Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 45 .........-....-...........i STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FJÁRLÖG GEGN VERÐBÓLGU SJALDAN HEFUR fjárlagafrumvarpsins verið beðið af jafnmikilli eftirvæntingu og að þessu sinni. Ástæðan er sú, að efnahagssérfræðingar telja aðgerðir í ríkisfjármálum hafa úrslitaáhrif á verðbólguþróun næstu missera. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar fyrir næsta ár síðdegis í gær. Það gerir ráð fyrir 15 milljarða króna rekstrarafgangi ríkissjóðs árið 2000. Lánsfjárafgangur, en það er það fé sem er til ráðstöf- unar hjá ríkissjóði, verður enn hagstæðari, eða um 24 millj- arðar króna. Þetta þýðir, að samanlagður lánsfjárafgangur ríkissjóðs áranna 1998-2000 verður ríflega 60 milljarðar. Þetta mikla fé er hægt að nota til uppgreiðslu lána eða til að bæta stöðu ríkissjóðs að öðru leyti. Umskiptin í ríkisfjár- málum eru ótrúlega mikil, því ríkissjóður var rekinn með halla um langt árabil og skuldir hlóðust upp innanlands sem utan. Rekstrarafgangur ríkissjóðs á næsta ári verður 2,2% af landsframleiðslu. Það er miklu meira en búizt var við miðað við ummæli fjármálaráðherra frá því síðast í ágústmánuði sl. Þá sagði hann eftir þingflokksfundi stjórnarflokkanna, að markmið ríkisstjórnarinnar um 1% afgang af ríkissjóði að lágmarki, miðað við landsframleiðslu næsta árs, virtist ætla að nást. Rekstrarafgangur hefði samkvæmt því orðið 6-7 milljarðar. Það er því augljóst, að ríkisstjórnin hefur tekið alvarlega vísbendingar um aukna verðbólgu í efna- hagslífínu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er ákveðið að fresta op- inberum framkvæmdum fyrir um 2 milljarða króna á næsta ári, auk þess sem áformum um ný verkefni verður slegið á frest. Beitt verður aðhaldi í útgjöldum almennt séð. Fjár- lagafrumvarpið gerir ráð fyrir, að útgjöld ríkisins á næsta ári verði 27,7% af vergri landsframleiðslu í stað 29,2% á þessu ári. Einhver ánægjulegustu umskiptin í afkomu ríkissjóðs eru niðurgreiðsla skulda, sem safnast hafa upp um langt árabil. Með því að greiða niður skuldirnar léttir á byrði vaxta og afborgana og það fé, sem þar sparast, er unnt að nota til annarra þarfa samfélagsins. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir því, að skuldahlutfallið verði komið niður í 30% í lok næsta árs, en til samanburðar má geta þess, að það nam 51% fyrir aðeins fjórum árum (árslok 1995). Á næsta ári er gert ráð fyrir því, að talsvert hægi á hag- vextinum frá því í ár (5,8%). Landsframleiðslan mun aukast um 2,7% samkvæmt þjóðhagsspá. Nokkuð mun draga úr viðskiptahallanum, sem er einn mesti vandinn í efnahags- málum nú, og er því spáð að hann nemi 4,2% á næsta ári í stað 4,6% í ár og 5,7% árið 1998. Viðskiptahallinn verður samt of mikill og þess vegna er nauðsynlegt að mæta honum með ríflegum afgangi ríkissjóðs, svo og með almennum sparnaði landsmanna. Hyggilegt er fyrir ríkisstjórnina að beita sér fyrir aðgerðum sem hvetja almenning til sparnað- ar þurfí enn frekar að slá á þensluna í efnahagskerfínu. Annar kostur er varla fyrir hendi nema þá skattahækkanir. Sú leið er þó ófær, þar sem skattar eru enn of háir, auk þess sem framundan eru kjarasamningar á almennum vinnu- markaði. Verðbólguhraðinn að undanförnu hefur valdið ugg, en forsendur fjárlaga gera ráð fyrir því, að verulega dragi úr verðhækkunum á næsta ári. Því er spáð, að neyzluvöruvísi- talan hækki um 2,5% frá upphafí til loka ársins en 4,5% hækkun var á árinu 1999. Þetta er minni verðbólga, en í ný- legri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem reiknaði með 3,2% verðbólgu á Islandi árið 2000. Mikilvægt er að berjast gegn verðbólguþróuninni með öllum tiltækum ráðum, enda skiptir það launþega jafnt sem atvinnulíf miklu, að það takist að varðveita þann mikla ár- angur, sem náðst hefur í efnahagslífinu síðustu fjögur árin. Hagvöxturinn hefur verið 5,5% að meðaltali þessi ár og kaupmáttur hefur aukizt í samræmi við það. Ekki verður annað sagt, en að með fjárlagafrumvarpinu hafí ríkisstjórnin brugðizt rösklega við þeim þenslumerkj- um, sem vart hefur orðið að undanförnu. Lánsfjárafgangur samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs er mun meiri en búizt var við. Til viðbótar er gert ráð fyrir sölu á ríkiseign- um fyrir fjóra milljarða og fyrir lok þessa árs verður vænt- anlega búið að selja hlut ríkisins í FBA fyrir verulegar fjár- hæðir. Hvorttveggja mun slá á þensluna, enda er það yfir- lýst stefna ríkisstjórnarinnar að nota fé vegna eignasölu til niðurgreiðslu skulda. KAUPFELAG Eyfirð- inga stóð lengi fyrir út- gerð og fiskvinnslu, meðal annars í Hrísey og á Dalvík. KEA hætti útgerð frá Hrísey í lok ársins 1994 og færði kvótann á skip dótturfélags síns á Dalvík. Reksturinn á Dalvík og Hrísey var sameinaður á árinu 1997 þegar KEA stofnaði Snæfell hf. um sjávarútvegsrekstur sinn en nýja fé- lagið er með höfuðstöðvar á Dalvík. Jafnframt var fískvinnslu hætt í frystihúsinu í Hrísey en aukin í end- umýjuðu frystihúsi á Dalvík. I stað- inn var sett upp pökkunarstöð í Hrís- ey þar sem pakkað var í neytendaum- búðir fískbitum frá frystihúsinu á Dalvík. Stjóm Snæfells hefur nú ákveðið að loka verksmiðjunni um áramót og flytja starfsemina einnig til Dalvíkur. Talsmenn Hríseyinga halda því fram að flutningur pökkunarstöðvar- innar til Dalvíkur sé aðeins lokaað- gerðin í flutningi starfseminnar úr Hrísey til Dalvíkur. Barátta sem staðið hafi frá því á níunda áratugn- um hafi tapast löngu fyrr, eða þegar kvótinn var fluttur til Dalvíkur. Eignarhlutur hreppsins gufaði upp Slagurinn hófst í framkvæmda- stjóratíð Jóhanns Þórs Halldórssonar í Hrísey. Hann segir að á árinu 1984 hafi Árna Benediktssyni verið falið að gera skýrslu um sameiningu sjávar- útvegsfyrirtækjanna á Dalvík og í Hrísey. Segir Jóhann að Ami hafi komist að þeirri niðurstöðu að Hrísey myndi fara mjög halloka í slíku félagi og í raun bent á þá þróun sem nú hefði gengið til enda. Á þessum tíma gerði fyrirtækið út tvö skip frá Hrísey, ísfisktogarann Snæfell og togbátinn Sólfell, og sáu þau frystihúsinu fyrir hráefni. Skut- togarinn Snæfell var keyptur notaður frá Noregi 1975 og vegna kaupanna var endurvakið hlutafélag, Utgerðar- félag KEA hf. í Hrísey. Átti KEA 75% hlutafjár og Hríseyjarhreppur 25%. Jóhann Sigurbjömsson útgerð- armaður sem þá átti sæti í sveitar- stjóm segir að KEA hafi sett mikinn þrýsting á sveitarfélagið um að taka þátt í kaupunum og hafi hreppurinn lagt fram 10 milljónir af 40 milljóna kr. hlutafé. Framlag hreppsins var að hluta fjármagnað með erlendu láni sem reyndist sveitarfélaginu þungt í skauti vegna óhagstæðrar gengisþró- unar á næstu ámm. Pétur Bolli Jóhannesson sveitar- stjóri segir að eignarhlutur Hríseyj- arhrepps hafi gufað upp og nauðsyn- legt sé að skoða það hvað hafi orðið um þá peninga sem hreppurinn lagði fram. Jóhann bendir á að það hafi tekið KEA sjö eða átta ár að eignast skipið að fullu. KEA átti frystihúsið sem skilaði hagnaði á meðan útgerðin var gerð upp með tapi. Safnaði því út- gerðarfélagið skuldum við vinnsluna sem reglulega var breytt í hlutafé. Sveitarfélagið hafði ekki bolmagn til að leggja fram meira hlutafé og því brann hlutur þess upp á nokkmm ár- um. Breyttist í frystiskip Á níunda áratugnum hóf KEA at- huganir á möguleikum þess að endur- nýja Snæfellið. Skiptar skoðanir vora um leiðir, sumir vildu láta smíða nýtt skip en aðrir endumýja gamla skipið, að því er fram kemur í grein t'rastar Jóhannssonar stýrimanns í Degi. Fulltrúar KEA ákváðu að láta smíða nýjan togara en fulltrúi Hríseyjar- hrepps greiddi atkvæði á móti. Skipið átti að taka við hlutverki Snæfells við hráefnisöflun fyrir frystihúsið. Á smíðatíma skipsins var hins vegar ákveðið að breyta því í flakafrystiskip og kom það til heimahafnar í Hrísey í október 1988. Tekið var á móti skip- inu með mikilli viðhöfn. Það komst með naumindum að bryggju vegna þess hversu djúprist það er og gat ekki athafnað sig í höfninni. Reyndist þetta vera í eina skiptið sem nýja Snæfellið kom til Hríseyjar og land- aði eftir það á Akureyri, á meðan það var í eigu KEA Kaupfélagið átti nýja Snæfellið reyndar ekki nema í rúmt ár því það var selt til Grindavíkur ásamt kvóta í lok ársins 1989. Til að afla frystihúsinu hráefnis í stað Snæfells var keypt togskipið Fimmtán ára baráttu Hríseyinga fyrir fiskvinnslu Kaupfélags Eyfirðinga lokið með ósigri Morgunblaðið/Kristj án Flutningur á vinnu við pökkun fiskbita fyrir Marks & Spencer og fleiri verslanakeðjur til Dalvíkur mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið í Hrísey. Þótt varla komi sporður á land í Hrísey er enn hægt að finna menn að störfum við höfnina. ÚRSLITIN RÉÐUST ÞEGAR KVÓTINN FÓR Súlnafell. Sólfelli var lagt og kvóti þess færður á Súlnafell ásamt kvóta sem fékkst með báti sem KEA eign- aðist við söluna á Snæfelli. Súlnafell fiskaði vel og var undirstaða hráefnis- öflunar frystihússins næstu árin. Á árinu 1991 ákváðu yfirmenn sjávarút- vegsmála hjá KEÁ að leggja Súlna- felli og áhöfn skipsins var sagt upp störfum. Vegna mótmæla Hríseyinga og andstöðu þáverandi framkvæmda- stjóra, Jóhanns Þór Halldórssonar, var ákvörðunin dregin til baka, í bili. Málið var tekið aftur upp árið eftir og þá varð Jóhann undir. Vegna opin- berrar andstöðu hans kom upp trún- aðarbrestur innan fyrirtækisins og Jóhann hvarf til annarra starfa. Utgerð Súlnafellsins var flutt til Dalvíkur en sá áfram fiskvinnslunni í Hrísey fyrir hráefni auk þess sem keyptur var fiskur á mörkuðum. Skipið var síðan selt í árslok 1994 og kvótinn sem þá var rúm 1.500 tonn fluttur á togara Útgerðarfélags Dal- víkur, Björgvin og Björgúlf. Fisk- vinnslan í Hrísey naut kvótans enn um sinn því hráefnið var flutt til vinnslu út í eyna, eða þar til fisk- vinnslu var hætt þar árið 1997 með stofnun Snæfells hf. I stað fiskvinnsl- unnar var byggð upp mikil pökkunar- stöð í fiskvinnsluhúsunum í Hrísey. Fiskbitarnir voru framleiddh' í frysti- húsinu á Dalvík, fluttir til Hríseyjar til pökkunar í neytendaumbúðir og síðan aftur yfir sundið í birgða- geymslur á Dalvík. Leikflétta til að loka Hríseyingar telja að stríðið hafi tapast á árinu 1992 þegar útgerð Súlnafellsins var færð til Dalvíkur og kvótinn síðar færður yfir á önnur skip fyrirtækisins. Sumir segja að uppsetning pökkunarstöðvarinnar hafi aðeins verið leikflétta, liður í því að leggja starfsemina alveg niður. Jóhann Sigurbjörnsson segir að frystihúsið í Hrísey hafi ávallt verið mikið notað við þróunarvinnu, við að vinna afurðir í nýjar pakkningar. Þar hafi einnig hafist framleiðsla á afurð- um fyrh- bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer á árinu 1985 og þótt álitlegur kostur. Jóhann segir að frystihús KEA í Hrísey hafi haft sérstöðu meðal frystihúsa í áratugi. Hann segist hafa heimildir fyrir því að á síðasta áratug hafi verið hagnaður af rekstrinum öll árin, utan eins. Framlegð frystihúss- ins hafi ávallt verið betri en til dæmis frystihúss KEA á Dalvík, það hafi komið fram á fundum kaupfélags- deildarinnar. I gögnum sveitarstjóra kemur fram að hagnaður hefur verið á starfseminni á áranum 1990 til 1994. Jóhann Þór Halldórsson segir að frystihúsið í Hrísey hafi verið góð rekstrareining. Þótt Hrísey sé lítið byggðarlag sé þar löng frystihúsa- hefð, allt frá 1940, og í frystihúsinu hafi fram undir þetta verið fastur kjarni reynds starfsfólks. Þröstur Jóhannsson, sem var tals- maður Hríseyinga á borgarafundin- um með stjórn KEA, telur að ekki hafi verið forsendur tii að hætta al- veg starfseminni í Hrísey fyrir tveimur áram þegar vinnslan var flutt til Dalvíkur. Það hafi því verið leikflétta hjá stjórnendum Snæfells og KEA á Dalvík að setja upp pökk- unarstöð í Hrísey svo sýna mætti fram á tap þar og flytja allt til Dal- víkur að lokum. „Fólki svíður að horfa upp á óstjórn þessa fyrirtækis og rangar ákvarðanir. Það er vegna þess sem er lokað hér, ekki vegna þess að starfsemin hafi gengið illa. Afkomutölur síðustu ára hjá Snæfelli sýna að hagræðingin hefur ekki skil- að sér í rekstrinum og ég spái því að þess verði ekki langt að bíða að Snæ- fell renni inn í Samherja,“ segir Þröstur. „Starfsemin í Hrísey var drepin innanfrá, í sínu eigin móðurfélagi,“ segir Jóhann Þór Halldórsson, „það virtist vera aðalmálið að taka kvót- ann og vinnsluna af Hríseyingum. Frekar hefði átt að efla þessa góðu einingu og eyða kröftunum í að sækja ný verkefni út á við,“ segir hann. Átti að standa undir sér Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfé- lagsstjóri KEA og stjómarformaður Snæfells hf., segir að það sé klárlega hagkvæmara að hafa pökkunina við hlið framleiðslunnar en vill að öðru leyti ekki ræða ástæður þess að Flutningur pökkunarstöðvar Snæfells úr Hrísey er aðeins lokaaðgerðin í flutningi á starfseminni til Dalvíkur, endalok baráttu sem staðið hefur í fímmtán ár. Fyrst fór út- gerðin og kvótinn í framhaldinu, síðan var fiskvinnslu hætt og pökkunarstöð sett upp í staðinn en henni hefur nú einnig verið lokað. Hríseyingar eru reiðir út í Snæfell en kaup- félagsstjóri KEA segir Helga Bjarnasyni að mikilvægt sé að snúa umræðunni að næstu skrefum. Kaupfélagið sé reiðubúið að taka þátt í uppbyggingunni með heimamönnum. Það er hins vegar spurning hvort nauðsyn- legt trúnaðartraust ríki milli Hríseyinga og fyrirtækjanna. + ákveðið var að færa pökkunarverk- smiðjuna til Dalvíkur, segist ekki fara frekar út í þær umræður. Því hefur verið haldið fram opinberlega af Hríseyingum að Snæfell hafi vanmet- ið kostnaðinn við að flytja pökkunar- stöðina. Byggja þarf yfir starfsemina á Dalvík og er þegai- byrjað á því og þjálfa upp nýtt starfsfólk auk þess sem óvíst er um verðmæti eignanna úti í Hrísey. Hafa Hríseyingar haldið því fram að kostnaður við flutninginn verði ekki undir 60-80 milljónum kr. Flestir sjá kostina við að vera með framleiðslu og pökkun á sama stað og því vakna spurningar um þá ákvörð- un að byggja pökkunarstöðina upp í Hrísey en ekki á Dalvík. Eins má spyrja hvort örlög starfseminnar í Hrísey hafi í raun ekki verið ráðin þegar kvótinn var fluttur til Dalvíkur. Spurður um þetta segir Eiríkur kaupfélagsstjóri, sem reyndar hefur ekki stýrt fyrirtækinu nema í rúmt ár, að eftir að ákvarðanir hafi verið teknar þróist málin stundum þannig að eftirá mætti segja að meira hafi falist í ákvörðuninni en ætlunin var á þeim tíma sem hún var tekin. Hann segir að stjórnendur Snæfells hafi talið að rekstur pökkunarstöðvar í Hrísey myndi standa undir sér enda hafi verið reiknað með að hún fengi verkefni frá fleiri fyrirtækjum en Snæfelli. Það hafi ekki gengið eftir og nú væra til dæmis reknar tvær pökk- unarstöðvar á Akureyri. Lítili virðisauki Stjórnarformaður KEA hafa sagt að starfsemi Snæfells í Hrísey sé rekin með bullandi tapi. Fram kem- ur í skýrslu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um vandamál Hrísey- inga að starfsemi Snæfells í Hrísey hafi verið rekin með 12 milljóna króna tapi, án vaxta og afskrifta, frá janúar til ágúst á síðasta ári, eða frá stofnun félagsins til loka rekstrar- ársins. I fréttatilkynningu fyrir síð- asta aðalfund kom fram að heildar- tap af starfseminni þar væri 32 millj- ónir. Á tímabilinu frá september á síðasta ári og til júní sl. var 33 millj- óna króna tap í Hrísey, án vaxta og afskrifta, að því er fram kemur í skýrslu Atvinnuþróunarfélagsins en stjómendur Snæfells segja að tapið hafi verið meira, eða tæpar 40 millj- ónir. Guðmundur Gíslason, fyrrverandi framleiðslustjóri Snæfells í Hrísey, vakti á því athygli í grein í Morgun- blaðinu að 45% af nettótekjum rekstrarins í Hrísey færu í að greiða afskriftir og himinhá fjármagnsgjöld sem séu til komin vegna annars en rekstursins í Hrísey. Fram kemur að starfsemin í Hrísey hafi keypt afurðir til pökkunar á markaðstengdu verði frá frystihúsinu á Dalvík. Þannig hafi það þurft að greiða svipað verð fyrir fiskbita til pökkunar og heimsmark- aðurinn hefur verið tilbúinn að borga fyrir pakkaða vöru. Frystihúsið á Dalvík hafi hins vegar fengið hráefnið af eigin skipum á miklu lægra verði en almennt gerist á hráefnismark- aðnum. Lítill virðisauki skapast við pökk- unina en á móti kemur að verðsveifl- ur era hægari á fullunninni vöra. Af þessu má ráða að lítill grundvöllur virðist fyrir sjálfstæðum rekstri pökkunarstöðvar, miðað við núver- andi markaðsaðstæður, hvort sem er í Hrísey eða á Dalvík. Einnig má sjá að stjórnendur fyrirtækisins á Dalvík geta með verðlagningu á fiskbitum frá Dalvík til Hríseyjar og skiptingu fjármagnskostnaðar á einstakar ein- ingar haft veraleg áhrif á það hvar í fyrirtækinu hagnaður er tekinn út eða tap reiknað. Eiríkur stjómarfor- maður Snæfells gefur í skyn að eðli- legt geti verið að tap sé af starfsem- inni í Hrísey. Eðli pökkunar sé þannig að hún sé almennt ekki rekin með hagnaði, heldur með lágmarks kostnaði. Hann vill síðan ekki fara út í frekari umræður um þetta málefni. „Það er kominn tími til að einbeita sér að framtíðinni. Eg get ekki ráðið því hvort fólk sættir sig við þessa ákvörðun en það þarf að vinna sig út úr þessum umræðum og huga að næstu skrefum. Snæfell og Kaupfé- lagið eru tilbúin að vinna með heima- aðilum að því. Við þurfum að koma umræðunni í þann farveg. Ef það tekst ekki er illa komið,“ segir Eirík- ur. Ekki kvótakerfinu að kenna Skipulag fiskveiðistjórnunarinnar tengist óneitanlega vanda Hríseyinga og kenna __ sumir kvótakerfinu um vandann. „Utgerðarmenn ættu að fara að átta sig á því að þeir geta ekki endalaust dæmt lítil sveitarfélög eins og Hrísey til dauða. Ef það er afleið- ing kvótakerfisins í hnotskum spái ég því ekki langlífi," segir meðal annars í umræddri grein Guðmundar Gíslason- ar. Pétur Bolli Jóhannesson sveitar- stjóri segir ískyggilegt að eitt fyrir- tæki geti stjómað því hvort lífvænlegt sé í heOu byggðarlögunum eða ekki. Eitthvað hljóti að vera að kerfi sem veiti fyrirtækjum slík völd. Hrepps- nefndin gerir kröfu tO hluta af kvóta Snæfells og í því efni vísar Pétur Bolli tO sögulegra staðreynda um fjárfram- lög Hríseyjarhrepps tO útgerðar KEA og þeirrar aflareynslu sem skip félags- ins öfluðu sér á meðan þau vora gerð út frá Hrísey. „Aflareynslan vai-ð tO hér og þess vegna eigum við hluta kvótans. Við höfum óskað eftir að KEA skOi einhverjum kvóta tO baka tO þess að eitthvað sé hægt að gera hér,“ segir sveitarstjórinn. Eiríkur S. Jóhannsson tekur ekki undir þau orð að það komi óorði á kvótakerfið sem er einn af homstein- unum í rekstri Snæfells, þegar fólk sér afleiðingar þess á litlum stöðum eins og í Hrísey. „Taprekstur vegur að grandvelli fyrirtækisins, ekki kvóta- kerfið," segir Eiríkur. Hann segir að fiskveiðistjórnunarkerfið sem slíkt standi fyrir sínu og fyrirtækin starfi innan þess ramma sem það setji. Segir Eiríkm- að vissulega séu ákveðnir hnökrar á kerfinu og nefnir einkum þá staðreynd að menn geti farið út úr greininni með fuOar hendur fjár. Á þeim afleiðingum verði að taka í skattakerfinu, en ekki með því að leggja niður fiskveiðistjómunarkerfið. Eh-íkur segir vissulega dapurlegt að horfa upp á ástandið í Hrísey en vill ekki taka undir að þar sé að sjá hina dökku hlið kvótakerfisins. „I við- skiptalífinu er stöðug krafa um hag- ræðingu og arðsemi, ekki aðeins arð eigenda heldur einnig arðsemi í þágu launþega. Búið er að setja leikregl- urnar, fiskveiðistjórnunarkerfið, og einhvers staðar finnst jafnvægi." Rifjar Eiríkur það upp að lengi hafi verið bent á það að störfum í framT- framleiðslu, sjávarútvegi og landbún- aði, muni fækka á Islandi. „Við eram í því ferli núna. Það er frekar að við séum að sjá afleiðingar þess í Hrísey, en afleiðingar kvótakerfisins. Byggðavandinn kemur fram í því að sjávarútvegur og landbúnaður eru stór þáttur í atvinnulífinu á lands- byggðinni en við höfum ekki borið gæfu til að finna önnur störf í stað- inn,“ segir kaupfélagsstjórinn. Staðir sem misst hafa kvóta á und- anfórnum áram fengu ákveðinn stuðning með úthlutun byggðakvóta. Hrísey kom ekki til greina við þá út-' hlutun vegna þess að enn er töluverð- ur kvóti skráður í eynni, 1.300-1.400 tonn, aflinn kemur bara aldrei þar á land. Frá staðnum er gert út frysti- skip og tveir rækjubátar sem landa á Akureyri, auk nokkurra trillubáta. „Byggðastofnun leit bara á tölur á blaði en ekki raunveraleikann þegar hún setti reglur um úthlutun byggða- kvótans,“ segir Pétur Bolli. Athuga aðra starfsemi MikOl vandi blasir við í Hrísey þeg- ar pökkunarstöðin verður flutt tö Dalvíkur seinna í vetur. Kom það skýrt fram í úttekt Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar sem kynnt var á__ borgarafundi á þriðjudagskvöld og sagt var frá hér í blaðinu. Snæfell á allgóð fiskvinnsluhús í eynni og er þar með reykingu og pökkun á laxi og aðra smærri vinnslu, auk fiskbita- pökkunarinnar sem fer í land. VOl fé- lagið stofna sérstakt fyrirtæki um eignir og vinnslu í Hrísey og selja síð- an. Pétur Bolli Jóhannesson sveitar- stjóri segir að reyking á laxi hafi ekki gengið vel og erfitt að treysta á þá starfsemi. Hann segir að KEA og Snæfell hafi boðið fram ákveðna hluti og það yrði hlutverk ráðgjafa sen> Hríseyjarhreppur hyggst ráða til starfa með stuðningi Byggðastofnun- ar að fara yfir þau mál og aðra mögu- leika. „Við verðum að sjá hvað út úr því kemur,“ segir Pétur Bolli. Sveitarfélagið er skuldugt og sér auk þess fram á tekjutap vegna fækkunar gjaldenda. Það hefur því litla möguleika til að koma að upp- byggingu atvinnulífsins eða öðram stórum verkefnum. Þess má geta að sveitarstjórnin hefur óskað eftir fundi með Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra sem fer með byggðamál tO að setja hann inn í málin og fara fram á leiðréttingu mála. Einhverjar hugmyndir era komnar fram um starfsemi í húsnæði Snæ- 1 fells í Hrísey en Eiríkur segir of snemmt að greina frá þeim. „Þarna er mjög vel búið hús til matvæla- vinnslu. Eg sé fyrir mér að þar geti verið einhver fiskvinnsla eða önnur matvælavinnsla.“ Hugmyndir hafa verið um að kaupa frá Danmörku verksmiðju sem framleiðir lífrænt sælgæti en framgangur málsins ræðst meðal annars af því hvort Ný- sköpunarsjóður er tObúinn að taka það upp á sína arma. Trúnaðarbrestur? Miðað við hvemig margir Hrísey- ingar tala um stjórnendur Snæfells er erfitt að sjá hvernig samstarf get- ur tekist um endurappbyggingu at- ' vinnulífsins. Sveitarstjórinn tekur undir þetta og segir að erfitt geti ver- ið að fá fólkið til að taka þátt. Rétt er að geta þess að hreppsnefndin snýr sér beint til stjómar KEA, ekki til stjórnenda Snæfells. Stjórnendur Kaupfélagsins, þessa gamla flaggskips samvinnumanna, virðast heldur hnípnir vegna stöðu mála, eins og sjá mátti í frásögnum af fundi þeirra með íbúum staðarins á þriðjudagskvöld, þótt þeir stæðu fast á ákvörðun Snæfells um flutning pökkunarinnar. „Eg fer í þetta starf af heilum hug og vona að Hríseyingar geri það líka. Eg vona að þeir vilji vinna að þessu með okkur þótt ég ætlist ekki tO þess að þeir komi bros- andi í fangið á okkur,“ segir Eiríkur þegar hann er spurður að því hvort nauðsynlegur trúnaður ríki milli fyr- irtækjanna og Hríseyinga eftir það sem á undan er gengið. ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.