saman við Communicator, sem fór úr 4.6 í 4.7. Viðbætur í Communicator 4.7 ganga aðallega út á að auð- velda notendum að nálgast margmiðlunarefni á Netinu. Þannig er sérstakur hnappur fyrir útvarpsmóttöku sem kall- ast Netscape Radio og keyrir í sérstökum glugga. Einnig fylg- ir útgáfa 2.5 af Winamp, sem er gríðarlega vinsæll hugbún- aður til að spila MP3-skrár, geisladiska, Windows Media- skrár, Audiosoft, Mjuice, MOD og WAV. Til að tryggja að menn gleymi ekki hvaðan gott kemur hefur AOL síðan komið fyrir hnappi á áberandi stað sem leiðir þá sem á hann smella inn á verslunarvef fyrir- tækisins. Einnig er búið að bæta í vafrann þeim möguleika að skrifa leitarorð beint í slóð- argluggann á vafranum og bætt úr nokkrum ótilgreindum böggum. Oljós framtíð DVD-hlj ómdiska Vafri sem gatasigti GEISLADISKURINN var plötu- fyrirtækjum mikil himnasending, því ekki var bara að framleiðsla hans er mun auðveldari og ódýr- ari en vínylplötunnar, heldur þurftu allir að kaupa upp á nýtt gömlu plöturnar og mikill kippur kom í sölu á áður óútgefinni tón- list. Enn jók það á gleði útgef- enda að snældur hurfu nánast af markaði líka, sem sparaði mikinn pening í lagerhaldi og sölukerf- um. A seinni árum hefur aftur dregið úr sölu á tónlist, en marg- ir treysta á að ný tækni muni enn koma þeim til bjargar, nú DVD- hljómdiskar. DVD-hljómdiskar hafa verið í mótun alllengi, en meðal annars hafa menn deilt um staðla á gagnasniði á þeim og leiðum til að hindra ólöglega afritun diskanna. Ekki er langt síðan samkotnulag náðist um öll helstu deilumál og því virtist ekkert að vanbúnaði að hefja stífa sókn inn á markaðinn, en annað kom á daginn; það virðist einfaldlega enginn áhugi fyrir nýrri gerð hljómdiska, ekki síst þegar venju- legt fólk heyrir ekki mun á nýju diskunum og þeim gömlu sem þeir leyst.u af. Geisladiskurinn hefur margt fram yfir vínylplötuna, ekki síst að hann er endingarbetri, slitnar ekki við venjulega notkun, rúmar mun meira af tónlist og hljómar betur að flestra mati, þó margir fagurkerar kunni lítt að meta stafrænan hljóminn. DVD-hljóm- diskurinn hefur alla sömu kosti og hefðbundinn geisladiskur og það til viðbótar að hann rúmar tasvert meira af gögnum í meiri hljómgæðum og á hann er hægt að setja mikið magn af annars konar upplýsingum, til að mynda texta, tónlistarmyndbönd eða hvaðeina sem á annað borð er hægt að koma í tölvutækt form. Hljómar vissulega vel, en svo virðist sem plötukaupendur séu ekki ginnkeyptir fyrir nýjungun- um, finnst fyrirhöfn af því að þurfa að setja diskinn í tölvu til að nálgast upplýsingarnar á hon- um, þykir nóg að hafa 80 mínútur af tónlist á einum geisladisk og, það sem virðist verða erfiðasti hjallinn, almennir tónlistarunn- endur virðast ekki heyra mun á DVD-hljómdiskum og venjulegum geisladiskum þó munurinn sé talsverður á pappímum. Síðasta hálmstrá útgefenda virðist vera aukinn áhugi á umhverfishljómi og hátalarafjöld, en DVD-hljóm- diskar eru bráðvel til þess fallnir að setja á þá tónlist sniðna fyrir umhverfíshljómkerfi. Á DVD-hljómdiskum er tónlist vistuð á 96 kHz tíðnisviði með 24 bita smölun, en á hefðbundnum geisladisk 44 kHz og 16 bita smölun. Hægt er að hafa á DVD- disknum tónlist í fleira en einu sniði, einu fyrir tveggja hátalara 96 kHz hljóm, öðru fyrir sex há- talara 48 kHz hljóm og enn öðru í fjögurra hátalara 48 KHz hljóm, en alls geta samsetningar á disknum verið tuttugu. Mismikið kemst af tónlist á DVD-hljóm- diska eftir upplausninni, almennt rúmast 85 mínútur á 96 kHz 24- bit víðómshljómi, en einnig mætti nota sextán bita smölun og koma á diskinn 160 mínútum af tónlist. Enn má auka geymslurýmið með frekari tæknivinnslu og ná allt upp í 516 mínútum, hálfri níundu klukkustund, af tónlist í geisla- disksgæðum. Almennt heyrir fólk varla mun á því hvort verið sé að nota 96 kHz og 24 bita smölun eða 44 kHz og 16 bita smölun, en þjálfuð eyru heyra muninn og þeir sem lengst ganga tala um byltingu í þessum efnum; loks sé kominn á markað geisladiskur sem slái vínylplötunni við í hljóm- gæðum. Ekki er búist við að DVD- hljómdiskaspilarar komi á mark- að á næstunni, en líklegra að DVD-mynddiskaspilarar verði með stuðningi við DVD-hljóm þegar á þessu ári. Það á svo eftir að koma í ljós hvort tekst að telja nógu marga á að kaupa allar Bítlaplöturnar upp á nýtt, eða hvort DVD-hljómur verður bara fyrir sérvitringa og furðufugla. VARLA hefur það farið framhjá neinum að Internet Explorer vafri Microsoft er eins og gatasigti þegar öryggismál eru annars vegar. Frá því fimmta útgáfa hans kom út hefur ekki linnt sögum af því hversu mikið sé af öryggisgöllum í vafranum, þó fæstir þeirra geti talist hættulegir. Þannig er með nýjustu villurnar sem komið hafa í ljós að menn eru ekki á eitt sáttir um hversu hættulegar þær séu. I Internet Explorer eru ýmislegar viðbætur til þess ætlaðar að gera vafrann öflugri og auðvelda vefsmiðum að nýta vafrann til að koma upplýsingum til notenda. Margar viðbótanna eru aftur á móti helst til þess fallnar að auðvelda óprúttnum að gægjast inn á harða diska notenda, sækja þangað gögn og jafnvel spilla, eins og dæmin sanna. Þannig er nýjasta villa sem kom í ljós aftur á móti þess kyns að óprúttinn vefstjóri getur lesið hvaða skjal sem er á tölvu þess sem heimsækir vef hans með Explorer vafra, svo framarlega sem hann viti hvað viðkomandi skjal heiti. Ólíkt mörgum fýrri göllum sem fram hafa komið í Explorer er engin vörn í því að vera fyrir innan eldvegg eða á fyrirtækisneti og hægt er að fela tengilinn görótta svo á vefsíðu að gestur á hana verður þess ekki var að hann fer í gang. Forritarar Microsoft hafa ekki komist fyrir vandann enn sem komið er en benda á að með því að taka af 0***\ Morgunblaðið/Andrés Andrésson Actve Scripting á tölvunni sé hægt að koma í veg fyrir að skriftan fari í gang, Tools - Internet Options - Security - Internet Zone - Custom Level - Scripting - Active Scripting - Disable - OK. Það getur aftur á móti kallað á önnur vandamál og vandræði sem ekki verða tíunduð hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.