Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ Guðríður Erna Guðmundsdóttir fæddist í Yest- mannaeyjum 4. mars 1963. Hún lést í Tönsberg í Noregi 24. september síð- astliðinn. Foreldrar Guðríðar eru Guð- mundur Birnir Sig- urgeirsson, mjólk- urfræðingur, f. 31.7. 1944, og Agústa Trausta- > dóttir, f. 12.2. 1943. Bræður Guðríðar eru Trausti, f. 24.3. 1964, í sambúð með Ingibjörgu Aradóttur og eiga þau soninn Elmar Ás. Trausti átti fyrir son- inn Ragnar Örn; Sigurgeir, f. 3.1. 1966, í sambúð með Soffíu G. Kjartansdóttur og eiga þau Það er alveg rosalega erfitt að hugsa út í það að ég eigi aldrei eftir að faðma þig aftur og segja þér hve mikið mér þykir vænt um þig og flnna fyrir gleðinni og hamingjunni innra með mér þegar þú segir mér hve mikið þú elskir mig. Eða bara * >að sjá fallega brosið þitt og hlýjuna og góðvildina í augunum þínum þegar ég kem í heimsókn til Nor- egs eða þú hingað heim. Fá að heyra skammirnar ef einkunnirnar mínar eru ekki sem bestar og hrós- ið þegar mér gengur vel. Öll þessi smáatriði sem ég hélt að skiptu ekki svo miklu máli en þegar ég átta mig á því að þú verður ekki hér að deila þeim með mér þá get- ur eitt smáatriði verið mesta mál. Ekki varstu bara móðir mín, , heldur líka besti vinur minn. Þótt það kæmi fyrir að við rifumst þá áttum við líka mjög góðar stundir saman og þær stundir mun ég geyma í minningu minni og hjarta ásamt fegurð þinni og ást. Og þó ég ætti bara 17 ár með þér voru það mín góðu ár og ég veit að þú ert á góðum stað núna og ég mun ávallt elska þig og ég veit að þú munt ávallt elska mig. Þótt við getum ekki verið saman í heimi lifandi manna þá verðum við saman í mínu hjarta að eilífu. „Þá mælti Almítra: Mál er nú að spyrja um dauðann. Og hann sagði: Þú leitar að leyndardómi dauð- ■ ^ans. En hvernig ættir þú að fínna hann, ef þú leitar hans ekki í æð- arslögum lífsins? Uglan, sem sér í myrkri, en blindast af dagsbirt- unni, ræður ekki gátu ljóssins. Leitaðu að sál dauðans í líkama lífsins, því að lífið og dauði er eitt eins og fljótið og særinn. í djúpi vona þinna og langana felst hin Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ soninn Konráð Elí. Guðríður eignað- ist dótturina Irisi Hödd Pétursdóttur 2.6. 1982. Sambýlis- maður Guðríðar er Helge Rise frá Opp- dal í Noregi. Dóttir þeirra er Lena Mist, f. 19.2. 1993. Helge og Guðríður bjuggu í Noregi sl. 4 ár. Guðríður bjó áð- ur á Selfossi þar sem hún tók versl- unarpróf og starf- aði m.a. hjá Sel- fossveitum. í Noregi lærði hún blómaskreytingar og starfaði við Jþað til dauðadags. Utför Guðríðar fer fram í Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. þögla þekking á hinu yfirskilvit- lega, og eins og fræin, sem dreymir undir snjónum, dreymir hjarta þitt vorið. Trúðu á draum þinn, því hann er hlið eilífðarinnar. Óttinn við dauðann er aðeins ótti smala- drengsins við konung, sem vill slá hann til riddara. Er ekki smalinn glaður í hjarta sínu þrátt fyrir ótta sinn við að bera merki konungsins? Og finnur hann þó ekki mest til ótt- ans? Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guð síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgöng- una. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Spámaðurinn). Iris Hödd. Elsku Gurrý. Ég á mjög erfitt með að skilja af hverju dauðann ber fyrirvaralaust að höndum hjá fólki í blóma lífsins. Mig langar að kveðja þig með nokkrum minningum liðinna ára sem koma ljóslifandi fram á þess- ari erfiðu stundu og eru okkur dýr- mætar og munu fylgja okkur í minningunni um þig. Eg hélt að þú myndir vinna þetta stríð, ég trúði því fram á síðustu mínútu að þú mundir vakna. Mér fínnst trúin hafa brugðist mér í þetta sinn. Dauðinn er oft ansi óréttlátur. Hvernig getur maður réttlætt að hann þurfi að taka þig, kornunga, frá ungum dætrum þínum? Það er svo ansi margt sem þú áttir eftir að gera. Ég trúi því að þú fylgist með og leiðbeinir írisi Hödd og Lenu Mist. Við áttum margar góðar stundir saman. Ég man fyrst er við kynnt- umst fyrir u.þ.b. 15 árum, þá fannst mér þú alveg meiriháttar pæja og ég leit upp til þín og hugs- aði með mér að einhvern tímann yrði svona gaman hjá mér og vin- Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. MINNINGAR konum mínum þegar við yrðum eldri. Minnisstæðar eru góðu stundimar á loftinu á Eyrarvegi 9. Þá kom ég stundum og passaði írisi Hödd á meðan þú og Hrefna Magg unnuð í Selfossbíó. Svo voru farnar nokkrar góðar ferðir á app- elsínugulu Lödunni þinni, já hún stóð sko fyrir sínu. Man ég að eitt sinn fór ég að sækja þig og að mig minnir Rut niður í Þorlákshöfn, en þá voruð þið að koma af þjóðhátíð. Á heimleið var mikið fjör í Lödunni því ferðasögurnar voru alveg meiriháttar, svo margt hafði gerst. Síðan keyptir þú Subaru og ég man að það var heilmikið stökk frá Löd- unni. Þú varst alltaf svo hlý, og góður vinur. Stjömuspeki lýsir fólki sem er fætt 4. mars sem létt- lyndu að eðlisfari og að það hafi mjög fágaða framkomu. Þessi stutta lýsing á vel við þig. Ég fæ þér seint þakkað hvað þú reyndist mér góð þegar ég gekk með Sesselju Sif. Komst hreint fram, dróst ekkert undan, ráðlagðir mér og hélst utan um mig. Þú varst svo góð við ömmu og afa í Múla, pass- aðir upp á búðina þeirra þegar þau voru erlendis og eftir að amma þín dó hefurðu reynst afa þínum alveg meiriháttar, þó svo að þú byggir í öðru landi, þá var alltaf svo mikið gott á milli ykkar og bið ég Guð að vaka yfir honum og hugga hann í þessari miklu sorg. Einnig vil ég þakka þér hvað þú varst Ragnari Erni góð og hlý frænka. Hann á erfitt með að átta sig á þessu, jólin, gamlárskvöld og allt það án þín. Þó svo að við höfum ekki átt margar stundir síðustu ár voru tengslin alltaf góð. Um síð- ustu jól komstu til mín að skoða húsið mitt og nýfæddan son minn og áttum við góða stund saman. Hverjum hefði dottið í hug að það væru síðustu jólin okkar saman? Elsku Guirý, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir Ragnar Örn. Elsku Iris Hödd, Lena Mist, Helge, Gústa, Biddi og aðrir að- standendur. Megi góður Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar og sökn- uði. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænum mínum, en guð vildi fá þig, og hafa með englum sínum. Þótt farin þú sért, og horfm burt úr þessum heimi. ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. ástvini þina ég bið síðan guð minn að styðja og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Jónsdóttir.) Hrönn Arnardóttir. Við fyrrverandi starfsfélagar Gurrýar hjá Selfossveitum vorum harmi slegnir er við fréttum af al- varlegum veikindum hennar í síð- ustu viku. Héldum í þá von að úr gæti ræst eða að veikindin væru ekki eins alvarleg og virtist. Hvor- ugt gekk eftir. Guðríður Erna kvaddi þetta ríki okkar dauðlegra með snörpum aðdraganda, í blóma lífs síns, allt of, allt of snemma. Hún er okkur harmdauði. Sárari missir er hún þó þeim er unnu henni heitast. Það er von okkar að allir góðir kraftar leggist á eitt og styrki þau og leiði úr sorginni til lífs og ljóss á nýjan leik. Góðar minningar úr lífi hennar og starfi ásamt öllum glaðværu stundunum munu þar létta undir. Gurrý hóf störf hjá Selfossveit- um fyrir um sextán árum aðeins tvítug að aldri. Hún var þá ráðin í starf innheimtufulltrúa á skrifstof- unni. Hún hafði síðar í störfum sín- um umsjón með viðskiptakerfi fyr- irtækisins, annaðist ýmsa nauðsyn- lega þjónustu við viðskiptavini sem 54 LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 GUÐRIÐUR ERNA GUÐMUNDSDÓTTIR leituðu til skrifstofunnar og veitti hagnýtar upplýsingar þeim er eftir því sóttust. Nutum við krafta henn- ar uns hún hélt til heimalands Hel- ge, Noregs, fyrir um fjórum árum. Öll þau störf er hún bar ábyrgð á annaðist hún af kostgæfni og alúð og skilaði ætíð góðu verki. Á litlum vinnustað þurfa starfsmenn að vera liðtækir til margra verka, fleiri verka en sérhæfing þeirra býður. Guirý féll vel að þessum að- stæðum og gat tekist á hendur ólík störf á skrifstofunni, nýtt krafta sína þannig að úr varð heilsteypt verk með upphaf og endi. Oft lá drjúgt dagsverkið eftir hana enda fór þar kona útsjónarsöm, fljótvirk og örugg. Verða þau verk hennar seint metin að verðleikum. En það er fleira verðmætt en skilvirkur starfsmaður. Gurrý var einnig góð í félagi við aðra og átti fjalltrausta aðdáendur meðal starfsfélaganna sem gaman höfðu af að gantast og henda gaman af mönnum og málefnum. Oft var þá kátt á hjalla. Hún kunni vel að gleðjast á góðri stundu og var ekki leiðindunum fyrir að fara þegar svo bar undir. Er við kvöddum hana fyrir Noregsförina létu félagamir það eftir henni að hifa hana, í krana, í hæstu stöðu þannig að gnæfði yfir hús og menn. Þetta lét hún sig hafa þótt lofthrædd væri; lagði það á sig eins og til að hafa gott sjónarhorn yfir vettvang starfa sinna, festa í minni áður en hún kveddi og héldi með fjölskyldu sinni á vit nýrra siða og nýrra tækifæra hjá frændþjóð okkar. Ekki var annað að heyra en að litlu fjölskyldunni vegnaði vel síð- ast þegar þau komu í heimsókn til okkar er þau dvöldu hjá foreldrum hennar hér á Selfossi. Það var því reiðarslag að fregna lát hennar. Huggun er þó harmi gegn að eiga um hana margar góðar minningar. Fyrir hönd okkar allra bið ég allar góðar vættir að hlúa að Helge og dætrum þeirra, foreldrum hennar, afa og bræðrum og veita þeim allan þann styrk sem þau þurfa til að lifa við missi ástvinar og til að spjara sig í nýjum veruleika. Ásbjörn Ólason Blöndal, veitustjóri. Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana. Við njótum allra fal- legu haustlitanna, kvöldsólarinnar og kyrrðarinnar. Sjáum hlíðina speglast í vatninu og stöldrum við eitt andartak til að undrast yfir logninu og litunum. Mér leið vel í kyrrðinni uppi í Heiðmörk þennan dag, en var engan veginn búin und- ir þær slæmu fréttir sem biðu mín þegar heim kom. „Hún Gurrý er dáin.“ Margar eru þær hugsanir og minningar sem þyrlast um hugann á slíkri stundu. Állt í einu er ungri konu svipt í burtu frá okkur, og eftir stöndum við hnípin og spyrj- um: Hvers vegna? Af hverju? Og fáum engin svör. Við getum ein- ungis leitað huggunar í öllum þeim góðu minningum sem við eigum um hana Gurrý. Ég minnist hennar þegar ég kynntist henni heima hjá afa henn- ar og ömmu, tengdaforeldrum mín- um, Sigurgeiri og Guðríði, þá var hún ung og falleg stelpa sem ég kunni strax svo vel við. Þá fannst mér ég svo miklu eldri og reyndari, þó að ekki munaði nema sjö árum á okkur. Ég minnist hennar þegar hún eignaðist hana írisi Hödd, hve hún var stolt af stelpunni sinni. Þá var Siggi minn bara ársgamall og ég ekkert mikið reyndari en Gurrý. Síðar kynntist hún Helge sínum og saman eignuðust þau hana Lenu Mist. Ég minnist þess hve Gurrý var dugleg að hóa fjölskyldunni saman, það átti hún sameiginlegt með ömmu sinni og nöfnu. Það lék líka allt í höndunum á henni Gurrý, þó að hún nýtti sér hæfileika sína ekki á þessu sviði fyrr en hún fór að læra blómaskreytingar. Um síð- ustu jól fengum við að njóta þess, því skreytingarnar sem komu frá Gurrý voru einstakar. Gurrý var alltaf glöð í góðra vina hópi og þeg- ar þau Helge fluttust til Noregs veit ég að fleiri söknuðu hennar en bara fjölskyldan. Og nú er hennar enn sárar saknað. Með þessum fátæklegu orðum sendum við Pálmar ykkur öllum samúðarkveðjur og vonum að þið látið ljós góðra minninga um Guný lýsa ykkur komandi daga. Elsku Gurrý, ég vil kveðja þig með þessu ljóði eftir Hannes Pét- ursson: Haust. Og garðflatir grænar við sjóinn fram. En reyniviðarhríslur rauðar, í gulu ljósi. Samtímis deyja ekki sumarsins grös og lauf. Allt deyr að eigin hætti. Allt deyr en óviss er dauðans tími. Dauðinn er regla sem reglur ná ekki til. Valgerður K. Sigurðardóttir. Elsku Guný frænka. Þú féllst með haustlaufunum, svo alltof fljótt. Hvers vegna ung kona í blóma lífsins? Sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska og að þörf sé fyrir fólk á æðri svið- um, en hvar væri meiri þörf fyrir þig en hjá Helga og dætrunum. Hvers vegna frá ástkærum manni og tveim ungum dætrum? Ég spyr en fátt er um svör ef stórt er spurt. Hvers vegna fékkst þú ekki meiri kvóta? Hvers vegna fékkst þú ekki að fylgjast með dætrum þínum, írisi Hödd og Lenu Mist vaxa og dafna? Hvers vegna fékkst þú ekki að fylgjast með þeim, ann- ast þær, sjá þær komast til þroska, sjá þær verða að fullþroskuðum einstaklingum? Hvers vegna spyrjum við sem eftir sitjum og drúpum höfði, með sorg í hjarta, hvers vegna? Við fáum engin svör en elsku Gurrý, minningin um þig lifir í hjörtum okkar og í dætrum þínum. Já, elsku Gurrý, í dætrum þínum, sem koma til með að verða mesta huggun foreldra þinna og Helga og annarra ættingja. Þau fá það hlut- verk að taka við af þér og hlúa að þeim. Hvers vegna spyrjum við, en dauðinn er órjúfanleg heild af lífinu og það vitum við, samt kemur hann stöðugt á óvart. Mörg eru minningabrotin frá okkar lífi í gegnum tíðina. Við vor- um systradætur, fæddar sama ár- ið, þú í mars, ég í apríl, þannig að stutt var á milli okkar og þó að ég ætti heima í Eyjum áttum við margar glaðar stundir saman. Bernskuárin liðu fljótt, svo alltof fljótt, en minningarnar eru ljúfar um ferðalögin sem við fórum í með foreldrum okkar og systkinum þeirra og börnum. Þá var nú oft glatt á hjalla og margt brallað og er þetta ómetanlegur fjársjóður í minningunni. Ljúfar áttum við stundirnar í Eyjum og á Selfossi og man ég hvað mér þótti mikið ævin- týri að koma með þér í búðina hjá afa Geira og ömmu Gauju, sem nú er látin, allt var það svo spennandi og framandi fyrir mér en svo ofur- eðlilegt í þínum huga og er þetta erfið raun fyrir afa þinn að sjá á eftir þér svo óvænt og alltof fljótt. En bernskuárin voru að baki, við fórum hvor sína leið. Þú varst kom- in með eitt bam, hana Irisi Hödd, ég hafði öðru að sinna, en aftur náðum við saman er við áttum báð- ar von á barni, þú hana Lenu Mist en ég Aron minn. Þá höfðum við um margt að tala. Er þú fluttir með Helga þínum til Noregs urðu tengslin minni því þannig er það nú á þessari tækniöld okkar og í asa hversdagslífsins að tíminn er svo fljótur að líða, það fínnur maður á svona stundum. Um sejnustu jól er þú komst heim til Islands til að halda jólin með fjölskyldu þinni komst þú í heimsókn til mín með Helga og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.