Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.10.1999, Blaðsíða 57
I- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 5*T UMRÆÐAN Háskólinn og Oskjuhlíðin ÞAÐ var mikil eftir- vænting í lofti sólríkan vordag 1940, þegar vígsluhátíð Háskóla ís- lands fór fram. Allt frá stofnun hans 1911 hafði Háskólinn haft til umráða þrjár skólastofur á neðri hæð Alþingishússins, auk bókasfns norrænu deildarinnar. Það var mest fyrir atorku og eldmóð prófessors Alexanders Jóhannes- sonar að ráðist var í það stórvirki að koma upp byggingu fyrir Háskólann sem sæmdi metnaði þjóðarinnar. Langþráður draumur varð að veruleika á þess- um dögum. Gestir sem komu til fagnaðarins gerðu sér vonir um að byggingin myndi fullnægja hús- næðisþörfum Háskólans um marga áratugi, menn áttuðu sig ekki á þeim þrótti sem þessi athöfn hafði leyst úr læðingi. Það var eins og þjóðin hefði vaknað til fullrar vit- undar um mátt sinn og megin. Háskólinn óx og dfanaði hröðum skrefum, hver byggingin af annarri reis í námunda við hann og mynd- aði háskólahverfi með mörgum deildum. Og fyrr en varði var Há- Súrefnisvörar Karin Herzog Silhouetle skólinn orðinn að- krepptur með bygg- ingalóðir á þrjár vegu, aðeins í austurátt var opið svæði sem breski herinn hafði lagt undir flugvöll sinn í stríðinu. Þar liggur nú sá þrösk- uldur fyrir dyrum Há- skólans sem ekki verð- ur komist yfir. Handan hans er Öskjuhlíðin, sí- græn af skógi upp um hlíðarnar, þar sem stundum hefur gilt frekar kapp en forsjá, því hávaxin barrtré skyggja nú á marga bolla og lautir þar sem áður var hægt að sleikja sólskinið og njóta útsýnis vestur yfir flóann og víðar. Stjórn Háskólans hefur gripið til þess úrræðis í kröggum sínum að fá aðstöðu til fyrirlestrahalds í félags- heimili knattspyrnufélagsins Vals, vestur undir Öskjuhlíðinni. Loftlín- an er ekki nema rúmlega steinsnar frá byggingum Háskólans, en eina leiðin þangað liggur úr norðri með- fram hlíðinni til suðurs. Eg sé fyrir mér framtíð þar sem háskólahverfið tengist Öskjuhlíð- inni, óskalandi menningar og fag- urra list, með fögrum byggingum Háskólahverfi Eg sé fyrir mér framtíð þar sem háskólaahverf- ið tengíst Öskjuhlíðinni, segir Agnar Þórðarson, óskalandi menningar og faguiTa lista, með fögr- um byggingum. við rætur hlíðarinnar með skjólgóð- an skóg allt í kring. Þar gæti orðið unaðsstaður fyrir komandi kynslóð- ir, þar sem fagrar byggingar tengj- ast umhverfi sínu á smekklegan hátt. En fyrsti áfangi þyrfti að verða að fjarlægja þessa ljótu bragga við veginn undir Öskjuhlíðinni sem virðast hafa gleymst fyrir löngu. Enginn virðist lengur veita því eft- irtekt hvað braggamir eru mildl óprýði og stinga vegfaranda í augu, nema flestir séu orðnir svo vanir þessum ósóma og hirðuleysi að þeir í sljóleika sínum taki ekki eftir þessu lýti. Höfundur er rithöfundur. (Formula 1, 56 Formula 1,2,3 & 4! Ég get sagt þér ótrúlegar sögur -1- 5 Agnar Þórðarson Nægft fé í barnaspítalann r NÚ GETA fram- kvæmdir við byggingu nýs Barnaspítala Hringsins hafist á ný eftir tafir sem verða þess ekki aðeins vald- andi að seinka verklok- um heldur verður byggingin líka mun dýrari en áætlað var. Sem heilbrigðis- málaráðherra hefur það verið mér kapps- mál, að bæta aðstæður og hag veikra barna og aðstandenda þeirra. Þar skiptir bygging nýs Bamaspítala Hringsins mestu máli og var það sérstakt ánægjuefni að ríkisstjómin skyldi á fyrra kjör- tímabili sínu ekki aðeins ákveða að Barnaspítali Ríkisstjórnm stendur einhuga að baki ákvörðuninni, segir Ingibjörg Pálmadóttir, um að verja 300 millj- ónum króna til bygg- ingarinnar á næsta ári. hefja framkvæmdir á Landsspítala- lóðinni heldur líka sammælast um að tryggja fjármögnun hins nýja barnaspítala. Vegna mótmæla íbúa í nágrenn- inu hefur verkið tafist. Eftir að úr- skurðarnefnd um skipulags- og bygg- ingamál hafnaði rök- semdum mótmælenda er ekkert, sem lengur kemur í veg fyrir að við getum ráðist í næsta áfanga bygging- arinnar. Gott er til þess að vita að ótti íbúa við hugsanlega röskun hefur ekki orðið urtr- hyggjunni fyrir börn- um yfirsterkari. Ríkisstjórnin stend- ur einhuga að baki ákvörðuninni um að verja 300 milljónum króna til byggingar- innar á næsta ári. Er nú verið að undirbúa útboð vegna næsta áfanga svo sem Hjálmar Árnason, formaður bygginganefndar barna- spítalans, hefur greint frá í fjöl- miðlum. Foreldrar sem hafa dvalið með sjúkum börnum sínum á Barnaspít- ala Hringsins vita betur en aðrir hversu brýnt það er að byggja nýi- an spítala. Úrslit í úrskurðarnefiS? skipulags- og byggingamála eru sérstakt gleðiefni fyrir þá sem þurfa á þjónustu barnaspítala að halda, og næsti áfangi byggingar- innar er gleðiefni fyrir okkur hin sem teljum framkvæmdina afar brýna. Þeir sem vilja kynna sér allt um nýja barnaspítalann geta leitað upplýsinga á slóðinni: http://www2. rsp.is/hringur/val_starfsemi.html Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Ingibjörg Pálmadóttir Tveir sýningarsalir Yfirfullir af fallegum og vönduðum vörum á góðu verði Hestaborð með glerplötu Verð: 99.000 Sjónvarpsskenkur Verð: 29.000 Sjónvarpsskenkur Verð: 32.000 'Skenkur Verð: 59.000 Einfaldur Bókaskápur Verð: 29.000 Bar Verð: 19.900 liiimiiiiiiinifiiff Tekk Sófi Verð: 59.000 ■ Teborð Verð: 16.900 Glerskápur Verð: 45.000 Tvöfaldur Bókaskápur Verð: 37.000 Bæjarhraunl 14 220 Hafnarfjörður Dekor (Freemans húslð) Sfml: 565 3710 Opið Sunnudag 2 Október 13:00 til 17:00 Opnunartfmi: Má-FÖ. 10:00 til 18:00 Laugardag 10:00 tll 16:00 Dekor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.