Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 53 lega. En áhyggjur mínar reyndust óþarfar. Guðrún tók mér afskap- lega hlýlega, ræddi um daginn og veginn og virtist engar sérstakar hugmyndir gera sér um það, hvemig húsmóðir ég ætti að vera. Fljótlega varð ég viss um að aðrir eiginleikar í mínu fari myndu vekja mun meiri athygli en hvort ég væri dugleg að pússa silfrið eða ekki. Mér létti við þetta og samskiptin urðu fljótlega afslöppuð og góð. Við Guðrún höfum haft ýmiss konar samskipti þessi tuttugu ár sem síðan eru liðin. Aldrei hefur orðinu hallað okkar í milli. Eg vissi vel að Guðrún var ekki skaplaus manneskja, en hún hafði svo margt jákvætt um að hugsa að neikvæðir hlutir komust þar sjaldnast að. Við höfum heimsótt hvor aðra til gist- ingar og félagsskapar. Eg hafði um nokkurra ára skeið þá ánægju að taka á móti henni þegar hún kom til Reykjavíkur. Þá var ég löngu búin að gleyma hvað ég hafði haft miklar áhyggjur af dómi hennar yf- ir húsmóðurhæfileikum mínum, enda voru þær ástæðulausar. Guð- rún leit ekki á neikvæðu hliðarnar. Hún virtist ekki sjá annað hjá mér en það sem var í lagi, hrósaði mér yfir því og ræddi það helst alls. Ég fékk það á tilfinninguna þegar hún kom í heimsókn, að ég væri frábær húsmóðir og gerði flesta hluti vel. Auðvitað hefði líka verið hægt að líta öðruvísi á málið eins og reynd- in er á flestum heimilum, en Guð- rún notaði ekki sérhæfingu sína til að hreykja sér yfir aðra, heldur þvert á móti. Og hana var gott að sækja heim. Þar fór ekki fram sýnikennsla í gestamóttöku, heldur hittum við góða vinkonu sem lagði meiri rækt við gæði samræðunnar en veitingarnar eða útlit heimilis- ins. Enda þurfti ekki að hafa áhyggjur af þeim hlutum, þeir komu eins og af sjálfu sér. Ég hef síðan kynnst afkomend- um Guðrúnar, sem allir bera þess merki að stofninn er sterkur. Hún var ein af þeim konum, sem tókst vel að sameina margþætt hlutverk án þess að gleyma sjálfri sér og eigin þörfum. Ég minnist þess hve ég dáðist að henni þegar hún tók sig upp á fullorðinsárum til að fara á kvennaráðstefnu út í lönd án þess að tala mál heimamanna, sjálfsör- ugg og ákveðin. Það er ekki nema mánuður eða svo síðan Guðrún kom til Reykja- víkur og ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fylgja henni í versl- anir til að hún gæti stungið ein- hverju að barnabörnunum sínum. Við eyddum saman nokkrum klukkutímum, römbuðum milli verslana og borðuðum að lokum ís í verslanamiðstöðinni. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Guðrúnu, hún lét gamanyrðin fjúka og sagði sögur af sjálfri sér og sínum í glettnum tón, svo að það var sönn ánægja að eyða stundum með henni. Ekki sakaði að hægt væri að koma einhverju í verk í leiðinni, eins og góðri verkmanneskju sæmdi. Og nú hefur hún kvatt í síðasta sinn. Ég, sem vissi ekki alveg hverju ég átti von á þegar ég hitti hana fyrst, eignaðist systur og vin- konu, sem hefur verið mér betri en engin í tuttugu ár. Því miður hef ég ekki aðstöðu til að fylgja henni síð- asta spölinn, en sendi ættingjum hennar og vinum samúðarkveðjur. Sigurlína Davíðsdóttir. Sláttumaðurinn slyngi heggur oft fyrirvaralaust. Fregnin um lát Guðrúnar Aðalsteinsdóttur frá Vaðbrekku kom mér á óvart þótt hún væri orðin roskin og farin að láta sig. Með henni er gengin kona sem setti mai’k sitt á samfélagið á Fljótsdalshéraði frá ungum aldri og kom ótrúlega víða við. Ég man eftir henni sem unglingur á Hall- ormsstað þar sem hún kenndi mat- reiðslu við Húsmæðraskólann í nokkra vetur á árunum 1946-1950. Á Hallormsstað kynntist hún Jóni Jónssyni ættuðum úr Fellum en þá kenndur við Sauðhaga þar sem Magnea systir hans var húsfreyja. Jón var vinnumaður víða á Héraði og starfaði hjá Hrafni við skólabúið þegar þau Guðrún gerðust lífsforu- nautar. Hann hafði áður verið vinnumaður hjá föður mínum og minnist ég hve góður hann var við okkur krakkana. Eftir viðkomu að Skriðuklaustri hófu Jón og Guðrún búskap í Klausturseli á Jökuldal þangað sem þau fluttu árið 1954 með korn- unga syni sína, Hrafnkel og Aðal- stein. I Klausturseli bjuggu þau í 15 ár en þá tóku synirnir við bú- rekstri. I Klausturseli bættust þeim þrjú mannvænleg börn, Jón Hávarður, Rósa og Ingibjörg. Síð- ustu búskaparárin á Jökuldal voru þeim örðug vegna harðinda. Mun skuldasöfnun hafa ráðið því að Guðrún réðist á ný sem matreiðslu- kennari í Hallormsstað ái'in 1967- 70. í Egilsstaði fluttu þau árið 1971 þar sem þau komu sér upp nýju heimili í Útgarði. Jón var þar lengst af starfsmaður hjá bygg- ingafélaginu Brúnási en Guðrún sinnti matseld á hótelum og í mötu- neyti Menntaskólans á Egilsstöð- um frá því skólinn tók til starfa 1979 uns hún varð sjötug. Mun margt ungviðið sem þar gekk um garð minnast hennar með hlýhug. Mann sinn missti hún árið 1992 en hélt heimili til loka. Guðrún aflaði sér í æsku góðrar undirstöðu á þeirrar tíðar visu með námi í Alþýðuskólanum á Eiðum og eftir það sérmenntunar í Hús- mæðrakennaraskólanum í Reykja- vík. Hún var alla tíð bókhneigð og samdi í kyrrþey eigin ljóð og smá- sögur. A Egilsstöðum kom Guðrún fljót- lega inn í raðir Alþýðubandalags Héraðsmanna og varð einn af mátt- arstólpum þess félags og að lokum heiðursfélagi. Fylgdi hún Alþýðu- bandalaginu að málum allt þar tO flokkurinn klofnaði á síðasta ári og halla tók til Samfylkingar. Valdi hún þá að styðja við nýjan flokk til vinstri með grænum áherslum. Þannig sló hjarta hennar. Guðrún var greind kona eins og hún átti kyn tO, víðlesin og fjölfróð og fylgdist vel með þjóðmálum. Hún var hlý í viðmóti, hæglát en gáskafuU undir niðri og kunni vel að segja sögur. Oft miðlaði hún úr viskubrunnum sínum á mannamót- um og skemmtunum og kætti við- stadda með græskulausri gaman- semi. Þau störf og félagsleg verk- efni sem Guðrún tók að sér voru leyst hávaðalaust. Við áttum góða samleið í stjórn- málum. Guðrún var ein af mörgum sem stöppuðu í mig stálinu og héldu þingmannsstaula við efnið. Að leiðarlokum gleðst ég yfir að hafa kynnst henni og hennar fólki. Við Kristín sendum bömum henn- ar og öðrum ástvinum samúðar- kveðjur. Hjörleifur Guttormsson. Þó að Guðrún frænka mín byggi mörg síðustu ár ævi sinnar á EgOs- stöðum þá verður hún í mínum augum alltaf Guðrún í Klaustur- seli. Þar kynntist ég henni fyrst og þekkti hana árum saman í tengsl- um við þann stað. Ég kom oft í Klaustursel, dvaldi þar jafnvel dög- um saman, og ég fann aldrei fyrir því að ég væri gestur. Þeim hjón- um, Guðrúnu og Jóni heitnum, var gestrisni eðlileg. í Klausturseli runnu lækirnir niður brekkurnar, féð vai’ á beit í fjallshlíðinni og það var tekið á móti gestum af áreynslulausri vel- vOd. Árum saman taldi ég þetta allt til náttúrulögmála. Guðrúnar Aðalsteinsdóttir hafði óbilandi áhuga á mannlífinu; áhuga á því að kynnast fólki og fá sjálf að vera tO og lifa lífinu eins og stoltum og fullgildum einstaklingi ber. Hún var fluggreind kona. Hún sótti sér húsmæðramenntun og vann fyrir sér árum saman sem húsmæðra- kennari og mötuneytisstjóri. Við vorum samtíða nokkur ár við Menntaskólann á Egilsstöðum, þar sem hún rak mötuneyti, og þá gat ég ekki annað en hugsað að hefði Guðrún verið á skólaaldri þegar sá menntaskóli tók til starfa hefði hún skotið flestum skólasystkinum sín- um ref fyrir rass. Tímamir voru hins vegar aðrir þegar Guðrún var ung. Þá þótti ekki sjálfsagt að kon- ur spreyttu sig á menntabrautinni. Það þótti ekki einu sinni sjálfsagt að konur á aldri Guðrúnar tækju bflpróf. Guðrún frænka mín lét það ekki stöðva sig, tók sitt bflpróf og keyrði stóráfallalaust út um allar trissur í mörg ár. Hins vegar tók hún prófið seint og þess gætti nokkuð í ökulagi. Vafalaust hafa hinir og þessir karlar látið þess getið við Guðrúnu að hún æki ekki á réttan hátt en ég sat einu sinni í bflnum hjá henni niður Jökuldal og það hvarflaði ekki að mér að bjóða henni að keyra. Við spjölluðum um aUa heima og geima eins og við vorum vön og eftir klukkutíma akstur lítur Guðrún á mig og segir áhugasöm: Hvers vegna ertu ekki hræddur í bfl hjá mér? Hvers vegna ætti ég að vera það, spurði ég á móti? Það verða yfirleitt allir karlmenn skíthræddir þegar ég sest undir stýri, sagði Guðrún íhugul og svo ræddum við það ekki meira því hvomgt okkar hafði mik- inn áhuga á þess háttar aumingja- skap. Ég hef hins vegar aldrei get- að gleymt þessu litla samtali því það sýndi mér hve erfitt ýmiss konar fordómamenn gátu átt þegar Guðrún Aðalsteinsdóttir var ann- ars vegar. Ástæðan held ég kannski að hafi verið sú að fordóm- ar þrífast á kjarkleysi en Guðrún frænka mín skildi það orð aldrei sérlega djúpum skilningi. Hún þorði alla tíð að velja skoðanir sín- ar sjálf, hún starfaði árum saman að stjórnmálum og var um sinn burðarás Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum. Þegar við Dagný, kona mín, komum að Menntaskólanum á Egilsstöðum, með ungan son okk- ar, var Guðrún þar matráðskona og tók á móti þessari litlu fjölskyldu eins og hún ætti í henni hvert bein. Þar störfuðum við í þrjú ár. Ég held að hún hafi þekkt alla nem- endur í skólanum með nafni og ég veit að aragrúi unglinga sem var að heiman í fyrsta skipti átti í henni traustan vin, eins konar íhlaupa- móður sem hægt var að leita til ef menn vantaði matarbita, bjartsýni eða kjark. Guðrún var foreldrum sínum ómetanleg þegar þau fluttu á elliheimilið á Egilsstöðum. Hún vakti yfii’ þeim og studdi þau af einlægni fram á síðustu stund. Börn Guðrúnar eiga það sameig- inlegt að bera lífsviðhorfi móður sinnar fagurt vitni. Með þessum greinarstúf langar mig til þess að flytja þeim, mökum þeirra og börn- um samúðarkveðjur okkar Dagnýj- ar, sona okkar, Snorra og Árna, móður minnar, Sigurbjargar Jó- hannsdóttur og manns hennar, Árna Guðjónssonar. Kristján Jóhann Jónsson. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, fostudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyi’ir birtingai’- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. HERDIS SIGTRYGGSDÓTTIR + Herdís Sig- tryggsdóttir fæddist á Hallbjarn- arstöðum í Reykja- dal í S-Þingeyjar- sýslu 13. febrúar 1906. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 23. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Jóns- dóttir og Sigtrygg- ur Helgason. Herdís var yngst af níu systkinum sem öll eru nú látin en þau voru Björn, Örn, Helgi, Tryggvi, Gerður, Hreinn, Vagn, Sigrún og Herdís. Herdís ólst upp og starfaði lengst af í Reykjadal þar sem hún var ljósmóðir um árabil. Herdís giftist árið 1943 Karli Jakobs- syni, f. 1.12.1901, d. 27.1. 1986. Þeirra börn eru: 1) Hreið- ar, f. 16.12. 1944, kvæntur Jóninu Ár- nýju Hallgrímsdótt- ur og eiga þau fjög- ur börn. 2) Helga, f. 28.8. 1948, gift Þóri Páli Guðjónssyni og eiga þau þrjú börn. Herdís og Karl bjuggu fyrst á Hall- bjarnarstöðum í Reykjadal en lengst á Narfastöðum í sömu sveit. Ar- ið 1972 fluttust þau til Húsavík- ur og áttu heima þar síðan. Utför Herdísar fer fram frá Einarsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar í fáeinum orðum að minanst ömmu minnar Herdísar Sigtryggsdóttur. Þegar afí og amma hættu búskap fyrir aldurs- sakir fluttust þau úr Reykjadaln- um til Húsavíkur fyrir ríflega ald- arfjórðungi. Amma var hlý kona og mátti ekkert aumt sjá. Heimili hennar og afa var ávallt opið fyrir ættingjum og vinum og þar var mikill gestagangur. Mér eru minn- isstæðar heimsóknir okkar systk- inanna á Túngötuna. Þangað kom- um við iðulega að loknum skóla- degi, ýmist saman eða hvert í sínu lagi. Þar var ekki komið að tómum kofunum. Dúkur var breiddur á sporöskjulagað eldhúsborðið, kakó hitað og síðan var hverri kökusort- inni af annarri raðað á borðið: ískaka, hraunkaka, piparkökur, sykurkökur, skyrkökur o.s.frv: Þarna sat ég stelpuskottið og drakk heitt kakó úr hvítum bolla og raðaði í mig kræsingunum. Þeg- ar amma var búin að bera á borð settist hún niður og sagði sögur eftir pöntunum. Hún kunni ógrynnin öll af sögum og vísum en sagan um Stjörnuauga og átján barna föður í álfheimum voru í sér- stöku uppáhaldi hjá mér. Hún hafði líka sérstakt lag á að segja á ljóslifandi hátt frá atburðum sem hún hafði upplifað á árum áður. Amma hafði átt viðburðaríka en oft á tíðum óblíða ævi. Hún starfaði sem ljósmóðir á millistríðsárunum, oft við erfiðar aðstæður. Hún sagði okkur frá því þegar hún gekk á gönguskíðum um hávetur, oft lang- ar leiðir, til að sinna konum í barnsnauð og þegar hún astoðaði héraðslækninn við uppskurð á eld: húsborðinu í læknisbústaðnum. í kjölfar einnar vitjunar til sægur- konu fékk hún mænusóttina sem lamaði annan fót hennar og bar hún þess merki alla ævi. Hún var farsæl í starfi en ljósmóðurstarfið lagði hún á hilluna eftir að hún hóf búskap með afa og eignaðist sín böm. Amma var af gamla skólanum og setti hún óneitanlega sitt mark á uppvöxt okkar systkinanna. Hún var ófeimin við að leggja mér og systkinum mínum lífsreglurnar og reyndi að kenna okkur dygðir og góða siði. Ég mun ávallt búa að þeim gildum sem hún amma mín innrætti mér. Það verður óneitan- lega tómlegt að koma heim til Húsavíkur um þessi jól og hafa hana ömmu ekki hjá okkur en ég er viss um að henni líður vel þar sem hún er núna. Herdís Hreiðarsdóttir. MAGNÚS MÁR BJÖRNSSON + Magnús Már Björnsson fæddist í Reykjavík 10. júní 1978. Hann lést af slysförum 9. apríl siðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 19. apríl. Það fallegasta sem minningin um þig segir mér er það að þar átti ég góðan frænda. Þegar ég var að koma í heimsókn í Birkihlíð þá mætti mér lítill frændi minn með sinn fótbolta og þá tók ég þátt í þeim leik. Þá var minn litli vinur, bæði frændi og ekki síst vinur. Magnús var yndislegur og fallegur drengur og það sem prýddi Magga var hvað hann var góður við alla, bæði menn og málleysingja. En öll erum við Guðs börn Maggi minn. Ég vil að lokum þakka þér, frændi minn, þær fallegu stundir sem við áttum saman þegar þú varst lítill. En nú ertu orðinn full- orðinn og kominn á nýjan stað þar sem þér verður falið annað hlut- verk, og veit ég það að þú leysir það vel af hendi eins og allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Guð blessi minningu þína elsku frændi minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þinn frændi Ómar. + Elskuleg dóttir okkar og systir, RÓSA JÓNSDÓTTIR, sem lést miðvikudaginn 22. september, verð- ur jarðsungin frá Langholtskirkju mánudag- inn 4. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast Rósu, er bent á Barna- spitalasjóð Hringsins. Jón Hrólfur Sigurjónsson, Guðrún Erla Sigurbjarnadóttir, Daði Jónsson. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.