Morgunblaðið - 02.10.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 02.10.1999, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 Lyfjataka Rúmlega 60% sjúklinganna höfðu „miklar áhyggjur" af því að fá röng lyf. Unglingar Á unglingsárum breytist dægursveiflan sem stjóm- ar svefnvenjum fólks. Mataræði Helmingur bandarísku þjóðarinnar of feitur innan fárra ára. Háþrýstingur Því hæmi sem blóðþrýst- ingur var í upphafí því meiri beinhrömun. Þreyttir táningar þurfa meiri svefn Washington, AP. TÁNINGURINN fullyrðir að hann geti ekki sofnað fyrr en eftir miðnætti. Á hverjum morgni þarf hróp og köll til að vekja hann svo hann verði ekki of seinn í skólann. Hon- um finnst mannkynssögutímarnir skemmti- legir, en það era fyrstu tímarnir og hann á til að sofna í þeim. Svona er tilvera milljóna skólabarna og foreldra þeirra. Sé einhverjum huggun í að vita það, þá fullyrða vísindamenn að ekki sé við táningana að sakast; ástæða óreglulegs svefns táninga er líffræðileg, og það leysir engan vanda að skipa unglingnum að fara íyrr í háttinn. Umfangsmiklar rannsóknir á svefnvenjum unglinga hafa leitt í ljós að þeir þurfa meiri svefn - níu klukkustundir og fimmtán mínút- ur - en þær átta klukkustundir sem mælt er með fyrir fullorðna. En þegar líður á kyn- þroskaaldurinn leysir líkaminn hormónið melatónín, sem hefur áhrif á svefn, úr læð- ingi á öðram tímum en venjulega, og þá breytist hin venjulega dægursveifla sem stjórnar svefnvenjum fólks. Þótt táningurinn fáist til að slökkva ljósið klukkan tíu er allt eins líklegt að hann liggi vakandi fram yfir miðnætti. í mörgum framhaldsskólum í Bandaríkj- unum hefst kennsla klukkan 7.15 og ungling- ar þar í landi sofa að meðaltali 6,5 klukku- stundir á nóttu, sumir mun minna. Svefn- leysi dregur úr minni og heftir sköpunargáf- una, þannig að þreyttir unglingar geta ekki lært mikið. Svefnskortur venst ekki Einnig bendir margt til þess að nægur svefn sé mikilvægur fyrir öflugt ónæmiskerfi. Það gerir svo illt verra, að margir vansvefta unglingar aka í skólann á morgnana, þegar þeir vildu helst vera sofandi. Ekki er vitað hversu mörg bílslys, þar sem unglingar eiga í hlut, má rekja til svefnskorts, en vísinda- menn segja nauðsynlegt að rannsaka það. Talið hefur verið að líkaminn aðlagist minni svefni, en dr. Mary Carskadon við Brown-háskóla í Bandaríkjunum segir svo ekki vera. Hún hefur gert ítarlegar rann- sóknir á svefnvenjum unglinga. „Heilinn í manni venst þessu ekki,“ segir hún. Komið hefur í Ijós, að margir unglingar geta sofnað djúpum svefni mun hraðar en fullorðnir. En um hálfátta á kvöldin hætta unglingarnir að geta blundað, þegar hin óvenjulega dægursveifla þeirra fer að hafa áhrif og þeir verða glaðvakandi. Þessar nið- urstöður hafa leitt til þess að í sumum skól- um í Minnesotaríki hefur byrjun skóladags- ins verið seinkað frá 7.20 til 8.30 á morgnana. Þótt enn sé of snemmt að fullyrða nokkuð segja rannsakendur að einkunnir nemenda hafi hækkað og dregið hafi úr hegðunar- vandamálum. Hvað er „borderline“persónuleikaröskun? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: í niðurstöðum geð- rannsókna, sem gerðar era af ýmsu tilefni, m.a. fyrir dómstóla, kemur stundum fram að viðkom- andi einstaklingur sé haldinn per- sónuleikaröskun. Ef slík röskun er nánar skilgreind sem „borderline“ þykir það bera vott um alvarlegt geðrænt ástand, sem svari illa meðferð. í hverju felst „borderline" persónuleika- röskun aðallega? Svar: í þessum pistlum hefur nokkrum sinnum verið reynt að svara spurningum um persónu- leikaröskun, bæði almennt og af sérstöku tagi. Aldrei hefur þó sérstaklega verið fjallað um svo- kallaða „borderline" röskun. Eins og nafnið bendir til er þetta sjúk- dómsástand á einhvers konar jað- arsvæði í geðsjúkdómakerfinu og þá helst á milli geðveiki (psyklos- is) og hugsýki (neurosis). Islensk heiti á þessu sjúkdómsheilkenni, t.d. hambrigðapersónuleikarösk- un og jaðarheilkenni, hafa enn ekki náð fótfestu í málinu. Megineinkenni persónuleika- raskana, sem skilur þær frá öðr- um geðsjúkdómum, er að ein- kenni þeirra koma niður á um- hverfi sjúklingsins, öðra fólki, fremur en honum sjálfum. Hann lagar sig illa að siðum og reglum, hefur laka stjórn á hvötum sínum og löngunum og á erfitt með að tengjast öðrum nánum tilfinn- ingaböndum. Alþjóðleg flokkun geðsjúk- dóma hefur breyst talsvert á und- anförnum áratugum. Ekki á þetta síst við um persónuleikaraskanir. Fyrir fáum áratugum var þeim skipt annars vegar í psykopatia, sem á íslensku var nefnd geðvilla, og hins vegar í skapgerðartrufl- anir af ýmsu tagi, sem voru væg- ari gerð og skyldari hugsýkinni. Geðvilla var gjarnan talin með- fædd, en skapgerðartraflanir orðnar til fyrir áhrif umhverfís og uppeldis. I geðvillu fólst oftast andfélagsleg hegðun, siðblinda og samviskuleysi. Orðið psykopat var iðulega notað sem skammar- Persónu- leikaröskun yrði. Nú er það ekki notað lengur, en andfélagslegur persónuleiki er sérstakur arftaki þess. í nýjustu útgáfu af bandaríska sjúkdómaflokkunarkerfinu DSM- IV, sem er hvað mest notað sem viðmiðun um þessar mundir, era skilgreindar 11 tegundir persónu- leikatruflana. Mörgum þykir að reynt sé að greina á milli of margra tegunda, enda skarast þessar gerðir, þar sem sami ein- staklingurinn hefur oft einkenni margra tegunda. „Borderline" persónuleikaröskun er tiltölulega nýr flokkur meðal persónuleika- raskana og hefur verið að mótast á undanförnum 20 árum, en er í dag með algengustu tegundum truflana af þessu tagi. Sumir telja þessa greiningu jafnvel ofnotaða, en einkenni hennar era mjög blönduð. Samkvæmt DSM-IV era megin einkenni þessarar per- sónuleikaröskunar óstöðugleiki í mannlegum samskiptum, óljós sjálfsmynd, stjórnlitlar tilfinning- ar og hvatvísi. Sjálfseyðileggjandi hegðun er algeng, svo sem stjóm- laus eyðsla, óhóflegt kynlíf, of- neysla áfengis og lyfja og ofát. Sjálfsvígstilraunir eða hótanir um slíkt eru algengar og einnig eiga sjúklingar með þessa greiningu til að skaða sjálfa sig líkamlega. Tilfinningasveiflur eru miklar, allt frá miklu þunglyndi og kvíða, sem á það síðan til að hverfa að skömmum tíma liðnum, en við- varandi er tómleikakennd. Þessir sjúklingar eiga oft erfitt með að hafa stjóm á reiðitilfinningu, kenna öðrum um og finnst fólk vera á móti sér. Þetta era margvísleg einkenni sem koma fyrir í öðram tegund- um persónuleikaraskana og reyndar öðrum geðsjúkdómum. Eitt öraggasta skilmerkið sem liggur að baki hinum ýmsu ein- kennum, er líklega hin óvissa sjálfsmynd einstaklingsins. Hann á erfitt með að afmarka sig, landamæri hans gagnvart öðru fólki eru óviss. Sjálf (ego) hans er veikt. Hann hefur því oft tilhneig- ingu til að verða háður öðram, þarfnast annarra og leitar eftir nánd, sem hann á þó erfitt með að nýta sér. Þótt persónueinkenni sjúklingsins komi niður á öðrum, er óhætt að segja, að hann er yfir- leitt sjálfum sér verstur. Þeim, sem vilja kynna sér „borderline" persónuleikaröskun nánar, er bent á ágæta og ítar- lega umfjöllun Magnúsar Skúla- sonar geðlæknis í afmælisriti Davíðs Davíðssonar prófessors, Bók Davíðs (Rv. 1996), bls. 395- 434. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn u/n það seni þein/ liggur á hjarta. Tekið cr á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 569 1222. Ennfrem- ur símbréf mcrkt: Gylfí Ásmundsson, Fax: 560 1720.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.