Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ /IKII LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 43 iriixu M Lull Presslink Það getur valdið ruglingi ef maður þarf að taka inn mörg lyf, ekki síst ef lyfin eru í keimlíkum umbúðum eða heita áþekkum nöfnum. Margir óttast ranga lyfjagjöf Medical Tribune News Service. SJtíKLINGAR hafa meiri áhyggjur af því að þeir fái röng lyf á sjúkrahúsunum en af verkj- um eða meðferðarkostnaðinum, ef marka má nýja bandariska könnun. Félag lyfjafræðinga í banda- ríska heilbrigðiskerfínu (ASHP), en í því eru f.o.f. lyfjafræðingar sem starfa á sjúkrahúsum, stóð fyrir könnuninni. Hún byggðist á símaviðtölum við 1.008 ftillorðna sjúklinga og um 61% þeirra sagð- ist hafa „miklar áhyggjur" af því að fá röng lyf. 58% þátttakendanna sögðust einnig hafa „miklar áhyggjur" af því að fá tvö eða fleiri lyf sem verka hvert á annað og jafn- margir höfðu áhyggjur af með- ferðarkostnaðinum. Bruce Scott, formaður ASHP, sagði að könnunin sýndi að lyfja- gjafirnar yllu sjúklingum of miklum kvíða. Alan C. Horowitz, deildarsljóri ISMP, bandarískrar stofnunar sem veitir fræðslu um öryggi í Iyflækningum, sagði að áhyggjur sjúklinga af hugsanlcgum mis- tökum við Iyfjagjafir væru rétt- mætar. Læknar og lyfjafræðing- ar væru orðnir mjög meðvitaðir um þessa hættu, ekki síður en al- menningur. Á meðal annarra atriða sem sjúklingarnir sögðust hafa „mikl- ar áhyggjur" af voru: hugsanleg- ir fylgikvillar meðferðarinnar (56%), ónógar upplýsingar um lyfin sem þeir fá (58%) og sýking- ar eða smit meðan á sjúkrahús- dvölinni stendur (50%). 49% þátttakendanna báru kvíð- boga fyrir hugsanlegum auka- verkunum lyljanna og jafnmarg- ir höfðu áhyggjur af of mikilli lyíjagjöf. 49% sjúklinganna kviðu verkjum. Þá sögðust tveir þriðju þátt- takendanna hafa miklar áhyggj- ur af því hvort þeir myndu nota lyfin með öruggum hætti eftir að þeir útskrifast af sjúkrahúsi. Sacraracnto, Kaliforníu; AP. KALIFORNÍUBUAR velja skyndimat æ oftar framyfir mat sem samsettur er úr öllum fæðu- flokkunum, þ.e.a.s. korni, mjólkur- mat, kjöti og fiski og grænmeti og ávöxtum. Þetta kemur fram í nið- urstöðum rannsóknar sem gerð var kunn fyrir skömmu af heilbrigðis- yfirvöldum Kaliforníuríkis. Um helmingur þeirra Kaliforníu- búa sem fóru út að borða á venju- legum degi árið 1997 valdi skyndi- bitagtað en 33% á árinu 1989, sam- kvæmt niðurstöðunum. Of þungum fullorðnum einstak- lingum í Kaliforniu hefur fjölgað úr 17,8% árið 1984 í 26,7% árið 1996. Á árinu 1984 voru 4,3% íbúanna með sykursýki en 5,5% árið 1996. Ef farið er eftir heilsustöðlum heil- brigðisyfirvalda, sem nýlega voru endurskoðaðar, má gera ráð fyrir að innan íárra ára verði nærri helmingur íbúanna skilgreindur of feitur. Slæmar matarvenjur og hreyf- ingarleysi segja til sín í hverjum einasta þjóðfélagshópi í ríkinu. Offita er þó algengust meðal kvenna sem ættaðar eru frá Ró- mönsku Ameríku og kvenna með lágar tekjur, samkvæmt niðurstöð- um rannsóknarinnar. Flestir þeirra sem voru spurðir skelltu skuldinni á það hversu þungir þeir væru orðnir á það að framieiðendur skyndifæðis og snarls auglýstu svo grimmt í sjón- varpinu. Biðröðin lengst við óliollustuna Niðurstöður rannsóknarinnar komu Dan Best, lögfræðingi mark- aðssamtaka bænda í Kaliforníu, ekki á óvart. Segir hann að á ákveðnum markaði sem samtökin reki myndist hvað lengsta biðröðin við sölubás þar sem Kettie Corn sé selt en það er „bara sykur og popp- korn“. „Fólk sem á þess kost að kaupa ávexti velur snakk-fæði í staðinn," segir hann. Einungis 30% Kaliforníubúa, sem voru spurðir borða fimm skammta af ávöxtum eða græn- meti, sem manneldisfræðingar ráð- leggja að menn borði dag hveni. Einnig kom í ljós að fólk hirðir ekki mikið um að fara að ráðum fróðra manna um að borða kornmat, mjólkurmat og baunir sem og stunda líkamsrækt. Heilbrigðisyfirvöld í Kaliforníu rannsaka lífsvenjur í ríkinu annað hvert ár með því að spyija 1.700 einstakiinga um matatvenjur og líkamsrækt. Úr niðurstöðunum reikna þeir m.a. svokallaðan lík- amsþyngdarstuðul (e. Body Mass Index, BMI), en hann er t.d. notað- ur til að skilgreina offitu. Sam- kvæmt skilgreiningu Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar er fullorðin manneskja of þung ef stuðullinn er 25 kg/m2 eða hærri og með offitu ef stuðullinn er 30 kg/m2 eða hærri. Til að reikna líkamsþyngdar- stuðulinn út er líkamshæð (í metr- um) sett í annað veldi og þeirri tölu siðan deilt upp í þyngd (í kHó- grömmum). Reuters Diedra Daley mótmælir misrétti sem hún og fleiri feitlagnir Banda- ríkjamenn telja sig beitta. Fram kemur í nýútkominni meistaraprófsritgerð Hólmfríðar Þorgeirsdóttur matvæla- og næringarfræðings að meðalþyngd Is- lendinga á aldrinum 45-64 ára er áþekk því sem hún var í Banda- ríkjunum fyrir u.þ.b. aldarfiórðungi. Bandaríska þjóðin hefur fítn- að siðan þá rétt eins og margar aðrar vestrænar þjóðir. Reuters Hreyfing virkar gegn beinþynningu. Hár blóðþrýstingur tengist beingisnun Reuters. KONUM með háan blóðþrýsting er hættara við beingisnun er líður á ævina, en geta dregið úr hættunni með því að minnka saltneyslu, að sögn lækna. Vísindamenn í Bret- landi og Bandaríkjunum komust að þessum tengslum eftir að hafa rann- sakað rúmlega 3500 eldri konur á fjórum stöðum í Bandaríkjunum á þriggja ára tímabili. „Við komumst að því að því hærri sem blóðþrýstingur var í upphafi því meiri varð árleg beinhrörnun,“ sagði Francesco Cappuccio, sem stýrði rannsókninni. „Eftir því sem maður eldist verða ástæður þess að beinin í manni hrörna fleiri. Þetta á sérstaklega við um konur yfir 65 ára aldri. En hrörnunin verður mun hraðari ef maður hefur háan blóð- þrýsting. Þar koma tengslin í ljós.“ Fólk sem hefur háan blóðþrýsting tapar meira kalsíumi með þvagi eti fólk með blóðþrýsting innan eðlilegra marka og aukin kalsíum- neysla bætir ekki upp þetta tap. Þegar kalk tapast með þvagi hverfúr hluti af því kalsíumi sem er í beinum og þau gisna. Á tuttugu árum getur þetta leitt til 20% gisnunar. Vísinda- mennimir telja að þetta séu orsakir tengslanna sem komu í Ijós. Niður- stöður rannsóknarinnar birtust í tímaritinu Lancet 17. september. Cappuccio sagði að með því að draga úr saltneyslu gætu konur minnkað kalsíumtap og hættuna á beingisnun á tuttugu ára tímabili. Þá hvatti hann konur til að auka neyslu á kalíumi (e. potassium) með því að borða ávexti og grænmeti. Konumar sem rannsakaðar vom eru á aldrinum 66 - 91 árs. Bein- þéttni var mæld með því að taka röntgenmynd af mjaðmarbeini. Flasa stafar oftast af ofvexti á sveppum sem eru til staðar í flóru húðarinnar. Við ofvöxtinn flagnar húðin og losnar sem flasa. Einföld leið til að losna við flösu sem stafar af sveppum er að nota sjampó með sveppalyfi. Flasa getur einnig stafað af exemi í hár- sverðinum, svokallað flösuexem. Sterar sem hægt er að fá gegn lyfseðli í fljótandi formi geta hjálpað fólki með flösuexem. LeitaSu frekarí ráSa hjá lyfjafræðingum okkar. Lyf&heilsa APÖTEK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.