Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 51 SIGRÍÐUR FINNBOGADÓTTIR + Sigríður Finn- bogadóttir fæddist að Reyni í Mýrdal 4. janúar 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Hjallatiíni, Vík í Mýrdal 26. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Finnbogi Ein- arsson frá Þóris- holti, síðar bóndi í Presthúsum, f. 28.12. 1889, d. 17.4. 1985 og kona hans Kristín Einarsdóttir frá Reyni, f. 20.4. 1888, d. 7.3. 1986. Systkini: Guðrún, f. 1920; Vilborg, f. 1921; Matthildur, f. 1922; Magnús, f. 1925; Þóranna, f. 1927; Þorgerður, f. 1930; Hr- efna, f. 1932; Einar Reynir, f. 1934. Eiginmaður Sigríðar var Gunnar Kristinn Magnússon, f. 20.1. 1912, d. 6.7. 1975. Þau gengu í hjónaband 17.6. 1942. Þau slitu samvistir. Börn þeirra: 1) Sigurlaug Auður, f. 8.11. 1939, d. 19.1. 1985. Sonur hennar og Helga Sigurðssonar; Njörður, f. 1964. 2) Kristbjörg Magnea, f. 16.2. 1941, maki Sig- urjón Guðni Sigurðsson, f. 27.5. 1924, d. 24.6. 1994. Börn þeirra; Sigríður, f. 1965, Sigrún, f. 1966, Dýrfinna, f. 1971, Auður, f. 1972, Ágúst, f. 1974. 3) Sig- urður Páll, f. 27.10. 1942, d. 26.10. 1985, maki Guðbjörg Bjarnadóttir, f. 8.7. 1940. Börn Okkar hinsta kveðjustund er i'unnin upp, amma mín. Mai'gs er að minnast og margt ber að þakka. Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég kom fyrst til þín og varð eftir eina helgi eða svo en ég efast um að ég hafí verið meh'a en 4-5 ára. Ég var nefnilega fljót að fínna hvað það þeirra; Vignir, f. 1968, Heiðrún, f. 1970. 4) Símon, f. 18.3. 1944, maki Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 15.5. 1948. Börn; Sigur- björg Kristín, f. 1965, stúlka, f. 1969, d. 1969, Sig- urður Þór, f. 1971, Matthildur Inga, f. 1972, d. 1980, Krist- inn Matthías, f. 1984. 5) Finnbogi, f. 17.8. 1947. Sigríður ólst upp í Presthúsum í Mýrdal. Árið 1938 hófu hún og Gunnar bú- skap að Reynisdal ásamt for- eldrum hans, Magnúsi V. Finn- bogasyni og Kristbjörgu Benja- mínsdóttur. Árið 1953 flutti hún að Suður-Fossi og bjó þar til ársins 1997 er hún flutti á Dval- arheimilið Hjallatún í Vík. Sig- ríður stundaði hefðbundinn bú- skaparstörf alla tíð, fyrst í fé- lagi við mann sinn að Reynisdal, síðan sem ráðskona hjá Geir Einarssyni föðurbróður sínum að Suður-Fossi og loks í sam- starfí við Finnboga son sinn á sama bæ. Sigríður starfaði lengi með kvenfélaginu Ljós- brá, var í kirkjukór Reynis- kirkju og tók þátt ýmsum fé- lagsstörfum í sinni sveit. Útför Sigríðar fer fram frá Reyniskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. vai- gott og gaman að vera hjá ömmu á Fossi. Smám saman lengd- ist dvalartíminn og á endanum fór ég að vera hjá þér sumai’langt, allt þar til ég var 16 ára. Það var nú ekki slæmt fyrir barn og síðar ung- ling að fá að vera hjá ömmu og Finnboga á Fossi og það er margar MINNINGAR dýrmætar perlur að finna í fjársjóði minninganna. Þú hafðir mjög got't lag á okkur krökkunum. Þú talaðir við okkur eins og fullorðið fólk og gerðir sjálf- sagða og eðlilega kröfu um að við sinntum þeim verkum sem okkur var treyst fyrir en þú gafst okkur líka alltaf tíma til að leika okkur og að vera börn. Að halda jafnvægi þarna á milli er vandratað einstigi en þú fetaðir það snilldarlega. Þú hafðir mjög gaman af því að ræða málin og spá í hlutina. Við vorum nú ekki alltaf sammáia, amma mín, og tókumst við stundum hressilega á í orðræðum okkar og má áreiðanlega segja að þai' hafi eggið verið að reyna að kenna hænunni. En við skildum alltaf sáttar og höfðum við báðar eflaust lúmskt gaman af öllu saman. Mér er það mjög minnisstætt þegar þú varst að koma hópnum þínum á fætur á morgnanna. Morg- unmjaltirnar freistuðu ekki beinlín- is svefnþungra unglinga en þú varst nú ekki að vandræðast yfir því held- ur kleipst okkur í tærnar og málið var leyst, nema á sunnudögum, þá fengu allir að sofa út. Það var regla hjá þér sem ekki var brotin nema mikið lægi við. Skólaganga og menntun barnabai'na þinna var þér mjög hugleikin og var þér mikið kappsmál að við öll lærðum eitt- hvað, næðum okkur í réttindi, eins og þú orðaðir það. Ég skildi ekki á sínum tíma áhuga þinn á þessum málum en þér tókst að koma þver- um unglingnum í skilning um hvað málið snerist um. Ég gæti haldið endalaust áfram að tína upp úr minningakistunni sem helguð er þér en allt hefur sín takmörk. Við áttum saman ógleymanlegan dag nú síðla sumars. Heilsu þinni var fai'ið að hraka mjög en þú dreifst þig nú samt í ökuferð með mér, enda var aldrei á þér að heyra að þú ættir slæma daga. Við ókum austur á Mýrdalssand, horfðum til Kötlu og spáðum í spilin eins og í gamla daga. Hugur þinn var skýr og fór víða. Við keyrðum inn fyi’ir Reynisbrekku og horfðum inn á af- réttinn og austur yfir sand og dá; sömuðum fegurð landsins þíns. í heimleiðinni komum við hjá Símoni en þar voru samankomnir nokkrh' afkomenda þinna og voru að verka fýl, verklagið hafa þeir numið af þér. Þú gladdist mjög yfir þessu og þú mátt vera stolt af ævistarfinu sem birtist þarna á táknrænan hátt. Við kvöddumst við leiðarlok og þú hafir orð á því að það væri óvíst að þú lifðir að sjá afréttinn svona fal- legan aftur. Þú vissir, sem oft fyrr, hvað klukkan sló og mér fannst ég skynja að nú væri komið að ferðar- lokum hjá þér. Við áttum þó eftir að hittast einu sinni enn, þá viku fyrir andlát þitt. Var þá mjög af þér dregið. Én til marks um hörkuna og þrjóskuna í þér þá var búið að setja öryggismottu fyrir neðan rúmið þitt svo þú færir ekki fram úr án þess að hringja bjöllunni. Þér fannst það svo mikill óþarfi. Amma mín, ég þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig. Minningin um góða ömmu lifir þó svo að við hittumst ekki oftar á þessu tilverustigi. Nú ert þú hjá Sigurlaugu og Sigurði Páli. Guð blessi minningu ykkar. Dýrfinna. Kæra amma. Hve mörg er sú leið sem maður- inn ratar og margt er lagt á þann sem fer um langan veg. Mér finnst ekki vera langt um liðið síðan þú svæfðir mig í herberginu okkar á Fossi, fórst með bænirnar með mér og kenndir mér þær í leiðinni. Það var öruggt skjól sem þú veittir, alltaf var hægt að leita til þín þegar eitthvað bjátaði á. Það var ekki auð- velt hlutverk sem þú fékkst, að vera mér bæði amma, móðh' og faðir. En það var eins og allt sem þú tókst þér fyrir hendur, leyst af hendi með metnaði og áhuga fyrir því að skila góðu verki. Þegar ég hugsa til baka til stundana sem við áttum á Fossi, með þér við öll störfin á bænum..Á vetuma að sniglast kringum þig við mjaltirnar og verkin inni og úti, á vorin þegar lömbin fæddust var nóg að snúast í sveitinni við að koma öllu á sinn stað og gæta þess að allt skilaði sér á réttan stað. Fýlaverk- uninni var beðið eftir allt árið, þar kenndir þú okkur afkomendum þín- um réttu vinnubrögðin og í leiðinni -f áttum við með þér notalegar sam- verustundir. Ég man líka efth' því þegar við vorum í upptökunni á haustin, dag eftir dag og þegar við gengum upp brekkuna heim að bænum hvíldum við okkur á steini sem er á miðri leið og horfðum yfir Mýrdalinn og þú sagðir mér frá svo mörgu þar, steinninn er enn í brekkunni og á ásamt svo mörgu eftir að vekja upp gamlar góðar minningar um þig og það sem þú sagðir. Það er lærdómsríkt að hafa fengið að lifa og alast upp með kyn- slóð sem hafði ekki allt við höndina " og varð að vera sjálfri sér nóg um svo marga hluti. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga fyrir umhverfi þínu og gerðh' þitt til að rækta í kring um bæinn á Fossi, þar eru kannski ekki bestu aðstæður til ræktunar en með vilja tókst þér að koma upp gróðri sem prýddi og gaf umhverf- inu annað viðmót. Þegar ég fór frá Fossi til skóla og síðan vinnu var mikils virði að koma að Fossi og hitta ykkur þar. Þegar bamabama- börnin fæddust fylgdist þú með og þau urðu aufúsugestir á þínu heimili og eftir að þú komst á dvalarheimil- ið í Vík var stutt fyrir þau að hlaupa th þín, það var þeim ekki síður mik- _ ils virði að fá að kynnast þér og að umgangast þig. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum þig, það er sem akkeri hafi brotnað og um stund vitum við ekki hvert okkur rekur, það eitt vitum við eftir að hafa kynnst þér og fengið að vera með þér öll þessi ár, að við eigum mikinn sjóð fallegra minninga um þig sem verða okkur leiðarljós út í lífíð. Þú ert nú komin á nýjan stað, þín bíða þar örugglega ný viðfangs- efni og fólkið þitt sem er farið á undan þér. Við kveðjum þig með » þökkum fyrir allt sem þú varst fyrir okkur og alla sem þér þótti vænt um. Njörður Helgason og fjölskylda. HREFNA RAGNHEIÐUR MA GNÚSDÓTTIR + Hrefna Ragn- heiður Magnús- dóttir fæddist að Sæbóli í Aðalvík 17. ágúst 1908. Hún lóst á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Isa- firði 21. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðný Sveinsdóttir, f. 14.7. 1882, d. 25.1. 1981, og Magnús Dósóþeusson, f. 20.8. 1879, d. 15.12. 1924. Hrefna var þriðja í röð sjö systra. Látnar eru Þórunn Karl- inna, f. 1904, d. 1973, Dóróthea Margrét, f. 1906, d. 1969, Sig- ríður Júdit, f. 1910, d. 1969, og Svava _ Ingibjörg, f. 1916, d. 1993. Á lífí eru Anna Bergþóra, f. 1914, og Þorbjörg Elísabet, f. 1923. Hrefna giftist Guðmundi Benedikt Albertssyni, útvegs- bónda og síðar skipasmið frá Hesteyri í Jökulfjörðum, 13. nóvember 1929 og bjuggu þau á Hesteyri til ársins 1946 að þau fluttu til Isafjarðar. Guðmundur var fæddur 4.6. 1901, d. 20.3. 1972. Hrefna vann um árabil við Elsku amma mín. Þessi dagur sem þú valdir til að kveðja þennan heim verður alltaf sérstakur í mínum huga. Það var mér mikils virði að fá að vera hjá þér síðustu klukkustundirnar og rifja upp allar yndislegu stundirnar sem við höfðum átt saman. Það eru mikil forréttindi og dýrmæt reynsla sauma á Fjórðuiigs- sjúkrahúsinu á Isa- firði og auk þess ýmis önnur störf. Þau Guðmundur eignuðust einn son, Magnús Reyni, framkvæmdastjóra á Isafirði. Kona hans er Guðrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur, og eiga þau fjög- ur börn: 1) Hrefna Ragnheiður, deild- arstjóri á Isafírði, f. 1967, hennar maður er Magnús Ingi Bjarnason, bif- reiðarstjóri, þeirra börn eru Margrét, Heiða, f. 1990, og Bjarni Maron, f. 1995. 2) Albert Vignir, húsasmiður og sund- þjálfari á Akranesi, f. 1971. 3) Hlynur Tryggvi, nemi, f. 1974, og 4) Anna Margrét, nemi í Reykjavík, f. 1976. Hjá Hrefnu og Guðmundi ólst upp til ferm- ingaraldurs systurdóttir Hrefnu og dóttir Svövu, Júdý Ásthildur Wesley, f. 1949, framreiðslu- maður í Reykjavík. Útför Hrefnu Ragnheiðar fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. að fá að alast upp með ömmu sér við hlið. Þú varst alltaf til staðar og því var oft erfitt að hugsa til þess hvernig lífið yrði án þín Alveg frá því ég man eftir mér vai'stu að fræða okkur systkinin, leiðbeina og hjálpa okkur um lífsins veg. Þú hafðir ákveðnar skoðanir á hlutunum en kenndir mér að hver maður er sérstakur á sinn hátt. Umhyggja þín fyrir öðrum og þá sérstaklega þegar einhver þurfti á hjálp að halda var mikil og stuðn- ingur þinn var ómetanlegur þegai’ á reyndi. Þú vildir oft gleðja aðra og gerðir það á þinn hátt. Það er styrk- ui' á lífsins braut að vera nægjusam- ur og að geta borið virðingu fyrir því sem maður á, og vona ég að mér lærist að meta það sem þú kenndir mér í þeim efnum. Það var margt sem ég lærði á Hlíðarvegi 30, litla húsinu þínu. Ekki bara að lesa, prjóna og spila, heldur það hvað nálægðin við góðan vin, hlátur og skemmtilegar sögur geta gefið manni mikið. Allar stund- imai' sem ég eyddi hjá þér, þegar þú sofnaðir með gleraugun á nefinu og hraust, sagðir mér sögur af fólki og stöðum eða sýndir mér myndir voru lærdómur fyrir mig. Þennan dýrmæta fróðleik geymi ég og segi mínum bömum frá þegar ég minn- ist þín. Það er svo margt sem mig langai' til að segja þér og heyra þig segja frá en ég ætla að setja á blað fyrir þig Ijóðið úr gestabókinni sem við gáfum þér um jólin. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fógru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér; engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. (Steingr. Thorsteinsson) Þótt lífið verði tómlegt án þín munu minningarnar um allar góðu stundirnar með þér ávallt geymast í hjarta mínu. Góður Guð geymi þig á nýjum stað. Þín Hrefna. Systir mín Hrefna er látin. Hún andaðist 21. sepember sl. á Sjúki-a- húsi Isafjarðar þar sem hún hafði dvalið sem sjúklingur lengi. Þar hafði hún einnig starfað í mörg ár, síðast sem saumakona. Mai'gs er að minnast þegar mað- ur kveður hinsta sinni konu í hárri elli. Konu sem maður hefur elskað og dáð frá ungdómsárum. Þessi systir mín var mér alla tíð fyrir- mynd í dyggðum. Hef ég oft óskað þess um ævina, að vera gædd ein- hverjum af hennar miklu kostum. En það voru ekki auðgengin spor að feta í slóðina hennar Hrefnu Ragn- heiðar. Hrefna er fimmta systir mín sem ég kveð hinstu kveðju. Yngsta systirin er lifandi. Hún er yndi mitt og eftirlæti og ég vona að ég fái að njóta hennar í ellinni. Ég man eftir Hrefnu ungri. Hún var falleg stúlka, skarpgreind og skemmtileg. Hún sagði vel frá öllu gríni og var mikil sögukona. Hrefna var mikill persónuleiki, andlega sterk, traust og trú. Oft var það svo á mínu bemskuheimili, þegar fjöl- skyldan átti í erfiðleikum, að Hr- efna leysti vandann. Ung giftist hún manni sem mér er ljúft að minnast, Guðmundi Benedikt Albertssyni frá Hesteyri í Sléttuhreppi. Þau voru falleg og samstillt hjón. Höfðingjar í öllu eðli sínu, gestrisin og góðir vinir vina sinna. Mér fannst alltaf að öll fjöl- skyldan ætti hann Gumma enda var hann okkur systrum sem besti bróðir. Ég mun aldrei gleyma þegar hann tók mig með sér heim til Hest- eyrar eftir að ég hafði dvalið á Sjúkrahúsi Isafjarðar í marga mán- uði. Þar vai' ég hjá þeim hjónum í þrjá mánuði og komst til góðrar heilsu. Svövu systur mína tóku þau á heimili sitt og voru henni alla tíð sem bestu foreldrar. Þau ólu einnig upp dóttur Svövu, Judy, fram á fermingaraldur er hún gat ílutt til móður sinnar. Engin dóttir getur verið betri móður sinni en Hrefna var mömmu. Föðursystur okkar, sem var ein- stæð, raunakona, tóku þau hjónin á heimili sitt og önnuðust til hinstu stundar. Hér hef ég stiklað á stóru í lífi systur minnar. Alltof margt er ósagt. Ég vona að aðrir geri það. Ég hef þá trú, ef annað líf er til, að þar bíði vinir í vai'pa sem von er á gesti. Guð blessi systur mína látna. Hafi hún þökk fyrir samveruna og öll hennar gæði. Ég votta frænda mínum Magnúsi Reyni og fjölskyldu hans innilega samúð mína og sona minna. Hinsta kveðja frá systur. Blessi þig blóm jörð, blessi þig útsær, blessi þig heiður himinn, elski þig alheimur, eilífð þig geymi, signi þig sjálfur guð. (Jóh. úr Kötium) Bergþóra Magnúsdóttir. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að bii-tast á útfarai'degi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þai'f greinin að berast fyi-ir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingai'dag. Berist gi'ein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.